Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 13 Vestfirðir: Áframhaldandi fólksflótti eða jarð- göng um Breiðadals- og Botnsheiðar ísafirði. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Mikið fjölmenni var á ráðstefnu Fjórðungssambands Vestfjarða um jarðgang,ag,erð á Vestfjörðum. Hér er Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður Vestfirðinga í ræðustól. Á kortinu sést svæðið sem jarðgöngin munu tengja saman í eitt atvinnu- og þjónustusvæði, allt frá Þingeyri til ísafjarðar og Bolungarvíkur. Göngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði og tengja saman ísafjarðardjúp, Súg- andafjörð og Ónundarfjörð með þéttbýlisstöðunum Isafirði, Suð- ureyri og Flateyri, en brú kemur á Dýrafjörð og tengir við Þing- eyri. I tillögum Fjórðungssambands Vestfjarða er gert ráð fyrir þríarma göngum með gatnamótum undir Þverfjalli og munnum sem opnast út í Tungudal, Botnsdal og Breiðadal (sjá B-göng á litla kortinu). Onnur hugmynd er i skýrslu Vegagerðarinnar, göng í tvennu lagi sem koma út í botni Súgandafjarðar og liggja þaðan í báðar áttir (sjá tillögu A). Fjórðungssamband Vestfjarða efndi nýlega til ráðstefnu með sveitarstjórnamönnum á norðan- verðum Vestfjörðum og embætt- ismönnum ríkisins um jarð- gangnagerð á Vestfjörðum. Mik- ið fjölmenni var á ráðstefnunni og greinilegt að þarna var á ferðinni mikið alvörumál. Allir málflytjendur lögðu á það áherslu að tryggar heilsárssam- göngur milli þéttbýlisstaðanna á svæðinu væru grundvöllur áframhaldandi byggðar. Allir töldu það fyrirséð að göngin yrðu grafin, en menn höfðu mis- jafnar skoðanir á hversu fljótt yrði hafist handa. Jónas Ólafsson, formaður Fjórð- ungssambands Vestflarða, setti ráðstefnuna og tilnefndi Kristján K. Jónasson, forseta bæjarstjómar ísaijarðar, fundarstjóra. Fólksf ækkunin álíka og í stórubólu og svartadauða Bjami Einarsson, aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, var fyrstur frummælenda. Hann gat þess að nú væri aldarfjórðungur síðan hann og dr. Benjamín Eiríksson lögðu til, eftir að hafa kannað aðstæður, að jarðgöngyrðu grafín úr Skutuls- firði yfír í Onundarfjörð. Þá voru þeir taldir skýjaglópar sem vart væri mark takandi á. Síðán hefði þó sú breyting orðið að flestir teldu sjálfsagt að fara í jarðgangnagerð, enda áætlað að heijja gerð fyrstu stóm gangnanna á Islandi í gegn- um Ólafsfjarðarmúla á þessu ári. Bjami sagði að byggðaröskun hefði verið svo stórkostleg á landinu frá 1950 og nú væri svo komið að eyðing byggða væri orðin svo alvarleg að engu væri við að líkja nema stómbólu og svarta- dauða. Hann sagðist margoft hafa varað stjómmálamenn við hvað væri að gerast en þeir hafi ekki viljað hlusta. Atvinnuþróun varð með nokkuð öðmm hætti á íslandi á þessari öld en í nágrannalöndunum í stað þess að fara úr frumvinnslugreinum í iðnað og síðan í þjónustu hafi ís- lendingar stokkið beint úr fmm- vinnslugreinunum yfir í nútíma þjónustusamfélag. Átvinna í þjón- ustugreinum kallar fyrst og fremst á stóran markað, því hafi stærsta markaðssvæði í kring um Reykjavík þanist út en litlu mark- aðssvæðin dregist saman að sama skapi. Sem dæmi gat hann þess að um síðustu aldamót hafí ísa- fjörður verið næst stærsti bær landsins og í ömm vexti, en 1910 snerist dæmið við og síðan hefur svæðið viðstöðu4ust verið að tapa íbúum. Bjami taldi að ef takast ætti að snúa þróuninni við hér vestra yrði að tengja byggðimar í eitt mark- aðssvæði og slíkt væri útilokað