Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / BRETLAND Glasgow Celtic vildi fá Sigurð Jónsson! En hann verður áfram hjá Wednesday, a.m.k. út tímabilið SKOSKA stórliðið Glasgow Celtic sýndi áhuga á því á dögunum að kaupa Sigurð Jónsson frá Sheffield Wedn- esday, skv. heimildum Morg- unblaðsins, en Sigurður verð- ur um kyrrt hjá enska félag- inu. u tsendari Celtic, sem er í efsta sæti skosku úrvalsdeildinnar hefur flögurra stiga forskot á Rangers og á einn leik til góða — fylgdist með Sigurði í leikjum varaliðs Sheffíeld-liðsins fyrir skömmu. Sigurður vildi ekkert tjá sig um málið í gærkvöldi, er Morgun- blaðið h'afði samband við hann. QPR hafði einnig mikinn áhuga á því að fá Sigurð til sín, en hann sagði aðeins í gærkvöldi: „Ég hef tekið þá ákvörðun að vera áfram hjá Sheffíeld Wednesday, að minnsta kosti út þetta keppn- istímabil. Þegar þar að kemur mun ég svo annað hvort skrifa undir eins árs samning hér til við- bótar eða fara eitthvað annað. Annað hef ég ekki um málið að segja.“ Einn íslendingur hefur sem kunn- ugt er leikið með Celtic í Glasgow, Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyr- irliði íslenska landsliðsins. Stjóri liðsins nú er Billy McNeili, gam- all leikmaður og stjóri liðsins, sem þjálfaði í Englandi um tíma, hjá Manchester City og Aston Villa, áður en hann fór á ný til Celtic. SlgurAur Jónsson. V-ÞYSKALAND AlfrsA Gfslsson. Alfreð skoraði sexí gærkvöld -- erEssenvann Dortmund á útivelli ALFREÐ Gíslason átti stærstan þátt í sigri Tusem Essen á Dortmund í vestur-þýsku úr- valsdeildinni í handbolta í gær- kvöldi. Skoraði 6 af 18 mörkum liðsins, eða 33,3%. Essen liðið sigraði Dortmund 18:16, eftir að staðan hafði verið 9:9 í hálfleik. Dortmund er í neðsta sæti deildar- innar og varð liðið að ná í stig í leiknum í gær til að eiga möguleika á að hanga uppi. Það tókst ekki. Leikurinn einkenndist af gífurlegri baráttu og var ekki sérlega góður, að sögn Alfreðs. Essen er nú í íjórða sæti í deildinni. Áhorfendur voru fáir í Dortmund, innan við 2.000, eru greinilega bún: ir að gefa lið sitt upp á bátinn. í fyrra er liðin mættust á sama stað voru um 10.000 manns á leiknum. Ungvetjinn Peters Kovacs gerði 5 mörk fyrir Dortmund. Essen er nú í 4. sæti deildarinnar. HANDBOLTI Ármann vann Selfoss ÆT Armann vann Selfoss, 28:22, í 2. deild karla í Laugardalshöll ^iferkvöldi. Frá Jóhannilnga Pvmfiarssyni rpýskalandi KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Ótrúlegir yfirburdir HAUKAR höfðu ótrúlega yfir- burði i gærkvöldi þegar þeir hreinlega burstuðu lið ÍR. Það varaldrei spurning um hvort liðið væri sterkara. Haukarnir höfðu yfirburði á öllum sviðum og þegar upp var staðið mun- aði 41 stigi á liðunum! Það er Ijóst að þeir ætla að gera ailt sem þeir geta til að vera með í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni Oþarft er að rekja gang leiksins því Haukar leiddu allan tímann og juku forskotið jafnt og þétt. Um miðjan fyrri hálfleik mun- aði þó aðeins þrem- ur stigum, 22:19, en á fimm mínútum breyttu Haukar stöðunm í 41:23 og þar með var draumur ÍR-inga úti Haukar mættu nú til leiks með ívar Webster innanborðs og munar um minna því drengurinn sá tók ógrinn- in öll af fráköstum og var fljótur að losa sig við boltann til bakvarð- anna þannig að Haukar komust í hraðaupphlaup. Það var einmitt hraður leikur Hauka sem kom ÍR í opna skjöldu, það má eiginlega segja að þeir hafí fallið á eigin bragði því ÍR-ingar hafa löngum haldið uppi miklum hraða í leikjum sínum. Webster lék nú í peysu númer 9 í stað 13 eins og venjulega. Peysan hans fannst ekki þegar til átti að taka og varð hann því að leika í Skúli Unnar Sveinsson skrifar Haukar-IR 105 : 64 Hafnarfirði, miðvikudaginn 17. mars 1988, úrvalsdeildin í körfuknattleik. Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 10:4, 13:11, 22:19, 41:23, 45:25, 51:29, 63:31, 70:35, 82:46, 84:54, 99:60, 105:64. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 28, ívar Ásgrímsson 18, Henning Henn- ingsson 16, Ólafur Rafnsson 14, Sveinn Amar Steinsson 10, ívar Webster 9, Ingimar Jónsson 8, Reynir Kristjánsson 2. Stig ÍR: Vignir Hilmarsson 20, Jón Öm Guðmundsson 17, Bjöm Bollason 8, Bjöm Steffensen 8, Karl Guðlaugs- son 8, Bragi Reynisson 3. Áhorfendur: 80. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson dæmdu auðdæmdan leik mjög vel. annari að þessu sinni. Það kom ekki að sök því hann lék vel. Sömu sögu er að segja um nafna hans Ásgrimsson sem skoraði 16 stig í fyrri hálfleik og gætti þá Karls Guðlaugssonar svo vel í vörninni að hann skoraði aðeins 2 stig! Pálm- ar og Henning voru einnig góðir og Sveinn Amar lék vel þann stutta tíma sem hann fékk að reyna sig. Hjá ÍR var það helst Vignir sem lék eðlilega. Hann skoraði til dæmis fyrstu 9 stig þeirra. Skyttur liðsins fengu ekki mörg tækifæri til að skjóta fyrir utan enda vörn Hauka sterk. Karl lék illa og þó svo Jón Öm hafí skorað 17 stig var hann alls ekki eins og hann á að sér að Morgunblaöiö/Júlíus ívar Ásgrfmsson lék mjög vel með Haukum. Skoraði 16 stig og var góð- ur í vöminni. KNATTSPYRNA / OLYMPIULANDSLIÐIÐ Sigraði hollenskt áhugamannalið 2:0 SÍÐASTI æfingaleikur íslenska ólympíulandsliðsins í knatt- spyrnu í Hollandsferðinni var í gærkvöfdi. Liðið sigraði þá hol- lenskt áhugamannalið, Scho- len Haarlem, 2:0. Við sóttum allan tímann og fengum fjöldan allan af tæki- fæmm til að skora. Við klúðruðum þeim hins vegar flestum og féllum mjög oft í rangstöðugildru þeirra,“ sagði Rúnar Kristinsson, landsliðs- maður úr KR, í samtali við Morgvn- blaðið í gærkvöldi. Bæði mörkin vom gerð í fyrri hálf- leik. Ólafur Þórðarson, ÍA, skoraði fyrst eftir að hafa komist einn inn fyrir vömina — skoraði þá laglega yfír markvörðinn. Halldór Áskels- son, Þór, skoraði svo síðara markið og sitt annað mark í ferðinni. „Halldór var skyndilega frír yst í teignum og skoraði. Hann sagðist nú reyndar hafa ætlað að gefa fyr- ir á Jón Grétar en boltinn fór ýfír markmanninn og í markið!" sagði Rúnar. Hann bætti því við að völlur- inn hefði verið mjög erfiður — „hann var ósléttur og mikil dmlla á honum þannig að stundum vissu menn hreinlega ekki hvert boltinn fór!“ ÍHémR FOLK ■ MARJO Matikainen frá Finn- landi sigraðf í 30 km skíðagöngu kvenna í Osló í gær og varð þar með sigurvegari í heimsbikarkeppn- inni samanlagt þriðja árið í röð. Hún gekk vegalengdina á 1:35.32,7 klukkustundum. Tamara Tik- honova frá Sovétríkjunum er önn- ur í stigakeppninni, en hún ásamt sovéska gönguliðinu tekur ekki þátt f fjögurra daga Holmenkollen- mótinu sem nú fer fram í Osló. Norðmenn sigmðu í gær óvænt í 4x5 km boðgöngu karla og Svíar urðu í öðm sæti. Svíar hafa verið svo til ósigrandi í boðgöngu í vetur. ■ EVRÓPUMEISTARAMÓT- IÐ í borðtennis verður haldið í París í Frakklandi um næstu helgi. Fjórir íslendingar verða þar á meðal keppenda. Tómas Guð- jónsson, Hjálmtýr Hafsteinsson, Krsitinn Már Emilsson og Kjart- an Breim. Þjálfarar liðsins verða Steen Kyst Hansen og Hjálmar Aðalsteinsson. íslenska liðið kepp- ir í 3. deild og mætir þar keppend- um frá Spáni, írlandi, Portúgal, Möltu og Guernsey. Einnig fer á sama tíma fram þing borðtennis- sambands Evrópu. Fulltrúar íslands þar verða Gunnar Jóhannsson og Árni Siemsen. ■ SIGLINGAKAPPARNIR Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson tóku þátt í siglinga- keppni á Ítalíu fyrir skömmu. Mó- tið heitir „Cristopher Colubus Regatta" og er haldið árlega í Genúa. Keppnin var sex umferðir, þar sem 5 umferðir töldust gildar en af þeim 5 umferðum var ein umferð þeirra félaga dæmd ógild. Eigi að síður náðu þeir 47. sæti af 73 keppendum, en besti árangur þeirra var 26. sæti í 3. umferð. Þeir félagar stefna nú að þátttökku í „Pricesea Sohia Cup“ sem hald- ið verður á Mallorca um næstu mánaðarmót. ■ FRANK Stapleton, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenalsem var seldur til Ajax í Hollandi,. hefur verið lánaður til Derby County út keppnistímabilið. Stapleton, sem er 31 árs, hefur verið hjá Ajax í Amsterdam í átta mánuði. „Það voru mistök að fara til Ajax. Eftir 15 ár í ensku knatt- spymunni á ég erfítt með að til- einka mér knattspymuna eins og hún er spiluð í Hollandi," sagði Stapleton. Talið er líklegt að hann leiki fyrsta leik sinn með Derby gegn Coventry á laugardaginn. Staðaní úrvalsdeildinni UMFN 15 13 2 1329:1115 26 iBK 15 12 3 1162:987 24 Valur 14 8 6 1114:977 16 KR 14 8 6 1136:999 16 Haukar 14 7 6 1069:984 16 UMFG 14 7 7 1024:1016 14 ÍR 14 6 8 1015:1082 12 Þór 15 2 13 1126:1456 4 UBK 15 1 14 864:1223 2 Halldór Áskelsson skoraði tvíveg- is í Hollandsferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.