Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Atlaga Alþingis að landsbyggðimii eftir Krisiján Pálsson Inngangur Á undanfömum árum höfum við landsbyggðarmenn orðið að sjá á eftir mörgum góðum manninum á brott í öryggið að menn telja á stór- Reykjavíkursvæðinu. Ekki held ég að hægt sé að vefengja það, að Reykjavík og nágrenni hafí upp á margt að bjóða, sem við getum ekki boðið uppá eða okkur hefur ekki verið gefínn kostur á vegna fólksfæðar. Samfara rpikilli fólksfækkun undanfarinna ára hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn þess að halda jafnvægi í byggð landsins og gerðar viðamiklar úttektir af stjóm- völdum af ástandinu, haldnar ráð- stefnur um byggðamál, síðast á Selfossi í haust. Niðurstaðan hefur ávallt verið sú að jafnvægi í byggð landsins sé nauðsynlegt svo gæði lands og sjávar verði nýtt sem best og fjárfestingar í frumframleiðslu- greinunum, sem eru langmestar landsbyggðinni, nýttust. Rætt hefur verið um jarðgöng til að tengja byggðimar og að veita þyrfti sér- stöku fjármagni til jaðarbyggð- anna. Landsbyggðarmenn hafa að ég held ávallt trúað því, að einhver meining hafí verið á bakvið yfírlýs- ingar landsfeðranna um þessi mál. Að hugsað væri í alvöru um alla þegna landsins,_ sem þátttakendur í uppbyggingu íslands á jafnréttis- grundvelli og við landsbyggðar- menn ávallt verið stoltir af upp- gangi höfuðborgarinnar okkar. En er það svo, að við íslendingar séum saman að vinna þessu landi gagn? Ég er stórlega farinn að ef- ast um að þannig sé litið á málið á hinu háa Alþingi. Það er engu líkara en þankagangurinn þar nái yfírleitt ekki út fyrir stór- Reykjavíkursvæðið lengur þegar kemur að lagasetningu og ákvarð- anatöku. Ég tel að svik ríkisvaldsins við sveitarfélögin bendi í öllu falli ekki til þess, né húshitunarokrið eða þá viðskiptahallinn og fastgengisstefn- an. Fastgengisstef nan Ein alvarlegasta atlaga síðari ára á landsbyggðina er hin .illræmda fastgengisstefna, sem er engu betri en gengisfellingarfárið 1981—1983 þegar gengi Bandaríkjadollars féll um allt að 100% á einu ári. Nú er dæmið alveg öfugt, á meðan verð- hækkanir innanlands eru um 30% á einu ári lækkar USD um 20% gagnvart ísl. krónu. Eins og marg oft hefur komið fram í blöðum und- anfarið er fiskvinnslunni að blæða út vegna þessa, undirstöðu atvinnu- lífsins á landsbyggðinni og upp- sprettu gjaldeyrisöflunar þjóðarinn- ar. Stjómvöld gera nánast ekki neitt í málinu, gjaldeyrir þjóðarinn- ar er miskunnarlaust boðinn upp í Reykjavík, langt undir kostnaðar- verði til innflutningsaðilanna og milliliðanna, sem ætla að flytja inn fyrir 10 milljarða króna umfram þann gjaldeyri, sem aflað verður í ár. Það er landsbyggðin sem er að borga fjárfestingarfylliríið í Reykjavík, sem hann Jón Baldvin hefur orðað svo skemmtilega, en ekki öfugt, eins og mætti ætla mið- að við þær aðgerðir sem hann stend- ur fyrir þessa dagana. Húshitunarkostnaður Húshitunarkostnaður hefur ávallt verið mikið byggðamál og hafa stjómvöld beint sveitarfélög- um á ákveðnar brautir svo nýta mætti sem best innlenda orkugjafa og er það mjög eðlilegt ef jafn- vægis er gætt á milli byggðanna. Síðustu aðgerðir voru að fá þá sem ekki voru á hitaveitusvæðunum til að kynda með rafmagni í stað oli'u og var olíustyrkurinn tekinn af og lán veitt til þeirra sem vildu nota rafmagnið. Hvemig er svo sam- ræmið í upphitunarkostnaði heimil- Kristján Pálsson „Það hlýtur að vera krafa frá öllum lands- mönnum að alþingis- menn Islendinga og’ ráðherrar sjái til þess, að þegnunum sé ekki mismunað.