Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 10
10 - MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Þessi mynd var tekin við afhendingn verðlauna í samkeppni um gerð handrits að kennslumynd fyrir grunnskóla. Verðlaunahafarnir Einar Guðmundsson (fjórði frá hægri) og Viktor Arnar Ingólfsson eru í hópi forráðamanna tryggingafélaganna og dómnefndarmanna. Fararheill ’87 veitir verðlaun NÝLEGA voru afhent verðlaun í samkeppni sem Fararheill ’87 efndi tii um gerð handrits að kennslumynd um umferðarmál fyrir 9. bekk grunnskóla. Fyrstu verðlaun hlaut Einar Guð- mundsson fyrir handrit um Danna, strák utan af landi sem flytur til Reykjavíkur og kynnist umferðinni þar. Einar er yfirkennari í Ártúns- skóla í Reykjavík og hefur um ára- bil verið mikill áhugamaður um umferðarmál. Verðlaunin sem hann hlaut voru krónur 150.000. Önnur verðlaun kr. 50.000 hlaut Viktor Ingólfsson tæknifræðingur og rithöfundur. Í dómnefnd í samkeppninni sátu Anna Magnúsdóttir deildarstjóri hjá Námsgagnastofnun, Arnaldur Ámason ökukennari, Guðni Braga- son fréttamaður, Þorgeir Lúðvíks- son deildarstjóri hjá Almennum tryggingum og Þorgrímur Guð- mundsson varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Á næstunni verður hafinn undir- búningur að gerð myndar eftir handriti Einars og verður hún von- andi tilbúin til notkunar í skólum landsins áður en langt um líður. (Fréttatilkynning;) Innihurdir — innihurðir — innihurðir HARÐVIÐARVAL HF. HARÐVIÐARVAL KRÖKHALSI 4, SIMI 671010. AFMÆUSTILB0B 4 STERKUR 0G ENDINGARGÖÐUR SN0WCAP l'SSKÁPUR Á STÚRK0STLEGU AFMÆUSTILBOÐSVERÐI 280 lítra tvískiptur kæliskápur með 45 lítra frystihólfi. Hægri/vinstri opnunarmöguleikar. Sjálfvirk affrysting. Mál: h: 145cm, b: 57cm, d: 60cm. Verð áöur 26.400.- Afmælistilboðsverð 21.900.- GÆÐI A GÓÐU VERÐI ^ULIIRt 2Gfe. SKIPHOLT 7 S: 20080 Teikningar — skúlptúr Myndlist Guðbergur Auðunsson í Galleríi Gijóti á Skólavörð- ustíg 4A hefur Guðbergur Auð- unsson opnað sína 10 einkasýn- ingu og stendur hún til 27. marz. Guðbergur er löngu vel kunnur fyrir athafnasemi á mörgum svið- um, en mun nú helst fást við aug- lýsingahönnun auk fijálsrar list- sköpunar. Sýningin í hinum litlu en vist- legu húsakynnum á Skólavörð- ustíg ber og ljóslega keim af þessu tvennu — sumar myndanna og þá helst hinar stærri bera auglýs- ingahönnuðinum vitni, og hér reynir Guðbergur að færa vel- þekkt hlutkennd form í búning ífjálsrar myndlistar. Myndformin eiga þá að hafa tilgang í sjálfu sér án þess að höfða endilega til neysluþjóðfélagsins en eru þó af- leiðing þess og afkvæmi. Þetta eru myndir stórra einfaldra forma og vel málaðar, en einhvernveginn tekst mér persónulega ekki að melta þau til fulls né meðtaka sem annað en góða hönnun og dágott handverk. — Það eru hins vegar hinar minni myndir fijálslegra vinnu- bragða í blandaðri en þó tvívíðri tækni, sem athygli mína vöktu, svo sem myndin „Frönsk nótt“, sem nær tilgangi sínum og er Guðbergur Auðunsson við verk sín. mettuð næturstemmningu stór- borgarinnar og vekur upp fjar- rænan seið. Af öðrum myndum, sem at- hygli mína vöktu, vil ég nefna „Konumynd" (5), sem unnin er í akryl og „Hundur" (11) í bland- aðri tækni. Það eru einmitt slíkar myndir frá hendi Guðbergs Auð- unssonar, sem hafa vakið athygli