Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Aliiæmi og tóbak hættu- legnstu plágrir nútímans Landlæknir Bandaríkjanna segir frá voða og vörnum Eftir ívar Guðmundsson, fréttaritari Morjfublaðsins í Washington Reuter. Skömmu eftir að dr. Koop hélt blaðamannafund sinn hélt hann aust- ur um haf til Lundúna; þar sem hann sat alþjóðlega ráðstefnu um alnæmi. Ekki er hægt að segja að þar hafi verið kynnt nein gleðití- ðindi af baráttunni gegn sjúkdóminum. Landlæknir Bandaríkjanna, C. Everett Koop, er vígabarðalegur er hann stígur i stólinn til að þeyta herlúðra voða og varna gegn alnæmisýkinni og tóbaks- reykingum, sem hann segir að séu alvarlegustu plágurnar, sem að mannkyninu steðja í dag. Klæddur viðhafnarbúningi æðstu flotaforingja. Virðulegur með vel hirt vangaskegg. Frjáls- mannlegur í framkomu og mæli, vekur maðurinn strax forvitnis- lega samúð áheyrenda. Síðar gefst ræðumanni tækifæri til að skýra frá því, að það sé 200 ára gömul bandarísk hefð í embætti hans, að Iandlæknirinn sé ein- kennisbúinn.„En hann er aldrei vopnaður", bætir hann við bros- andi. Koop læknir er á stöðugum fyrir- lestraferðum, um þvert og endilangt landið, eða erlendis, allt frá pon- tunni í Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna, eða á alþjóðlegum lækna- þingum víða um veröld, þar sem hann hvetur til alþjóðasamvinnu til þess að vinna bug á alnæmi, ráð- leggur ráðstafanir gegn smitun sjúkdómsins, eða messar í kennslu- stofum framhaldsskólanna heima fyrir, þar sem hann telur mesta þörf og von um árangur meðal æskunnar í vömum gegn þessari nýju „svartadauðaplágu" heimsins: Alnæmi. Nýlega las Koop landlæknir yfir blaðamönnum hér í Washington og efnið var hið sama og fyrr: Sjúkdómur, sem ekki virðir landamæri Ég er nýkominn frá ráðstefnu í London," segir Dr. Koop, „sem haldin var á vegum Heilbrigðisstof- unar Sameinuðu þjóðanna og breska heilsumálaráðuneytisins. Þetta var sálfræðileg raun fyrir marga lækna, sem þarna voru. M.a. var rætt um ástandið í Mið-Afríkul- öndum, sem til þessa hafa átt í erfíðleikum, að birta upplýsingar um alnæmisástandið hjá sér af hræðslu við, að sagt yrði: ’Þetta er staðurinn þar sem sjúkdómurinn kom fyrst fram í dagsljósið.’ Það reyndist erfitt, að sannfæra þá um, að þeir eru félagar í al- þjóðasamvinnu og þar ásakar eng- inn annan. Það var og sýnt fram á, að það er betra, að allir vinni saman í þessu máli en að hver hokri í sínu homi. Annað mikilvægt atriði kom fram á þessum fundi,'en það var, að Kyrrahafsþjóðir, sem í sept- ember s.l. sögðu: ’Þetta er vestrænt vandamál, sem okkur kemur ekki við’ hafa nú gert sér ljóst, að þær geta ekki komist hjá því, frekar en aðrir, að sýkin berst til þeirra fyrr eða seinna," sagði landlæknir. Tóbakið mesta vandamálið „Tóbaksreykingar eru ennþá al- varlegasta heilsuvandamál almenn- ings í þessu landi“, segir læknirinn og kveður 360 þúsund manns deyja árlega sökum reykinga. En hér stendur þó von til bóta. Reykingar fara heldur minkandi. Unga fólkið er að hætta að byija á að reyking- um. Ég er vongóður um, að við gætum orðið tókbaksreyklaus þjóð um aldamótin næstu. Með þessu á ég við.að árið 2000 muni engum manni detta í hug, að reykja siga- rettur í viðurvist annara.