Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Pakistan:
• /
Stj órnarandstaðan
hyggst ekki taka
þátt í kosningnnum
Flugmaðuriim, Andreas Sommer, kominn i heila höfn í Svíþjóð. Reuter
Rauf sovésku lofthelgina:
Hélt lífinu vegna
leiðtogafimdarins
Ósló. Reuter.
MAÐUR nokkur, austurrískur
borgari, flaug um helgina lftilli
flugvél inn í sovéska lofthelgi
til að minnast þess, að nú er ár
liðið siðan Vestur-Þjóðverjinn
Mathias Rust lenti á Rauða torg-
inu.
Maðurinn, sem er 48 ára gam-
all og heitir Andreas Sommer, lenti
Cessna-flugvélinni sinni í fínnska
bænum Ivalo eftir að hafa rofíð
sovésku lofthelgina en var leyft
að fara frá Finnlandi eftir yfír-
heyrslu. Eftir heimildum innan
norsku stjómarinnar er haft, að
flugmaðurinn geti þakkað það
leiðtogafundinum, að hann var
ekki skotinn niður. Sovétmenn
hafí augljóslega ekki viljað hætta
á neitt, sem spillt gæti fyrir hon-
um.
Lasse Seim, talsmaður norska
utanríkisráðúneytisins, sagði, að
Norðmenn hefðu orðið varir við
ferðir Sommers og látið Sovét-
menn vita en þeir hafí þá þegar
verið viðbúnir komu hans.
Leitin að morðingja Palme:
Holmer snýr aftur
Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
LEITIN að morðingja Olofs
Palme komst á ný í sviðsljósið í
gær þegar dagblaðið Expressen
upplýsti að tveir kunnir menn
ynnu að rannsókn morðsins óháð
lögreglryfirvöldum en með sam-
þykki ríkisstjómar jafnaðar-
manna.
Þeir sem leitað hefur verið til,
allt frá dómsmálaráðherranum
Önnu-Gretu Leijon til lögreglustjór-
ans Nils-Eriks Áhmanns, reyna að
gera sem minnst úr mikilvægi þessa
rannsóknarhóps. Mennimir tveir
eru góðir og gegnir jafnaðarmenn,
Ebbe Carlsson sem áður var blaða-
fulltrúi Lennarts Geijers fyrrver-
andi dómsmálaráðherra og Hans
Holmer lögreglustjóri sem lengi
stjómaði rannsókninni á Palme-
morðinu.
Carlsson og Holmer hafa þekkst
árum saman. Sagan hermir að þeir
fylgi sömu kenningu við rannsókn-
ina og Holmer áður fyrr, þ.e.a.s.
að kúrdar hafí staðið á bak við
morðið. Carlsson hitti forseta írans
í París í apríl eftir að hann sagðist
vita hver morðinginn væri. Nils-
Erik Áhmann lögreglustjóri segir
að þetta hafí verið eina verkefni
Carlssons en dómsmálaráðherrann
viðurkennir að félagamir hafí unnið
fleiri verkefni, kostuð af almannafé,
í þágu rannsóknarinnar.
Málið verður tekið fyrir á þingi
í næstu viku því að borgaraflokk-
amir í stjómarandstöðu segja að
tilvist slíks leynilegs rannsóknar-
hóps ógni réttarörygginu.
Islamabad, Karachi. Reuter.
MOHAMMAD Zia-ul-Haq forseti
Pakistans kom stjórnarandstæð-
ingum í opna skjöldu þegar hann
á sunnudag leysti upp þingið og
rak forsætisráðherrann Mo-
hammad Khan Junejo. Stjórnar-
andstöðuflokkarnir hafa kallað
saman neyðarfundi eftir tilkynn-
ingu forsetans um að kosningar
muni fara fram innan þriggja-
mánaða. Þeir munu ekki taka
þátt í kosningunum.
Benazir Bhutto, formaður Pak-
istanska þjóðarflokksins, sagði í
fyrradag að flokkurinn tæki ekki
þátt í kosningunum sem Zia-ul-Haq
hefur boðaða til. Talsmenn annarra
stjómarandstöðuflokka hafa tekið
sömu afstöðu, þrátt fyrir að talið
sé að flokkamir tapi fylgi hundsi
þeir kosningamar. Bhutto er dóttir
Ali Bhuttos fyrrum forsætisráð-
herra Pakistans, sem Zia-ul-Haq
steypti árið 1977 og lét síðar taka
af lífí. Bhutto sagði að frjálsar og
réttmætar kosningar væru óhugs-
andi undir stjóm Zia-ul-Haq.
Stjómmálaskýrendur í Pakistan
sögðu í gær að ef stjómarandstöðu-
flokkamir hefðu í hyggju að hundsa
kosningamar núna eins og þeir
hefðu gert árið 1985, þegar Zia-ul-
Haq aflétti herlögum þá mættu
þeir búast við að falla f gleymsku.
