Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Sj ómannadagur í 50 ár Sjórinn er gullkistan sem íslenzkt velferðar- og hag- sældarþjóðfélag hvílir á. Þannig kemst Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra að orði í nýju Sjómannadagsblaði, sem gefíð er út í tilefni af 50 ára afmæli Sjómannadagsins. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 6. júní 1938. Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs segir í Sjó- mannadagsblaðinu: „hugmynd- in, undirbúningur og stofnun samtakanna", sem að baki stóðu sjómannadeginum, „var að kalla má verk eins manns, Henrys A. Hálfdanssonar“. Fyrsta verk samtakanna, sem sjá má enn stað, var bygg- ing minnisvarða á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkju- garði, sem vígður var 16. nóv- ember 1938. Sigutjón Á. Ólafsson er síðan höfundur þeirrar hugmyndar, að samtökin helgi sig byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjó- menn. Byggingarframkvæmdir hófust 1953. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, legg- ur hornstein að Hrafnistu í Laugarási á sjómannadaginn 1954. Síðar kom Hrafnista í Hafnarfírði. Á þessum heimil- um dvelja nú um 600 vistmenn. Sjómannadagurinn hefur að auki skipulagt orlofshúsahverfí sjómanna í Grímsnesi. Pétur Sigurðsson kemst svo að orði um fjáröflun til bygging- ar dvalarheimila fyrir aldraða sjómenn: „í sama mund (1954) fengu samtökin leyfí til happdrættis- reksturs fyrir tilstilli Ólafs Thors, þáverandi forsætis- og atvinnumálaráðherra, og það varð undirstaða allrar upp- byggingar síðar". Henry Hálf- dansson beitti sér fyrir því að Ólafur Thors var fyrstur manna sæmdur gullmerki Sjómanna- dagsins, æðsta heiðursmerki Sjómannadagssamtakanna. Sjómannadagurinn er lög- skipaður frídagur, enda á undir- stöðugrein í þjóðarbúskapnum í hlut. Það er málvenja að tala um íslenzkt samfélag sem þjóð- arskútu og þjóðartekjur sem skiptahlut. Þessi orðanotkun eða samlíking undirstrikar þýð- ingu sjávarútvegsins í hugum fólks. En sjómannadagurinn er meira en hátíðisdagur. Hann er baráttudagur fyrir auknu öryggi og hagsmunum sjó- manna. í þeim efnum hefur margt áunnizt: betri skip, full- komnari öryggistæki, slysa- vamaskóli, átak í lögskráning- armálum, áhættu- og slysa- tryggingar, hvíldartími og lífeyrissjóður, svo eitthvað sé neftit. En betur má ef duga skal. Tíðni sjóslysa er allt of há og hærri en hjá öðrum þjóð- um við Norður-Atlantshaf. Sem fyrr segir var Henry Hálfdansson formaður Sjó- mannadagssamtakanna fyrstu 23 árin eða fram til 1961. Síðan hefur Pétur Sigurðssop haft formennskuna á hendi. Á þessu tímabili hefur samtökunum vaxið fískur um hrygg og kom- ið ýmsum stefnumálum heilum í höfn. Ekki er ofsagt að þessir tveir forystumenn sjómanna hafí skilað samtökum þeirra miklu og árangursríku starfí. í tilefni af 50 ára afmælinu kemur út „Saga Sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnar- fírði“, samin af Ásgeiri Jakobs- syni, rithöfundi. Þetta er mikið verk, um 500 blaðsíður, prýdd á annað hundrað myndum. Inn í frásögn alla er blandað sjávar- útvegssögu þessa tímabils. Mik- ill fengur er að þessu heimilda- riti, sem er fímmtánda sjó- mannabók höfundar. Á morgun, föstudag, hefjast hátíðahöld í Laugarásbíói. Þar flytja forseti landsins og for- sætisráðherra ávörp. Pétur Sig- urðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs, flytur hátíðarræðu. Frumflutt verður nýtt tónverk Sigfúsar Halldórssonar, Arn- arrím, við texta Amar Amar- sonar. Mörg dagskráratriði eru ótalin en vel er vandað til þess- arar menningardagskrár sjó- manna. