Morgunblaðið - 16.04.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 16.04.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 43 Sléttuhlíðar fyrir raforku. Á Siglu- fírði búa um 1.900 manns. Orkuframleiðsla rafveitunnar var á síðasta ári 19 milljónir kílówatt- stunda. Starfsmannafjöldi rafveitunnar er 9. Opið hús verður í Skeiðsfossvirkj- un í Fljótum, varastöðinni á Siglu- fírði og á verkstæði rafveitunnar í Grundargötu. Rafveita Akureyrar Árið 1921 var hafíst handa um virkjun Glerár og verkinu lokið rúmu ári síðar. í Glerárstöðinni voru 2 vatnsaflsvélar. Síðar var bætt við dieselvél sem var 165 hestöfl. Fyrst var hleypt straumi á kerfí rafveitunnar 30. september 1922. Raforkusalan á síðasta ári var um 100 milljónir kílówattstunda. Starfsmannafjöldi er 35—40 og notendur um 6.600. Opið hús verður í aðveitustöð I við Þingvallastræti og á verkstæði rafveitunnar. Rafveita Reyðarfjarðar Árið 1930 var Búðarárvirkjun virkjuð og reist 200 hestafla jafn- straumsstöð. Árið 1958 var breytt úr jafnstraumi í riðstraum er raf- veitan tengdist samveitu Rafmagns- veitna ríksins. Raforkusalan var á síðasta ári um 12 milljónir kílówattstunda. Sala til upphituna hefur aukist mik- ið undanfarin ár og er nu um 60% af heildarsölu. Fastur starfsmaður er 1 og íbúar á Reyðarfírði eru um 730. Rafveitan hefur opið hús í Raf- stöðinni. Rafveita Selfoss Rafveita Selfoss var stofnuð árið 1947. Rafveitan kaupir raforku frá Rafmagnsveitum ríksins og dreifir henni um Selfossbæ. Þar að auki sér rafveitan um rekstur Rafveitu Hveragerðis, Rafveitu Eyrarbakka og Rafveitu Stokkseyrar. Raforkusalan á síðasta ári var um 17 milljónir kílówattstunda. Starfsmenn eru 7 og notendur um 1.600. Rafveitan verður með opið áhaldahúsið á Eyrarvegi 39. Rafveita Stokkseyrar og Eyrarbakka Rafveitumar fengu rafmagn frá Sogsvirkjun 1946 en höfðu um ára- bil verið reknar með dieselvél. Á síðasta ári voru þær samreknar með Hitaveitu Eyra. Orkuveitusvæði veit-unnar eru þorpin sjálf og kaup- ir hún raforku af Rafmagnsveitum ríkisins. Raforkusalan á síðasta ári var um 11 milljónir kílówattstunda. Fastir starfsmenn eru 3 og íbúar svæðisins um 1.050. Opið hús í húsi hitaveitunnar á Eyrarbraut 49. Rafveita Vestmannaeyja Rafveita Vestmannaeyja tók til starfa 1915. Rafveitan kaupir raf- orku af Rafmagnsveitum ríkisins og er orkan flutt til Eyja í gegnum 2 sæstrengi. Sá fyrri var lagður 1962 og getur flutt 7 milljónir watta (MW) og sá síðari var lagður 1978 og er flutningsgeta hans 27 MW. Einnig hefur rafveitan um 4,8 MW í dieselstöðvum. Raforkusalan á síðasta ári var um 39 milljónir kílówattstunda. Starfsmannafjöldi er 13 og íbúar Vestmannaeyja um 4.700. Rafveitan verður með opið hús og verða vélasalur, aðstaða og að- veitustöð á Skildingarvegi opin. Hitaveita Suðurnesja Með sameiningu Hitaveitu Suður- nesja og rafveitna sveitarfélaga á Suðumesjum árið 1985 urðu að veruleika þær hugmyndir að hita- veitan sæi um alla orkusölu og dreif- ingu á svæðinu. Orkuveitusvæði hitaveitunnar er allur Reykjanes- skaginn. Orkuverið í Svartsengi framleiðir um 50 milljónir kílówattstunda á ári