Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 45 Pétur Torfason í Höfn —Minning Fæddur 25. desember 1900 Dáinn 11. marz 1988 Hann fylgdi öldinni eins og hann sjálfur sagði með bros á vör, ef hann var spurður um aldur, en því var erfitt að trúa. Hann var alltaf svo ungur. Hann var einhvern veg- inn svo snarlifandi og hugsaði eins og bráðungur maður, enda alltaf á hreyfingu, sinnandi búi og öllu því, sem honum þótti vænt um, en hann hafði heitt hjarta og vítt tilfinninga- svið eins og sagt var um móður hans frú Þórunni Richardsdóttur Sievertsen húsfreyju í Höfn. Pétur Torfason í Höfn í Mela- sveit féll í fullu íjöri með válegum hætti éins og í orrustu. Ef til vill gat hann ekki dáið öðru vísi — það er svo skrýtið, að þetta skyldi minna á hans lífsstíl. Hann var einn þeirra, sem gat ekki orðið gamalmenni í venjulegum skilningi. Hann keyrði alltaf á fullu. Persónuleiki Péturs var jákvæður — án undandrags og uppgjafar. Hann var maður lífs og athafna, þjóðkunnur hestamaður, sem kunni á flesta hesta, hversu erfiðir sem þeir voru, segja sumir, sem til þekktu. Pétur í Höfn var svo magnaður, að hann hélt öllum andlegum kröftum sínum til hinztu stundar þrátt fyrir grýtta slóð á sumum köflum lífsins og slæm vöð. En hann yfirsté hindranir með þeirri sjálfsvirðingu og þeirri reisn, sem var í blóðinu og.hann hafði hlotið að erfðum. Þegar frændi minn einn hringdi ofan af Skaga til að segja mér vá- leg tíðindi morguninn eftir slysið, er Pétur lét lífið, var eins og slökkt væri á sólinni. I hvert einasta skipti sem hann var hittur að máli heima hjá honum í Höfn fylgdi því birta sólar, ekki hvað sízt í svartasta skammdeginu. Kynni af honum voru ekki löng, en þó er eins og sá tími hafi spannað yfir áratugi, jafn- vel heilan mannsaldur, Að hitta „Don Pedro“ (en svo kallaði ég hann stundum með sjálfum mér í vináttuskyni) — að sækja hann heim í Höfn — það var eins og að fara í langt ferðalag utan við tíma og rúm og að eignast ómælanlegan andlegan auð. Þegar hann sagði frá atvikum úr lífi sínu, kynnum af mönnum og málefnum á langri leið, varð stund með honum eitt ævin- týr. Hann sagði frá ferðum sínum til Reykjavíkur á löngu liðnum árum, þegar hann dvaldist langtím- um saman á hótelum fReykjavík í hinum og þessum erindagjörðum. Það var ekki nóg með það, að hann væri eins og lénsherra eða höldur á einni stærstu og beztu jörð í Borgarfirði, landnámsjörðinni og ættaróðalinu að Höfn í Melasveit, heldur var hann heimsborgari og heimsmaður, sem kunni alla fyrir- mannssiðu, innlenda sem erlenda. í aðra ættina átti hann til enskra að telja, Long og Beck, en meðal náinna skýldmenna hans má nefna Richard heitinn Beck prófessor í Vesturheimi og þá bræðurna Finn Jónsson, listmálara, og Ríkharð Jónsson, myndskera. í föðurætt var hann fimmti maður frá Bjarna Sie- vertsen riddara — í beinan karllegg. Höfn, sem Hafnarfjall er kennt við, liggur í þjóðbraut og er gædd magnan. Þar er oft hvasst, þar rign- ir stundum mikið, en náttúran er tignarleg yfir að líta — og nálægt bökkum sjávar var gamla þjóðleið Borgfirðinga og annarra, sem áttu leið til Reykjavíkur og suður á land. Höfn var því áningarstaður margra í erfiðum ferðum. Þar var mikið líf og fjör og gestrisni höfð í frammi, einkum áður en bílar komu til sög- unnar. Þetta hefur líka skilið eftir blæ, sem aldrei hefur horfið og heldur áfram að hvíla yfir staðnum. Það er svo undarlegt, að öll þessi ár, sem leið hefur legið fram hjá Höfn og horft hefur verið heim að bænum fast við sjóinn, þá er eins og eitthvað framandlegt taki hug- ann föstum tökum. Það er sérstakt aðdráttarafl, sem býr yfir þessum sjávarbæ og minnir á sjávarborg ekki síður en höfn. Það er einhver andi yfir þessu, sem fýllir allt af orku á sama hátt og einkenndi skapgerð Péturs. „Hann 'var karl- menni mikið," sagði náinn frændi hans, „þú hefðir átt að sjá hánn að leik hér áður fýrri.