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, segir í kveðju til sjómanna: „Svo samfléttaðir eru at- vinnuvegir okkar fámenna þjóðfélags til sjávar og sveita að einn er hugurinn og ein er höndin". Þetta eru sannyrði. Sjó- mannadagurinn er í hugum flestra landsmanna eins konar þjóðhátíð. 0g að þessu sinni halda sjómenn stórhátíð. Tilefn- ið er hálfrar aldar afmæli sjó- mannadagsins og sá árangur af starfí Sjómannadagsráðs sem í hendi er. Morgunblaðið samfagnar sjómönnum á þess- um tímamótum. Megi framtíðin færa þeim aukið öryggi við störf á hafí úti og góðan afla. Blaðamannafundur Reagans: Ræddi mannrétt- indi af varfærni - til að styggja ekki Gorbatsjov Gorbatsjov á Ieiðtogi heldur Reuter blaðamannafundinum, sem er sá fyrsti sem sovéskur í Sovétríkjunum. Moskvu, Worldnet. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sagði á blaðamanna- fundi, sem sendur var beint út víða um veröld á vegum W/br7diieí-sjónvarpsstöðvar- innar bandarísku, að á leið- togafundi risaveldanna í Moskvu hefðu hann og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi náð umtalsverðum árangri í átt til svonefnds START-sáttmála, sem stefnt er að kveði á um helmingsfækkun langdrægra kjarnaeldflauga. Bandarískir blaðamenn saumuðu nokkuð að forsetanum, sérstaklega hvað varðaði yfirlýsingar hans um bætt mannréttindaástand í Sovétríkjunum og þá skýringu hans í Moskvuháskóla á þriðju- dag, að skrifræði væri um kenna hversu erfiðlega and- ófsmönnum hefði sóst að fá fararleyfi frá Sovétríkjunum. Þrátt fyrir ítrekaðar spumingar blaðamanna forðaðist forsetinn það eins og heitan eldinn að kenna hugmyndafræði kommúnista um ofsóknir gegn andófsmönnum, þrátt fyrir að hann segði að hug- myndir hans um eðli kommúnis- mans hefðu í engu breyst. Reagan hélt áfram uppteknum hætti sínum á Moskvufundinum og hlóð Gorbatsjov lofí fyrir um- bótastefnu sína. Þá hrósaði hann Gorbatsjov fyrir að hafa sýnt ein- lægni í samningum og kvað hann hvað eftir annað hafa gengið fram fyrir skjöldu og höggvið á hnútinn þegar allt virtist ætla að sigla í strand. Sem fyrr sagði lögðu banda- rískir blaðamenn hart að forsetan- um að svara því hvort hann gæti með góðri samvisku sagt að hann væri ánægður með framfarir í mannréttindamálum þegar frést hefði að andófsmenn þeir, er hann hefði rætt við í Spaso-setri á mánudag, hefðu á ný verið settir undir eftirlit sovésku leyniþjón- ustunnar KGB. Hömruðu þeir ennfremur á því, að í erindi sínu við Moskvuhá- skóla hefði Reagan kennt skrif- kerum um hömlur á ferðafrelsi og öðrum mannréttindabrotum og vildu fá skýr svör hvort hann væri þeirrar skoðunar að Sovét- stjóminni sjálfri og kommúnis- manum væri ekki um ástand mannréttindamála að kenna. Reagan svaraði þessu aldrei beint og varaði sig