Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Mandsmeistarakeppni í „Freestyle“-dönsum íslandsmeistarakeppni ungl- inga í „Freestyle“-dönsum 1988 verður haldin í Tónabæ í dag, föstudag. Um síðustu helgi voru haldnar forkeppnir í íslandsmeistarakeppni unglinga í „freestyle“-dönsum á sjö stöðum á landinu, þ.e. Akranesi, ísafirði, Eskifirði, Vestmannaeyj- um, Garðabæ og í Tónabæ. Alls komust 12 hópar og 12 einstakling- ar í úrslit og munu þeir keppa um 1., 2. og 3. sæti í Tónabæ í dag. Þessi íslandsmeistarakeppni er nú haldin 7. árið í röð og er það Félagsmiðstöðin Tónabær sem sér um framkvæmd keppninnar eins og áður og Dansráð Islands sér um dómgæslu. Sjónvarpið mun í ár, eins og undanfarin ár, taka keppn- ina upp. Þeir sem styrkt hafa keppnina með glæsilegum verðlaunum eru: Samvinnuferðir/Landsýn, Flugleið- ir, Astund, Sportvöruþjónustan, Blómaval, Wella-umboðið, Hard Rock Café, Verksmiðjan Vífílfell og Tónabær. Húsið opnar kl. 19.45 og keppnin hefst kl. 20.30. Tónskóli Sigursveins: Tónleikar í Gerðu- bergi og Neskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur ferna tón- leika nú fyrir páskana. Þrennir tónleikar verða í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi og einir í Neskirkju. Nemendatónleikar verða kl. 14 laugardaginn 19. mars í Gerðu- bergi og tónleikar framhaldsnem- enda gítardeildar kl. 15.30 á sama stað. Sunnudaginn 20. mars verða nemendatónleikar í Neskirkju kl. 16. Föstudaginn 25. mars verða svo tónleikar hljómsveita í Menningar- miðstöðinni við Gerðuberg. Þar koma fram hljómsveitir tónskólans og flytur hver um sig hluta af við- fangsefnum vetrarins. Allir eru velkomnir á tónleikana. (Fréttatilkynning) ( . <' 8 ‘ 8 ís i Raufarhafnarhöfn. Raufarhöfn: »/ • Morgunblaðið/Helgi Hafísmn horfinn til hafs SÁ ís, sem var að hrella menn á Norður- og Norðausturlandi, er nú horfinn til hafs. Einstaka eftirlegukindur eru þó á skerj- um og á fjörum. Inn á höfnina á Raufarhöfn komst talsvert af smáum ísjök- um, sem nú eru að angra bátaeig- endur en nú fer að líða að grá- sleppuvertíð og grásleppukarlar famir að hugsa um báta sína og veiðarfæri. Tveir þorskanetabát- ar voru búnir að leggja net sín áður en ísinn kom hér út af. Þeir tóku upp netin en lögðu svo aftur í gær. Rauðinúpur er á svokölluðu togararalli en Fiskiðja Raufarhafnar fékk um 30 tonn af físki frá Þórshöfn svo það er ekki alveg atvinnuleysi hjá fisk- verkunarfólki eins og er hvað sem verður vegna fískleysis og verk- falla en verkafólk á Raufarhöfn hefur boðað yfirvinnubann í næstu viku. - Helgi Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar heldur ferna tónleika nú fyrir páska. Leikmannastefna kirkjunnar um helgina LEIKMANNASTEFNA kirkjunnar, hin önnur i röðinni, verður haldin nú um helgina í Kirkjuhúsinu við Suðurgötu i Reykjavík og í Bústaðakirkju. Stefnuna sækja fulltrúar úr öllum prófastsdæmum landsins og auk þeirra leikmenn úr Kirkjuráði. Mimi Rogers og Tom Berenger i hlutverkum sinum i kvikmynd- inni „Einhver til að gæta min“ sem sýnd er í Stjörnubiói. „Einhver til að gæta mín“ frumsýnd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á nýrri, bandariskri saka- málamynd, „Einhver til að gæta mín“ (Someone to watch over me), með Tom Berenger, Mimi Rogers og Lorraine Bracco í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Ridley Scott. Mike Keegan (Tom Berenger) er nýbakaður rannsóknarlögreglu- maður í New York. Fyrsta verkefni hans er að gæta ungrar konu, CJaire Gregory (Mimi Rogers), en hún er sjónarvottur að morði. Lífi þeirra beggja, svo og eigin- konu Mikes og