Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 35 Frá afhendingn blóðtökubekksins. Frá vinstri eru: Vignir Sveinsson, skrifstofustjóri FSA, Díana Helgadóttir, Rósa Gunnarsdóttir og Birna Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingar, Rafn Benediktsson, formað- ur Hængs, og Ingólfur Hermannsson fyrrverandi formaður Hængs. Lionsklúbburinn Hængur: Fjórðungssjúkrahús- ið fær blóðtökubekk Lionsldúbburinn Hængur af- henti nýlega Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri blóðtökubekk sem klúbburinn stóð fyrir kaup- um á. Bekkurinn er stillanlegur og honum fylgir blóðvigt, sem mælir nákvæmlega hversu mikið blóð er tekið úr blóðgjafanum. Birna Sigurbjömsdóttir hjúkr- unarfræðingur veitti bekknum við- töku fyrir hönd blóðbankans á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hún sagði m.a. við þetta tækifæri að blóðgjöf væri mjög mikilvægur þáttur og því væri nauðsynlegt að vel færi um blóðgjafann við blóðtökuna. Blóðgjafar em oft kallaðir óvænt úr vinnu eða að heiman þegar mik- ið liggur við íai sumar aðgerðir er ekki hægt að framkvæma á sjúkra- húsinu nema að hafa blóð til stað- ar. Það var Rafn Benediktsson, formaður Hængs, sem afhenti bekkinn fyrir hönd klúbbsins. Morgunblaðið/JI Svanberg Þórðarson með minkinn, sem drepinn var upp við gömlu Glerárstifluna sl. miðvikudag. Minkur unninn í Akureyrarbæ Fullstálpaður minkur var drep- inn á Akureyri í fyrradag. íbúi, sem býr í blokkaríbúð við Skarðshlíð hringdi í Svanberg Þórðarson forstöðumann jarð- eigna og dýraeftirlits hér í bæ laust fyrir hádegi á þriðjudag og sagðist hafa séð mink við Glerána. „Við fórum tveir af stað upp úr hádeginu og sáum aðeins spor eftir kauða og slóð hans í snjónum. Við héldum síðan aftur af stað í gær- morgun. Samstarfsmaður minn Baldur Sigurðsson fór út úr bílnum með byssu fyrir neðan brúna sem liggur út í þorp og ég fór á bíl upp með ánni, alla leið upp að gömlu stíflunni. Þar kom ég fljótlega auga á gripinn þar sem hann var að forða sér inn undir og kallaði ég þá strax í Baldur, sem kom og sat fyrir minkn- um. Við þurftum að bíða í um það bil hálftíma þangað til minkurinn lét sjá sig aftur og var hann þá með frosið silungsseiði í kjaftinum, greini- lega komin í bæinn í ætisleit,11 sagði Svanberg. Hann álítur að minkurinn hafi komið upp eftir Gleránni neðan úr fjöru og hafi verið einn á ferð þó ómögulegt sé að fullyrða nokkuð um það. Ólíklegt töldu þeir að minkurinn hafi sloppið úr einhveiju minkabúinu þó slíkt hlyti að gerast öðru hvoru. Þorði aldrei að viður- kenna leikkonudraumana — segir Amheiður Ingimundardóttir sem lokið hefur fimm ára leiklistamámi í Bandaríkjunum Arnheiður Ingimundardóttir er 27 ára gömul stúlka sem hefur í vetur verið að stíga sín fyrstu spor á fjölunum sem atvinnuleik- kona. Hún kom heim úr leiklist- arnámi frá Bandaríkjunum í fyrravor eftir fimm ára dvöl þar vestra og fékk fastráðningu sl. haust hjá Leikfélagi Akureyrar. Það kallaði Heiða mikla heppni þar sem reglan væri yfirleitt sú að ungir leikarar, nýskriðnir úr skóla, sæju aðeins atvinnuleysið framundan og barninginn við hina atvinnuleysingjana. Mark- aðurinn væri orðinn það mettað- ur hérlendis. „En það kom aldrei annað til en að koma sér heim til Islands aftur. Ég var farin að þrá það heitast að leika á mínu eigin tungumáli, já svo sannar- lega var maður farin að sakna íslenskunnar.“ Ekkert í sigtinu Arnheiður er Húsvíkingur í húð og hár. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, las síðasta veturinn utan skóla þar sem hún var orðin alvarlega ástfangin af reykvískum dreng og dreif sig suður til að vera í návist elsk- hugans, sem hún er nú gift. Eigin- maðurinn, Eiríkur Om Pálsson, er ennþá vestra þar sem hann leggur stund á nám í trompettleik og tónsmíðum, en útskrifast þaðan í vor. Þá er meiningin að setjast að í höfuðborginni og taka þátt í barn- ingnum um hlutverkin, eins og Heiða orðaði það. „Ég ’hef ekkert í sigtinu enn sem komið er. Ætli ég verði ekki að sitja heima, bíða og leita svona fyrstu mánuðina fyr- ir sunnan, en draumurinn er að komast að hjá Iðnó. „Vissulega var það mér mikil lyftistöng að komast að strax hjá LA enda hefur hér verið nóg að gera í vetur. Ég lék fyrst í barnaleikritinu Halló Éinar Áskell, þá lék ég Sigríði í Tungu í Pilti og stúlku. Ég fer með lítið hlutverk í Horft af brúnni og nú standa yfir æfingar á Fiðlaranum á þakinu þar sem ég fer með hlut- verk Tzeitel, elstu