greinilega á því að segja ekkert sem styggt gæti gestgjafa sína, en sagði þess í stað að tölurnar töluðu sínu máli; 300 andófsmönnum hefði að undanförnu verið sleppt úr fangelsum og þrælkunarbúðum, tvístraðar fjölskyldur hefðu sam- einast að nýju fyrir atbeina sjálfs sín og Gorbatsjovs og fleira í þeim dúr. Forsetinn var að lokum spurður hvað hefði þá breyst frá því að hann kallaði Sovétríkin „keisara- dæmi hins illa“ — Sovétríkin eða skoðanir hans sjálfs á þeim. Sagði Reagan að þar væri fyrst og fremst um breytt Sovétríki að ræða og sagði Gorbatsjov og umbótastefnu hans fyrst og fremst valda því. Blaðamannafundur Gorbatsjovs: Tel að við hefðum getað gert betur - sagði aðalritarinn um niðurstöður leiðtogafundarins Moskvu, Reuter. MIKAÍL Gorbatsjov, aðalritari soéska kommúnistaflokksins, hélt í gær blaðamannafund í Moskvu að afloknum fundum sínum með Reagan Banda- ríkjaforseta. Þetta er í fyrsta sinn sem sovéskur leiðtogi heldur slíkan fund í Sovétríkj- unum sjálfum. Þótt vel hefði miðað í umræðum um fækkun langdrægra kjarnaflauga var ljóst að Gorbatsjov hafði orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með árangur fundanna og kenndi hann Bandaríkjamönn- um um. Er fundurinn var að hefjast varð Gorbatsjov ljóst að sumir erlendu blaðamannanna skildu ekki mál hans þar sem þeir höfðu ekki fengið sæti með tælqabúnaði til þýðinga á ensku. Ástæðan var sú að nokkrir forvitnir Sovétmenn höfðu gerst of frekir til sæta og þar með þröngvað sumum útlend- ingunum yfír á „óæðri" bekki án tækja. Aðalritarinn þóti minna á stjórnsaman skólameistara er hann leysti málið með því að vísa sauðarlegum löndum sínum í önn- ur sæti. Er þessari „ perestrojku“ sætanna var lokið sagði Gor- batsjov: „Eins og vinir okkar í Þýskalandi segja: Ordnung (regla)!“ Hann bætti við að Qöl- miðlar gegndu mikilvægu hlut- verki í samskiptum risaveldanna og hvassar spumingar frétta- manna hefðu beint leiðtogunum inn á nýjar brautir. Aðalritarinn sagði m.a. að Re- agan forseti hefði í fyrstu sam- þykkt tillögu Sovétmanna þess efnis að í sameiginlegri yfírlýsingu leiðtoganna að loknum fundunum yrði tekið fram að bæði risaveldin væru fylgjandi friðsamlegri sam- búð. Eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðarmenn sína hefði forsetinn síðan skipt um skoðun. „Ég tel því að við höfum misst af möguleikanum á að taka stóra stökkið í sambúð okkar ... Þegar öllu er á botninn hvolft þá viljum við lifa í sátt og samlyndi eða hvað?“, sagði Gorbatsjov og fóm- aði höndum, að því er virtist í örvæntingu. Um málefni Miðausturlanda sagði hann að þokast hefði til samkomulags en ólík sjónarmið ríktu varðandi alþjóðlega ráð- stefnu um máiið og vanda Pa- lestínumanna. Samkomulag yrði að tryggja öryggi ísraels og sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna. „Öryggi eins má ekki tryggja á kostnað annars", sagði Gor- batsjov. Hann sagði einnig að Bandaríkjamenn hefðu reynt að leysa vandamál Miðausturlanda einir í mörg ár og komist að raun um að árangur varð enginn. Hann hliðraði sér við að svara er hann var spurður hvers vegna mikilvægir stuðningsmenn hans hefðu ekki verið kosnir á ráð- stefnu