Morgunblaðið - 18.03.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.03.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 Mandsmeistarakeppni í „Freestyle“-dönsum íslandsmeistarakeppni ungl- inga í „Freestyle“-dönsum 1988 verður haldin í Tónabæ í dag, föstudag. Um síðustu helgi voru haldnar forkeppnir í íslandsmeistarakeppni unglinga í „freestyle“-dönsum á sjö stöðum á landinu, þ.e. Akranesi, ísafirði, Eskifirði, Vestmannaeyj- um, Garðabæ og í Tónabæ. Alls komust 12 hópar og 12 einstakling- ar í úrslit og munu þeir keppa um 1., 2. og 3. sæti í Tónabæ í dag. Þessi íslandsmeistarakeppni er nú haldin 7. árið í röð og er það Félagsmiðstöðin Tónabær sem sér um framkvæmd keppninnar eins og áður og Dansráð Islands sér um dómgæslu. Sjónvarpið mun í ár, eins og undanfarin ár, taka keppn- ina upp. Þeir sem styrkt hafa keppnina með glæsilegum verðlaunum eru: Samvinnuferðir/Landsýn, Flugleið- ir, Astund, Sportvöruþjónustan, Blómaval, Wella-umboðið, Hard Rock Café, Verksmiðjan Vífílfell og Tónabær. Húsið opnar kl. 19.45 og keppnin hefst kl. 20.30. Tónskóli Sigursveins: Tónleikar í Gerðu- bergi og Neskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur ferna tón- leika nú fyrir páskana. Þrennir tónleikar verða í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi og einir í Neskirkju. Nemendatónleikar verða kl. 14 laugardaginn 19. mars í Gerðu- bergi og tónleikar framhaldsnem- enda gítardeildar kl. 15.30 á sama stað. Sunnudaginn 20. mars verða nemendatónleikar í Neskirkju kl. 16. Föstudaginn 25. mars verða svo tónleikar hljómsveita í Menningar- miðstöðinni við Gerðuberg. Þar koma fram hljómsveitir tónskólans og flytur hver um sig hluta af við- fangsefnum vetrarins. Allir eru velkomnir á tónleikana. (Fréttatilkynning) ( . <' 8 ‘ 8 ís i Raufarhafnarhöfn. Raufarhöfn: »/ • Morgunblaðið/Helgi Hafísmn horfinn til hafs SÁ ís, sem var að hrella menn á Norður- og Norðausturlandi, er nú horfinn til hafs. Einstaka eftirlegukindur eru þó á skerj- um og á fjörum. Inn á höfnina á Raufarhöfn komst talsvert af smáum ísjök- um, sem nú eru að angra bátaeig- endur en nú fer að líða að grá- sleppuvertíð og grásleppukarlar famir að hugsa um báta sína og veiðarfæri. Tveir þorskanetabát- ar voru búnir að leggja net sín áður en ísinn kom hér út af. Þeir tóku upp netin en lögðu svo aftur í gær. Rauðinúpur er á svokölluðu togararalli en Fiskiðja Raufarhafnar fékk um 30 tonn af físki frá Þórshöfn svo það er ekki alveg atvinnuleysi hjá fisk- verkunarfólki eins og er hvað sem verður vegna fískleysis og verk- falla en verkafólk á Raufarhöfn hefur boðað yfirvinnubann í næstu viku. - Helgi Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar heldur ferna tónleika nú fyrir páska. Leikmannastefna kirkjunnar um helgina LEIKMANNASTEFNA kirkjunnar, hin önnur i röðinni, verður haldin nú um helgina í Kirkjuhúsinu við Suðurgötu i Reykjavík og í Bústaðakirkju. Stefnuna sækja fulltrúar úr öllum prófastsdæmum landsins og auk þeirra leikmenn úr Kirkjuráði. Mimi Rogers og Tom Berenger i hlutverkum sinum i kvikmynd- inni „Einhver til að gæta min“ sem sýnd er í Stjörnubiói. „Einhver til að gæta mín“ frumsýnd í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á nýrri, bandariskri saka- málamynd, „Einhver til að gæta mín“ (Someone to watch over me), með Tom Berenger, Mimi Rogers og Lorraine Bracco í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Ridley Scott. Mike Keegan (Tom Berenger) er nýbakaður rannsóknarlögreglu- maður í New York. Fyrsta verkefni hans er að gæta ungrar konu, CJaire Gregory (Mimi Rogers), en hún er sjónarvottur að morði. Lífi