án þess að hafa fengið leyfi viðstaddra til að reykja. „En hið sameiginlega okkar al- þjóðlega áhugamál nú,“ segir Dr. Koop, „er veraldarvandinn, alnæm- ið. Þessi sjúkdómur virðir enginn landamæri hvorki pólitísk né né landfræðileg. Þrátt fyrir þessa stað- reynd þekki ég til svæða þarsem menn segja: „Æ, hvað er að heyra! Þetta er þeirra vandamál, en ekki okkar“. Því miður verður þess ekki langt að bíða, að engin verður óhultur fyrir plágunni, hvar sem er í heimin- um' Ottast mannfall meðal þróunarþjóðanna Blaðakona frá Vestur Þýsklandi ávarpar Dr. Koop og segir: „Eg get ekki gert að því, að það hefir hvarflað að mér, að þessar miklu drepsóttir, sem ganga yfir heiminn við og við séu aðferð náttu- runnar til að stemma stigu við of- fjölgun mannkynsins, sem horfir til stórvandræða t.d. í Kína. “ Dr. Koop svarar: „Ég á nú bágt með að trúa því, að nokkur maður, sem fjallar um heilbrigðismál gæti látið sér detta slíkt í hug. Það væri andstætt öllu mannlegu velsæmi. En þetta hefír verið sagt um hung- ursneyð, flóð,. jarðskjálfta og mannskaðaveður. Ég held, að það sé að búast við meiri gáfum af veir- unni en hún á til. Hitt er mér ljóst, að Alnæmið á eftir að leggja mikinn flölda bama að velli og ungt og efnilegt fólk, víða um heim, sem þróunarþjóðimar síst mega missa. Ég óttast þetta, vegna þess, að Alnæmið leggst þyngst á ungt fólk í Afríku, þá verði mikið afhroð vegna veikinnar meðal þróunnar- þjóðanna. Verði ekki unnt, að stemma stigu við plágunni fyrir aldamótin er voðinn vís. — En gley- mið ekki hinu, að jafnvel þó hægt væri að stöðva alnæmið í dag með einhveiju kraftaverki, þá væri ekki hægt að komast hjá áframhaldandi veikindum sökum þess hve með- göngutími veirunnar er langur. Al- næmi er ólæknandi. Þegar veiran er einu sinni komin í blóðið höfum við enga leið, enn sem komið er og kanske aldrei, að lækna alnæmi. Þegar menn sýkjast af kynsjúk- dómi, t.d. lekanda , þá er sjúklingn- um gefið fúkalyf, sem læknar sjúkl- inginn af sóttinni. Sýkin er farin og kemur ekki aftur nema, að um nýtt smit sé að ræða. Eina leiðin til að forðast veiruna Breskur blaðamaður spyr: Hvort er betra til að forðast út- breiðslu Alnæmis; aðhvetja til notk- unar smokka, cða ráðleggja skírlífí? Dr. Koop: „Ég held, að það sé ekki hægt, að svara þessari spurn- ingu með einu algildu svari. í hvert skipti, sem ég er spurður þessarar spumingar, hvort sem það er á . læknaþingi, fundi eins og þessum, af nemendum eða ungu verkafólki, kemst ég að lokum að sama svar- inu . . . — Ég byija á því að benda á,“ segir Dr. Koop, „að til þess, að vera algjörlega hárviss um að forð- ast alnæmissmit, þarf fólk að forð- ast að nota sprautunálar, sem ann- ar hefur áður notað til að sprauta í sig fíkniefni.