Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 60
Breytingar á ósonlaginu: Ovíst hvort „gat“ _er yf ir Islandi MÆLINGAR á ósonlaginu yfir ísiandi hófust á Veðurstofu ís- lands á árinu 1952. Lítið hefur hins vegar verið unnið úr niður- stöðum þeirra rannsókna hér og ekki er vitað hvort ósonlagið, sem ver m.a. menn fyrir útfjólu- biáum geislum sólar, hefur þynnst yfir landinu. Vísinda- menn hafa sett fram kenningar um að „gat“ sé yfir norður- Verð á harð- 'fiski 2.127 krónur kílóið VERÐ á harðfiski hefur hækk- að verulega og er nú komið upp í 2.127 krónur kílóið í venjuieg- um pakkningum. Þar af nemur smásöluálagning og söluskattur samtals 787 krónum á kílóið. „Okkur framleiðendum þykir nú orðið nóg um þetta háa verð,“ .sagði Garðar Hinriksson, fram- kvæmdastjóri Vestfírzku harðfisk- sölunnar, er hann var spurður um samsetningu harðfískverðsins. Garðar sagði að heildsöluverð á harðfíski væri 1.340 krónur, en í því væri innifalinn allur kostnaður við vinnslu og dreifíngu. Mikil rýmun yrði á hráefninu frá því fiskurinn er keyptur blautur upp úr sjó og þar til hann hefur verið þurrkaður og hertur. Ofan á heild- söluverðið bætist svo 27% smá- söluálagning, 362 krónur, og þar ofan á 25% söluskattur, 425 krón- ur, sem samtals gerir 2.127 krón- ur fyrir kílóið. Sakadómur Reykjavíkur; Maður dæmd- urí 4ára fangelsi fyrir íkveikjur SAKADÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Hörð Gunnarsson A fjögurra ára fangelsi fyrir að JMkafa kveikt í íbúð að Garða- stræti 13a og Gistihúsinu Braut- arholti 22 aðfaranótt 7. septem- ber 1987 og valdið þannig eignatjóni og stofnað lífi fólks I hættu. Þegar Hörður kveikti í íbúðinni að Garðastræti 13a svaf félagi hans þar ölvunar- svefni og hlaut alvarleg bruna- sár. Hörður á lögheimili að Múlasíðu 3a á Akureyri en er fæddur í Hafnarfírði árið 1961. Til frádrátt- ar fangelsisdóminum kemur gæsluvarðhaldsvist Harðar frá 9. september 1987. Hann var einnig dæmdur til að greiða Húsatrygg- ingum Reykjavíkur kr. 1.360.180, með almennum vöxtum frá 7. september 1987 til greiðsludags, 75.000 króna málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Andra , Ámasonar hdl. og 75.000 króna ''•aksóknarlaun í ríkissjóð. heimskautssvæðinu eins og Suð- urskautslandinu. Ósonlagið hefur þynnst yfír Nor- egi á vetuma um 6 til 7% frá árinu 1970, að sögn norska jarðeðlisfræð- ingsins Frode Stordals. Umhverfis- málaráðherra Noregs, Sissel Ron- beck, sagði nýlega að ætlunin væri að setja strangari reglur í Noregi, en þær sem í gildi eru í öðrum lönd- um, um efni sem talin eru ayða óson- laginu. Norskir sérfræðingar óttast að þynning ósonlagsins yfír Noregi getið valdið því að 12% fleiri Norð- menn fái húðkrabbamein en ella. Sjá frásögn á bls. 20. Morgunblaðið/Sverrir Á Egilsstöðum í gær. Hrafnkell A. Jónsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Eiríkur Stefánsson, og Björn Grétar Sveinsson. Snótarkonur samþykktu og frestuðu verkfallinu Egilsstöðum. Frá Huga ólafssyni blaðamanni Morgunblaðsins. STJÓRN og trúnaðarmannaráð | an eitt í nótt, bráðabirgðasamko- Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi, sem stóð framundir klukk- umlag það sem gert var í Eyjum í fyrrinótt og þar með að fresta verkfalli félagsins ótímabundið. í samkomulaginu felast ellefu breytingar frá síðasta samningi Snótar og viðsemjenda félagsins, þ.