“ Vinkona hans og náin frænka, háöldruð, sagði um hann: „Hann var góður og hjálpsamur og skemmtilegur — alltaf skemmtilegur — og mér þótti vænt um hann og því meira, sem ég kynntist honum meira.“ Pétur Torfason var sagður líkur móður sinni, en föður sinn Torfa Sievertsen óðalsbónda í Höfn missti hann, þegar hann var átta ára, en foreldrar hans höfðu lifað í farsælu hjónabandi. Þórdís Þórunn móðir hans átti merkilegan lífsferil. Hún var af traustum austfirzkum ættum, og var ein grein föðurættar hennar lengra fram af enskum komin — eins og fyrr segir. Móðir Þórunnar Guðrún Guðmundsdóttir frá Brim- nesi í Fáskrúðsfirði vann að ljós- móðurstörfum, þótt ólærð væri, og henni famaðist vel. Faðir Þómnnar Richard Þórólfsson frá Árnagerði í Fáskrúðsfírði var smiður af guðs náð og listaskrifari. Sjálfur var Pétur Torfason hagur á margt og prýðilega skáldmæltur, en flíkaði ei. Þórunn nam ensku og norður- landamálin og þýzku þegar á ungl- ingsaldri, þá er hún dvaldist á prest- setrinu að Ási í Fellum hjá Soffíu Einarsdéttur konu síra Sigurðar Guðmundssonar, síðar prests á Valþjófsdal, en lengst í Stykkis- hólmi. Soffía var mágkona Eiríks meistara Magnússonar i Cambridge og hafði hún dvalizt um sjö ára skeið í Englandi — meðal annars á „hefðarheimilum" eins og svo er kallað. Er sagt, að Soffíu hafi orðið tíðræddast um Þómnni Sievertsen af öllum nemendum sínum, sem þó munu margir hafa verið ágætir. Snemma varð því Þómnn móðir Péturs virt fyrir gáfur og átgjörvi. Og síðar þegar hún leitaði sér lækn- ingar í Skotlandi vegna fótarmeins ílentist hún meðal Breta og starfaði á heimili lávarðs nokkurs og lafði hans. Hún tók vel eftir og færði sér í nyt allt það, sem fyrir hana bar. Lengst af dvaldist hún í Skotlandi — og var um skeið hjá Haig, þeim, IngSL Bergdís Bjarna- dóttir — Minning Fædd 19. maí 1924 Dáin 8. mars 1988 „Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (V. Briem) Inga lést á Landakotsspítala eft- ir harða baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hún var gift Bjama Skagfjörð og áttu þau eina dóttur, Valgerði Maríu, og á hún þijú börn, Ingu Onnu, Love Marie og Richard. Inga og Bjarni ólu Ingu Ónnu upp. Mér var mikils virði þegar ég 6 ára gömul hóf skólagöngu, að bindast vináttuböndum við Ingu og fjöl- skyldu. Ég og Inga Anna urðum strax í bytjun góðar vinkonur og átti ég margar góðar stundir á heimili hennar og tóku Inga og Bjami mér eins og ég væri ein úr þeirra fjölskyldu. Inga var alltaf kát og hress við okkur krakkana og áttum við alltaf samastað hjá þeim. Þó Inga Anna og Valgerður María flyttu af landi brott hélt ég sambandi við þau hjón- in eftir sem áður. Þegar sonur minn fæddist 1985 ákvað ég að skýra hann í höfuðið á Bjama og hefur hann ávallt notið umhyggju þeirra. Þegar fregnin barst um lát Ingu B. Bjarnadóttur, Hringbraut 79, Keflavík, kom margt upp í hugann. Hún var búin að heyja langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm, en að lok- um lét hún í minni pokann. Við huggum okkur þó við það acLnú er Inga heil á ný. Inga var ákaflega sérstök kona og kom hennar sterki persónuleiki skýrt fram er hún var sem veikust. Hún barðist eins og hetja og missti aldrei vonina um bata. ■ Á heimili Ingu og Bjarna í Keflavík var ávallt tekið vel á móti gestum og þeir vom ófáir molasop- amir sem við dmkkum saman og eiga sjálfsagt fleiri en ég eftir að sakna þeirra. