Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 25 Sovéskir þingmenn í heimsókn hér á landi: Slökun á spennu á norður- slóðum helsta umræðuefnið HÓPUR þingmanna frá Æðsta ráði Sovétríkjanna hefur dvalist hér á landi undanfarna daga. Þetta eru þau Valentína Semjonovna Shevtsj- enko , sem gengir m.a. embætti varaforseta Forsætisnefndar Æðsta ráðsins, Evgenf Ivanovitsj Perventsev, deildarstjóri í ráðuneyti er- lendra efnahagstengsla, og Vladimir Sevastjanovitsj Stepanov fulltrúi í utanríkismálanefnd Þjóðaráðsins. Þau þrjú hafa átt viðræður við íslenska þingmenn, hitt fulltrúa utanríkismálanefndar Alþingis að máli og í dag munu þau eiga fund með Steingrími Hermannssyni ut- anrikisráðherra. Á blaðamannafundi sem boðað var til á heimili sovéska sendiherrans í gær kom fram að tilgangurinn með fðr þeirra hingað til lands er fyrst og fremst sá að kynna hugmyndir sem Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi kynnti í ræðu í Múrmansk í október á síðasta ári um leiðir til að draga úr spennu á norðurslóðum. í kjölfar þessa samþykktu utanríkis- málanefndir beggja deilda Æðsta ráðs Sovétríkjanna ákall til utanríkis- málanefnda þjóðþinga Norðurlanda, Bandaríkjanna og Kanada um að hafnar yrði viðræður um þetta efni. Valentína Shevtsjenko sagði viðræð- umar við íslensku þingmennina hafa verið gagnlegar. Þeir hefðu kynnt afstöðu Alþingis og sýnt hugmynd- um Gorbatsjovs áhuga. Tók hún fram að tilteknir þingmenn hefðu kynnt þeim þá hugmynd að efnt yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um takmark- anir hemaðarumsvifa á norðurslóð- um og þætti sovésku fulltrúunum hún athyglisvérð. Fram kom að Sov- étmenn myndu styðja þessa hug- mynd í hvívetna. Lögðu sovésku þingmennimir áherslu á gildi þess að fram fæm viðræður um öryggis- hagsmuni þeirra ríkja sem byggðu þennan heimshluta. Væri til að mynda gert ráð fyrir því í ávarpi Æðsta ráðsins til viðkomandi ríkja að fram fæm ráðstefnur og vinnu- fundir þingmanna um þetta efni áuk þess sem koma mætti á viðræðum þingmanna með aðstoð gervihnatta. Sovétmennimir lögðu ríka áherslu á að Múrmansk-tillögur Gorbatsjovs snemst ekki eingöngu um vígbúnað- armál heldur væri gert ráð fyrir víðtækri samvinnu þessara ríkja á sviði vísindarannsókna, menningar- og efnahagsmála. Fram kom að í ráði er að halda ráðstefnu í Moskvu á þessu ári um umhverfismál á norð- urslóðum og myndi þar einnig gefast tækifæri til að ræða öryggismál þessa heimshluta. Sovésku fulltrúamir komu víða við á blaðamannafundinum sem stóð í rúmar tvær klukkustundir. Var að því vikið að mikilvægt væri að stemma stigu við fjölgun kjamorku- vopna og kvaðst Vladimír Stepanov telja að afvopnunarsáttmálinn sem undirritaður var í Washington á síðasta ári væri mikilvægt skref en lét jafnframt í ljós þá skoðun að til- teknir hlutar Evrópu, norður- og suðurvængurinn, hefðu orðið út und- an í þeirri umræðu. Þar hefði vígvél- Öll skip geta leitað hafnar í neyð- artilvikum ÖLL erlend fiskiskip sem koma hingað til lands þurfa að fá leyfi hafnaryfirvalda. Hins vegar geta öll skip leita hafnar án þess að bíða leyfis í neyðartilvikum, t.d. ef bilun kemur upp i skipi eða ef skipveijar veikjast eða slasast. Þau skip sem ætla að fá aðra þjón- ustu hérlendis þurfa sérstaka heimild hafnaryfírvalda til þessr Nokkur grænlensk skip hafa þessa heimild nú þegar, sem er veitt til lengri tíma. Aðrar þjóðir þurfa að fá þetta leyfi í hvert sinn. