Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 59 KNATTSPYRNA Júrí Sedov fagnar hér sigri Víkings f 2. deild tslandsmótsins f fyrra. Hann tekur nú við þjálfun U-21 árs landstiðsins ásamt því að þjálfa Víking í 1. deild. Júrí Sedov þjáHar U-21 árs landsliðið - var ráðinn til tveggja ára og mun stjórna liðinu í Evrópukeppninni JÚRÍ Sedov, þjálfari Víkings, var í gœr ráðinn landsliðs- þjálfari U-21 ársliðsinsí knattspyrnu. Hann mun sjá um liðið nœstu tvö árin. Júrí Sedov tekur við 21 árs lið- inu af Guðna Kjartanssyni, sem hafði tilkynnt stjórn KSÍ að hann yrði ekki áfram með liðið. Fyrsta verkefni Sedovs með landsliðið verður þátttaka þess í Evrópukeppninni. Fyrsti leikurinn verður gegn Hollendingum hér heima 13. september f haust. Síðan verður farið til Finnlands og leikið 28. september. Fjórir leikir verða svo á næsta ári. 30. maí verður leikið gegn Vestur- Þjóðverjum hér heima og við Finna 5. september. Siðustu leik- imir verða við Hollendinga 10. október og 24. eða 25. september við Vestur-þjóðveija ytra. Júrí Sedov er annar sovéski þjálf- arinn sem kemur til starfa hjá KSÍ. Nafni hans, Júrí Ilitchev, tók við af Tony Knapp og þjálfaði A-landsliðið 1978 og 1979. En hann þjálfaði einnig Val og síðan Víking á jæim tíma. Sedov er íslendingum að góðu kunnur og hefur náði mjög góðum árangri með Víking og gerði liðið að íslandsmeisurum tvö ár í röð, 1982 og 1983. Hann tók sfðan aftur við Víkingsliðinu á síðasta keppnistímabili og undir hans stjóm fór það upp í 1. deild eftir tveggja ára veru í 2. deild. Hann er vel menntaður á sínu sviði og án efa einn af fróðari þjálfurum sem þjálfað hafa hér á landi. Hann hefur einnig unnið mikilvæg störf á sviði knattspym- ^ unnar í heimalandi sínu og var meðal annars aðstoðar landsliðs- þjálfari Sovétríkjanna 1976. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KARLA „Bætir upp lélegan vetur“ - sagði Atli Hilmarsson sem skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir og tryggði Fram þar með sæti í undanúrslitum ásamt UBK, Val og KR „AÐ SLÁ Víkinga út úr bikar- keppninni bætir upp allan þennan lélega vetur hjá okkur. Það er sérstök tilfinning að vinna íslandsmeistarana," sagði Atli Hilmarsson sem var hetja Framara í gær og skoraði 11 mörk. „Ég fann mig mjög vel í leiknum. Fyrir leikinn skoðaði ég sterkustu hliðar Kristjáns í markinu og reyndi að skjóta á markið þar sem ég var ekki vanur að skjóta áður.“ Framarar byijuðu af miklum krafti og komust í 4:1 og síðan 7:4. Víkingum tókst að jafna, 7:7 og um miðjan fyrri hálfleik var stað- mpHHH an 9:8 fyrir Fram. Valur Þá kom besti kafli Jónatansson Víkings í leiknum. skrifar j,er gerðu næstu sex mörk og breyttu stöðunni í 9:14. Fram náði að minnka muninn í tvö mörk fyrir leikhlé, 13:15. Fram náði að jafna 15:15 í upphafi síðari hálfleiks og síðan var nokkuð jafhræði á með liðunum. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 24:24. Atli skoraði 25. markið og Árni Friðleifsson jafnaði þegar hálf mínúta var til leiksloka. Atli skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir þegar fimm sekúndur voru eftir. Annað sinn í jafnmörgum leikjum sem hann tryggir Fram sig- ur á síðustu sekúndunum. „Það var ekkert annað að gera en skjóta félg- ar mínir biðu eftir því,“ sagði Atli. Þetta var kærkominn sigur fyrir Framara sem ekki hefur átt sjö dagana sæla í deildarkeppninni í vetur. Þeir urðu fyrir miklu áfalli í upphafi íslandsmótsins er lykil- menn þeirra meiddust hver á fætur öðrum. Þeir fengu því uppreisn æru í gærkvöldi. Þeir léku lengst af mjög agað og voru ákveðnir í að gefa allt í leikinn. Það var að sama skapi sárt fyrir Víkinga að taða. Þar með varð draumur þeirra um titil á þessu keppnistímabili úr sögunni, en þeir hafa unnið annað hvort bikarinn eða íslandsmótið síðustu tíu árin. Morgunblaðið/Þorkell Atll Hllmarsson var óstöðvandi gegn Víkingum í gærkvöldi og skoraði 11 mörk. Hann skoraði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. íslandsmeistarar Víkings eru úr leik í bikarkeppninni. Víkingar náðu aðeins að sýna sitt rétta andlit undir lok fyrri hálf- leiks. Það var eins og alla einbeit- ingu vantaði í liðið. Leikmenn voru kærulausir og biðu eftir að sigurinn kæmi af sjálfum sér. „Ég á varla til orð. Við hreinlega hættum í síðari hluta seinni hálfleiks. Þetta er sorglegt en vonandi tekst okkur að halda 3. sætinu í deildinni," sagði Bjarki Sigurðsson einn besti maður Víkigns í gær. Atli var besti leikmaður vallarins og átti sinn besta leik með Fram í vetur. Annars var liðsheildin góð. Júlíus Gunnarsson lék vel í síðari hálfleik og skoraði mikilvæg mörk er Víkingar reyndu að taka Atla úr umferð. Bjarki var besti leikmaður Víkings. Sigurður Gunnarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en slapp nokkr- um sinnum úr gæslunni og þá var ekki að sökum að spyija. Árni Frið- leifsson stóð einnig fyrir sínu. Karl Þráinsson klúðraði tvívegis knettin- um í sókninni á síðustu mínútunum og var það dýrkeypt. M#rk Fram: Atli Hilmarsson 11, Júlíus Gunnarsson 4/1, Ragnar Hilmarsson 3, Birgir Sigurðsson 8, Hermann Bjömsson 2, Egill Jóhannesson 2 og Hannes Leifsson 1. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 7, Ámi Friðleifsson 6, Sigurður Gunnarsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 2, Karl Þráins- son 2, Hilmar Sigurgíslason 1 og Sigurður Ragnarsson 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson og dœmdu erfiðan leik þokka- lega. oiyui yunyu Víkingslokið Það má segja að tíma- mót hafi orðið hjá Víkingum í gær. Þeir hafa náð frábærum ár- angri á síðustu 10 árum og unnið þá annað hvort íslandsmeistaratitil eða orðið bikarmeistarar. Nú er þeirri sigurgöngu lokið. Þeir eiga ekki möguleika á Islands- meistaratitlinum og í gær féllu þeir út i bikar- keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.