Morgunblaðið - 16.04.1988, Page 53

Morgunblaðið - 16.04.1988, Page 53
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 53 Hafnarfjörður; Bílbelti bjargaði í hörðum árekstri MJOG harður árekstur varð á Reykjanesbraut á miðvikudags- morgun þegar fólksbifreið lenti fyrir stórri bifreið með tengi- vagni. Kona, sem ók fólksbif- reiðinni, var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar eru ekki al- varleg. Þykir það með ólíkind- um, vegna þess hversu harður áreksturinn var og þykir fullvíst að bílbelti hafi bjargað konunni. Slysið varð um kl. 8 á Reykja- nesbraut, í svokallaðri Reykdala- brekku, sem liggur upp með Kinn- unum i Hafnarfírði, við kirkju- garðinn. Konan ók bifreið sinni niður brekkuna, en missti stjóm á henni með þeim afleiðingum, að bifreiðin skall utan í grindverki, snerist og lenti fyrir stórri bifreið, sem ekið var upp brekkuna. Stóra bifreiðin, sem var með tengivagn í eftirdragi, skall aftan á bifreið konunnar, sem hlaut af nokkur meiðsli, þó ekki alvarleg. Hún var flutt á slysadeild, nokkuð skorin á höfði. Bifreið hennar er gjörónýt. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- fírði þykir með ólíkindum að ekki hafí farið verr og er talið fullvíst að bílbeltið hafí bjargað konunni. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖQN Mátt þú sjá af 332 krónum á dag?* Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipur í um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f, Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. *LANCIA SKUTLA kostar kr. 320þús.kr. stgr. Útborgun kr.80.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr.10.113 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. (Gengisskr. 15.338) Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! BILABORG HF FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99 Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. Hefizr Jþú liucjleitt að með kaupum á Chevrolet Monza er peningum þínum varið í rúmgóðan og ríkulega búinn fjölskyldubíl sem hannaður hefur verið eins og fyrir íslenskar aðstæður? Þú getur valið um fjórar mismunandi útgáfur afMonza, allt frá Monza SL/E með 1,8 lítra vél, beinskiptingu og vökvastýri til lúxusbílsins Monza Classic S/E með 2 lítra vél og sjálfskiptingu, auk alls lúxusbúnaðar og meira að segja fullkomnu þjófavarnarkerfi. Mwmmm Láttu ekki hjá líða að reynsluaka Chevrolet Monza áður en þú gerir bílaka upin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.