dóttur Tevyes." Heiða lék með leikklúbbi MA þegar hún var hér í skóla og tók auk þess þátt í einu stykki hjá LA á menntaskólaárunum, Puntilla og Matti. Heiða sagði að framtíðin virt- ist mun öruggari fyrir Eiríki Erni sem trompettleikara á íslandi held- ur en hjá sér sem leikkonu enda færri um hituna í trompettbransan- um. Boston yndisleg borg Heiða hélt vestur til Banda- ríkjanna árið 1982 og settist á skolabekk í University og Massa- chussets í Boston. Þar lauk hún BA-prófi eftir þriggja ára nám og síðan starfaði hún við leikhús í stór- borginni í eitt ár, með American Repertory Theatre í Cambridge og síðari hluta árs með hádegisleik- húsi. Þá flutti hún sig yfir á vestur- strönd Bandaríkjanna til Los Angel- es og fór í eins árs framhaldsnám í California Institute of the Arts. „Mér líkaði alltaf miklu betur í Boston enda var ég orðin nokkuð heimavön þar. Það er ekki laust við að ég sakni hennar svolítið. Boston er yndisleg borg þó stór sé á okkar mælikvarða. Mannlíf er mjög fjöl- breytt og af nógu er að taka í menningarlegu tilliti. Fólkið finnst mér mjög vingjarnlegt og líkara Islendingum heldur en íbúar Los Angeles." Stórtækur draumur Amheiður er nú að leikstýra sínu fyrsta verki hérlendis hjá Leik- klúbbnum Sögu á Akureyri sem frumsýndi í gærkvöldi verk Péturs Gunnarssonar, Grænjaxla. Þó segir hún að skemmtilegast finnist sér Tónlistarfélag Akureyrar: Silesian duo heldur tónleika á sal MA FIMMTU tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar á þessu starfsári fara fram á morgun, laugardag, á sal Menntaskólans. Efnisskráin samanstendur af verkum fyrir flautu og píanó og einleiksverk- um fyrir píanó. Það er Silesian duo sem leikur, en meðlimir þess eru þau Waclaw Lazarz flautu- leikari og Dorota Manczyk píanó- leikari. Silesian duo var stofnað árið 1980 og var markmið þess einkum að flytja pólska tónlist frá 19. og 20. öld. Síðan hefur það fært út kvíamar og leikur nú fjölbreytta tónlist frá ýmsum löndum. Arið 1982 hlutu þau sérstök verðlaun pólska útvarpsins fyrir upptökur af pólskri tónlist frá fyrri hluta 20. aldar. Á 8. áratugnum komu þau fram á fjölda tónleika í Póllandi og í öðrum löndum, svo sem í Þýska- landi, Ungveijalandi, Tékkóslóv- akíu, Ítalíu, Hollandi og á íslandi. Waclaw Lazarz er fæddur í Pól- landi 1950. Hann útskrifaðist frá tónlistarháskólanum í Crakow 1974 og hlaut við það tækifæri sérstök verðlaun fyrir góðan námsárangur. 1972 hlaut hann stöðu fyrsta flautuleikara við hljómsveit pólska ríkisútvarpsins og starfaði þar til 1983. Hann hefur einnig leikið í barrokktríói pólska ríkisútvarpsins og starfað sem einleikari með Siles- ian Philharmonia-hljómsveitinni, haldið tónleika í Póllandi og víða um lönd og gert upptökur fyrir pólska útvarpið. Hann starfar nú við tónlistarkennslu á Dalvík og Akureyri. Dorota Manczyk fæddist í Pól- landi 1960 og útskrifaðist með ein- leikarapróf frá Tónlistarháskólan- um í Katowice 1984 og vann sama ár keppni um stöðu aðstoðarkenn- ara við einleikaradeild sama skóla. Hún hefur haldið tónleika í heima- landi sínu og erlendis og gert upp- tökur fyrir pólska ríkisútvarpið. Dorota kennir píanóleik við Tónlist- arskólann á Akureyri. Morgunblaðið/RÞB Arnheiður Ingimundardóttir að leika sjálf og það er einmitt léik- urinn sjálfur sem hún vill leggja stund á. Leikstjóm gæti hún haft til hliðar og einnig er hún alvarlega að hugsa um að ná sér í kennslurétt- indi ef allt annað þrýtur. „Ég fékk leiklistarbakteríuna heima á Húsavík hjá pabba sem lengi hefur leikið með Leikfélagi Húsavíkur. Hinsvegar þorði ég aldrei fyrir mitt litla líf að viðurkenna að mig lang- aði til að verða leikkona. Mér fannst það alRof stór draumur til að geta ræst. Ég fór út með það í huga*oð læra leikstjóm og annað sem í kringum leiklistina er, en auðvitað hvarf þessi skrekkur um leið og út var komið," sagði Heiða að lokum. SUNNUDAGINN 20. MARS RjóCru rs veppasúpa. Sítrónukryddaöur lambahryggur. Verð aðeins kr. - S7S,- Munið barnaafsláttinn. Leikstjórí: Theodór Júlíusson. 4 Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. 5. sýning föstud. 18. mars kl. 20.30. 6. sýning laugard. 19. mars kl. 20.30. 7. sýning sunnud. 20. mars kl. 20.30. MIÐASALA IA Um 96-24073 ISKFéLAG AKUREYRAR IE UtyMtfK ALLTAF A UPPLEIÐ Londsins bestu Opnunartími T U OP1* um helgar frá kl 11.30 - 03.00 PIZ^LR Virka daga frá kl. 11.30-01.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.