kommúnistaflokksins sem haldin verður í þessum mánuði. Þar á að marka stefnuna í megin- málum og sagðist Gorbatsjov telja víst að ráðstefnan yrði til að hraða umbótaáætlunum stjómarinnar. Reuter Dóms- dags- taskan Hvert sem Bandaríkjafor- seti fer fylgir honum herfor- ingi, er gætir sakleysislegrar tösku sem fest er við úlnlið hans með leður- ól. í töskunni eru þeir dul- málslyklar sem forsetinn þarfn- ast til að geta fyrirskipað kjarnorkuárás. Ólíklegt má þó telja að for- setinn fyrirskipi árás meðan hann sjálfur er á Rauða torg- inu. 29. maí-2. júní, 1988 MOSKVUFUNDURINN Reuter Reagan teygir sig fram yfir púltið til þess að heyra betur spurningu blaðamanns í gegnum kliðinn á blaðamannafundinum. Brestir í vináttu frúnna Moskvu, frá önnu Bjamadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. NANCY og Ronald Reagan snæddu kvöldverð ( sveitahúsi Gorbatsjov-hjónanna í gærkvöldi eftir sérstaka hátíðarsýningu i Bolshoj. Nancy hafði óskað sér- staklega eftir að fá að sjá nokkra íkona á Tretjakov-safninu. Raísa Gorbatsjova kom í safnið nokkru á undan Nancy og fjallaði um listaverkin við fréttamenn. Hún sagð- ist hafa tíma til þess, því að gestinir væru seinir. Hún fór fögrum orðum um íkonana, en nefndi ekki að þeir væru trúarlegs eðlis. Nancy mætti á réttum tíma sam- kvæmt upplýsingum talsmanns henn- ar. Raísa afhenti henni rósir og lista- verkaskrá og ætlaði svo að drífa hana strax af stað að skoða verkin. En Nancy heimtaði að fá að segja nokk- ur orð. Hún þakkaði fyrir hið ein- staka tækifæri að fá að sjá verkin og sagðist ekki vita hvemig hægt væri að dást að verkunum án þess að meta trúargildi þeirra. Jeltsín dregur í lanri: Segist ekki hafa mælt með brottvikningu Lígatsjovs Moskvu og Washington, Reuter. BORÍS Jeltsín, fyrrum Ieiðtogi Moskvudeildar sovéska kommúnista- flokksins, dró f gær til baka ummæli sín f útvarpsviðtali við fréttamenn bresku útvarpsstöðvarinnar BBCá mánudaginn. Þá lýsti hann þvf yfir að hann teldi rétt að Jegor Lfgatsjov, aðalhugmyndafræðingur sovéska kommúnistaflokksins, yrði vikið frá þar sem hann ynni gegn umbóta- stefnu (perestrojku) Gorbatsjovs aðalritara. A blaðamannafundi sínum, sem haldinn var snemma dags í gær, sagði Gorbatsjov að brottvikning Lígatsjovs væri alls ekki til umræðu. Sjálfur sagðist hann ekki hafa séð texta umrædds viðtals en taldi að flokkurinn ætti að krefjast þess að Jeltsín gerði hreint fyrir sfnum dyr- um á næsta miðstjómarfundi. Hann sagði að það yrði gott að eiga fund með Jeltsín aftur og bætti við: „Hvað sem öðru líður er hann félagi í mið- stjóminni." Stjómmálaskýrendur telja að með ummælum sínum hafí Gorbatsjov gefið í skyn að Jeltsín gæti misst sæti sitt í miðstjóm kommúnista- flokksins ef miðstjómin sakaði Jeltsín um „pólitíska villu“. í október síðastliðnum missti hann leiðtoga- stöðu sína í Moskvudeild flokksins og var gerður að aðstoðarbyggingar- málaráðherra eftir að hann gerði sig sekan um „pólitísk mistök". Talið er mögulegt að Jeltsín hafi á miðstjómarfundinum í október einnig nafngreint Lígatsjov sem þröskuld í vegi umbóta. í viðtalinu við BBC var hann spurður hvort hann teldi að Lígatsjov ætti að vílqa en nú segir