Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Róðurinn þyngist á Bandaríkjamarkaði Spár manna um að fískverð héldist ekki jafn hátt á Bandaríkjamarkaði og verið hefur undanfarin misseri sýn- ast vera að rætast. í Viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær er sagt frá árlegri sjávarútvegs- sýningu í Boston, en henni lauk nýlega. Er það mat þeirra, sem Morgunblaðið ræddi við, að andrúmsloftið á sýningunni hafí verið annað en fyrir ári. Þá hafí hún verið kaupenda- markaður, eins og sagt er um þá aðstöðu, þegar eftirspurn ræður meiru um verð en fram- boð, nú hafí hins vegar verið um seljendamarkað að ræða, seljendur voru að keppast um að koma vöru sinni á framfæri og við það lækkar venjulega verðið; framboðið er meira en eftirspurnin. í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er meðal ann- ars rætt við Pétur Másson hjá Coldwater og þar segir meðal annars: „Um stöðuna á fisk- markaðinum í Bandaríkjunum sagði Pétur að ákveðinnar tregðu gætti nú í sölu og greini- legt að menn væru að bíða eft- ir því að verðið lækkaði. Nú væri fremur keypt frá degi til dags heldur en að kaupa í birgðum eins og gert hefði ver- ið í fyrra þegar menn áttu von á verðhækkunum. „Nú koma pantanimar inn örar en eru miklu smærri í hvert skipti," sagði Pétur Másson." Sveiflur af þessu tagi eru síður en svo óþekktar á Banda- ríkjamarkaði. Þegar verð hækkar eykst framboðið, síðan tekur verðið að lækka og fram- boðið minnkar að nýju. Þannig gengur þetta koll af kolli. Spumingin er hins vegar ávallt sú, hveijir halda lengst út á hveijum tíma. Hvaða seljendur eru það, sem hafa búið þannig í haginn fyrir sig, að þeir geti þraukað, þegar harðnar á daln- um, og hveijir eru það, sem detta úr leik við minnstu breyt- ingu til hins verra? íslensku fískseljendumir hafa skapað sér þá stöðu á markaðnum í Bandaríkjunum, að þeir hafa staðið þessar sveiflur af sér um langt árabil. En þeir geta ekki leyft sér að miða ákvarðanir sínar aðeins við markaðsþróun- ina í Bandaríkjunum heldur verða einnig að taka mið af því, hvað það kostar að afla hráefnisins. Verði sá kostnaður of hár fyrir markaðinn er sjálf- gefíð að úthaldið í baráttunni er ekki mikið. Nú þegar verðið er að lækka á Bandaríkjamark- aði er hart deilt um laun í físk- vinnslu hér og frystihúsamönn- um fínnst þeir ekki fá nóg fyr- ir sinn snúð. Lýsing á þeirri óvissu sem nú ríkir á fískmarkaðinum í Bandaríkjunum kemur fram á baksíðu Morgunblaðsins í gær, þar sem segir frá því, að Long John Silver’s, einn helsti kaup- andi íslensks físks í Banda- ríkjunum, krefjist þess nú að. þorskflök frá íslandi lækki um 5-10% í verði. Hefur þetta kom- ið fram í viðræðum við íslensku físksalana. Samningar hafa ekki enn tekist, þannig að óvíst er um úrslit í málinu. Hins veg- ar þarf ekki mikla þekkingu í hagfræði til að átta sig á því, hvað gerist ef kostnaður við að framleiða vöru hækkar en verðið sem fæst fyrir hana lækkar. Sá sem ber bæði kostn- aðinn og tapið hlýtur að sitja eftir með sárt enni. Long John Silver’s er gamal- kunnur viðskipatvinur íslenskra físksala. Ef rétt er munað hefur oft verið hart deilt, þegar samið hefur verið um verð á físki til þessarar veitingahúsakeðju. Ekki hefur komið fram í fréttum, að hún setji það nokkuð fyrir sig núna að hvalavinir vilja ekki, að keyptur sé fískur frá ísiandi. Það er verðsamanburður við físk frá Kanada og almenn þró- un á Bandaríkjamarkaði, sem veldur því að Long John Sil- ver’s vill fá fískinn á lægra verði en áður. í fyrsta sinn um langt skeið gerðist það í fyrra, að Bretland er orðið helsta viðskiptaland okkar, þegar litið er á útflutn- ing. Hafa Bandaríkin lengi skipað þetta sæti. Segir þetta töluverða sögu um þróun fis- kviðskipta undanfarin misseri. Á þeim verður að sjálfsögðu breyting eins og öðru. Það hef- ur oft komið sér vel að geta samið um fast verð til langs tíma við Long John Silver’s. Hitt kann einnig að vera skyn- samlegt við aðrar aðstæður að losa um tengslin við stórkaup- endur. Pantanir eru örar í Bandaríkjunum og menn vilja minna magn en áður sam- kvæmt lýsingu Péturs Másson- ar. Á þá að afhenda stóran hluta framleiðslunnar einum aðila? Fundarstjóri, frummælendur og alþingismenn er sátu fyrir svörum. Frá vinstri: Stefán Þorleifsson, Alb Finnbogi Jónsson, Ingi Már Aðalsteinsson, Halldór Ásgrimsson, Hjörleifur Guttormsson og Egill Jónsson. „Sækjum valdið si Fjölmennur borgarafundur í Neskaupstað Neskaupstað. „SÆKJUM valdið suður“ var efni fjölmenns borgarafundar hér á Neskaupstað. Hér var um þverpólitískan fund að ræða sem bæjar- stjóm stóð einhuga að og var þingmönnum kjördæmisins boðið. Mætti einn frá hveijum flokki sem fulltrúa eiga á Alþingi fyrir Aust- urlandskjördæmi. Takmarkið með fundinum var að þetta