, Ef stjórarandstaðan á hinn bóginn
hygðist taka þátt í kosningunum,
sem þeir hafa sagt vera spilltar og
óréttlátar, væm þeir að grafa undan
málstað sínum.
„Stjómarandstöðuflokkarnir töp-
uðu fýlgi árið 1985 vegna þess að
þeir tóku ekki þátt í kosningunum.
Ef þeir ekki taka þátt í þeim nú
munu þeir missa enn meira fylgi,“
er haft eftir vestrænum sendirrianni
í Pakistan. Pakistanskur stjóm-
málamaður sagði í samtali við dag-
blaðið Star í fyrradag að staða
stjómarandstæðinga væri erfíð.
„Þeir missa fylgi ef þeir hundsa
kosningamar og líka ef þeir taka
þátt í þeim,“ sagði stjómmálamað-
urinn.
Á meðan stjórnarandstæðingar
kljást við sín vandamál notar Zia-
ul-Haq tímann til að hreinsa til í
flokki sínum. Zia getur útnefnt 100
nýja ráðherra sem veitir honum
mikið svigrúm til íhlutunar í flest
innanríkismál. Hann hefur þegar
sett tvo nýja ráðherra í embætti.
Forsetinn rak forsætisráðherr-
ann,' Mohammed Khan Junejo, á
sunnudag fyrir spillingu og vegna
mistaka hans við að koma á lýð-
ræði í landinu, að sögn forsetans.
Stjómmálaskýrendur og vestrænir
sendimenn em á einu máli um að
ástæða brottvikningar Junejo sé sú
að hann hafí hrifsað til sín of mik-
il völd að mati Zia. Junejo hefur
eftir að Kann var skipaður í emb-
ætti hemaðarráðherra auk forsæt-
isráðherraembættisins farið að
skipta sér af málum hersins, sem
er undir stjóm Zia. Þykir næsta
víst að forsetanum hafí þótt nóg
um afskipti Junejos.
Bandaríkin:
Hagtölur
hækkuðu
í apríl
Washington, Reuter.
HELZTU hagtölur f Bandaríkjun-
um hækkuðu sem nemur 0,2 pró-
setnum í apríl, eða álíka mikið og
spáð hafði verið. Tölumar em
notaðar til að segja fyrir um þró-
un bandarisks efnahagslffs.
Frá því var skýrt á sínum tíma að
hagtölur marz-mánaðar hefðu hækk-
að um 0,8%, en í gær var tilkynnt
að þeir útreikningar hefðu verið rang-
ir og niðurstaðan væri 0,2% hækkun
í marz.
Bandarískar verksmiðjur fengu
1,2% meiri pantanir en í marz og í
marz var aukningin frá febrúar 1,6%.
Byggingaframkvæmdir jukust um
0,1% í apríl miðað við 1,3% aukningu
í marz.
Armenía:
Daglegir mótmæla-
fundir í Jerevan
Moskvu. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna hafa að
undanförnu safnast saman til
daglegra mótmæla í Jerevan,
höfuðborg Armeníu, og krafist
þess, að Nagorno-Karabakh-
hérað í Azerbajdzhan verði
sameinað landinu. Var þetta
haft eftir armenskum embættis-
mönnum í fyrradag.
Einn embættismannanna sagði,
að fólk safhaðist daglega saman
á einu torgi borgarinnar og hefðu
verið þar um 15.000 manns á
mánudag. Þá var haft eftir öðrum,
að búist væri við nýju allsheijar-
verkfalli í Stepanakert, höfuðborg
Nagorno-Karabakhs, til að leggja
áherslu á kröfuna um sameiningu
við gamla landið.
7!ASS-fréttastofa skýrði frá því
í fyrradag, að Boris Kavorkov,
fyrrum fyrsti aðalritari flokks-
deildarinnar í Nagomo-Karabakh,
hefði verið rekinn úr flokknum.
Var sagt, að hann hefði ekki veitt
flokksdeildinni þá forystu, sem
honum bar, en hún samþykkti að
fara fram á endursameiningu við
Armeníu.
Tókýó, Reuter.
Ferðamyndband með sjónvarpi
Stúlkan á myndinni hér að ofan heldur stolt á sambyggðu ferðasjónvarpi og myndbandi sem nýlega kom
á markaðinn í Japan. Hægt verður að fá ferðatækið, sem er á stærð við þykka bókarkilju og vegur að-
eins rúmlega eitt kíló, á almennum markaði í Japan með haustinu og í Bandaríkjunum og Kanada um
næstu áramót. Þess má geta að í Japan verður tækið selt á 128.000 yen en það em um 1.000 dollarar
(40.000 íslenskar krónur).