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vinkonu mína, Ingu Bjama- dóttur, í hinsta sinn. Það er sárt að sjá á eftir Ingu og vil ég votta Bjama, Ingu Önnu og Völlu Maju mína dýpstu samúð og vona að Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Elísabet B. Sveinsdóttir Þó svo að Inga hefði verið sár- þjáð var hún alltaf boðin og búin að hjálpa mér með litla Bjama Rúnar. Hún var trygg vinum sínum og ekki var hún síðri við dýr og það sýndi hún í umhyggju sinni fyrir Dúllu litlu, hundinum þeirra. Öllum ástvinum Ingu votta ég mína dýpstu samúð og þeim vil ég tileinka þessi orð Kahlils Gibrans úr Spámanninum: Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og og þú munt sjá að þú græt- ur vegna þess sem var gleði þín. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera) Sigrún sem viskíið fræga er kennt við. Þegar til íslands kom, réð hún sig sem einkakennara hjá- Magnúsi Stephensen landshöfðingja og Elínu konu hans og kenndi börnum þeirra enska tungu. Allt baksviðið — þessi enskrar yfirstéttar-mótun og menntun Þór- unnar Sievertsens móður Péturs Torfasonar — að viðbættum hefðum gegnum nokkrar kynslóðir frá Bjarna riddara — þetta hlýtur að hafa mótað skapgerð Péturs, enda var hann höfðingi af guðs náð. Sagt hefur verið, að rithöfundur á borð við Hamsun fæðist ekki nema einu sinni á tvö hundruð árum. Með sama hætti má segja um Pétur í Höfn, að maður eins og hann, sannur og yfirlætislaus fýrirmaður, fæðist ekki nema einu sinni á tveim öldum, Það var afar sárt að missa hann, meðal annars og ekki sízt af því að hann var í fullu fjöri, þegar hann fór. Og alltaf sækja minningar á hugann um þau skipti, þegar hann tók á móti þeim, er þetta ritar, sem var þremenningur að skyldleika við konu hans Diljá Ólafsdóttur frá Akranesi. Ömmur okkar Diljár, Diljá eldri, móðir föður hennar kapt- einsins á Skaganum og Þórunn Ólafsdóttir, móðir Halldóru móður minnar, voru systur og kenndar við Mýrarhús á Seltjarnarnesi. Þegar ég sá Pétur í Höfn fýrst á miðju sumri, var örlítið sjórok úti fyrir ströndinni og kalt sólskin lék um' staðinn og Hafnarfjallið fyrir ofan var ögrandi eins og alltaf. Það var eitthvað sérstakt við að taka í höndina á honum. Hann hafði hlý augu og manni leið strax vel í ná- vist hans og manni þótti strax vænt um hánn — og eins og frænka hans og vinkona sagði, því meira sem maður kynntist honum meira. Að Hæðardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. í dag verður til moldar borinn góður vinur okkar, Pétur Torfason, bóndi, Höfn, Melasveit. Pétur lést í bílslysi föstudaginn 11. mars, þegar hann var að koma frá því að heimsækja konu sína, ssem lá á sjúkrahúsinu á Akranesi. I kveðjuorðum um Leif Gísla Ragn- Pétur var fæddur í Höfn 25. des- arsson í blaðinu á miðvikudag mis- ember árið 1900, einkasonur hjón- ritaðist nafn höfundar, Málfríðar anna Þórunnar Richardsdóttur og Kristjánsdóttur. Stóð Einarsdóttir. Torfa Sivertsens. Um leið og það er leiðrétt er beðist Pétur missti föður sinn mjög velvirðingar á mistökunum. Móðir mín er afskiptasöm Ég er í vandræðum með móður mína. Hún á heima stutt frá heimili okkar og er sífellt að finna að því hvemig við ölum börnin okkar upp, jafnvel þegar þau heyra til. Við viljum helst ekki særa hana en hvernig eigum við að snúa okkur i málinu? Þetta