Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Lýsing sjónarvotts: „Múgurinn hagaði sér eins og ú!faflokkur“ LJÓSMYNDARI, sem viðstaddur var útförina þar sem árásin á miðvikudag var gerð, sagði að Belfast og Lundúnum, Reuter. VÍÐA á Norður-írlandi kom til óeirða eftir að vopnaður maður gekk berserksgang við útför þriggja hryðjuverkamanna írska lýðveldishersins (IRA), en maður- inn felldi þijá syrgjendur og sœrði þijá. Að sögn lögreglu vörpuðu kaþólsk ungmenni benzín- og sýrusprengjum að breskum eftir- litssveitum í Belfast og fimm borgum öðrum. Viðbrögð þessi juku á hræðslu eftir árásina hefði runnið æði á múginn. Sagði hann fólkið hafa hagað sér eins og úlfaflokkar, en manna um að aðskilnaðarsinnar á Norður-íralandi kynnu að grípa til hefndarráðstafana fyrir árásina við útförina. Fjögurra manna fjölskylda þurfti að flýja úr húsi sínu þegar brennu- vargar voru í þann mund að bera eld að því. Húsið brann til kaldra kola. Sprengisérfræðingar gerðu tvær heimagerðar sprengjuvörpur óvirkar, en þeim var beint að breskri herstöð. hann lýsti málsatvikum náið i The London Evening Standard. Blaðið vildi ekki nafngreina Ijósmyndar- ann vegna öryggis hans. Arásar- maðurinn var hins vegar sagður mótmælandi og smáglæpamaður. Ljósmyndarinn, sem kominn er til Lundúna, sagði að hann hefði aðeins verið í um 20 m fjarlægð frá byssu- manninum þegar hann hóf skot- hríðina og kastaði handsprengjum, en við jarðarförina voru um 10.000 manns. Kom fram í máli hans að um 400 manns hefðu hlaupið á eftir árásar- manninum og að hann hefði ekki átt nokkum möguleika á undan- komu. „Múgæsing hafði gripið um sig og fólkið hagaði sér eins og úlfa- flokkar. Það hrópaði: „Drepið mann- andskotann! Náið honum!““ Ljósmyndarinn sagði að hann Róstur í lgölfar út- fararárásarinnar hefði séð framan í manninn meðan hann stundaði illvirkin. „Ég sá augnaráð hans. Það var ískalt. Hann virtist alis óhræddur, en hann var ekki undir áhrifum lyfja eins og sumir vildu halda fram. Þegar maðurinn náðist var hann barinn til óbóta og reyndi múgurinn Varnarmálaráðherrar stórvelda austurs og vesturs: ÁgTeiningnr um stærð hefðbundins herafla Engin deilumál leyst í opinskáum og vingjarnlegum viðræðum í Bern Bem, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Vamarmálaráðherrar Banda- ríkjanna, Frank Carlucci, og Sov- étríkjanna, Dmítríj Jazov, kvödd- ust í Bem í Sviss í gær eftir tveggja daga fund. Þetta var i fyrsta skipti sem varnarmálaráð- herrar þessara tveggja stórvelda austurs og vesturs hittust og báð- ir vom ánægðir með viðræðurn- ar. Þær vom opinskáar en vin- gjarnlegar. „Það var ekkert tíma- mótaskref stigið á fundinum," sagði Carlucci á blaðamanna- fundi í gærmorgun. „En það er mikilvægt að hann átti sér stað þótt engin deilumál hafi verið leyst. Það er gagnlegt að ræðast við og þessi fundur mun hafa Morgfunblaðsins. áhrif á langvarandi þróun i átt að breytingum." Ráðherramir ræddu um hemað- arstefnu stórveldanna, afvopnunar- mál, leiðir til að minnka hættu á að smáatvik leiði til hemaðarátaka og svæðisbundin ágreiningsefni. „Eg nefndi einnig mannréttindamál, eins og við gerum alltaf þegar við eigum fundi með sovéskum ráða- mönnum," sagði Carlucci. Ráðherramir ræddu ástandið í Afganistan, Angóla, Nicaragua, Kambódíu og Kóreu. „Jazov gaf í skyn að Sovétmenn vildu fara frá Afganistan eins fljótt og þeir gætu en fyrst þyrfti að ákveða hvaða stjóm yrði í landinu," sagði Carlucci. Azerbajdzhan; Flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sumgajt settir af Moskvu. Reuter. Vi ^ bejlí, fyrrum forstjóri álvers borg- arinnar. Opinberlega hefur verið staðfest að 32 menn hefðu látið lífíð í þjóðernisróstunum í Sumgajt, en sjónarvottar halda því fram að margfalt fleiri hafi í raun og veru beðið bana. Fjölmiðlar í Moskvu hafa aðeins íjallað lítillega um atburðina í Azerbajdzhan. Armenar, sem komið hafa til Moskvu, hafa skýrt frá því að unglingar hafí gengið berserksgang og framið alls kyns hrottaverk gagnvart Armenum, m.a. myrt og limlest þungaðar konur. mmm ERLENT FORMAÐUR kommúnista- flokksins í Sumgajt í Azerbajdzhan og borgarstjóri borgarinnar hafa verið settir af vegna „afdrifaríkra mis- taka“ í starfi. Miklar þjóðern- isróstur brutust út í borginni 28. febrúar og voru Armenar hundeltir og myrtir. Að sögn útvarpsins í Bakú, höf- uðborg Azerbajdzhan, hefur D. M. Muslimzade verið settur af sem flokksforingi í Sumgajt og Salekh Gadzhíjev skipaður í hans stað. Gadzhíjev hefur verið