til dreifíngar á dreifineti veit- unnar. Starfsmenn eru 70 og notendur um 20.000. Hitaveita Suðumesja hefur opið orkuverið í Svartsengi. Stykkishólmur: Opið hús hjá Rafmagns veitunni Húsakynni Rafmagnsveitna ríkisins i Stykkishólmi. Stykkishólmi. NÚ STENDUR yfir norrænt tækniár og í tilefni af því verður opið hús hjá Rafmagnsveitum ríkisins i Stykkishólmi á morgun milli kl. 14 og 17. Svo verður einnig víða um land. Starfsemi fyrirtækisins verður kynnt og spurningum fólks um starfsem- ina svarað. Fréttaritari átti stutt samtal við Ásgeir Ólafsson for- stjóra RARIK i Stykkishólmi nm starf hans og Rafveitunnar. „Það má segja að stærsta átak í raforkumálum Stykkishólms hafí verið 1948 þegar stór rafstöð þess tíma var reist hér, en áður höfðu systumar á sjúkrahúsinu rekið litla stöð til ljósa, sem knúin var olíu. RARIK kemur svo inn í dæmið 1958 og kaupir rafstöðina af hreppnum. Olíukyndingu var hætt að mestu en lína frá vatnsorkustöð- inni í Ólafsvík tengd. Síðan var 66 kW lína byggð árið 1974 frá Vatns- hömrum í Borgarfírði, vestur Mýrar að Vegamótum og árið eftir lögð lína yfír Kerlingarskarð að Voga- skeiði við Stykkishólm. Þá má segja að varanleg raforka hafí komið hingað. Nú eru úrtök á Vesturlandi í aðveitustöðvum byggðalínu í Brennimel á Hvalfjarðarströnd, Vatnshömmm í Borgarfírði og Glerárskógum í Dölum. Hér er svo svæðisskrifstofa fyrir Vesturland og um leið birgðastöð.“ Þessari skrifstofu stýrir Ásgeir. Við ræddum saman um raforku- verðið. „Það er vissulega þess vert,“ segir Ásgeir, „og þörf umræða, en málið er við hvað er miðað. Ef við miðum við Hitaveitu Reykjavíkur eða olíuverð þá er húshitunarverð RARIK óhagstætt en ef við miðum við heildsöluverð Landsvirkjunar á raforku þá er verð RARIK til hús- hitunar mjög hagstætt. Vandamálið er verð Landsvirkjunar. En þrátt fyrir þetta leggur RARIK 17 aura með hverri kWst sem það selur við- í TILEFNI 60 ára afmælis Iðn- skólans í Hafnarfirði verður opið hús hjá skólanum í dag, laugar- daginn 16. apríl, frá kl 11 til 15. Skólinn er til húsa á tveimur stöðum, Reykjavíkurvegi 74 og að Flatahrauni (verknámið). Kennarar og nemendur taka á móti gestum og fræða þá um nám skiptamönnum sínum. Þetta er stór peningur miðað við að sl. ár nam þessi upphæð 50 milljónum. Ég hef til gamans tekið til athugunar verð á raforku. Miðað við 400 rúmmetra og störf í skólanum. Mest aðsókn er í hár- og raf- magnsiðnir og tækniteiknun. Skól- inn er í fararbroddi í kennslu í tölvu- stýrðum vélum og tölvuteikningu. í skólanum stunda nú 160 nem- endur nám í dagskóla og 12 nem- endur stunda meistaranám í kvöld- skóla. Kennarar og leiðbeinendur hús til upphitunar, 3.500 kW til heimilisnota kosta jafnmikið og að reykja 32,3 sígarettur á dag og þá sjá menn að það er ekki sama við hvað er miðað.“ — Ámi eru 22, nokkrir þeirra í hlutastörf- um. Skólastjóri er Steinar Steinsson, tæknifræðingur. Fyrsti skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfírði var Emil Jónsson, fyrrverandi ráðherra. (Fréttatilkynning) Hafnarfjörður: Opið hús hjá Iðnskólanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.