öðmvísi en með jarðgöngum. Tæknilega f ramkvæmanlegt Gísli Eiríksson, umdæmisverk- fræðingur Vegagerðarinnar á ísafírði, sagði að fyrir lægi verk- áætlun til undirbúnings jarð- gangnagerðarinnar og verkfræði- lega séð væri ekkert því til fyrir- stöðu að hefja framkvæmdir við vegalagningu að jarðgangaopunum á næsta ári, forval og útboð færi fram 1991 og að framkvæmdimar gætu hafist 1992. Hafa bæri hins- vegar í huga, að ennþá væri ekki búið að ganga frá fjármagni vegna Ólafsfjarðargangnanna og því síður að farið væri að ræða um fjármögnun jarðgangna á Vest- fjörðum. Þá benti hann á að í út- boðsgögnum fyrir jarðgöngin í Ól- afsfjarðarmúla væri nú gert ráð fyrir einbreiðum göngum, en sú ákvörðun breytti notagildi gangn- anna mjög mikið. Afkastamestu frysti hús landsins Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri á Flateyri, ræddi um kosti jarðgangnanna fyrir atvinnu- lífíð. Hann gat þess að nú þegar væri mikið samstarf milli fískiðju- vera á svæðinu. Ef til vill mikið meira en menn gerðu sér grein fyrir og miklu meira en væri meðal Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri á Flateyri ræddi um kosti jarðgangnanna fyrir atvinnulífið á ráðstefn- nnni. sveitarstjómanna. Helstu vand- kvæðin í samrekstri fískvinnsluver- anna væru samgöngumar yfír Breiðadals- og Botnsheiðar þar sem gera mætti ráð fyrir samgöngu- truflunum hálft árið. Eitt meginatriði þess að Vest- fírðingar hafa ekki haft áhuga á fiskmarkaði líkt og kominn er í flesta landshluti er sá að ekki er hægt að tryggja eðlilegar sam- göngur. Einar Oddur varaði við þeim röddum sem nú væm víða háværar um að frysting fiskafurða væri að verða úrelt. Staðreyndin væri að markaður fyrir frystan fisk í helstu markaðslöndum okkar hefur verið að stækka með hveiju árinu og engin ástæða til að ætla að þar verði breyting á í sjáanlegri framtíð. Auk þess væri það viður- kennd staðreynd að fískvinnsla væri arðsamasta matvælafram- leiðsla í Evrópu. Á því atvinnu- svæði sem skapaðist með jarð- göngum undir heiðamar tvær yrði mesta afkastageta á frystum sjáv- arafurðum á íslandi. Auk þess eru hér fyrir landi aflasælustu fiskimið landsins á þeim fiskitegundum sem frystiiðnaðurinn notar mest. Þetta eitt réttlætir og undirstrikar mikil- vægi þessara jarðgangna, sagði Einar Öddur. Erfitt um félagslíf vegua fámennis Bergur Torfason, sparisjóðs- stjóri, ræddi um mikilvægi sam- gangna og þá örðugleika sem fá- menn sveitarfélög ættu í oft á tíðum vegna samgönguerfiðleika. Hann sagði Dýrfírðinga verða illa úti, ekki bara vegna Breiðadals- heiðarinnar heldur einnig vegna erfiðra veðurskilyrða í botni Dýra- fjarðar, en þar teppist vegurinn oft þótt annars staðar sé vel fært. Hann sagði að einangrunin væri nú orðin slík að menntafólk og embættismenn stoppuðu mjög stutt eða fengjust alls ekki. Nefndi hann sem dæmi, að á Þingeyri gengju læknar undir nafninu „mánaðar- skammtar", því fólk væri hætt að reyna að leggja á sig að vita hvað þeir heita hveiju sinni. í skólamál- um sagði hann ástand svo alvarlegt að nú dygði ekki allur nemenda- §öldi á norðanverðum Vestíjörðum til að fylla einn flölbrautaskóla. Verslun er nú að hverfa úr þorp- unum ýmist til ísafjarðar eða Reykjavíkur, en ástæðuna taldi Bergur vera að hluta vegna erfið- leika við dreifíngu neysluvöru á svæðinu. Miklar umræður urðu meðal fundarmanna. Birgir Guðmunds- son frá Ingjaldssandi, óttaðist að byggð legðist af ef bíða þyrfti eftir jarðgöngum í 10—15 ár. Hann lagði til að lagður yrði sérstakur skattur á íbúa svæðisins til að hefja framkvæmdir strax. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari á ísafirði, ræddi um þá möguleika á sviði félagsmála sem opnaðist með tryggum vetrarsam- göngum. Hann gat þess að Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði og heilsugæslustöðin kæmu að betri notum. Ungmenni ættu greiðari aðgang að skólakerfínu auk þess sem ýmis menningarstarfsemi eins og leiklist, kórastarf og íþróttaiðk- un myndi styrkjast. Ólafur Þ. Þórðarson, alþingis- maður, gat þeirrar byltingar sem orðið hefði í samgöngumálum Qórðungsins frá æskudögum hans, en hann var mjólkurpóstur í Súg- andafirði sem drengur og flutti þá mjólkina á hesti, sem notaður hafði verið við fyrstu vegagerðina yfir Botnsheiði. Hann gat um ýmsar framkvæmdir sem nú væru í gangi á Vestíjörðum í vegamálum. Ólafur lagði á það áherslu að of langt væri að bíða til aldamóta eftir jarðgöngum. Hann sagði að efnahagsleg tilvera íslendinga byggðist á fískveiðum og því yrði að tryggja hagsmuni þeirra byggða sem næst fiskimiðunum væru. Hann taldi að vaxtarsprengja yrði á ísafirði í kjölfar samgöngubó- tanna, en síðan mundi íbúum fara að fjölga aftur i nágrannabyggðun- um. Ólafur vildi að Vestfirðingar féll- ust á að styrkir til Skipaútgerðar ríkisins yrðu felldir niður og þær fjárhæðir lagðar í jarðgangnagerð fyrst á Vestfjörðum og síðan á AustQörðum, síðan kæmi til mikill sparnaður í snjómokstri sem nota mætti í sama tilgangi. Sighvatur Björgvinsson, alþing- ismaður, ræddi um vanda Skipaút- gerðar ríkisins sem yrði að taka á nú þegar. Hann sagði jafnfamt að jarðgöng yrðu ekki gerð á grund- velli vegalaga, þar þyrftu að koma til sérstakar aðgerðir. Sighvatur lagði mikla áherslu á að menn stæðu með Ólafsfirðingum um þeirra jarðgöng og að gerð þeirra yrði hraðað. Hann vildi að nú þeg- ar hæfust viðræður milli ríkisins og sveitarstjóma á svæðinu um samnýtingu mannvirkja og nefndi þar sérstaklega hafnir. í lok ráðstefnunnar var sam- þykkt eftirfarandi ályktun. „Fundur sveitarstjórnamanna í ísafjarðarsýslum, Bolungarvík og ísafirði, haldinn á ísafírði 26. fe-'' brúar 1988, fagnar eftirtöldum skýrslum um jarðgangamál: 1. Önundarfjörður — Súganda- flörður — ísafjarðardjúp, frum- athugun á jarðfræðilegum að- stæðum við gerð jarðgangna á Vestfjörðum. 2. Skýrsla nefndar um jarð- gangaáætlun. 3. Jarðgöng á Vestfjörðum. Það er álit fundarins að skýrslur þessar varpi ljósi á áætlað umfang verkefnisins. í einni skýrslunni komi fram, að ekki verði hægt að tryggja fullnægjandi akvegasam- band milli Skutulsfjarðar annars vegar, og Súgandaíjarðar og Ön- undarfjarðar hins vegar, nema með veggöngum. Fundarmenh líta því svo á, að það sé ekki lengur spurn- ing um, hvort gera eigi jarðgöng, heldur að ljúka nauðsynlegum und- irbúningsrannsóknum og hefjast handa um framkvæmdir. Fundurinn bendir á, að á fyrr- greindu svæði, eru búsettir nálega tveir af hveijum þremur Vestfirð- ingum. Með veggangatengingu verði svæðið samfellt atvinnu- og þjónustusvæði, auk þess sem möguleikar til félagslegra sam- skipta muni stóraukast. Fundurinn skorar á Alþingi ís- lendinga (samgönguráðherra) að taka nú þegar ákvörðun um gerð tvíbreiðra jarðganga milli Skutuls- fjarðar,Súgandafjarðar og Önund- arfjarðar, og tryggja jafnframt fjáimagn til verksins þannig að því verði lokið eigi síðar en 1993.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.