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins er ekki kunnugt um að aðrir hafi óskað eft- ir þessari heimild. Öll þau skip sem hingað koma hafa umboðsmann, þeirra er að sækja um þetta leyfi með einhverjum fyrirvara. Þessi háttur mun víða vera hafður á erlendis en hérlendis er þetta gert á grundvelli laga sem um skipakomur gilda. um verið fjölgað og kvaðst hann hafa af því áhyggjur að þessarar þróunar myndi gæta víðar. Þá væri og biýnt að koma í veg fyrir fjölgun kjamorkuvopna í höfunum. Valentína Semjonovna var spurð hvort líta mætti á þjóðemisróstur í Sovétríkjunum, einkum í Armeníu og Azerbajdzan, að undanfömu sem eðlilega eða hugsanlega rökrétta af- leiðingu „glasnost“-stefnunnar. Kvaðst hún telja þetta rétt vera að því leyti sem ráðamenn í viðkomandi lýðveldum hefðu ekki er gert sér Ijóst að þar væri við vanda að glíma og ekki fylgt grundvallarhugmyndum lenínismans einkum á sviði þjóðrækni og menningarmála. Slíkir atburðir gætu gerst þar sem kröfur þjóða hefðu verið hundsaðar. Hins vegar ríkti mikil og einlæg vinátta milli þjóða Sovétríkjanna eins og hefði sannast á ámm síðari heimsstyijald- arinnar en jafnframt væri þýðingar- mikið að menningararfleið og sérein- kenni yrðu virt. Því ættu þjóðir þess- ar rétt á því að eiga fulltrúa í ráðum og nefndum, sem hefðu slík mál með höndum. Sovésku þingmennimir komu hingað til lands á miðvikudag frá Danmörku. Þeir halda af landi brott á morgun, laugardag, og þá til Nor- egs til viðræðna við starfsbræður sína þar. Halldóra Thoroddsen sinna í FÍM-salnum. verka Syning í FIM- salnum HALLDÓRA Thoroddsen opnar í dag ld. 17 myndlist- arsýningu í FÍM-salnum á horni Ránargötu og Garða- strætis. Halldóra fæddist 1950 og lauk námi frá Kennarahá- skóla íslands árið 1976. Hún stundaði nám við Royal Aca- demy of Ne^ilework 1979—80 og útskrifaðist úr textíldeild MHÍ vorið 1985. Halldóra hefur áður sýnt í Gallerí Borg við annan mann og tekið þátt í fjórum samsýn- ingum. Á sýningunni í FIM- salnum eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Sýning- in er opin daglega frá kl. 14—18 og stendur í hálfan mánuð. (Fréttatilkynning) Kennarasamtökin og ríkið: Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur á ljósmyndaþjónustu VERÐLAGSSTOFNUN gerði verðkönnun á myndatöku á 19 ljósmyndastofum á höfuðborg- arsvæðinu 14. mars sl. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar segir: „Flestar stofumar annast alhliða ljósmyndaþjónustu en fimm stofur bjóða aðeins upp á skyndimynda- töku o.þ.h. í könnuninni er lögð megináhersla á hvað fermingar- myndir kosta enda em fermingar að heflast. í öllum tilvikum er mið- að við litmyndir og er ekki lagt mat á gæði og þjónustu heldur er eingöngu um beinan verðsaman- burð að ræða. Helstu niðurstöður eru: 1. Mikill verðmunur er á ljós- myndaþjónustu hjá ljósmynda- stofum. Sem dæmi má nefna að fermingarmyndir hjá Ljós- myndastofu Kópavogs kosta 2. 3. 4. 