í öðru lagi forðist kynmök. Þetta eru góð ráð fyrir nemendur í gagnfræðaskóla, en það er ekki eins auðvelt mál fyrir fullorðið fólk, að fylgja slíkum ráðleggingum út í ystu æsar — a.m.k þeim síðari. Þess vegna ráðlegg ég fullorðn- um, að halda sér við einn kynferðis- maka af trúmennsku. Þar næst ræð ég fólki, sem ekki hefír fundið sér maka, að vanda valið, velja per- sónu, sem er verðug, eða verðugur, virðingar þinnar og ástar. Veittu þeirri persónu það sama, sem þú sóttist eftir og verið síðan hvort öðru trú. Þetta getur bjargað flestum. En því miður eru margir, sem ekki fara að þessum ráðum. Við þá, sem hvorki vilja né geta farið að þessum ráðum, að eiga eingöngu kynmök við einn öruggan maka, verðum við að segja, reyndu að veija þig. Ein- _ asta ráðið til þess er notkun ■. smokks. En þess er að gæta, að smokkar eru ekki algjörlega örugg vemd, þótt ég verði að viðurkenna, að smokkurinn er ábyggilegri, en þeir, sem nota þá. Ástæða þessa orðav- als er sú, að það er ekki vegna þess að smokkurinn er gúmmi- blaðra, sem getur rifnað, sem hann er ekki fullkomlega öruggur; heldur hitt, að notendur fara ekki eftir settum reglum um notkun þeirra. Fyrsta skilyrðið er því að kenna fólki að nota þessar vetjur rétt. Smit berst einungis með blóði og sæði Blaðamaður spyr: „Hvernig á að fara með blóð, eða t.d. hægðir alnæmissjúklinga? Hvernig er því háttað í sjúkrahúsum og hvað ráðleggur þú í því efni? „Ja, við skulum gera okkur eftir- farandi ljóst,“ svarar landlæknirinn. „Alnæmisveiran getur þrifist í svo að segja í hvaða líkamsvessa mannsins: támm, slefí, svita, saur og þvagi. En í þessum vökvum er veimmagnið ekki nógu mikið til þess að smita frá sér. Þannig myndu t.d. venjulegir kossar ekki vera smitberar. Ef menn leika tenn- is og snertast blautir af svita eftir leikinn, berst veiran ekki á milli þeirra, þótt hún sé í öðmm hvomm. Þess háttar samneyti hefur enga smithættu í för með sér, jafnvel þótt snert sé blóð úr alnmæissjúkl- ingi — svo framarlega sem maður hefur ekki opið sár á hendinni, sem snertir blóðið Það er eingöngu með blóði og sæði, sem veiran getur fluttst milli manna. Þegar smitun á sér stað með fíkniefnasprautu fer smá gusa af blóði milli manna, og það er ör- uggasta leiðin til að senda mikið magn af veirum frá einum manni í blóð annars. Ástæðan til þess, að veiran leyn- ist í sæði er sú, að í því er mikið af hvítum blóðkomum, en það er einmitt í hvítu blóðkornunum, sem veiran felst.“ Sjúkdómurinn komst að líkindum fyrst til lands okkar kynvillingum, en við kynmök þeirra flyst bæði sæði og blóð manna á milli. Þar er því um að ræða mikið magn af veirum, bæði í blóði og sæði. Annað atriði þarf að taka til athugunar í þessu sambandi, en það er að veir- an berst milli karla og kvenna við hefðbundnar samfarir. Það er erfítt að segja hve fljótt smitun á sér stað við kynmök karls og konu. Það er vitað, að hún á sér stað með þeim hætti, en rannsóknir eru ekki nógu langt á veg komnar, til þess að hægt sé að segja ömgglega hvað gerist í slíkum tilfellum." Smitun frá blóði alnæmissjúklinga Þegar spurt er hvemig fara skuli með blóð úr alnæmissjúklingum, svo öruggt sé, svarar Koop: „Fara skal með það einsog hvern annan baneitraðan vökva. En setj- um svo, að starfsmaður á rannsókn- arstofu taki blóð úr alnæmisjklingi með sprautu og setji blóðið úr sprautunni í tilraunaglas. Þá er engin hætta á ferðum. Afgangsblóð í rannsóknarstofum er annað hvort brennt eða sótthreinsað á venjuleg- an hátt. Ég vil leggja sérstaka áherslu á ólíkindi þess, að hjúkmna- rfólk eða vísindamenn smitist af alnæmi við vinnu sína í sjúkrahús- um, eða rannsóknarstofum. I Bandaríkjunum vinna nú