Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 15 þessi tilþrif ríkisstjórnarinnar og Alþingis hefur margt verið sagt og skrifað en eftir stendur að sveitarfé- lögin skuli vera svo máttlaus og þeirra samtök að ríkið skuli leyfa sér slíkan yfirgang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sveitarfélögin eru yfírkeyrð á þennan hátt. Skerðing á jöfnunarsjóði, félagsheimilasjóði og fleiru hefur verið árviss án veru- legra aðgerða af hálfu sveitarfélag- anna aðrar en máttlaus mótmæli, sem blásið er á í dag, nú virðist ekkert gilda annað en kröfugöngur eða að fylla þingpallana af mótmæl- endum. Til að sýna í tölum hvað síðustu aðgerðir höfðu á sveitarfélag eins og Ólafsvík, þá rýma útsvarstekj- urnar um kr. 4,5 millj. í ár við stað- greiðsluna og tekjur af jöfnunar- sjóði um 1,2 millj. króna. Síðan er í algjörri óvissu endurgreiðsla ríkis- ins á kr. 19,0 millj. vegna sameigin- legra verkefna Ólafsvíkurkaupstað- ar og ríkisins. Hér er samtals um fjármuni að ræða sem eru 24,7 millj. kr., eða sem nemur um 28% af hreinum tekjum bæjarsjóðs í ár. Til samanburðar þá þýddi þetta fyrir Reykjavíkurborg um 2 millj- arða króna og geta allir gert sér í hugarlund þvílíkt ramakvein heyrð- ust þaðan ef slíkir íjármunir væm í veði og skyldi svo sem engan undra. Reykajvíkurborg gæti eflaust þolað slíka skerðingu og óvissu, enda eru þeirra tekjur á þessu ári og næsta tryggðar, ríkis- stjórnin og Alþingi hafa samþykkt 10 milljarða króna viðskiptahalla á þessu ári, sem þýðir 10 milljarða króna aukna veltu á innflutnings- verslun Reykvíkinga umfram þær gjaldeyristekjur sem þjóðin aflar sér á árinu. Niðurlag I þessari grein hef ég reynt að Verkfræðingafélag íslands og Verkefnisstjórn Norræna tækni- ársins boða til ráðstefnu um sjálfvirkni í fyrirtækjum föstu- daginn 18 mars nk. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleið- um. Ráðstefnan er ætluð þeim, sem hafa með að gera sjálfvirknivæð- ingu og hagræðingu í framleiðslu- fyrirtækjum og fískvinnsluhúsum. Guðrún Zoéga verkfræðingur, að- draga fram þær alvarlegu breyting- ar sem eru að verða í málefnum landsbyggðarinnar til hins verra að mínu mati og þá af völdum löggjaf- ans. Það sem þegar hefur verið talið upp er ærið og afleiðingarnar fyrirsjáanleg fólksfækkun og þrengingar hjá landsbyggðarfólki og þeirra fyrirtækjum. Það hlýtur að vera krafa frá öllum landsmönn- um að alþingismenn íslendinga og ráðherrar sjái til þess, að þegnunum sé ekki mismunað. Það hlýtur að vera krafa landsmanna að orð þing- manna séu einhvers virði. Við hljót- um að gera kröfu til þess, að eftir- farandi leiðréttingar verði gerðar: — að eignaupptöku á landsbyggð- innni linni, — að húshitunarkostnaður og orkuverð úr auðlindum landsins verði það sama hvar sem er á landinu, — að Alþingi og ríkisstjórn skili sveitarfélögunum aftur því fé, sem löggjafínn hefur tekið sér með ólögum og endurgreiðslan verði innt af hendi þegar á þessu ári. Ef stefnumörkunin verður óbreytt af hálfu Alþingis gagnvart landsbyggðinni hljóta menn að álykta sem svo, að núverandi flokkakerfí, sem öllu er stjórnað úr Reykjavík og nágrenni sé okkur beinlínis andsnúið. Við verðum jafnvel að hugsa eins og kvennalistakonur um okkar sér- mál og láta annað lönd og leið, þá verður hið pólitíska litróf framtíðar- innar jafnvel þannig, að fyrir Reykjavík og nágrenni verði ein- ungis kvenna- og karlalisti, en fyrir landsbyggðina einn landsbyggða- flokkur, hver veit. Höfundur er bæjarstjóri í Ól- afsvík. stoðarmaður iðnaðarráðherra ávarpar ráðstefnugesti. Meðal fyrir- lesara verða Anders Holm frá Nob- el Chemical í Svíþjóð, Göran Ridd- erström frá MHU Robotics í Svíþjóð, Einar Jóhannesson verk- fræðingur hjá IBM og Davíð Sche- ving Thorsteinsson forstjóri hjá Sól hf. Ráðstefnan fer fram á ensku og íslensku og hefst kl. 8.30 á föstu- dagsmorgun. Ráðstefnustjóri er Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL hf. Hestamanna- félagið Fákur; Heimild veitt til sölu á hest- húsum við Bústaðaveg FÉLAGSFUNDUR í Hestamanna- félaginu Fáki i Reykjavík, sem haldinn var síðastliðinn mánudag, veitti stjórn félagsins heimild til að selja tvö til fjögur hesthús, sem staðsett eru við Elliðaár neðan við Bústaðaveg. Þar eru nú átta hest- hús í eigu félagsins, sem taka 28 hross hvert. Að sögn Þorgeirs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Fáks, er sala hús- anna liður í átaki til að rétta við fjár- hag félagsins. Hann sagði ennfremur að gert væri ráð fyrir að húsin þjón- uðu áfram hlutverki sínu sem hesthús og því leitast við að leita tilboða meðal hestamanna. Óskar Theódórsson Hafnargallerí: Sýning á verkum Óskars Theó- dórssonar í HAFNARGALLERÍI stendur yfir sýning á 44 pastelmyndum og tússteikningum Oskars Theódórssonar. Verkin eru unnin á sl. ári. Sýningin, sem var opnuð sl. mánudag, stendur til 30. mars nk. og er opin frá klukkan 9 til 18 virka daga og 9 til 12 laugar- daga. Hafnargallerí er fyrir ofan Bókaverslun Snæbjarnar, Hafn- arstræti 4 í Reykjavík. Norrænt tækniár: Ráðstefna um sjálfvirkni fyrir framleiðslufyrirtæki * don cano® UTSALA 40-50% afsláttur Skíðagallar — kuldaúlpur jogginggallar — regngallar vindgallar — krumpugallar barnaúlpur — o.fl. VERSLUNIN California, Laugavegi 97, sími 621655. Svört og galviniseruð Stærðir: 3/8 - 2” HAGSTÆTT VERÐ fc)4 VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER V VATNSVIRKINN/ f Ármúli 21 - Sími 685966 Lyngháisi 3 - Sími 673415 SÆNGUR OGKODDAR í miklu úrvali e. Opið laugardag 10-16 við Eiöistorg Sími 611811. Vörumarkaðurinn Kringlan 8-12, s: 685440 - 685459 &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.