Morgunblaðið - 18.03.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 18.03.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 59 KNATTSPYRNA Júrí Sedov fagnar hér sigri Víkings f 2. deild tslandsmótsins f fyrra. Hann tekur nú við þjálfun U-21 árs landstiðsins ásamt því að þjálfa Víking í 1. deild. Júrí Sedov þjáHar U-21 árs landsliðið - var ráðinn til tveggja ára og mun stjórna liðinu í Evrópukeppninni JÚRÍ Sedov, þjálfari Víkings, var í gœr ráðinn landsliðs- þjálfari U-21 ársliðsinsí knattspyrnu. Hann mun sjá um liðið nœstu tvö árin. Júrí Sedov tekur við 21 árs lið- inu af Guðna Kjartanssyni, sem hafði tilkynnt stjórn KSÍ að hann yrði ekki áfram með liðið. Fyrsta verkefni Sedovs með landsliðið verður þátttaka þess í Evrópukeppninni. Fyrsti leikurinn verður gegn Hollendingum hér heima 13. september f haust. Síðan verður farið til Finnlands og leikið 28. september. Fjórir leikir verða svo á næsta ári. 30. maí verður leikið gegn Vestur- Þjóðverjum hér heima og við Finna 5. september. Siðustu leik- imir verða við Hollendinga 10. október og 24. eða 25. september við Vestur-þjóðveija ytra. Júrí Sedov er annar sovéski þjálf- arinn sem kemur til starfa hjá KSÍ. Nafni hans, Júrí Ilitchev, tók við af Tony Knapp og þjálfaði A-landsliðið 1978 og 1979. En hann þjálfaði einnig Val og síðan Víking á jæim tíma. Sedov er íslendingum að góðu kunnur og hefur náði mjög góðum árangri með Víking og gerði liðið að íslandsmeisurum tvö ár í röð, 1982 og 1983. Hann tók sfðan aftur við Víkingsliðinu á síðasta keppnistímabili og undir hans stjóm fór það upp í 1. deild eftir tveggja ára veru í 2. deild. Hann er vel menntaður á sínu sviði og án efa einn af fróðari þjálfurum sem þjálfað hafa hér á landi. Hann hefur einnig unnið mikilvæg störf á sviði knattspym- ^ unnar í heimalandi sínu og var meðal annars aðstoðar landsliðs- þjálfari Sovétríkjanna 1976. HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KARLA „Bætir upp lélegan vetur“ - sagði Atli Hilmarsson sem skoraði sigurmark Fram þegar 5 sekúndur voru eftir og tryggði Fram þar með sæti í undanúrslitum ásamt UBK, Val og KR „AÐ SLÁ Víkinga út úr bikar- keppninni bætir upp allan þennan lélega vetur hjá okkur. Það er sérstök tilfinning að vinna íslandsmeistarana," sagði Atli Hilmarsson sem var hetja Framara í gær og skoraði 11 mörk. „Ég fann mig mjög vel í leiknum. Fyrir leikinn skoðaði ég sterkustu hliðar Kristjáns í markinu og reyndi að skjóta á markið þar sem ég var ekki vanur að skjóta áður.“ Framarar byijuðu af miklum krafti og komust í 4:1 og síðan 7:4. Víkingum tókst að jafna, 7:7 og um miðjan fyrri hálfleik var stað- mpHHH an 9:8 fyrir Fram. Valur Þá kom besti kafli Jónatansson Víkings í leiknum. skrifar j,er gerðu næstu sex mörk og breyttu stöðunni í 9:14. Fram náði að minnka muninn í tvö mörk fyrir leikhlé, 13:15. Fram náði að jafna 15:15 í upphafi síðari hálfleiks og síðan var nokkuð jafhræði á með liðunum. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 24:24. Atli skoraði 25. markið og Árni Friðleifsson jafnaði þegar hálf mínúta var til leiksloka. Atli skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir þegar fimm sekúndur voru eftir. Annað sinn í jafnmörgum leikjum sem hann tryggir Fram sig- ur á síðustu sekúndunum. „Það var ekkert annað að gera en skjóta félg- ar mínir biðu eftir því,“ sagði Atli. Þetta var kærkominn sigur fyrir Framara sem ekki hefur átt sjö dagana sæla í deildarkeppninni í vetur. Þeir urðu fyrir miklu áfalli í upphafi íslandsmótsins er lykil- menn þeirra meiddust hver á fætur öðrum. Þeir fengu því uppreisn æru í gærkvöldi. Þeir léku lengst af mjög agað og voru ákveðnir í að gefa allt í leikinn. Það var að sama skapi sárt fyrir Víkinga að taða. Þar með varð draumur þeirra um titil á þessu keppnistímabili úr sögunni, en þeir hafa unnið annað hvort bikarinn eða íslandsmótið síðustu tíu árin. Morgunblaðið/Þorkell Atll Hllmarsson var óstöðvandi gegn Víkingum í gærkvöldi og skoraði 11 mörk. Hann skoraði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. íslandsmeistarar Víkings eru úr leik í bikarkeppninni. Víkingar náðu aðeins að sýna sitt rétta andlit undir lok fyrri hálf- leiks. Það var eins og alla einbeit- ingu vantaði í liðið. Leikmenn voru kærulausir og biðu eftir að sigurinn kæmi af sjálfum sér. „Ég á varla til orð. Við hreinlega hættum í síðari hluta seinni hálfleiks. Þetta er sorglegt en vonandi tekst okkur að halda 3. sætinu í deildinni," sagði Bjarki Sigurðsson einn besti maður Víkigns í gær. Atli var besti leikmaður vallarins og átti sinn besta leik með Fram í vetur. Annars var liðsheildin góð. Júlíus Gunnarsson lék vel í síðari hálfleik og skoraði mikilvæg mörk er Víkingar reyndu að taka Atla úr umferð. Bjarki var besti leikmaður Víkings. Sigurður Gunnarsson var tekinn úr umferð allan leikinn en slapp nokkr- um sinnum úr gæslunni og þá var ekki að sökum að spyija. Árni Frið- leifsson stóð einnig fyrir sínu. Karl Þráinsson klúðraði tvívegis knettin- um í sókninni á síðustu mínútunum og var það dýrkeypt. M#rk Fram: Atli Hilmarsson 11, Júlíus Gunnarsson 4/1, Ragnar Hilmarsson 3, Birgir Sigurðsson 8, Hermann Bjömsson 2, Egill Jóhannesson 2 og Hannes Leifsson 1. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 7, Ámi Friðleifsson 6, Sigurður Gunnarsson 6/2, Guðmundur Guðmundsson 2, Karl Þráins- son 2, Hilmar Sigurgíslason 1 og Sigurður Ragnarsson 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson og dœmdu erfiðan leik þokka- lega. oiyui yunyu Víkingslokið Það má segja að tíma- mót hafi orðið hjá Víkingum í gær. Þeir hafa náð frábærum ár- angri á síðustu 10 árum og unnið þá annað hvort íslandsmeistaratitil eða orðið bikarmeistarar. Nú er þeirri sigurgöngu lokið. Þeir eiga ekki möguleika á Islands- meistaratitlinum og í gær féllu þeir út i bikar- keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.