sam- tals 7 milljónir manns við hjúkmn og heilbrigðisrannsóknir. Níu þeirra — segi og skrifa níu — hafa smit- ast af alnæmi við vinnu sína. Sjö þeirra hefðu ekki smitast, ef þau hefðu fylgt settum reglum Smit- sjúkdómaeftirlitsins í starfi sínu, en þær vom öllum kynntar og gert að hlíta fyrir fimm ámm. Alnæmi berst ekki með lús, eða flugum Blaðamaður: „Fyrir nokkru var grein í þekktu bandarísku tímariti, þar sem því var haldið fram, að alnæmissmit bærist með lús og flugum. Hveijar eru athugasemdir yðar við það?“ Dr. Koop: „BULL!!“ Blaðamaður: „Jæja, er það nú alveg víst?“ Dr. Koop: „Ég skil ekki, að virt tímarit skuli leyfa sér að birta slíkt óþverraslúður og gaspur. Það er alls engin sönnun, eða líkindi fyrir því að lýs, eða t.a.m. moskítóflugur séu smitberar alnæmisveimnnar. Nú skal ég segja ykkur sögu: I Flóridu er svæði, þar sem al- næmi er hlutfallslega mest útbreitt í öllum Bandaríkjunum. íbúarnir em fátækir, aðallega negrar eða af fólk af spænskum ættum. Það er mikið um moskítóflugur þarna, engin flugnanet, en mikið um al- næmi. Ergó: ’moskítóflugur valda alnæmi!’ Við rannsökuðum málið vitaskuld og höfðum tíu manns Við rannsókn- ir á þessu svæði í marga mánuði. Ekki eitt barn, sem aldrei hafði haft kynmök, en óteljandi moskíto- bit hafði smitast af alnæmi. Enginn aldraður maður, sem var hættur kynmökum, en sem var allur út- stunginn af moskítóflugum hafði smitast. Þeir, sem höfðu smitast voru þeir er höfðu haft kynmök við fleiri en einn maka, höfðu notað fíkniefnasprautur, eða voru kyn- villingar. Það hefír verið þrautrann- sakað, að moskítóflugur bera ekki alnæmisveiruna meðal manna. Ég veit ekki mikið um lifnaðar- hætti lúsarinnar, en þær eru ekki smitberar alnæmisveirunnar, það get ég fullyrt," bætti Dr. Koop við. Háar tölur um fjölda sjúklinga Dr. Koop sagði að lokum, að það væri ekki vani vísindamanna, að spá tölum um framtíðina, nema að full- rannsökuðu máli. Það hefðir því verið beðið í fimm ár með að birta eftirfarandi spádóma um útbreiðslu alnæmis í Bandaríkjunum á næstu ahim: Árið 1991 er búist við, að alls verði um 200 þúsund alnæmissjúkl- ingar í Bandaríkjunum. (Þeir eru nú taldir um 50 þúsund). Fjögur prósent þessara 200 þúsunda munu að líkindum hafa smitast við sam- farir milli karls og konu. Alnæmisveiran er ekki af mannahöndum Dr. Koop lauk máli sínu með því að segja eftirfarandi sögu: „Þið hafið vafalaust heyrt þessa sögu, sem er talin hafa átt upptök sín hjá áróðursmeisturum sovésku leyniþjónustunnar: ’Bandaríkjamenn sköpuðu al- næmisveiruna til þess að nota hana sem drápstæki í hemaðarskyni, en veiran slapp úr hendi hersins." Nú skal ég hins vegar segja ykkur sanna sögu um veiruna: Rússinn Viktor Zanoff er einn fremsti veirufræðingur í heimi. Hann er góðviur minn og þegar hann var hér á ferð í vor fór ég að stríða honum með því, að þessi dellusaga hefði verið birt í rúss- nesku blaði: ’Chick’ — en það er viðurnefni mitt segir Dr. Koop — ’Chick! Þessi veira er svo margslungin, að það hefði enginn maður getað búið hana til. Enginn nema Guð hefði getað það’“. Blaðamaður: „Sagði hann þetta? kommúnistinn?!" „Hann sagði það,“ svaraði Dr.’ Kood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.