Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Umferðin í Reykjavík: •• Okumenn að venj- ast nýjum lögum Þingmenn íLondon MYND þessi var tekin í fyrradag fyrir utan brezka þinghúsið við ána Thames í London, en þennan dag voru fulltrúar utanríkismálanefndar Alþingis á fundi í þinghúsinu með utanríkismálanefnd brezka þingsins. Á myndinni eru: Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, David Howell, formað- úr utanríkismálanefndar neðri deildar brezka þingsins, Kristín Einarsdóttir, alþingismaður, Guðmundúr G Þórarinsson, alþingismaður, og Ólafur Egilsson sendiherra. Sjá frásögn af viðræðunum í miðopnu. „ÖKUMENN eru nú almennt farnir að temja sér ljósanotkun og notkun bílbelta og lögreglan hefur undantekningalaust átt gott samstarf við þá þessa daga sem liðnir eru frá því að ný umferðarlög gengu i gildi,“ sagði Ómar Smári Ármannsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavik. Þegar lögin gengu í gildi, þann 1. mars, lýsti lögreglan því yfir, að ekki yrði gengið hart fram í því að refsa þeim sem fylgdu ekki lögum um ljósa- og beltanotkun fyrstu dagana. „Við tókum þann kostinn að stöðva þá ökumenn, sem ekki fóru að þessum reglum, og áminna þá, en ekki sekta," sagði Ómar Grindvíkingur: Aflaverðmæti 6 millj- ónir á fiórum dögum Grindavík. Loðnuskipið Grindvíkingur GK kom inn til Grindavíkur á miðvikudag með 63 tonn af fryst- um loðnuhrognum til löndunar, Fljót í Skagafirði: Fljótahrepp- ar sameinaðir eftir 90 ára aðskilnað Haganes- og Holtshreppar sameinast væntanlega í einn hrepp hinn 1. apríl næst kom- andi, að því frá er greint í Sveit- arstjórnarmálum (1/1988). Fljót í A-Skagafirði vóru einn hrepp- ur fram til ársins 1897, er þáver- andi Holtshreppi var skipt í tvo hreppa. Fljótin verða því einn hreppur eftir um 90 ára tviskipt- ingu. Atkvæðagreiðsla um samein- ingu hreppanna fór fram 27. des- ember síðast liðinn. í Haganes- hreppi vóru 37 íbúar meðmæltir sameiningu en 5 andvígir. í Holts- hreppi voru einnig 37 meðmæltir en 13 andvígir. I Haganeshreppi eru 77 íbúar en í Holtshreppi 99. Báðar hreppsnefndimar hafa samþykkt — að viðhöfðum tveimur umræðum í hvorri — að sameina hreppana. sem unnin eru um borð i skipinu. Lætur nærri að aflaverðmæti farmsins sé um 6 milljónir króna. Að sögn Rúnars Björgvinssonar, skipstjóra á Grindvíkingi, byijuðu þeir að frysta hrogn út af Þykkvabæ, en síðan færðust þeir með loðnugöngunni vestur undir Reykjanes, áður en komið var inn til löndunar. Mikil loðna er á miðun- um og gekk því mjög greiðlega að kasta og vinna síðan hrognin um borð. Tók túrinn fjóra daga. Skipið fór strax út aftur, þegar búið var að landa og losna við loðnuúrgang- inn að auki. Kr.Ben. BAR Á aðalfundi Granda hf., sem haldinn var i gær, kom m.a. fram að hagnaður fyrirtækis- ins, fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað, var 188,6 millj- ónir króna. Afskriftir og fjár- magnskostnaður námu 26,8 milljónum króna, þannig að hagnaður á reglulegri starfsemi fyrir skatta varð 30 milljónir Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: 107 leikir búnir í maraþon- biðskák Margeirs og Helga króna. Önnur gjöld námu 26,8 milljónum króna en þar er um að ræða tap á eignarhluta í dótturfélagi og sölu eigna. Fyr- irtækið greiðir 1,5 milljónir í eignaskatt og hagnaður ársins varð því 1,7 miHjónir króna. í fyrra störfuðu að meðaltali 373 menn hjá Granda og launa- greiðslur voru samtals 485,9 milljónir króna. Árið 1987 var annað rekstarár félagsins en það var stofnað í árs- lok 1985. í fyrra var heildarafli togara fyrirtækisins 26.209 tonn og aflaverðmæti 741,7 milljónir króna. Árið 1986 var heildaraflinn hins vegar 24.453 tonn. Innvegið hráefni til vinnslu var 18.786 tonn. Smári. „Undantekningalaust tók fólk okkur vel og enginn þijóskað- ist við að spenna beltin eða kveikja ljósin. Við gerðum okkur grejn fyr- ir að það tæki fólk nokkum tíma að venja sig á ljósa- og beltanotk- un. Nú er ástandið komið í nokkuð gott horf, en við munum áfram reyna að eiga góða samvinnu við ökumenn, því það er vænlegast til árangurs. Áð nokkrum tíma liðnum verðum við hins vegar að hasta á þá ökumenn, sem ekki fara að rétt- um leikreglum." Fyrstu dagana, eftir að reglur um ljósanotkun allan sólarhringinn gengu í gildi, var nokkuð um að ökumenn hringdu til lögreglunnar og óskuðu eftir aðstoð við að koma bifreiðum sínum í gang, en þær voru þá rafmagnslausar þar sem leymst hafði að slökkva ljósin. mar Smári sagði, að nú væru slfkar hjálparbeiðnir að mestu úr sögunni, því ökumenn væru óðum að venjast því að nota ljósin í björtu. Umferðarráð vinnur nú að könn- un um land allt á ljósa- og belta- notkun. Niðurstaða þeirrar könnun- ar ætti að liggja fyrir á næstu dög- Frá aðalfundi Granda hf. í gær. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, er í ræðustól. Hagiiaður hjá Granda 188,6 milljónir króna Karfí var 48,7% aflans, þorskur 20,3% og ufsi 19,0%. Framleitt magn var 8.130 tonn og söluverð- mæti framleiðslunnar nam 818,1 milljón króna. Heildarvelta fyrir- tækisins var 1.587,4 milljónir króna en árið 1986 var hún 1.206,5 milljónir króna. Samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé Granda í lok sl. árs 623,6 milljónir króna að meðtöldu 205,5 milljóna króna hlutafé. Á aðalfundinum var ákveðin útgáfa jöfnunarhlutabréfa um rúmar 100 milljónir króna. Einnig var ákveðið að auka hlutafé um 150 milljónir króna, þannig að heildarhlutafé verður tæpar 460 milljónir króna, segir í fréttatilkynningu. Akureyri. MARGEIR Pétursson og Jóhann Hjartarson eru enn efstir á al- þjóðlega skákmótinu á Akureyri með 5 vinninga eftir áttundu umferðina sem tefld var í gær. Margeir er með biðskák við Helga, sem farið hefur þrisvar sinnum í bið. Þeir hafa lokið 107 leilgum og setjast aftur við skák- borðið klukkan 11 í dag. Jóhann á einnig eftir að tefla við Helga, frá því í fyrstu umferð. Þeir tefla klukkan 16.30 í dag. í þriðja til fimmta sæti eru Poluga- evsky, Tisdal og Gurevich með 5 vinninga hver. Dolmatov, Karl, Ad- orjan og Jón L. eru með 4 vinninga. Helgi er í tíunda sæti með 3V2 og 2 skákum ólokið. Jón Garðar er með 1 vinning og Ólafur V2 vinning. Úrslit í 8. umferðinni í gær urðu þau að Ólafur Kristjánsson tapaði fyrir Jóni L. Ámasyni, Dolmatov tap- aði fyrir Tisdal, Helgi vann Karl Þorsteins, Margeir og Polugaevsky gerðu jafntefli og einnig Gurevich og Jóhann og Jón Garðar og Adoij- an, en Adoijan bauð jafntefli eftir aðeins 19 leiki og hafði Jón Garðar þá heldur betra tafl. Skákmennimir eiga M í dag, nema þeir Margeir, Jóhann og Helgi sem tefla biðskák og frestaða skák, en á morgun, laugardag, verður 9. um- ferðin tefld klukkan 14 í Alþýðuhús- inu. Þá teflir Polugaevsky við Gurevich, Karl við Margeir, Tisdal við Helga, Jón L. við Dolmatov, Adoijan við Ólaf og Jóhann við Jón Garðar. Sævar Bjamason alþjóðlegur meistari kemur norður og verður með skákskýringar í hliðarsal um helgina. Stytta Einars Jónssonar: Viðunandi tilboð bár- ustekki FRESTUR sem gefinn hafði verið til að skila kauptilboð- um í styttu Einars Jónssonar, af konu i skautbúningi, rann út í gær. Að sögn Gunnars Jóhanns Birgissonar hdl, sem annast söluna fyrir hönd eig- enda, hafa ekki borist tilboð sem talist geta viðunandi. Hann sagði að viðræður væru nú í gangi við ákveðna aðila um kaup á styttunni en óljóst hvort samningar tækjust. Hugmyndir manna um verð á verkinu væru óljósar enda nánast einsdæmi að verk eins og þetta byðist á almennum markaði hérlendis. Gunnar Jóhann sagði að Lög- mannastofan sf hefði vátryggt styttuna fyrir 5 milljónir króna meðan styttan væri þar í sölu- meðferð. Vátryggirigaupphæðin hefði verið fundin út með því að framreikna tilboð sem gert var í styttuna 1958 tii núvirðis. Um aðrar viðmiðanir hefði ekki verið að ræða og útilokað væri að svo komnu að segja til um hvort tryggingaupphæðin gæfi vísbendingu um markaðsverðið. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Rúmlega tvöfaldur verðmunur á fermingarmyndatökunni MIKILL verðmunur er á ljós- myndaþjónustu þjá ljósmynda- stofum samkvæmt verðkönnun sem Verðlagsstofnun hefur gert á þessari þjónustu. Sem dæmi má nefna að fermingarmyndir hjá Ljámyndastofu Kópavogs kosta 13.000 krónur, en 5.200 krónur hjá Ljósmyndastofu Kristjáns í Hafnarfirði. Hjá báð- um stofunum er stækkun á tveimur myndum innifalin i verði þjónustunnar. Hjá 10 ijósmyndastofum, þar sem stækkun á myndum er ekki innifalin í verði fermingarmynda- töku er verðið á myndatökunni lægst 4.000 krónur en hæst 8.000 krónur-Á helmingi stofanna er tek- ið aukagjald vegna myndatöku á fermingardaginn, utan venjulegs vinnutíma, og er það á bilinu 470 til 1.200 krónur. Verðmunur á ljós- myndastækkun var allt að 74% á milli stofa og á skyndimyndatöku í vegabréf og ökuskírteini munaði allt að 38%. Sjá verðkönnun unar á bls.25 Verðlagsstof n-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.