Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Skynsamlegt að stöðva gámaútflutninginn - segir Ludwig Janssen, umboðs- og ræðismaður 1 Bremerhaven „ÞAÐ er skynsamleg ákvörðun af hálfu íslenzkra stjórnvalda að stöðva útflutning á ferskum fiski í gámum til Þýzkalands í kringum páskana. Sú ákvörðun þjónar hagsmunum seljenda og verndar togar- ana, sem hafa bókað sölu með fimm vikna fyrirvara, fyrir verðfalli. í fyrra kom of mikið út á þessum tíma verðið féll,“ sagði Ludwig Janssen, ræðis- og umboðsmaður í Bremerhaven, í samtali við Morg- unblaðið. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að gefa ekki út leyfi fyrir útflutningi á ferskum fiski í gámum til Þýzkalands frá og með deginum í dag til 11. aprfl. Það þýðir að fisk- ur úr gámum héðan verður á þýzku mörkuðunum í næstu viku, síðasta sendingin fór utan í gær. 11. apríl er mánudagur og það þýðir að þó leyfísveitingar verði að nýju hafnar eftir þann dag, nær gámafiskurinn ekki á markað fyrr en í vikunni á eftir. íslenzkur gámafískur verður því ekki á þessum mörkuðum í þijár vikur. Ludwig Janssen sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið, að í vikunni eftir páska væri von á tveimur íslenzkum togurum og það væri alveg nóg, en eftir þá viku ætti að vera komið rúm fyrir gám- ana að nýju. Hins vegar hefði kannski ekki verið nauðsynlegt að setja algjört bann, betra hefði verið að takmarka-útflutninginn í nánara samræmi við markaðinn, en líklega hefði það ekki verið hægt. „Þeir vita hvað þeir eru að gera og það kemur öllum til góða,“ sagði Lud- wig Janssen. Wolf R. Dick, ræðismaður ís- lands í Cuxhaven og umboðsmaður íslenzkra flskseljenda, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að stöðvun þessa útflutnings væri skynsamleg. Kæmu öll skipin, sem skráð væru til löndunar á þessum tíma, inn með fullfermi, gæti það líka verið of mikið. Verð væri nokkuð gott nú, en verð um páskana réðist fyrst og fremst af endanlegu framboði og því ómögulegt að spá nokkru þar um. Jón Ásbjömsson er einn útflytj- enda á gámafíski. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að miðað við stöðuna hér heima, væri rétt að stöðva útflutninginn þennan tíma. Undanfarin ár hefði verð fall- ið eftir páskana, þegar flskneyzla hefði minnkað en framboð verið mikið áfram. Vegna kjaradeilna væri þrýstingur á útflutninginn verulegur og án stöðvunar hefði verið mikil hætta á verðfalli. Hins vegar þyrfti ekki að stöðva þennan útflutning til Bretlands. Þó verð þar lækkaði, hefði það ekki fallið eins og í Þýzkalandi. Vegna ýmissa að- stæðna væri aprílmánuður einnig hagstæður til útflutnings á Bret- land. „Þetta dugir vonandi til að halda markaðsverðinu uppi, en það er þó ekki víst,“ sagði Jón'. VEÐURHORFUR í DAG, 18.3. 88 YFIRLIT í gœr: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1020 mb hæð, en 993 mb lægð skammt norður af landinu þokast austnorðaustur. Fyrir Suðausturlandi er hæðarhryggur á leið austur. Hægfara 965 mb lægð er austur af Nýfundnalandi. Veður fer heldur kólnandi í bili um vestanvert landið en í nótt mun smám saman hlýna á ný. SPÁ: Austlæg átt á landinu, víðast stinningskaldi. Rigning um sunn- anvert landið en él á annesjum norðanlands. Hiti 0—5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG : Austan og norðaustan átt með slyddu- éljum á annesjum norðanlands en skúrum í öðrum landshlutum. Hiti um oa yfir frostmarki. HORFUR A SUNNUDAG : Austan- og suðaustanátt og suld eða rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið í öðrum landshlut- um. Hiti 0—5 stig. TAKN: ■Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / *. / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V' Skúrir * V E' EEi Þoka =: Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur i- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrí Reykjavík httl 1 4 veAur skafrenningur rlgning Bergen +1 skýjað Helsínki +3 skýjað Jan Mayen +11 skafrenningur Kaupmannah. snjókoma Narssarssuaq 1 skýjað Nuuk +2 snjókoma Osló +1 skýjað Stokkhólmur +2 snjókoma Þórshöfn 0 