Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Fiskeldi: Mikilvægt að hraða uppbygg- ingu strandeldis á Suðurlandi — segja forsvarsmenn seiðaeldisstöðva sem eru uggandi um sinn hag Selfossi. FORSVARSMENN selðastöðva á Suðurlandi eru uggandi um sinn hag vegna dökks útlits með útflutning á seiðum. Þetta á einkum við um þá sem treyst hafa á útflutning. Þeir eru aftur betur settir sem tryggt hafa sér markað fyrir seiðin innanlands i matfiskeldi. Óljóst er hvað gert verður við seiðin náist ekki að flytja þau út. í þvi efni er bent á að gera þurfi átak til þess að hefja framhaldseldi og margfalda þannig verðmæti framleiðsl- unnar í stað þess að láta hana í áætlunum margra seiðastöðva á Suðurlandi var gert ráð fyrir sjóherslu seiðanna fyrir útflutning hjá fyrirtækinu Fjörfiski hf. í Þor- lákshöfn sem áformaði að hefja starfsemi í júní. Af því getur hins vegar ekki orðið vegna þess að framkvæmdum hefur seinkað þar sem fyrirtækið hefur ekki fengið þá bankafyrirgreiðslu sem skilyrt er fyrir útborgun lána til upp- byggingarinnar. Fullyrt er að veruleg vandræði geti komið upp hjá seiðastöðvum á Suðurlandi gangi dæmið ekki upp við bygg- ingu strandeldisstöðvar Fjörfisks hf. í Þorlákshöfn. Það verður að hætta brauðmolapólitíkinni „Miðað við árið í fyrra og spár fyrir árið í ár óraði engan fýrir þessu ástandi. Norðmenn virðast núna halda að sér höndum við seiðakaup. Umboðsfyrirtæki okk- ar í Noregi eru með þreifíngar á markaðnum en staðan er óljós," sagði Snorri Ólafsson eigandi seiðastöðvarinnar Bakka í Ölfusi. Þar er verið að ljúka mikilli upp- byggingu með uppsetningu stórra útikerja. Framleiðslugeta stöðvar- innar nálgast hámarkið sem er 350 þúsund gönguseiði. Snorri benti á að það hefði ekki komið mikill skriður á mark- aðinn fyrr en um miðjan júní þannig að enn væri von til að úr rættist. „Ef sala opnast þarf að undirbúa seiðin í saltvatni í viku til tíu daga og Þorlákshöfn er eina útflutningshöfnin fyrir Suðurland. Norðmenn eru búnir að loka á sjóherslu í Hvalfírði og í Faxaflóa vegna sjúkdómstilfella sem komið hafa upp þar. Væntanleg stöð Fjörfísks hf. í Þorlákshöfn var hugsuð með aðstöðu til sjóherslu. Fjánnögnun þess fyrirtækis lá fyrir í mars og þar stóðst allt nema hvað fyrirgreiðsla í banka- kerfinu fæst ekki. Nokkrar seiðastöðvar á Suður- landi eiga ekki margra kosta völ og veruleg vandræði geta komið ira forgörðum. upp hjá þeim ef Fjörfískur hf. nær ekki að komast af stað. Það gæti því komið upp samdráttur í físk- eldi á Suðurlandi ef þetta dæmi gengur ekki upp.“ Snorri sagði að verulegt um- frammagn yrði af seiðum ef svo færi sem horfði með útflutning- inn. Hann sagði að ef skilningur væri fyrir hendi á því að tífalda verðmæti seiðanna með því að breyta þeim í matfísk þá væri ljóst að það kostaði mikið fé. „En það kostar alltaf peninga að skapa verðmæti. íslenskir físk- eldismenn hafa alla burði til að axla þetta verkefni, til dæmis með því að setja verulegt magn af seiðum í strandeldisstöðvar, í skiptieldi. Nota þannig hlýja sjó- inn fyrir sunnan landið og slátra seiðunum haustið eftir. Þannig má komast hjá hættunni á undir- kælingu og við tryggjum að mark- aðshæfur fískur kemur upp úr sjóeldiskvíunum en þangað fer fískurinn að vori, 6-800 grömm að stærð. Önnur leið út úr vandan- um er að stórauka hafbeit með ákveðna stofna í huga. Þessar hugmyndir hefur Landssamband fískeldis- og hafbeitarstöðva kynnt ráðamönnum og sjóðakerf- inu. Það er alsendis óvíst að seiða- stöðvamar rísi undir áfallinu ef ekki verður bmgðist rétt við. Ef hins vegar verður tekið skynsam- lega á þessum málum og fiskeldis- mönnum gert kleift að stunda eldi í stómm stíl þá emm við með al- heilbrigða stofna og stöndum hverjum sem er snúning hvað gæði snertir. Kæmumst við í að framleiða 10-15 þúsund tonn af laxi höslum við okkur völl á al- þjóðamarkaði og getum gert átak í markaðsmálum og kynningu á íslenskum laxi. Brúttóverðmæti þessa magns er hátt í fjórir millj- arðar og það er því til mikils að vinna. Við verðum að hætta þessari brauðmolapólitík sem viðgengst og bretta upp ermamar. Stjóm- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hörður Falsson stöðvarstjori og Úlfar Antonsson framkvæmda- stjóri Fjallalax. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Snorri Ólafsson eigandi við nýju kerin í eldisstöðinni á Bakka. völd og embættismenn þurfa að gera sér grein fyrir því að það liggja gífurleg verðmæti á borðinu í framleiðslu og fullvinnslu. Hér á Suðurlandi eru komnir tugir ársverka í fiskeldið. Uppbyggingu seiðastöðva er lokið og búið að gefa það út að það þurfí að fara út í matfiskeldi. Það er því mjög slæmt þegar fyrirtæki sem eru tilbúin að fara af stað eru stöðvuð vegna tregðu í kerfinu," sagði Snorri Ólafsson. Strandeldi er besta lausnin „Við erum vel settir varðandi sölu á seiðum, búnir að gera stór- an samning upp á 500 þúsund seiði við Lindarlax og sennilega búnir að selja alla okkar fram- leiðslu sem er um það bil 1300 þúsund seiði," sagði Úlfar Ant- onsson framkvæmdastjóri Fjalla- lax í Grímsnesi. Þessi samningur við Lindarlax er til 5 ára. Hann sagði og að í stöðinni hefðu verið gerðar tilraunir með kynlausan fisk og ætlunin að setja slíkan lax í hafbeit í tilrauna- skyni. Um 50 þúsund seiðum verður sleppt í Lárós á Snæfells- nesi í þessu skyni. „Við höfum áhyggjur af of- framboði á seiðum," sagði Úlfar, „og að þetta verði viðvarandi. Það er nauðsynlegt að hætta upp- byggingu og fjárfestingu fyrir seiðaeldi og fara meira út í mat- fiskeldi. í því efni hentar strand- eldið betur en annað og það gæti byggst upp á Suðurlandi. Við er- um tilbúnir að gera langtíma- samninga við þá sem fara út í strandeldið." Úlfar sagði að óvíst væri hvort rétta leiðin við fjármögnun upp- byggingar í matfískeldi lægi í gegnum opinbera aðila. Slíkt mætti ekki vera leiðandi í þessu efni. Erlendir og innlendir fram- leiðendur búnaðar til stöðvanna hefðu hug á að selja sinn búnað. Það þyrfti að athuga vel með er- lenda eignaraðild, fjármögnun og ábyrgðir. Við þessa uppbyggingu þyrfti ekki endilega að auka skuldasöfnun erlendis. Það sem einnig bæri að hafa í huga væri að 12 þúsund tonna matfiskeldi skapaði 200 ársverk, auk þess sem það krefðist mikillar þjón- ustu. „Við þurfum að íhuga það að skipta á auðlindum við Norðmenn varðandi sölu seiða þangað. Þann- ig að þeir kaupi seiði frá íslandi og fái í staðinn að veiða loðnu úr íslenska loðnustofninum. Þeir geta ekki alið sinn lax nema með loðnumjöli. Það er snjallt að nota svona leiðir til að opna markaðinn í Noregi fyrir seiði. Það ætti að vera allt í lagi fyrir Norðmenn að kaupa héðan 5 milljónir seiða gegn því að fá að veiða loðnu í einhveijum mæli. Svona þurfum við að opna kvóta og beita í því efni norrænni samvinnu á jákvæð- an hátt. íslenskir stjórnmálamenn þurfa að beita sér af hörku til þess að liðka fyrir í þessu efni," sagði Úlfar Antonsson Hjá seiðastöð Vatnaræktar hf. í Ölfusi eru um 170 þúsund seiði í sölustærð og líklegt að verulegur hluti verði eftir lagist aðstæður ekki á markaðnum. Það kemur sér mjög illa því stöðin er að selja frá sér í fyrsta sinn í ár og er í uppbyggingu. Þannig er og ástatt víða. — Sig. Jóns. P! o •Hver af eftiríöldum eyjum nær lengst í norður: Korsíka, Mallorca eða Sardinía? •Hvað hætti EMI að framleiða 17. mars 19597 • í hvaða ítölsku borg fæddist Florence Nightingale? • Hver skráði endurminningar sínar í bókinni Á misjöfnu þrífasl börnin best, sem kom út árið 19867 m • Hvernig dýr er vogmær? • Hv^ða samtök íþróttafólks eru skammstöíuð BSI? J MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. 6000 aukaspurningar og svör ígulu Trivial Pursuit kössunum. Leikur frá Horn Abbot. Framleitt með meö leyfiHorn Abbot internationalItd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.