yrði fyrsta skrefið í að þjappa bæjarbúum svo og öðrum Aust- firðingum og um leið allri lands- byggðinni saman um það takmark að sækja valdið suður svo að lands- byggðarfólk fái að njóta réttláts afraksturs vinnu sinnar og njóta sömu tækifæra og íbúar höfuð- borgarsvæðisins. Það er von fund- arboðenda að aðrir taki svo við keflinu og haldi áfram svo að sam- takamáttur landsbyggðarinnar verði sem mestur. Fjögur framsöguerindi voru flutt á fundinum. Ásgeir Magnússon bæjarstjóri ræddi bæjarmálefni, Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri fjallaði um sjávarútvegsmál, Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélags- stjóri um verslun og viðskipti og Albert Einarsson skólameistari um samgöngur. Að loknum'framsögu- erindum hófust pallborðsumræður þar sem sátu fyrir svörum frum- mælendur og þingmennimir Egill Jónsson, Halldór Ásgrímsson og Hjörleifur Guttormsson. Fjölmargar fyrirspumir bárust og urðu umræð- ur líflegar. Eins og áður sagði var fundurinn fjölmennur og munu á þriðja hundr- að manns hafa sótt hann, þar af margir af íjörðunum hér í kring svo og ofan af héraði. Fundarstjóri var Stefán Þorleifsson. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt í fundarlok: „Almennur borgarafundur hald- inn í Neskaupstað laugardaginn 12. mairs 1988 samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjóm að sjá til þess að það misrétti sem landsbyggðin býr við verði lagfært hið bráðasta. Fundurinn leggur áherslu á eftirfar- andi: 1. Afturkölluð verði þegar í stað nýleg ákvörðun um 270 milljóna skerðingu á tekjum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og sjóðnum verði á næstu ámm tryggt það fjármagn sem til þarf, þannig að hann verði sveitarfélögum sá stuðningur sem ætlast var til. 2. Gripið verði til aðgerða til að mæta óhóflegum raforkukostnaði á landsbyggðinni og gegndarlausum hækkunum undanfarið. Stefnt verði að því að orkukostnaður verði sam- bærilegur um allt land. 3. Raunvextir verði lækkaðir tafarlaust til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndunum og tenging lána við lánskjaravísitölu og/eða grundvöllur .lánskjaravísi- tölunnar endurskoðaður. 4. Söluskattur á flutningskostn- aði á vörum til landsbyggðarinnar verði felldur niður eða gripið til annarra ráðstafana er tryggja að íbúar dreifbýlisins greiði ekki hærri söluskatt af sömu vöm en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 5. Raungengi krónunnar verði á hveijum tíma skráð þannig að und- irstöðuatvinnuvegimir og fólkið sem við þá vinnur búi við eðlileg rekstrarskilyrði og afkomu. 6. Snjómðningsreglum verði breytt þannig að sömu reglur gildi um snjómðning á öllum Norðfíarð- arvegi (þ.e. frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar) og endurskoðaðar verði snjómðningsreglur varðandi aðra fíallvegi. Bjarnarfj örður: Skotmenn styggðu æðarvarp Laugarhóli, Bjamarfirði. Sóknarpresturinn, séra Baldur Rafn Sigurðsson, messaði hér á Laugarhóli sunnudaginn 6. mars, en þá var Æskulýðsdagur Þjóðkirkj- unnar. Það voru þó fleiri á ferli þennan dag því lögreglan var kölluð að Ásmundarnesi vegna skotglaðra manna sem voru þar á ferli og héldu meðal annars út í eyju þar sem Guðmundur Halldórsson bóndi og fyrrum skipstjóri hefur verið að koma til æðarv’arpi. Sunnudagurinn 6. mars var ósköp venjulegur sunnudagur hér í Bjamarfirði fram yfir hádegið og gott veður. Klukkan 14.00 var æskulýðsmessa í sal Klúkuskóla á Laugarhóli og messaði þar sóknar- presturinn, séra Baldur Rafn Sig- urðsson. Er líða tók á daginn urðu ein- hveijir varir við að vömbíl var ekið norður á Bala. Skömmu síðar fór sonur Guðmundar Halldórssonar, sem á jörðina Ásmundames og hef- ir haft þar laxeldi, norður á Bala og sá þá að vömbíllinn var hjá Asmundamesi, en menn í bát úti í eyju þar rétt fyrir utan. Þama er aeðarvarp og em kollumar að byija að koma. Hófst svo þama skothríð og þá var ekki eftir neinu að bíða. Náð var sambandi við fólk og boð- um komið til lögreglunnar á Hólmavík, sem fór á staðinn og gerði ráðstafanir gagnvart skot- mönnunum, sem vom tveir þama. Annar þeirra var íbúi í sýslunni en hinn aðkominn. Höfðu skotmennimir farið með bát á vömbíl þama norður á Bal- ana, sem liggja norðan Bjamar- fjarðarins, á leiðinni norður í Kald- baksvík, sett hann síðan á flot og farið út í eyju og þar hófst svo skothríðin. Styggði þetta bæði æður og sel þama um slóðir. Lögreglan á Hólmavík kom svo á staðinn og sá til að allt færi á braut, bíll, bátur, menn og vopn. Stórstreymt var er mennimir komu og brýndu bát sínum í eyjunni, en þar er mjög gmnnt. Er þeir svo urðu að halda í land var mikið fall- ið að, svo að þeir urðu að bera bátinn nokkuð langa leið í fíöm- gijótinu. SHÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.