Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Kveðjuorð: Elimar Tómasson skólastjóri Fæddur 30. ágiist 1900 Dáinn 19. febrúar 1988 Skömmu eftir áramótin 1929— 1930 átti ég að byrja nám í barna- skóla. Þá var farskóli hér í sveitinni og kennt á þrem stöðum, en við vorum þannig í sveit sett að vegna fjarlægðar við þessa skólastaði var útilokað að ég gengi í skólann að morgni og heim að kvöldi og brá pabbi á það ráð að fá viðveru fyrir mig á einum þessara skólastaða. Þetta þóttu mér hinar verstu frétt- ir. Ég hafði aldrei verið næturlangt að heiman og gat ekki hugsað mér að vera langdvölum frá heimili mínu, þó „langdvalimar" í þessu tilfelii væru ekki nema tvær vikur í senn. Ég beitti allri þeirri óþægð sem ég átti til — og hún var drjúg að vöxtum í þá daga — og þar kom að foreldrar mínir gáfust upp við að senda mig í skóla þennan vetur. Hins vegar lofaði ég því upp á æru og trú að vera fjarska duglegur við heimanám. Þá var Sigurður frá Brún kennari hér í A-Landeyjum og sagði pabbi honum sínar farir ekki sléttar varðandi skólagöngu sonarins. Sigurður tók létt á málinu og sagðist ætla að fylgjast með heimanámi stráksa. Hann kom þrisvar sinnum um veturinn og prófaði mig í námsgreinum. Ekki þótti mér Sigurður neinn aufúsu- gestur sem var þó allsendis óverð- skuldað því hann var hinn ljúfasti í minn garð. En þannig var mál með vexti að þegar fór að draga pær þeim tíma sem ég átti að byija * skólagöngu fór að grafa um sig í hugskoti mínu ótti við kennara og skóla og vafalaust hefur það átt sinn þátt í tregðu minni til skóla- göngunnar. Ekki hef ég getað fund- ið frambærilega ástæðu fyrir þess- um ótta því ekki heyrði ég neinn tala í neikvæðum tón um kennara eða skóla á þessum árum. Og vafa- laust tók ég þann kostinn sem verst- ur var að byrgja óttann inni og segja engum frá honum. Vorið 1930 fluttum við hingað að Vatnahjáleigu og við þá búsetu- breytingu skipuðust mál til betri vegar hvað varðaði skólagöngu því nú var leiðin á skólastaðinn ekki lengri en svo að ég gat farið heim að loknum skóladegi, þó að engum dytti reyndar í hug nú til dags að láta krakka ganga svo langa leið í skóla. Þegar skóla lauk þetta vor hætti Sigurður frá Brún bama- kennslu hér í sveitinni og nú var von á nýjum kennara, og síðsumars spurðist að búið væri að ráða kenn- ara austan úr Mýrdal. Dag einn um haustið brá Jón föðurbróðir minn sér að Miðey og heim kominn sagði hann þær frétt- ir að nýi kennarinn væri kominn í sveitina og hefði hann verið staddur í Miðey. Þetta þóttu mér miður góðar fréttir og í leynum hugans varð ég sárgramur í garð frænda míns. Honum hefði verið nær að sitja heima enda ótrúlegt að hann hefði átt kóngserindi að Miðey í dag. En nú var sýnt að örlögin yrðu ekki umflúin! Og svo rann upp fyrsti skóladag- urinn. Þegar við krakkarnir komum á skólastaðinn vísaði húsráðandi okkur í skólastofuna og stuttu seinna gekk nýi kennarinn, Elimar Tómasson, inn í stofuna til okkar. Ég hafði búist við að sjá svip- þungan mann með ygglibrún, en þessi var brosandi og léttur í máli þegar hann ávarpaði okkur. Mér fór strax að líða skár, kannski yrði þetta