13.000 kr. en 5.200 kr. hjá Ljós- myndastofu Kristjáns í Hafnar- firði. Hjá báðum stofunum er stækkun á tveimur myndum innifalin í verði þjónustunnar. Er ekki unnt að kaupa þjónustu án stækkana hjá þessum tveim- ur stofum. Hjá 10 stofum þar sem stækkun á myndum er ekki innifalin í verði fermingarmyndatöku er verðið á myndatökunni lægst 4.000 kr. og hæst 8.000. Á helmingi stofanna er tekið aukagjald vegna myndatöku á fermingardaginn (utan venju- legs vinnutíma) og er það á bil- inu 470-1.200 kr. Verðmunur á ljósmyndastækk- un var allt að 74% á milli stofa og á skyndimyndatöku i vega- bréf og ökuskírteini munaði allt að 38%. Polarotd mynda- Barna- og fjölskylduljósmyndlr Austurstræfi 6, R. Innltakllr 7000' farmlngardaglnn • 0 1485 2070 700 Ljósmyndastofa Kópavogs Hamraborg 11, Kóp. oooo1 0 1680 2600 Ljósmyndast. Kristjáns Skersayrarvegi 7, Hafnarf. Ljósmyndastofa Reykjavíkur Hverfisgötu 105, R. 5200' 0 1360 1720 750 6800 900 1920 2580 ‘ 800 Ljósmyndastofa Þóris Rauðarárstig 16, R. 6600 1200 1870 2400 Ljósmyndastofan Amatör Laugavegi 82, R. 800 Ljósmyndastofan Loftur Ingólfsstræti 6, R. 5100 900 1600 2200 800 Mínútumyndir Hafnarstræti 20, R. 700 Mynd Trönuhrauni 8, Hafnarfirði 110001 0 1700 2600 800 Nýja myndastofan Laugavegi 18, R. 6480 470 1750 2190 750 Nærmynd Laugavegi 178, R. 6500 1000 1650 2150 800 Passamyndir Hlemmi, R. 800 Skyndimyndir Templarasundi 3, R. 700 Stúdfó Guðmundar Einholtl 2, R. 5900 0 1500 1920 650 Svipmyndir Hverfisgötu t8, R. 8000 1000 1650 2200 900 ’ Innifalið i verði eru tvaer stækkanir 13X18 2 Sértilboð sem gildir til mailoka 3 Innifalið i verði eru tvær stækkanir 18x24 Skýrsla starfskjaranefnda MEÐ kjarasamningum kennara- samtakanna og fjármálaráðherra, sem undirritaðir voru 30. marz og 2. apríl í fyrra fylgdi samkomu- lag, sem leiddi til skipunar starf- skjaranefnda. Hér fer á eftir inn- gangskafli skýrslu nefndanna, þar sem þær gera grein fyrir tilurð sinni. A Samkomulag með kjarasamningi HÍK og fjármálaráðherra 30.mars 1987. Samningsaðilar hafa fjallað ýtar- lega um launakerfi kennara og vinn- utilhögun og komist að þeirri niður- stöðu að nauðsyn er á heildarendur- skoðun. Hér er um að ræða viðamik- ið verkefni sem ekki verður til lykta leitt á þeim skamma tíma sem er til stefnu fyrir kjarasamninga að þessu . sinni er gilt gætu til tveggja ára. Aðilar eru hins vegar sammála um að nauðsynlegt er að taka þetta mál sérstaklega til umfjöllunar á samn- ingstíman'um ásamt fulltrúum menntamálaráðherra. í framhaldi af þessu gera Hið íslenska kennarafélag, fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra með sér eftirfarandi samkomulag: Fyrir 1. apríl næstkomandi skipi aðilar fulltrúa í starfsnefnd sem taki launakerfi og vinnutilhögun kenn- ara til gagngerrar endurskoðunar. í nefndinni sitji einn fulltrúi íjármála- ráðuneytis, tveir fulltrúar mennta- málaráðuneytis og þrír fulltrúar Hins íslenska kennarafélags. Meðal þeirra atriða sem sérstak- lega skal skoða í þessu efni eru þau sem hér eru upp talin: ★ endurmat kennsluskyldu í ein- stökum námsgreinum m.a. með tilliti til undirbúnings kennslustunda, úr- vinnslu verkefna, fjölda nemenda í námshópum og umsjón(ar) með þeim, leiðsagnar með nýliðum og orlofsréttar kennara. ★ launagrunnur sem byggi á ein- ingakerfi eftir menntun, kennslu- grein, kennslu utan dagvinnumarka og kennslu við öldungadeildir sem og öðrum atriðum kjarasamninga. ★ vinnutilhögun og starfsaðstaða kennara í skólum, endurmenntun o.fl. Störf nefndarinnar