listfróðra og starfsbræðra hans, frá því að hann kom fyrst fram, og þætti mér ekki ólíklegt að svo verði áfram. Einkum vegna þess að hér leikur listamaðurinn á ljóð- ræna strengi og tengir vitund sína því margslungna og lifandi um- hverfi, sem ertir sjóntaugar nútímamannsins og þeirra, sem hrærast mitt í hringiðu stórborg- arinnar. Eins konar svipleiftur og brota- brot þess, sem vegfarandinn hefur f næsta sjónmáli allt um kring . .. Bragi Ásgeirsson Sýning hins framsækna myndhöggvara Helga Gíslason- ar á teikningu og skúlptúr í Gallerí Borg kallar ýmislegt upp í hugann. Það kom greinilega fram í sjálfstæðum verkum hans á skólaárum, að hann hefur til- hneigingu til stórra og hreinna forma/þar sem einföld en sterk heildaráhrifín voru veigurinn í útfærslunni. Þetta var og einnig kjaminn í koparverkum hans, svö sem óskipta athygli hlutu fyrir fáum árum, þótt á annan hátt væri og þau mörg hver frekar smá í sniðum. Bjuggust hér flestir við, að Helgi hefði fundið hér sitt sérsvið, sem hann mundi rækja enn um stund, enda möguleik- amir óþijótandi. En svo skeður það, að árið 1986 dvelur Helgi í Finnlandi og hefur aðstöðu í vinnustofu á vegum Norræna Myndlistar- bandalagsins í Svíavirki (Svea- borg/Suomenlinna), sem er skammt utan við Helsingfors. Hér virðist hann hafa orðið upp- numinn af tilraunum finnskra listamanna í efnisskúlptúr, þ.e. að blanda hinum ýmsu jarðrænu frumefnum náttúmnnar saman, þannig að einkenni þeirra komi sem greinilegast til skila og myndi sterka heild. Menn hafa hér óspart notað efni eins og tré, jám, og stein svo og stein- steypu, sem í samsetningu sinni sækir til náttúmnnar. Þá hefur og marmari af ýmsum gerðum verið býsna vinsælt efni í norr- ænum skúlptúr. Þessi þróun var undarlega lengi að ná til íslands, þótt við sæjum hér ýmsar tilraunir hjá yngstu kynslóðinni, en virðist nú vera að ná fótfestu í sinni hreinustu mynd. Þetta kom fram á sýningu Gest Þorgrímssonar á sama stað á sl. ári, sem tvíefldist sem myndhöggvari við kynni sín af finnskri myndlist, er hann dvaldi í Svíavirki fyrir fáeinum ámm og jók hér við persónueinkenni listar sinnar. Helgi kemur og einnig sterkt fram í efnisskúlptúr sínum, og víst em það klár persónuein- kenni hans að vinna í hreinum og stómm formum. En þetta er í raun nokkuð stór kúvending frá koparverkun- um og hefur verið erfíður biti að kyngja fyrir suma. Slíkar kúvendingar hafa því miður verið full algengar meðal íslenzkra myndlistarmanna hina síðustu áratugi og oft án nokk- urs sýnilegs samhengis við fyrri framkvæmdasemi nema ef vera kynni nýjungagimin. En hér hefur Helgi Gíslason sérstöðu þrátt fýrir allar stökk- breytingar að því leyti, að hann er í kjamanum samur sjálfum sér og myndrænu upplagi sínu. Og því er þetta sterk sýning og áhrifamikil, sem hann hefur sett saman þrátt fýrir augljóst finnskt yfirbragð. Og takmark- aðan fmmleika þrátt fyrir hressileg umbrot. Og víst er að varla er betur gert né unnið af jafn sannfær- andi innlifun í skúlptúr á landi hér en fram kemur í hinum tveim hrifmiklu og ástþmngnu (erótísku) skúlptúmm, „Rómeo og Júlía", sem mynda kjama sýningarinnar og í krafti sínum og eðlileika yfirgnæfa teikning- amar, sem þó em hin prýðileg- asta umgjörð ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.