“ anna í dag? Til að komast að því ætla ég að sýna 4 dæmi, þ.e. hita- veitu á landsbyggðinni, hitaveitu Reykjavíkur, rafhitun með túpu og olíu. Eins og sést á þessu þá er um hreina rányrkju að ræða af fólki sem kyndir með rafmagni. Á sama tíma og Landsvirkjun er að tilkynna gróða upp á hundruðir milljóna greiðir fólk með rafhitun kr. 76.800 hærri upphæð í kyndingu, en fólk í sambærilegu húsi í Reykjavík ger- ir. Þetta fólk þarf að vinna 53 dög- um lengur í dagvinnu, en félagar þeirra í Reykajvík til að geta haldið hita í húsinu sínu. Er þetta hægt? Hvers vegna er Landsvirkjun lát- in græða og hverjir hagnast á því? Verkaskipting og stað- greiðsla Síðasta beina atlagan að lands- byggðinni var ákvörðun ríkisvalds- ins á álagningarprósentu aítsvara, sem hefur rýrt útsvarstekjur sveit- arfélaganna um 8—10% á þessu ári. Það allra nýjasta eru svo svik ríkisins á skilum á inneign sveitar- félaganna í jöfnunarsjóði og svo skuld ríkisins við sveitarfélögin vegna sameiginlegra verkefna. Um Samanburðartafla á kyndingarkostnaði Hitakostn. ' pr. ár á 150fmhús Verð- munur í kr. pr. ár miðað Rvík Verð munurí % miðað við Rvk Vinnu- stundir ídagv. 180 kr. pr. klst. Hitav. Reykjavíkur 13.200 kr. 0 0 73 klst. 9 daga Hitav. landsbyggð 43.200 kr. 20.000 327% 240 klst. 30 daga Rafhitun m/túpu 90.000 kr. 76.800 682% 500 klst. 62 daga Hitun m/olíu 49.200 kr. 36.000 373% 270 klst. 34 daga SVIPMYNDIR ÚR BORGINIMI / Ólafur Ormsson Viltu að ég skrái þig í viðtal? Lægðirnar hafa beðið Hér við landið í röðum síðustu vikumar og ekki þarf að kvarta yfír til- breytingarlausu veðurfari, ýmist eins og hellt sé úr fötu, rigning og aftur rigning eða ijómalogn, stilla og frostið tvö til átta stig, síðan kyngir niður snjó, skafrenn- ingur og skaflar á gangstéttum. Ég skoðaði Listasafn íslands í nýjum húsakynnum við Fríkirkju- veg, í hádegi, miðvikudaginn 9. mars. Það voru snjóskaflar á gangstéttum við Skálholtsstíg og allt í kringum Fríkirkjuna, á þeim slóðum þar sem æska Reykjavíkur flölmennti forðum í Glaumbæ tij, að hlusta á tónlist Hljóma, Trú- brots, Náttúru, Ævintýris Dáta og Dúmbó og Steina eru nú glæsi- leg húsakynni Listasafns íslands. Útidyrahurðin er t.d. hreint lista- verk og innan dyra hefur ekkert verið til sparað til að gera bygg- inguna sem glæsilegasta. Á götu- hæð er upplýsingamiðstöð, fata- hengi, skrifstofuhúsnæði, snyrt- ing og í húsinu einjr fímm ef ekki sex sýningarsalir. í kjallara fyrir- lestrasalur og svo stór sýningar- salur þar sem eru myndir eldri meistara, Kjarvals, Ásgríms, Jóns Stefánssonar og fleirri af þeirri kynslóð og þar kann starfsfólk svo sannarlega að taka á móti gest- um. Alúð og kurteisi einkennir starfsfólkið enda er það líka stolt af húsinu og því sem það hefur innan sinna veggja og gerir sér far um að miðla fróðleik um ein- stök myndlistarverk til gesta. í hádeginu á miðvikudegi var nokk- uð af gestum, aðallega framhalds- skólanemum, líklega utan af landi, sem sýndu því sem þau sáu mikinn áhuga. Ég var svo heppinn að kona, starfsmaður hjá safninu, á miðjum aldri, ljósskolhærð tók að sér að leiðbeina mér um sali og fræða um einstök listaverk. Á annarri hæð, gegnt stiganum er salur þar sem eingöngu eru á veggjum myndlistarverk eftir málara sem hófu sinn feril um og eftir síðari heimsstyijöldina t.d. Karl Kvaran, Jóhannes Jóhannes- son, Hafstein Austmann, Sverri Haraldsson og konan svo fróð um allt sem varðar verkin að hún lauk upp fyrir mér nýrri veröld í mynd- listinni. Hún fylgdi mér yfír í sýn- ingarsal sem snýr út að tjörninni, þar sem áður voru vínbarir og bítlaböndin fóru á kostum. Þar skildi hún mig eftir hjá ungri stúlku um eða innan við tvítugt, dökkhærðri og myndarlegri og hún kunni skit á þeim verkum sem þar eru, vissi flest ef ekki allt um ungu málarana, Tuma, Georg Guðna, Magnús Kjartansson, Gunnar Örn sem er nú reyndar miðaldra og stundin í sal ungu myndlistamannana var ekki síður eftirminnileg. Tíminn leið og áður en ég vissi af hafði ég dvalið inn- an dyra í Listasafni Islands í tvo tíma í góðu yfírlæti. Svo er það hin hliðin á mann- legum samskiptum. Þar er um að ræða aðra stofnun og einnig á vegum ríkisins. Sú stofnun hefur starfað í áratugi, byijaði sinn fer- il um miðjan sjöunda áratuginn og hefur af sumum verið talin óskabam þjóðarinnar. Er í