Morgunblaðið - 18.03.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.03.1988, Qupperneq 60
Breytingar á ósonlaginu: Ovíst hvort „gat“ _er yf ir Islandi MÆLINGAR á ósonlaginu yfir ísiandi hófust á Veðurstofu ís- lands á árinu 1952. Lítið hefur hins vegar verið unnið úr niður- stöðum þeirra rannsókna hér og ekki er vitað hvort ósonlagið, sem ver m.a. menn fyrir útfjólu- biáum geislum sólar, hefur þynnst yfir landinu. Vísinda- menn hafa sett fram kenningar um að „gat“ sé yfir norður- Verð á harð- 'fiski 2.127 krónur kílóið VERÐ á harðfiski hefur hækk- að verulega og er nú komið upp í 2.127 krónur kílóið í venjuieg- um pakkningum. Þar af nemur smásöluálagning og söluskattur samtals 787 krónum á kílóið. „Okkur framleiðendum þykir nú orðið nóg um þetta háa verð,“ .sagði Garðar Hinriksson, fram- kvæmdastjóri Vestfírzku harðfisk- sölunnar, er hann var spurður um samsetningu harðfískverðsins. Garðar sagði að heildsöluverð á harðfíski væri 1.340 krónur, en í því væri innifalinn allur kostnaður við vinnslu og dreifíngu. Mikil rýmun yrði á hráefninu frá því fiskurinn er keyptur blautur upp úr sjó og þar til hann hefur verið þurrkaður og hertur. Ofan á heild- söluverðið bætist svo 27% smá- söluálagning, 362 krónur, og þar ofan á 25% söluskattur, 425 krón- ur, sem samtals gerir 2.127 krón- ur fyrir kílóið. Sakadómur Reykjavíkur; Maður dæmd- urí 4ára fangelsi fyrir íkveikjur SAKADÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Hörð Gunnarsson A fjögurra ára fangelsi fyrir að JMkafa kveikt í íbúð að Garða- stræti 13a og Gistihúsinu Braut- arholti 22 aðfaranótt 7. septem- ber 1987 og valdið þannig eignatjóni og stofnað lífi fólks I hættu. Þegar Hörður kveikti í íbúðinni að Garðastræti 13a svaf félagi hans þar ölvunar- svefni og hlaut alvarleg bruna- sár. Hörður á lögheimili að Múlasíðu 3a á Akureyri en er fæddur í Hafnarfírði árið 1961. Til frádrátt- ar fangelsisdóminum kemur gæsluvarðhaldsvist Harðar frá 9. september 1987. Hann var einnig dæmdur til að greiða Húsatrygg- ingum Reykjavíkur kr. 1.360.180, með almennum vöxtum frá 7. september 1987 til greiðsludags, 75.000 króna málsvamarlaun skipaðs verjanda síns, Andra , Ámasonar hdl. og 75.000 króna ''•aksóknarlaun í ríkissjóð. heimskautssvæðinu eins og Suð- urskautslandinu. Ósonlagið hefur þynnst yfír Nor- egi á vetuma um 6 til 7% frá árinu 1970, að sögn norska jarðeðlisfræð- ingsins Frode Stordals. Umhverfis- málaráðherra Noregs, Sissel Ron- beck, sagði nýlega að ætlunin væri að setja strangari reglur í Noregi, en þær sem í gildi eru í öðrum lönd- um, um efni sem talin eru ayða óson- laginu. Norskir sérfræðingar óttast að þynning ósonlagsins yfír Noregi getið valdið því að 12% fleiri Norð- menn fái húðkrabbamein en ella. Sjá frásögn á bls. 20. Morgunblaðið/Sverrir Á Egilsstöðum í gær. Hrafnkell A. Jónsson, Þórarinn V. Þórarinsson, Guðlaugur Þorvaldsson, Eiríkur Stefánsson, og Björn Grétar Sveinsson. Snótarkonur samþykktu og frestuðu verkfallinu Egilsstöðum. Frá Huga ólafssyni blaðamanni Morgunblaðsins. STJÓRN og trúnaðarmannaráð | an eitt í nótt, bráðabirgðasamko- Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi, sem stóð framundir klukk- umlag það sem gert var í Eyjum í fyrrinótt og þar með að fresta verkfalli félagsins ótímabundið. í samkomulaginu felast ellefu breytingar frá síðasta samningi Snótar og viðsemjenda félagsins, þ.