forsætisráð- herra í Nakhitsjevan, héraði Az- erbajdzhana irtnan Armeníu, í tvö ár. Þá sagði útvarpið að T. Y. Mamedov hefði verið látinn gjalda fyrir óeirðimar í Sumgajt og sett- ur af sem borgarstjóri. í hans stað hefði verið skipaður R. S. Emin- Breytt sovésk stefna? Sovétríkin hafa gefið til kynna á undanfömum mánuðum að hemað- arstefna þeirra hafí breyst á þann veg, að nú sé megináhersla lögð á vamaraðgerðir í stað sóknaraðgerða áður. Carlucci sagðist hafa spurt Jazov í þaula um þetta og bent honum á að hann sæi engin merki um þessa nýju stefnu. „Eg spurði hann hvaða munur væri á vamar- stefnunni nú og svokallaðri vamar- stefnu Brezhnevs. Hann sagði að það myndi taka tíma fyrir stefnu- breytinguna að koma í Ijós en hún myndi gera það í heræfíngum og handbókum." Jazov var spurður um þetta atriði á blaðamannafundi sem hann hélt á eftir Carlucci. „Það er erfitt að sjá hemaðarstefnu," sagði- hann.„Hún felst í viðhorfum þjóðar til flókinna málefna. Ég útskýrði fyrir Carlucci, þegar hann spurði af hveiju við hefðum ekki fækkað hersveitum úr því að við fylgdum vamarstefnu, að við gætum ekki fækkað þeim strax vegna þess að okkur er ógnað af miklum §ölda herdeilda og vopna. Sovétríkin hafa ekki yfírburði á neinu sviði nema í fjölda skriðdreka. Okkur kom saman um að stuðla að því að leiðrétta misvægið í herafla okkar." Jazov sagði að ástandið í Evrópu myndi batna verulega ef dregið yrði úr flo- taumsvifum í kringum lönd álfunnar og bætti við að tímabært væri að hefja samningaviðræður um her- skipaflota. Carlucci sagði að Sovétmenn hefðu mun fleiri skriðdreka og stærra stórskotalið í Austur-Evrópu en NATO-ríkin. „Það er engin ástæða fyrir Bandaríkin eða NATO að endurskoða hemaðarstefnu sína fyrr en við sjáum breytingar í Sov- étríkjunum," sagði hann. Ráðherramir tilnefndu tvo full- trúa til að undirbúa starf nefndar sem á að hindra og fjalla um hernað- aratburði. Einnig verður litið nánar á deilur stórveldanna um jafnvægi venjulegs herafla og reynt að ná samkomulagi um hvað og hvernig á að telja. Jazov bauð Carlucci til Moskvu en nefndi enga ákveðna dagsetningu. Hernaður í Hondúras Carlucci var spurður um atburð- Reuter Dmítrij Jazov, varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna, á blaða- mannafundi eftir að tveggja daga viðræðum hans og Franks Carluccis, vamarmálaráðherra Bandarikjanna, lauk í gær. ina í Hondúras á blaðamannafundin- um. Hann sagðist hafa verið með í ráðum um að senda bandarískan herafla þangað á heræfíngar til að sýna stuðning Bandaríkjamanna við Hondúras eftir innrás hersveita sandinista í landið. Hann sagði að Jazov hefði reynt að verja hemaðar- stuðning Sovétríkjanna við Nic- aragua og minnst á hungrið og fá- tæktina í Nicaragua í viðræðum þeirra. „Ég sagði honum að við hefðum ekkert á móti því að Sov- étríkin sendu matvæli til Nicaragua en benti honum á að þyrlur og skrið- drekar myndu ekki seðja hungur landsmanna." Svíþjóð; Sýknudómur í máli um Spetznaz-greinar Stokkhólmi. Frá Erík Liden, fréttaritara HÆSTIRÉTTUR Svfþjóðar sýkn- aði á miðvikudag Svenaka Dag- ■bladet i máli, sem höfðað var á hendur því vegna greina, sem birt- ust árið 1985, um njósnir Sovét- manna í Svíþjóð. Þess má geta, að útdráttur úr greinunum birtist á sínum tima i Morgunblaðinu. í greinunum kom það meðal ann- ars fram, að Sovétmenn skráðu hjá sér upplýsingar um alla lykilmenn í sænska hemum, til dæmis um alla herflugmenn, en yfírmaður sænska Morgunblaðsins. hersins, sem kærði blaðið, hélt því fram, að í greinunum væri skýrt frá ríkisleyndarmálum. Átti hann þá meðal annars við þá vitneskju, sem sænska leyniþjónustan hefur um so- vésku Spetznaz-sveitimar, hermdar- verkasveitir, sem hafa það hlutverk að vinna skemmdarverk í ýmsum löndum ef stríð skyldi bijótast út. Sakbomingur í málinu var fyrir hönd blaðsins Lennart Persson, sem var ritstjóri á árinu 1985, en hann hafði verið sýknaður á tveimur lægri dómsstigum. í dómi hæstaréttar seg- ir, að greinamar í Svenska Dag- bladet geti ekki talist hættulegar öryggi sænska ríkisins. Bráðum verður tekið fyrir í dóms- málaráðuneytinu annað mál gegn blaðinu en það varðar fréttir um, að sænska leyniþjónustan hleri öll fjar- skipti sumra erlendra sendiráða í Stokkhólmi, það er að segja sendi- ráða þeirra ríkja, sem gmnuð eru um að eiga ókunnu kafbátana í 8ketjagarðinum. Eftir hæstaréttar- dóminn á miðvikudag er þó búist við, að ekkert verði af málshöfðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.