Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 31 Jarðboranir í Bjarnarfirði Laugarhóli, Bjarnarfirði. STARFSMAÐUR Orkustofnunar kom hingað þriðjudaginn 1. mars til þess að huga að holum þeim er voru boraðar hér i Bjarnarfirði fyrir og eftir áramót. Var önnur holan enn vatnslaus en eðlilegur hitastigull í henni, en hin holan sendir upp 8—9 sek.lítra af um 35 stiga heitu vatni. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ert Einarsson, Asgeir Magnússon, iður“ 7. Flýtt verði undirbúningi að gerð jarðgangna er tengi saman þéttbýliskjámana á Austurlandi." - Agúst Holur þær sem Jarðboranir hf. bomðu hér í Bjamarfirði fyrir ára- mót vom annarsvegar í landi jarðar- innar Klúku, hjá Laugarhóli, en hinsvegar á býlinu Ásmundamesi, sem er næsta jörð hér fyrir austan. Var hotan í Klúkulandi 76 metra djúp, en hin holan 209 metra djúp. Borholan við Ásmundames skilar á milli 8 og 9 sek.lítrum af 35° heitu vatni og er hitinn í henni sá sami alla leið, en hún er 209 metra djúp. Eigandi landsins er Guðmund- ur Halldórsson fyrmrn skipstjóri á Drangsnesi og hefir hann laxeldi á jörð sinni. Hin borholan er í landi jarðarinn- ar Klúku, sem er í eign Kaldrana- neshrepps. Var það tilraunahola og aðeins 76 metra djúp. Lítið sem ekkert vatn kemur úr þessari holu. Hitastigull hennar var hinsvegar ákjósanlegur, eða frá 22° efst í holunni upp í 45° neðst í henni. Bendir þetta til þess að ná megi þama heitara vatni ef bomð verður hola eftir því. Eftir að kyndingarverð með raf- magni hefir hækkað mjög hér um slóðir verður sífellt ákjósanlegra að gera ráðstafanir til að fá aðra orku- gjafa til kyndingar húsa hér í Bjam- arfírði. Sem sténdur em fjögur hús kynt með heitu vatni. Það em íbúð- arhúsin á Bakka, Hóli og Klúku og sundskýlin á Laugarhóli, við Gvend- arlaug hins góða. Em þijú þessara húsa kynt á þann hátt að vatn er leitt í gólfplötur með plaströram. Er þarna um vatn sem er um 30° heitt að ræða. er sú kynding fylii- lega nægjanleg. Húsið á Bakka notar hinsvegar varmadælur til að. skerpa á vatninu inn á venjulega miðstöðvarlögn. SHÞ Morgunblaðið/Árni Helgason Frá fundinum í Stykkishólmi, en nokkuð á annað hundrað manns mættu til að fræðast um vimuefni og afleiðingar þeirra. Stykkishólmur: Fjölmenni á fundi um vímuefni Stykkishólmi. Fjölmennur fundur um vímu- efni og afleiðingar þeirra var haldinn hér í Stykkishólmi á dög- unum. Lionsklúbbur Stykkis- hólms boðaði til fundarins ásamt Lionessu-klúbbnum Hörpu, for- eldrafélaginu Vímulaus æska og bæjarstjórn í samráði við áfeng- isvarnarráð bæjarins. Lionsklúbbur Stykkishólms hefír látið til sín taka í baráttunni við þessa óhejllavænlegu þróun er Gunnar Svanlaugsson formaður nefndar þeirrar sem er í barátt- unni. Er þetta baráttumál Lions- klúbba um ailan heim. Foreldra- samtökin hafa og unnið hér gott verk ásamt Lionessum. Á annað hundrað manns var á þessum fundi og þvi með fjölmennustu fundum sem hér hafa verið haldnir. Daði Þór Einarsson form. Liohs- klúbbsins setti fundinn, bauð menn velkomna og kynnti tilefni hans og Elín Sigurðardóttir form. Lionessu- klúbbsins flutti ávarp þar sem hún skýrði baráttumál síns klúbbs. Gestur fundarins og málshefjandi var Jón Guðbergsson kennari, en hann hefír um 20 ára skeið unnið að þessum málum. í máli hans kom fram, og hann lagði áherslu á að hið eina sem skilaði vemlegum ár- angri í baráttu gegn vímuefnum væm forvamir. Forvamarstarf og ekkert annað. Það yrði að bytja á heimilunum. Foreldrar gætu ekki sett skyldur sínar yfír til annarra, ekki kennt dagheimilum, skólum og öðmm menningarstofnunum um það sem afvega færi á þeirri eigin heimilum. Það er ekki hægt að láta bömin afskiptalaus sagði Jón. Ástandið er alvarlegt, sagði hann einnig og kom með mörg dæmi. Sjúkrarúm áfengis- og fíkniefna- sjúklinga skipta hundmðum. Tjón lands og þjóðar er ómælanlegt. Þetta skiptir okkur öll, þetta skipt- ir ráðamenn, og það er staðreynd að þetta fár nær inn í allar fjölskyld- ur á landinu. Við verðum að forða þessum eiturefnum frá bömunum okkar. — Árni Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Borad með jardbornum Ymi við Ásmundarnes í janúarmánuði. Hæstiréttur Danmerkur: Telex-skeyti ekki gild bankaábyrgð HÆSTIRÉTTUR Danmerkur hefur kveðið upp dóm í máli Morsö Bank gegn Iðnaðarbanka íslands. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að telex-skeyti væri ekki hægt að líta á sem bind- andi viljayfirlýsingu eða ábyrgð, hversu nákvæmt sem það annars væri. í bankaviðskiptum er oft litið á viljayfirlýsingar sem bind- andi, en Hæstiréttur Danmerkur taldi svo ekki vera. Þetta kemur fram í frétt danska blaðsins Börsen þann 4. mars. Morsö Bank hafði sent Iðnaðar- banka íslands telex-skeyti um að danski bankinn væri því samþykkur að ábyrgjast greiðslur fyrir vömr sem Framtak hf. á íslandi hefði þegar afhent fyrirtækinu Katlafoss ApS, Nyuköbing M., þegar umsam- inn greiðslufrestur væri liðinn. Danska fyrirtækið varð gjald- þrota og Iðnaðarbankinn krafði Morsö Bank um 350 þúsund dan- skar krónur, eða þá upphæð, sem ekki fékkst greidd úr þrotabúinu. Katlafoss hafði keypt ullarvömr frá íslenska fyrirtækinu Framtaki hf., með greiðslukjömm, sem ' vom danska fyrirtækinu sérstaklega hagstæð, að því er segir í frétt Börsen. Þegar málið kom fyrir dóm- stóla í Danmörku féll dómur á sömu lund í Vestra landsrétti og Hæsta- rétti, það er að telex-skeytið, sem var aldrei bókfært í danska bankan- um sem ábyrgð, gæti ekki talist ábyrgð fyrir greiðslu. í niðurstöðum dómanna var lögð áhersla á þá skýr- ingu Morsö Bank, að telex-skeytið hefði aðeins verið viljayfírlýsing. í danska blaðinu er sagt, að í alþjóðlegum bankaviðskiptum hafí oft verið litið á slíkar viljayfírlýsing- ar sem lagalega bindandi, en sú hafi ekki verið raunin í þessi til- felli. Börsen bendir á, að ekki hafi verið unnt fyrir íslenska bankann að leggja málið fyrir íslenska dóm- stóla, þar sem mál gegn dönskum fyrirtækjum verði að reka fyrir dönskum dómstólum, samkvæmt reglum um vamarþing. Iðnaðar- bankanum var gert að greiða 53. þúsund danskar krónur í málskostn’ að. Hádegisverð- arfundur um sjórétt HIÐ íslenska sjóréttarfélag gengst fyrir hádegisverðar- fundi í Leifsbúð á Hótel Loft- leiðujn í dag kl. 12. Magnús K. Hannesson, lögfræðingur, flyt-' ur erindi er hann nefnir „Sjó- rétturinn gengur á land! — Stutt spjaU um „multimodal" eða „combined“ flutninga11. Fundurinn er öllum opinn og em félagsmenn og aðrir áhuga- menn um sjórétt, vátryggingarétt og flutningatækni hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Bretar eru mótfallnir því að taki við vömum Evrópu taritara Monmnblaðsins. Valdimar Unnari VnlHimnrsevni Lundúnum, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Valdimar Unnari Valdimarssyni. f viðræðum fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis við breska embættismenn á miðvikudag, kom meðal annars fram að Bretar eru eindregnir andstæðingar þess, að Evrópubandalagið taki á einn eða annan hátt við vörnum Evrópu af Atlantshafsbandalag- Þrír fulltrúar úr utanríkismála- nefhd Alþingis, þau Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Guðmundur G. Þór- arinsson og Kristín Einarsdóttir, hafa undanfama daga verið í Lundúnum og hitt að máli emb- ættismenn ýmsa og stjórnmála- menn. Á miðvikudag var utanríki- málanefnd breska þingsins sótt heim, auk þess sem rætt var við embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu. Að sögn Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, formanns utanríkismála- nefndar, bar hæst í viðræðunum við utanríkimálanefnd breska þingsins deilur íslendinga og Breta um Rockall-svæðið. Sagði Eyjólfur Konráð að mjög gagnlegt hefði verið að heyra hljóðið í breskum stjómmálamönnum um það og sérstaklega hefði verið ánægjulegt að heyra hversu mikla áherslu viðmælendumir hefðu lagt á að allar deilur um þetta svæði yrði að leysa í samnræmi við alþjóðalög. „Það var vissulega ánægjulegt, eftir reynslu síðustu daga, að fínna hér fólk sem virð- ist skilja einföldustu óskir íslend- inga að þessu leyti," sagði Eyjólf- ur Konráð. Heimsókn íslensku nefndar- mannanna lauk í varnarmálaráðu- neytinu breska þar sem meðal annars var rætt við Andrew Ward, yfirmann þeirrar deildar, sem hef- ur með NATO-máiefni að gera. í viðræðum við hann var meðal annars drepið á hugmyndir sem skotið hafa upp kollinum um að Evrópubandalagið taki með ein- hveijum hætti að sér vamir Evr- ópu í stað NATO. Að sögn Ey- jólfs Kohráðs finnst Bretum ekki mikið til slíkra hugmynda koma. „Andrew Ward lagði raunar á það sterka áherslu að Bretar væm eindregnir andstæðingar þess, að Evrópubandalagið leysti NATO, með einum eða öðmm hætti, af hólmi í vamarmálum, enda tæki Rómarsáttmálinn engan veginn til slíkra mála. Það þarf því ekk- ert að fara í grafgötur með af- stöðu Breta til þessara hug- mynda," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.