sonar, er ógnað þegar morðinginn ákveður að myrða eina vitnið að voðaverkinu. Tónlist í myndinni er m.a. flutt af Sting, Fine Young Cannibals, Robertu Flack, Steve Wihwood og Jrene Dunn. (Fréttatilkynning) Fyrsta leikmannastefnan var haldin í fyrra að frumkvæði Pét- urs Sigurgeirssonar biskups og var þá kosin nefnd til þess að móta verksvið hennar og form. Bima Friðriksdóttir í Kópavogi mun hafa framsögu um störf þessarar nefndar á laugardagsmorgun, en eftir hádegið verður erindi um þátt Jeikmanna í kirkjulegu starfi sem Ragnheiður Sverrisdóttir djákni flytur. Síðdegis sama dag verða kynnt og lögð fram þau mál sem vísað hefur verið til Leik- mannastefnu af ýmsum kirkjuleg- um aðilum, t.d. um breytingar á lögum um biskupskjör og veitingu prestakalla. Leiðrétting: Höfundar hafbeitar- greinar Höfundar greinar um þróun hafbeitar á næstu árum sem birt- ist í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins i gær, fimmtudag, voru rang- lega kynntir. Höfundarnir eru Valdimar Gunnarsson, sjávarú.t- vegsfræðingur hjá Veiðiniála- stofnun og dr. Vigfús Jóhanns- son fiskifræðingur og deildar- stjóri fiskeldisdeildar Veiðimála- stofnunar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Á sunnudag verður fundum fram haldið í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Verður þar kosið Leikmannaráð og málum lokið. Leikmannastefnunni lýkur með messu í Bústaðakirkju kl. 14.00 og fulltrúar verða síðan í boði bisk- upshjóna síðdegis sama dag. Á leikmannastefnunni sitja átján manns, einn úr hverju próf- astsdæmi, nema tveir úr Reykjavík, auk kirkjuráðsmann- anna Gunnlaugs Finnssonar frá Hvilft og Kristjáns Þorgeirssonar úr Mosfellsbæ. Aðrir fulltrúar eru: Múlaprófastsdæmi: Magnús Einarsson, Austfjarðaprófasts- dæmi: Sigrún Gísladóttir, Skafta- fellsprófastsdæmi: Guðný Guðna- dóttir, Rangárvallaprófastsdæmi: Haraldur Júlíusson, Árnespróf- astsdæmi: Óli Þ. Guðbjartsson, Kjalamesprófastsdæmi: Helgi K. Hjálmsson, Reykjavíkurprófasts- dæmi: Bima Friðriksdóttir og Gísli H. Ámason, Borgarfjarðarpróf- astsdæmi: Magnús B. Jónsson, Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmi: Halldór Finnsson, Barða- strandarprófastsdæmi: Úlfar Thoroddsen, ísafjarðarprófasts- dæmi: Emil Hjartarson, Húna- vatnsprófastsdæmi: Guðrún Guð- mundsdóttir, Skagafjarðarpróf- astsdæmi: Árdís Björnsdóttir, Eyjafjarðarprófastsdæmi: Jón Oddgeir Guðmundsson og Þingeyj- arprófastsdæmi: Margrét Lárus- dóttir. (Fréttatilkynning) Einn þátttakendanna í dans- og leiksýningunni sem MH- ingar færa upp í kvöld. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Dans- og* leik- sýningin „Gullin mín“ DANS- og leiksýning verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 18. mars kl. 21 í Hátíðarsalnum. Sýningin hefur hlotið nafnið „Gullin mín“. Það er Dansfélag MH (Lodd- aramir) sem sýnir. Leikstjóri er Shirleen Blake og tónlist samin af Eyþóri Amalds. Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) Óttar Felix Hauksson, sem skemmtir í Hollywood um helg- ina ásamt hljómsveitinni „Sveitin milli sanda“. Óttar Felix skemmtir í Hollywood ÓTTAR Felix Hauksson mun ásamt hljómsveitinni „Sveitin milli sanda“ skemmto í Holly- wood um helgina. Óttar Felix lék í hljómsveitunum Sonet og Pops á árunum 1966—1969. „Sveitin milli sanda hefur að undanfömu sannað ágæti sitt og m.a. spilað við góðar undirtektir í Hollywood," ségir m.a. í fréttatil- kynningu frá Hollywood. Þar segir ennfremur að Ottar Felix hafi komið fram s.l. sumar og hlotið geysigóðar undirtektir. o INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.