ekki eins bölvað og ég hafði búist við. Það er skemmst frá að segja að eftir þennan fyrsta skóla- dag hlakkaði ég til þess næsta og á því varð engin breyting þá fjóra vetur sem ég gekk í skóla. Elimar var hvort tveggja í senn, ágætur kennari og vinur og félagi okkar krakkanna enda voru aga- vandamál óþekkt fyrirbæri og allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Hann tók oft þátt í leikjum okkar í frímínútum og væri slæmt veðurútlit að loknum skóladegi fylgdi hann stundum þeim krökkum heim sem áttu langan veg að sækja. Þetta var áður en framræsla og vegagerð komu til sögunnar og ieið okkar flestra lá yfír blautar mýrar með tilheyrandi keldukraðaki. Elimar var mikill unnandi góðra bókmennta og af lestri góðra bóka um margvísleg efni aflaði hann sér mikillar þekkingar og fróðleiks. Hann var mjög ljóðelskur, enda gott skáld. Oft las hann fyrir okkur valda kafla úr íslenskum bókum og einnig ljóð. Hann lét okkur stundum skrifa sendibréf stíluð á ákveðnar persónur, vini okkar cða kunningja, en ekki var ætlunin að þessi bréf væru send. Þetta gerði Elimar til að þjálfa okkur í að setja fram hugsanir okkar í skrifuðu máli, og efa ég ekki að við höfðum af þessu ómælt gagn. En þetta var nú löngu fyrir daga stofnanamálsins og fjöl- ærs málklúðurs af ýmsu öðru tagi! Árið 1945 flutti Elimar héðan úr Landeyjum og gerðist skólastjóri vestur í Grundarfirði, en ekki rofn- uðu þó tengsl okkar því við skipt- umst á löngum bréfum og þegar hann var á ferð hér í Landeyjum kom hann jafnan í heimsókn til mín og sannaðist þá á okkur gamla máltækið: „Það er margt á að minn- ast þegar kunnugir finnast.“ Atvik frá einni þessara heimsókna er mér enn í fersku minni og var þetta ekki ýkja löngu eftir að hann flutti vestur. Ég gat þess hér að framan að Elimar hafði m.a. lesið ljóð fyrir okkur skólakrakkana. Ég hafði lítinn áhuga á ljóðum í þá daga og allt sem laut að ljóðagerð var mér sem lokuð bók. En svo fór ég allt í einu að yrkja. Mér þotti ég hafa verið beittur órétti og svo mikils fannst mér við þurfa til að jafna sakir að eigi dygði minna en bund- ið mál, en tilefnið var að vísu svo nauða ómerkilegt að því hef ég gleymt. En ég orkti sem sagt brag, 9 erindi, og hafði að nokkru leyti til hliðsjónar hinn fræga brag Sig- urðar Ivarssonar um sendiferð Dan- íels að Kleppi. Þegar við Elimar höfðum lokið kaffídrykkju í fyrr- nefndri heimsókn sagði ég honum að ég hefði orkt brag nokkurn, og af byijanda að vera væri þetta líklega þó nokkuð gott hjá mér. Rétti síðan Elimar blaðið og hann hóf lesturinn, en ég brynjaði mig upp sem best ég kunni til að kikna ekki undan því lofí sem hann vænt- anlega mundi ausa yfír þennan efni- lega nýgræðing á akri ljóðlistarinn- ar. Að loknum lestri tók hann upp sjálfblekung sinn og sagði: „Ekki er þetta með öllu agnúalaust, en hér má úr bæta,“ og gerði síðan þær breytingar sem honum þurfa þótti. Þarna fékk ég ágæta kennslu- stund þó að ekki hafí ég nýtt mér hana að neinu marki og mun það án skaða fyrir íslenska ljóðagerð. Blaðið með betrumbótum Elimars er meðal kjörgripa minna. Elimar flutti frá Grundarfirði til Reykjavík árið 