gömlu rótgrónu húsi við fjölfama götu í borginni. Þar eru margir yfír- menn, kannski of margir og kerf- ið stundum afar seinvirkt. Þar er meðal yfírmanna maður sem verð- ur fertugur í ár og hefur gegnt starfí yfírmanns í nokkur ár. Vægast sagt umdeildur. Ég hef nú í nokkrar vikur eða síðan um mánaðamótin janúar—febrúar gert árangurslitlar tilraunir til að ná sambandi við þennan yfirmann með að ég tel brýnt erindi. Þrisv- ar til fjórum sinnum í viku hef ég hringt í ríkisstofnunina og frá skiptiborði fengið beint samband við einkaritara yfírmannsins, konu sem ávallt er reiðubúin að leysa úr hveijum vanda. — Er hann við? — Nei, þvi miður Ólafur, hann er á fundi. — Veistu nokkuð hvenær þess- um fundi lýkur? — Nei, því miður. — Ég hef hringt hér af og til síðustu vikur og látið liggja skila- boð til mannsins að hringja í minn heimasíma. — Já, ég veit, en því miður hann er á fundi. Hefur hann aldr- ei hringt? — Nei, það held ég sé á hreinu. — Reyndu að hringja aftur á morgun t.d. fyrir hádegi, sagði einkaritarinn og ég féllst á þá uppástungu. Hringdi síðan daginn eftir. — Já, góðan daginn, Ólafur hér. Er hann við? Þú sagðir mér að hringja núna fyrir hádegi. — Já, komdu sæll, nei því mið- ur, hann var að fara á fund. — Veistu nokkuð hvað sá fund- ur stendur lengi? — Nei, það veit enginn, þetta er áríðandi fundur. Reyndu að hringja seinna í dag. Annars er hann með tíma á föstudögum fyr- ir hádegi. Viltu að ég skrái þig í viðtal? spurði einkaritarinn. — Ja, ég á nú svolítið erfitt með að mæta þá, vinn nefnilega á næturvöktum, kem ekki heim fyrr en undir morgun. Ég skal reyna að hringja aftur eftir há- degi. Síðan hringdi ég urn klukkan þijú. — Já, Ólafur hér aftur. Er hann við yfírmaður þinn? — Nei, veistu hann var að fara á fund og síðan fer hann út úr borginni. — Jæja. Er þetta ekki von- laust? Hvenær er maðurinn á skrifstofunni? — Hvenær? Ja, helst uppúr klukkan níu á morgnana. Reyndu að hringja í fyrramálið. — Já, ég reyni það. Síðan hringdi ég daginn eftir klukkan níu að morgni. — Já, góðan daginn, Ólafur hér. Er hann mættur yfírmaður þinn? — Hann er rétt ókominn. Viltu ekki bíða aðeins í símanum? — Jú, þakka þér fyrir. Síðan liðu um það bil tíu mínút- ur. Ég beið í símanum í von um að ná nú loksins í yfirmanninn í ríkisstofnuninni. — Ólafur. - Já, — Veistu? Hann þurfti nauð- synlega að fara beint á fund sem er ekki búinn fyrr en um hádegi. — Má ég þá hringja eftir há- degi? — Því miður, hann verður hér ekkert eftir hádegi. Það er áríð- andi verkefni sem hann þarf að sinna út í bæ. Hann er með við- talstíma á morgun fyrir hádegi, föstudag. Viltu að ég skrái þig í viðtal? — Já, gerðu það,'t.d. klukkan tuttugu mínútur fyrir tólf. — Já, það er í lagi, hann er ekki bókaður einmitt þá, sagði einkaritarinn og ég ákvað að mæta þrátt fyrir næturvakt þá um nóttina. Óð snjóskaflana, upp Mjölnisholtið, Brautarholtið og áleiðis að ríkisstofnuninni. Hitti Hermann Gunnarsson, sjónvarps- stjörnu í stigaganginum, klæddur eins og enskur lord, í dökkbláum ullarfrakka og með trefíl um háls- inn og við skiptumst á kveðjum og ámaðaróskum. Ég gekk upp á aðra hæð og inn að skrifstofu yfirmannsins. Þar var ekki einka- ritarinn í móttöku, allt autt og yfirgefið eins og skyndilega hefði orðið að yfirgefa skrifstofuna. Klukka á vegg tuttugu mínútur í tólf, fyrir hádegi. Eg settist í þægilegan sófa og beið þess að vera kallaður inn til yfirmannsins. Klukkan leið, orðin fímm mínútur í tólf og ekkert sást til yfirmanns- ins. Ut úr herbergi kom ung stúlka og heilsaði vingjamlega. - Sæll. — Já, sæl. — Heyrðu, hann er ekki við, yfírmaðurinn, það breyttust áætl- anir, hann varð að fara út í bæ. — Nú, og ég átti einmitt að hitta hann núna, á skráðan við- talstíma. — Já, því miður, hann er ekki við, hann er ekki í húsinu og ég hef ekki hugmynd um hvenær hann kemur aftur, það veit eng- inn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.