er ekki auðvelt viðureignar. En ef til vill verður þú að tala hreint út um þetta, vegna fjölskyldu þinnar, og biðja hana að fara. Ef þú hliðrar þér hjá því og lætur hana halda uppteknum hætti, mun það koma niður á börnunum og hindra að þið foreldamir getið leiðbeint þeim á réttan hátt eins og ykkur ber. Mér býður í grun ■ að ykkur hjónunum renni í skap í hvert skipti sem hún kemur og það bætir ekki úr skák. Mér er ljóst að svo kann að fara að þú særir hana. Þú skalt reyna að leiða henni fýrir sjónir að þér þyki vænt um hana og virðir skoðan- ir hennar. „Ef mögulegt er að því er til yðar kemur, þá hafið frið við alla menn.“ (Róm. 12,18). Útskýrðu fyrir henni hvers vegna þetta sé þér áhyggjuefni — ekki vegna þess að þú sért þijósk og megir ekki heyra neinar aðfínnslur, heldur sökum þess að það valdi óþarfri spennu og dragi úr valdi þínu gagnvart börnunum. Hugsanlegt er að móðir þín hafi ekki að fullu sætt sig við þá stað- reynd að þú ert ekki lengur „litla dóttir hennar“ heldur fullorðin kona og átt eigin fjölskyldu. Kannski er hún jafnvel einmana og öryggislaus, hrædd um að hún verði ein og yfirgefin og vill tilheyra fjölskyldu þinni. Þú vilt gera þér grein fyrir þörfum hennar, en þú verður jafn- framt að gera þér grein fyrir þörfum fjölskyldu þinnar. Látt hana fínna að þú heiðrir hana sem móður þína en það þið séuð foreldrar bama ykkar, ekki hún. Leyfðu henni líka að finna að þú sért fús til að hlusta á hagnýt ráð og læra af lífsreynslu hennar. Bið fýrir móður þinni. Ef til vill er þetta erfiðleikakafli í ævi henn- ar og hún þarfnast þess að þú uppörvir hana. Og enn frekar ættir þú að sýna henni með breytni þinni hve kærleikur Jesú Krists er þér mikils virði og að þú hafír lært að elska aðra hans vegna. SVAR MITT eftir Billy Graham ungur og bjó alla tíð í Höfn með móður sinni, þar til hún lést, en síðan með eiginkonu sinni Diljá Ólafsdóttur. Fyrstu kynni okkar af þeim hjón- um voru fýrir fjórum ámm, þegar sonur okkar, Jón Tryggvi, fór til þeirra sem snúningadrengur sum- arið 1984. Hefur hann dvalist þar á hveiju sumri síðan, og ekki aðeins á sumrin, heldur alltaf þegar hann átti frí í skólanum. Fyrsta sumarið sem Jón Tryggvi var í Höfn voru þeir Pétur einir, því Diljá dvaldist í Svíþjóð sér til lækninga. Pétri og Jóni Tryggva kom mjög vel saman og var oft yitnað í Pétur þegar heim kom. Pétur var einstaklega bamgóður og er mikil eftirsjá í afa hjá litlu barnabörnunum hans. Pétur var mikill hestamaður og átti margan góðan gæðingirin. Ósjaldan var leitað til hans, þegar þurfti að vana hesta. Fórst honum það einstaklega vel úr hendi og fór hann um allan Borgarfjörð þeirra erinda hér áður fyrr á hestum og kona hans Diljá með honum til að- stoðar, en seinni árin fór hann á gamla Land-Rovemum sínum. Við minnumst margra góðra stunda með þeim hjónum þar sem karlmennirnir sátu í eldhúsinu yfir kaffi og kökum því enginn fór frá Höfn án þess að fá fýlli sína og vel það, Pétur fór með vísur og sagði sögur, en konumar sátu inní stofu og röbbuðu saman. Upp frá því kom til tals að við fengjum að setja nið- ur sumarhús á landareigninni. Ekk- ert var sjálfsagðara. Við höfðum augastað á ákveðnum stað, en Pét- ur var ekki sáttur við hann og valdi Sjálfur staðinn, sem húsið okkar stendur á og er einstaklega skjól- sælt þar, þó að stormasamt geti verið undir Hafnarfjalli. Við kveðjum Pétur með söknuði og biðjum Guð að blessa Diljá og aðra ættingja. Hrefna og Jón Tryggvason Leiðrétting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.