1961. Hann kom þá að sjálfsögðu oft austur í Landeyjar og eftir að hann hætti vinnu fyrir nokkrum árum gaf hann sér rýmri tíma og dvaldi þá stundum nokkra daga í Hólmum hjá dóttur sinni og tengdasyni. Við brugðum okkur þá stöku sinnum í yfírreið um sveitina í heimsóknir til sameiginlegra kunningja okkar. Frá þeim ferðum er margs að minnast, en verður ekki tíundað hér. Elimar var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann kunni frá mörgu að segja og sagði vel frá. Samtöl og frásagnir kryddaði hann jafnan með kímni, en hann hafði sérlega skemmtilega kímni- gáfu og kunni vel með hana að fara. Við samantekt þessara kveðju- orða hefur öðru jöfnu svifíð ámóta andi yfír vötnum og í samræðum okkar Elimars og er ætlan mín að sá háttur frá minni hendi væri hon- um ekki ýkja ijarri skapi. Um leið og ég þakka mínum gamla og góða kennara áratuga kynni og óijúfandi vináttu, votta ég Guðbjörg konu hans, bömum þeirra og öðm venslafólki, innilega samúð. Jóhann G. Guðnason Maren Eyvinds- dóttir — Minning fædd 9. maí 1915 Dáin 26. febrúar 1988 -0,'\ jtm Amma okkar í sveitinni er dáin. Það skeði snöggt, þannig óskaði hún sér líka .að það yrði, þvi hún vildi ekki vera upp á aðra komin í ellinni á neinn hátt. En hún amma var frísk og sívinnandi alveg þangað til fyrir örfáum vikum. Amma var þannig skapi farin að okkur fannst hún aldrei verða gömul. Þegar við vor- um lítil sagði hún okkur spennandi sögur, sem hún skáldaði jafnóðum, þær vom kannski um litlar kisur eða hvolpa sem höfðu villst að heim- an og fundu ekki mömmu og pabba en alltaf enduðu sögumar vel og við drógum andann léttar. Svo fór- um við oft í gönguferðir með ömmu út á tún að tína blóm, í beijamó og svo upp í gil að skoða lækinn. Amma var mjög lífsglöð kona og reyndi að gera gQtt úr flestum málum. Hún var mjög fljóthuga og verkin urðu að ganga fljótt bæði innan húss sem utan og þýddi ekk- ert gauf, því þá gat amma orðið reið. En gott var líka að fá hrósið þegar henni fannst vel gert. Mikið fannst okkur flatkökumar, klein- umar og sunnudagssteikurnar góð- ar hjá henni. Ein mesta skemmtun ömmu var að taka ljósmyndir og dró hún oft upp myndavélina á ótrúlegustu stöðum og tíma, því hún leit oft hlutina frá öðm sjónarhomi en aðr- ir. Amma Maren var gift Sigurfínni Guðmundssyni afa okkar. Hann dó 21. apríl 1984. Þau voru samhent og unnu mikið allt sitt líf, en kunnu líka að gera sér glaðan dag og njóta lífsins. Við kveðjum nú ömmu með sökn- uði og þökkum henni allar góðu stundirnar. Sigurgeir, Maja og Sigurfinnur. S * < œ i AD KAUPA BÍL MEÐ RÉTTRIHJÁLP KEMUR SKAPINU í G0TT H0RF Hjá T0Y0TA BÍLASÖLUNNI verslarðu við traust fyrirtæki. Sölumenn okkar leiðbeina við valið á bílunum og ganga frá sölusamningum. Tengslin við Toyota eru þar með ekki rofin, heldur áttu vísa þjónustu um allt land og við sendum heim söluskrá notaðra bíla. Verið velkomin f T0Y0TA BÍLASÖLUNA og skeggræðið við sölumenn okkar, Pétur, Jón Ragnar og Jóhann. Opið milli kl.9:00-19:00 virka daga og kl. 10:00-17:00 laugardaga. TOYOTA BÍLASALAN SKEIFUNNI 15, SIMI 687120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.