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Aþena vantar Barcelona 21 skýjað Berlín 5 snjóél Chicago 1 alskýjað Feneyjar 15 léttskýjað Frankfurt 5 haglél Glasgow 7 skýjað Hamborg 3 snjóél Las Palmas 20 skýjað London 9 skýjað Los Angeles 10 heiðskírt Lúxemborg 4 skýjað Madríd 16 hálfskýjað Malaga 24 léttskýjað Mallorca 21 skýjað Montreal +5 helðskírt New York 1 heiðskfrt Parfs 8 rigning Róm 16 skýjað Vín 8 skýjað Washington 1 léttskýjað Winnlpeg +5 þoka Valencla 24 skýjað táorgunblaðið/Albert Kemp Slökkviliðið við störf. fbúi hússins komst út um glugga þann sem reykinn leggur út um á efri hæð hússins. Fáskrúðsfj örður: Timburhús talið ónýtt eftir eld Fáskrúðsfirði. ELDUR varð laus í íbúðarhúsi ur með sjúkrabifreið til Egilsstaða á Fáskrúðsfirði um kl. 1.20 í og þaðan til Reykjavíkur með fyrrinótt. Húsið, svonefnt Mið- flugvél. Maðurinn er nú á bata- hús, er tvílyft timburhús með vegi. Húsið, sem er bárujárnsk- steyptum kjallara og stendur lætt timburhús, er talið ónýtt eft- við Búðaveg 2a. Það er eitt af ir eldmn og allt sem í því var, en elstu húsum staðarins. innbúið var óvátryggt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá Menn, sem voru við vinnu á rafmagnstöflu, því eldurinn var bryggjunni, urðu varir við eldinn sýnu mestur í gangi, þar sem ta- og gerðu slökkviliðinu viðvart. flan var. Einn íbúi, ungur maður, var í Slökkviliði Fáskrúðsfjarðar húsinu þegar eldurinn kom upp. tókst að ráða niðurlögum eldsins Hann vaknaði og braust út um og var því starfí lokið um klukkan glugga á efri hæð hússins. Hann hálf sex í gærmorgun. varð fyrir reykeitrun og var flutt- — Albert Kf, Þór Hellu: 10% samdráttur að undanf örnu STAÐA kaupfelagsins Þórs á Hellu er svipuð stöðu annarra kaupfélaga á Suðurlandi. Endur- skipulagning í rekstri félagsins fyrir tveimur árum, í kjölfar þess að félaginu var breytt í hlutafélag, hefur ekki megnað að skjóta traustum fótum undir afkomu kaupfélagsins að sögn Emils Gíslasonar kaupfélags- stjóra. „Hjá okkur hefur orðið 10% sam- dráttur að undanfömu bæði vegna þess að verslun virðist vera að flytj- ast í auknum mæli til höfuðborgar- svæðisins og þó einkum vegna þess að nánast allar framkvæmdir hjá bændum hafa stöðvast vegna mik- ils samdráttar í landbúnaði. Það er ljóst að það þarf eitthvað að gera til að koma þessu á lappirnar,“ sagði Emil. Kaupfélagið Þór hefur, sem kunnugt er, staðið utan Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og var félaginu breytt í hlutafélag árið 1986. Hluthafar eru alls um það bil 300; bændur í héraðinu og ýmis heildsölufyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu. Félagið rekur verslun, pakkhús- deild, sláturhús og kjötvinnslu, auk verslunarútibús undir Eyjafjöllum. Kf. Þór hefur á nýliðnum misserum hætt starfsrækslu jámsmiðju og bílaverkstæðis á Hellu og verslunar- útibúinu við Landvegamót hefur verið lokað. Að sögn Emils hefur ekki verið rætt um frekari niður- skurð á starfsemi félagsins. Velta félagsins var um 340 milljónir króna á síðasta ári. Nú er unnið að vinna að gerð ársreikninga og sagði Emil að þótt svo einstakar deildir skili hagnaði stefni í tals- verðan rekstrarhalla vegna gífur- legs flármagnskostnaðar. Norðurlands vegur í Víðidal: Höfðaverk með lægsta tilboðið HÖFÐAVERK hf. á Hvamms- tanga átti lægsta tilboð 1 Norð- urlandsveg í Vfðidal sem Vega- gerðin bauð nýlega út. Tilboð Höfðaverks var tæpar 13 miRj- ónir kr., sem er 63,6% af kostn- aðaráætlun sem var 20,4 millj- ónir kr. Umræddur vegarkafli er 6,5 km að lengd, og liggur frá vest- £iri Víðidalsafleggjaranum að þeim eystri. Verkinu á að ljúka fyrir 15. október í haust. Alls buðu níu verktakar í þetta verk og voru tilboð allra undir kostnað- aráætlun. Einnig hafa verið opnuð tilboð í 4. áfanga Vesturlandsvegar í Hvalfirði. Fossverk sf. átti lægsta tilboðið, rúmlega 9,6 milljónir kr. Er það 83,9% af kostnaðaráætlun sem var 11,5 milljónir. Þijú önn- ur fyrirtæki buðu í verkið. Ætlun- in er að ljúka því fyrir 10. júlí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.