þeirra beggja, svo og eigin- konu Mikes og sonar, er ógnað þegar morðinginn ákveður að myrða eina vitnið að voðaverkinu. Tónlist í myndinni er m.a. flutt af Sting, Fine Young Cannibals, Robertu Flack, Steve Wihwood og Jrene Dunn. (Fréttatilkynning) Fyrsta leikmannastefnan var haldin í fyrra að frumkvæði Pét- urs Sigurgeirssonar biskups og var þá kosin nefnd til þess að móta verksvið hennar og form. Bima Friðriksdóttir í Kópavogi mun hafa framsögu um störf þessarar nefndar á laugardagsmorgun, en eftir hádegið verður erindi um þátt Jeikmanna í kirkjulegu starfi sem Ragnheiður Sverrisdóttir djákni flytur. Síðdegis sama dag verða kynnt og lögð fram þau mál sem vísað hefur verið til Leik- mannastefnu af ýmsum kirkjuleg- um aðilum, t.d. um breytingar á lögum um biskupskjör og veitingu prestakalla. Leiðrétting: Höfundar hafbeitar- greinar Höfundar greinar um þróun hafbeitar á næstu árum sem birt- ist í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins i gær, fimmtudag, voru rang- lega kynntir. Höfundarnir eru Valdimar Gunnarsson, sjávarú.t- vegsfræðingur hjá Veiðiniála- stofnun og dr. Vigfús Jóhanns- son fiskifræðingur og deildar- stjóri fiskeldisdeildar Veiðimála- stofnunar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Á sunnudag verður fundum fram haldið í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Verður þar kosið Leikmannaráð og málum lokið. Leikmannastefnunni lýkur með messu í Bústaðakirkju kl. 14.00 og fulltrúar verða síðan í boði bisk- upshjóna síðdegis sama dag. Á leikmannastefnunni sitja átján manns, einn úr hverju próf- astsdæmi, nema tveir úr Reykjavík, auk kirkjuráðsmann- anna Gunnlaugs Finnssonar frá Hvilft og Kristjáns Þorgeirssonar úr Mosfellsbæ. Aðrir fulltrúar eru: Múlaprófastsdæmi: Magnús Einarsson, Austfjarðaprófasts- dæmi: Sigrún Gísladóttir, Skafta- fellsprófastsdæmi: Guðný Guðna- dóttir, Rangárvallaprófastsdæmi: Haraldur Júlíusson, Árnespróf- astsdæmi: Óli Þ. Guðbjartsson, Kjalamesprófastsdæmi: Helgi K. Hjálmsson, Reykjavíkurprófasts- dæmi: Bima Friðriksdóttir og Gísli H. Ámason, Borgarfjarðarpróf- astsdæmi: Magnús B. Jónsson, Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmi: Halldór Finnsson, Barða- strandarprófastsdæmi: Úlfar Thoroddsen, ísafjarðarprófasts- dæmi: Emil Hjartarson, Húna- vatnsprófastsdæmi: Guðrún Guð- mundsdóttir, Skagafjarðarpróf- astsdæmi: Árdís Björnsdóttir, Eyjafjarðarprófastsdæmi: Jón Oddgeir Guðmundsson og Þingeyj- arprófastsdæmi: Margrét Lárus- dóttir. (Fréttatilkynning) Einn þátttakendanna í dans- og leiksýningunni sem MH- ingar færa upp í kvöld. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Dans- og* leik- sýningin „Gullin mín“ DANS- og leiksýning verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 18. mars kl. 21 í Hátíðarsalnum. Sýningin hefur hlotið nafnið „Gullin mín“. Það er Dansfélag MH (Lodd- aramir) sem sýnir. Leikstjóri er Shirleen Blake og tónlist samin af Eyþóri Amalds. Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) Óttar Felix Hauksson, sem skemmtir í Hollywood um helg- ina ásamt hljómsveitinni „Sveitin milli sanda“. Óttar Felix skemmtir í Hollywood ÓTTAR Felix Hauksson mun ásamt hljómsveitinni „Sveitin milli sanda“ skemmto í Holly- wood um helgina. Óttar Felix lék í hljómsveitunum Sonet og Pops á árunum 1966—1969. „Sveitin milli sanda hefur að undanfömu sannað ágæti sitt og m.a. spilað við góðar undirtektir í Hollywood," ségir m.a. í fréttatil- kynningu frá Hollywood. Þar segir ennfremur að Ottar Felix hafi komið fram s.l. sumar og hlotið geysigóðar undirtektir. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.