Morgunblaðið - 16.04.1988, Page 55

Morgunblaðið - 16.04.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 55 SUSKE OG VISKE Heljur úr belgískri teiknimynda- söguá Islandi Frá Kristófer Má Kristinssyni í Brussel. Framar öðrum þjóðum hafa Belgar dálæti á teikni- myndasögum, enda eru flestir frægir Belgar hetjur af því tagi. Nægir að minna á hinn síunga Tinna, Strumpana, Sval og félaga og Viggó viðut- an. Á þessu vori bætast að líkindum í þennan hóp belgí- skra innflytjenda til íslands, Suske og Viske. í nóvemberhefti síðasta árs brugðu hetjumar Suske og Viske sér til íslands, komu við í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem Davíð Oddsson tók á móti þeim, áttu stefnumót við Hólmfríði Karlsdóttur sem lagði stund á fóstrustörf í álf- heimum og leystu samskipta- vandamál álfa og trölla á ís- landi á dæmigerðan belgískan máta með því að kynna þeim „belgískt spaghettí", það er franskar kartöflur með til- heyrandi sósujukki og treystu þannig sambandið milli Belgíu og íslands til langframa. Paul Geerts, höfundur og teiknari heftisins um ísland, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að sig hefði alltaf langað til íslands vegna þess að kunningjar hans sem hefðu komið þangað rómuðu mjög fegurð landsins og sér- stöðu. Hann kvaðst ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum, ísland væri með afbrigðum fagurt land, kuldalegt og hlýlegt í senn. Hann sagðist ekki hafa farið til Islands með ákveðinn söguþráð í huga. Hugmyndin að sögunni hefði orðið til eftir komuna til landsins þegar hann hafði skoðað byggðasaf- nið á Skógum og rætt við safn- vörðinn þar, Þórð Tómasson, sem fræddi hann meðal annars um álfa og tröll. Vettvangs teikningarnar eru allar gerðar eftir ljósmynd- um sem Paul Geerts tók í ís- landsferðinni, sem meðal ann- ars skýrir nákvæmni þeirra. Tröll og álfa teiknaði hann samkvæmt þeirri íslensku reglu að álfar eru fallegir og líkir mönnum en tröllin ljót. Til að greina álfa frá mönnum teiknaði hann uppmjó eyru á álfana sem gerir þá framand- lega Íslendingum. Teiknaran- um er vorkunn að hafa prýtt íslensku sauðkindina með hala að hætti sauðíjár í heimahög- um hans, hann er heldur ekki sá fyrsti sem gerir þau mistök sem varla teljst alvarleg. íslandsferð Suske og Viske mæltist vel fyrir í Belgíu, hef- tið seldist í rúmlega 500 þús- und eintökum og fékk góða dóma. Heftin eru að sjálfsögðu gefín út á flæmsku og frönsku. Flæmska upplagið sem jafn- framt er selt í Hollandi er um 450 þúsund eintök en það franska 30 til 40 þúsund. Búist er við því að fyrsta heftið um Suske og Viske á íslensku komi út í júní. Viðmælendur fréttaritara í Belgíu töldu líklegt að íslandsferðin yrði þriðja eða fjórða heftið í röð- inni. Paul Geerts sagðist von- ast til að komast til íslands í tilefni útgáfunnar þar. Uártífjeautm buiit its it rrftr \ttrsJtmtnnfUil ttrn ihmmiteiHn L SUt/hfi \titu, átl n it burpmmlrr nn Ulf&tijéfí*. Bim oiiiwi Vit ian avftrslf máruMn un fMini. tr.ynhrtr umbth ? X & ✓-v Jndrvhkrn7 JndruMÁm} /ysÆcÁ ftp ntn n thr m n Jinf *rf knvJj} Itf Ml itJ yf*uir wi msvr rai rvuin tttmra, aitntu t wra rntutwt iuiimii mrtimM'in lir ttn níi nnc rnn "fmsAœá fLITs Úr belgísku myndasögunni um Suske og Viske. Eins og sjá má hef- ur teiknarinn komið til íslands. Davíð Oddsson borgarstjóri býður ferðalanga velkomna til landaina Flugstöð Leifs Eiríkssonar i belgískri teiknimyndasögu. Jk nnuwe luihtharen m HejldnH -catófc NARSSARSSUAK MICROSOFT HUGBÚNAÐUR bacon ísneiðum hryggur í kótelettur bógurí 1/1 steik beinlaus hnakki í sneiðum Lærið -1 /2 reykt í skinku Pantid strax 25 kg = kr. 7.475,- INNIFALIÐ í VERÐI: Úrbeining, pökkun og merking, grills- teik, bógsteik og hakk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.