á.m. ákvæði um áunnin veik- Tilmæli iðnaðarráðherra í ríkissljórn: Erlendir ferðamenn fái söluskatt endurgreiddan Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, hefur lagt fram í ríkisstjórn tilmæli um að sá háttur verði tekinn upp sem allra fyrst að söluskatt- ur af vörum keyptum hér á landi verði endurgreiddur erlendum ferða- mönnum við brottför héðan. í grannríkjum okkar geta erlendir ferðamenn fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af þeim vörum sem þeir kaupa í landinu. Mismunandi fyrirkomulag er á endurgreiðslunni, eftir löndum, en þessi endurgreiðsla er liður í samkeppni um erlenda ferðamenn. Verzlunarráð íslands sendi iðnað- arráðherra erindi um þetta mál fyrir áramótin, en það hefur mikla þýð- ingu fyrir verzlanir, sem erlendir ferðamenn skipta við, og sér í lagi fyrir ullariðnaðinn. Gert er ráð fyrir að eyðsla er- lendra ferðamanna hér innanlands verði í ár yfir 3.000 m.kr. og að hver erlendur ferðamaður eyði að meðaltali 25.000 krónum. Þar af er gert ráð fyrir að kaup þeirra í smá- söluverzlununum nemi a.m.k. 300 m.kr. og að söluskattur nemi a.m.k. 50-60 m.kr. Erindi þetta mun nú til athugunar í fjármálaráðuneytinu. indaréttindi, ákvæði um mat á starfsreynslu og ákvæði um des- emberuppbót, sem framvegis mun taka áfangahækkunum nýs kjarasamnings. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja frestaði á fundi i gærkvöidi að taka afstöðu til bráðabirgðasamkomulagsins. Fyrsti sáttafundurinn var hald- inn á Egilsstöðum í gær. „Ég held að ég geti sagt að árangúrinn af fundinum hafi verið vonum fram- ar,“ sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið þegar fundi samninganefnda Vinnuveit- endasambandsins og Alþýðusam- bands Austurlands lauk á Hótel Vaiaskjálf á Egilsstöðum um ld. 22.30 í gærkvöldi. „Það urðu engir árekstrar og það þokaðist nokkuð í smærri málunum, en það var ekki tekið á neinum stór- um málum á fundinum,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, varaforseti ASA. Aðrir tóku í sama streng og sögðu að mjög jákvætt andrúmsloft hefði ríkt á fundinum og vel hefði miðað áfram, en eftir væri þó að taka á launaliðunum og öðrum helstu stór- málunum, svo sem starfsaldurs- hækkunum og vinnutíma. Fundur samninganefndanna hófst á Egilsstöðum um þijúleytið í gær eftir að ríkissáttasemjari og fulltrúar vinnuveitenda komu flugleiðis þang- að frá Vestmannaeyjum þar sem gengið var frá bráðabirgðasam- komulagi um frestun verkfalls Snót- ar og Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja. Fjórar undirnefhdir ASA og vinnuveitenda ræddu í gær einstök atriði í kröfugerð ASA; um fast- launasamning, yfirvinnu og desemb- eruppbót, sérstakt álag fyrir sérhæft fiskvinnslufólk, starfsaldurshækk- anir og fleiri atriði. Áformað er að aðilar haldi aftur með sér fund kl. 9—11 í dag, en að því búnu halda fulltrúar vinnuveitenda til Reykjavíkur til viðræðna við samn- inganefndir landssambanda iðn- verkafólks og verslunarfólks, sem heíjast eiga kl. 3 í dag. Á mánudag- inn er síðan áformað að vinnuveit- endur ræði við Alþýðusamband Norðurlands á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næstu viðræð- ur vinnuveitenda og ASA verða haldnar, en væntanlega verður það eftir Akureyrarfundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.