á.m. ákvæði um áunnin veik- Tilmæli iðnaðarráðherra í ríkissljórn: Erlendir ferðamenn fái söluskatt endurgreiddan Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, hefur lagt fram í ríkisstjórn tilmæli um að sá háttur verði tekinn upp sem allra fyrst að söluskatt- ur af vörum keyptum hér á landi verði endurgreiddur erlendum ferða- mönnum við brottför héðan. í grannríkjum okkar geta erlendir ferðamenn fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af þeim vörum sem þeir kaupa í landinu. Mismunandi fyrirkomulag er á endurgreiðslunni, eftir löndum, en þessi endurgreiðsla er liður í samkeppni um erlenda ferðamenn. Verzlunarráð íslands sendi iðnað- arráðherra erindi um þetta mál fyrir áramótin, en það hefur mikla þýð- ingu fyrir verzlanir, sem erlendir ferðamenn skipta við, og sér í lagi fyrir ullariðnaðinn. Gert er ráð fyrir að eyðsla er- lendra ferðamanna hér innanlands verði í ár yfir 3.000 m.kr. og að hver erlendur ferðamaður eyði að meðaltali 25.000 krónum. Þar af er gert ráð fyrir að kaup þeirra í smá- söluverzlununum nemi a.m.k. 300 m.kr. og að söluskattur nemi a.m.k. 50-60 m.kr. Erindi þetta mun nú til athugunar í fjármálaráðuneytinu. indaréttindi, ákvæði um mat á starfsreynslu og ákvæði um des- emberuppbót, sem framvegis mun taka áfangahækkunum nýs kjarasamnings. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja frestaði á fundi i gærkvöidi að taka afstöðu til bráðabirgðasamkomulagsins. Fyrsti sáttafundurinn var hald- inn á Egilsstöðum í gær. „Ég held að ég geti sagt að árangúrinn af fundinum hafi verið vonum fram- ar,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið þegar fundi samninganefnda Vinnuveit- endasambandsins og Alþýðusam- bands Austurlands lauk á Hótel Vaiaskjálf á Egilsstöðum um ld. 22.30 í gærkvöldi. „Það urðu engir árekstrar og það þokaðist nokkuð í smærri málunum, en það var ekki tekið á neinum stór- um málum á fundinum,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, varaforseti ASA. Aðrir tóku í sama streng og sögðu að mjög jákvætt andrúmsloft hefði ríkt á fundinum og vel hefði miðað áfram, en eftir væri þó að taka á launaliðunum og öðrum helstu stór- málunum, svo sem starfsaldurs- hækkunum og vinnutíma. Fundur samninganefndanna hófst á Egilsstöðum um þijúleytið í gær eftir að ríkissáttasemjari og fulltrúar vinnuveitenda komu flugleiðis þang- að frá Vestmannaeyjum þar sem gengið var frá bráðabirgðasam- komulagi um frestun verkfalls Snót- ar og Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja. Fjórar undirnefhdir ASA og vinnuveitenda ræddu í gær einstök atriði í kröfugerð ASA; um fast- launasamning, yfirvinnu og desemb- eruppbót, sérstakt álag fyrir sérhæft fiskvinnslufólk, starfsaldurshækk- anir og fleiri atriði. Áformað er að aðilar haldi aftur með sér fund kl. 9—11 í dag, en að því búnu halda fulltrúar vinnuveitenda til Reykjavíkur til viðræðna við samn- inganefndir landssambanda iðn- verkafólks og verslunarfólks, sem heíjast eiga kl. 3 í dag. Á mánudag- inn er síðan áformað að vinnuveit- endur ræði við Alþýðusamband Norðurlands á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næstu viðræð- ur vinnuveitenda og ASA verða haldnar, en væntanlega verður það eftir Akureyrarfundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.