verði kostuð af ríkissjóði svo og laun starfsmanns og aðkeypt þjónusta. Gert er ráð fyrir að safnað verði gögnum frá grannlöndum. Nefndin miði starf sitt við að leggja fram drög að tillögum um samræmda endurskoðun í upphafi skólaársins 1987—1988. B Samkomulag með kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra 2. apríl 1987. Samningsaðilar eru sammála um að nauðsyn er á heildarendurskoðun á vinnutilhögun og launakerfí kenn- ara. í framhaldi _af þessu gera Kenn- arasamband íslands, fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra með sér eftirfarandi samkomulag: Fyrir 1. maí næstkomandi skipi aðilar fulltrúa í starfsnefnd sem taki vinnutilhögun og launakerfi kennara til gagngerrar endurskoðunar. í nefndinni sitji einn fulltrúi fjár- málaráðuneytis, tveir fulltrúar menntamálaráðuneytis og þrír full- trúar frá Kennarasambandi Islands. Meðal þeirra atriða sem sérstak- lega skal skoða í þessu efni eru: ★ endurmat á kennsluskyldu m.a. með tilliti til undirbúnings kennslu- stunda, úrvinnslu verkefna, Qölda nemenda í bekkjardeildum eða náms- hópum og umsjón með bekkjardeild- um og námshópum. Meta skal aukið uppeldishlutverk skólanna vegna breyttra þjóðfélagshátta, samstarf kennara innbyrðis og samstarf þeirra við aðra sérfræðinga í skólastarfínu, samstarf við foreldra og heimili og leiðsögn með nýliðum við kennslu. ★ launagrunnur sem byggi á menntun og kennslugrein, kennslu utan dagvinnumarka, kennslu við öldungadeildir sem og öðrum atriðum kjarasamninga. ★ vinnutilhögun og starfsaðstaða kennara í skólum, orlofsréttur, end- urmenntun, sveigjanlegt skólastarf, félagsstörf með nemendum, nátns- efnisgerð o.fl. Störf nefndarinnar verði kostuð af ríkissjóði svo og laun starfsmanns og aðkeypt þjónusta. Gert er ráð fyrir að safnað verði gögnum frá grannlöndum. Nefndin miði starf sitt við að leggja fram drög að tillögum um samræmdá endurskoðun í upphafi skólaársins 1987—1988. Á grundvelli hvors tveggja sam- komulagsins voru nefndir settar á laggir á maímánuði 1987. Verða þær hér á eftir kenndar við kennarafélög- in og nefiidar HÍK-neftid og KÍ- nefnd. í HÍK-nefndinni áttu sæti: F.h. fjármálaráðherra: Ásmundur Vilhjálmsson. F.h. menntamálaráðherra: Hörður Lárusson og Sigurður Helgason. F.h. Hins ísl. kennarafélags: Kristj- án Thorlacius, Ingvar Ásmundsson og Sigurður Sigursveinsson. í Kl-nefndinni áttu sæti: F.h. fjármálaráðherra: Ásmundur Vilhjálmsson. F.h. menntamálaráðherra: Hrólfur Kjartansson og Sigurður Helgason. F.h. Kennarasambands íslands: Svanhildur Kaaber, Sigurður Ingi Andrésson og Loftur Magnússon. Nefndimar komu sameiginlega til fyrsta fundar 26. maí og samþykktu að ráða Heimi Pálsson starfsmann beggja nefnda frá 1. júní tii 30. sept. 1987. Tók hann þegar til starfa. Formenn nefndanna voru kjömir Hörður Lámsson (HÍK-nefnd) og Sigurður Helgason (KÍ-nefnd). Þótt samkomulagstextamir séu ekki alveg samhljóða fela báðir í sér samskonar meginverkefni nefnd- anna: (1) að kanna kjarasamninga og vinnuskilgreiningar hérlendis og í grannlöndum. (2) að skilgreina éðli og inntak kennarastarfsins. (3) að endurmeta kennsluskyldu kennara m.t.t. ýmissa þátta. (4) að endurskoða þann launa- grunn sem samningar kennara byggjast á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.