hann að ekki hafí verið minnst á slíkt. Hann neitar einnig að hafa lýst yfír vonbrigðum með afstöðu Gorbatsjovs á miðstjómar- fundinum í október. Hins vegar end- urtók hann fullyrðingar sínar um að sumir embættismenn í Moskvu höml- uðu gegn umbótahugmyndum Gor- batsjovs. Yfirlýsing leiðtoganna Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR risaveldanna sendu f gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu um viðræður sfnar f Moskvu, sem þeir sögðu hafa verið yfirgripsmildar og ítarlegar. Þeir hétu þvf að vinna áfram að afvöpnunarmálum á grund- velli þess árangurs, sem þegar hefði náðst f þeim efnum. Þeir hefðu orð- ið sammála um næstu skref og myndu á næstu mánuðum vinna saman að þvf að ná fram sanngjörnum samningum, sem myndu leiða til aukins stöðugleika og öryggis. f yfírlýsingunni sögðust leiðtogamir líta á Moskvufundinn sem mikilvægt skref í þeirri viðleitni að treysta samband risaveldanna og gera það varan- legra. Þeir sögðust hafa rætt um afvopnunarmál, mannréttindi og mannúðar- mál, svæðisbundin átök og friðsamlega lausn þeirra og gagnkvæm samskipti risaveldanna. Alvarlegur ágreiningur væri óútkljáður á vissum sviðum en hinar opinskáu viðrseður sem risaveldin hefðu tekið upp væru eina leiðin til að yfírstíga þann ágreining. „Viðræðumar vom gagnlegar og hreinskiptar og skilningur beggja á afstöðu hins hefur aukizt. Leiðtogamir fögnuðu árangri, sem náðst hefur á ýmsum sviðum samskipta risaveldanna frá fundi þeirra i Washington í desember sl. þrátt fyrir hversu flókin og erfíð úrlausnar þau væru,“ sagði í yfírlýsingunni. Leiðtogamir hrósuðu fulltrúum risaveldanna, sem reynt hefðu að leysa óleyst ágreiningsatriði að undanfömu og sögðust sjálfir staðráðnir í að leggja enn harðar að sér á næstu mánuðum til þess að freista þess að ná samkomulagi um þau. Kjarnorkustyrjöld má aldrei brjótast út Leiðtogamir undirstrikuðu hið sögulega mikilvægi funda þeirra í Genf, Reykjavík, Washington og Moskvu þar sem lagður hafí verið grundvöllur að raunhæfum leiðum til að auka stöðugleika í heiminum og draga úr hættu á átökum. Þeir ítrekuðu þá sannfæringu sína að kjamorkustríð væri ekki hægt að vinna og mætti aldrei bijótast út. Leiðtogamir sögðu að uppkast að sáttmála um fækkun og takmörkun lang- drægra kjamorkuvopna (START). Aðilar væra sammála í veigamiklum atriðum og jafnframt hefðu þeir gert Itarlega grein fyrir afstöðu sinni til ágreiningsat- riða. Jafnvel þótt mikið væri ógert áður en samningur yrði tilbúinn til undirrit- unar væra lykilatriði frágengin f samningsuppkastinu og talin umsamin. Þá sögðu leiðtogamir að haldið hefði verið áfram tilraunum til að ná sam- komulagi um gagnflaugasáttmálann á grandvelli yfirlýsingar þeirra við lok fundar þeirra í Washington. Sögðu þeir að árangur hefði náðst á því sviði. Ennfremur ítrekuðu leiðtogamir þá afstöðu beggja risaveldanna að halda sérstakar samningaviðræður um kjamorkutilraunir, þar sem markmiðið væri að kjamorkutilraunir legðust með öllu af. Yrði það áfangi í kjamorkuafvopn- un. Fyrsta skref í viðræðum af því tagi væri að ná samkomulagi um virkt eftirlitskerfi svo að hægt yrði að staðfesta samning risaveldanna frá 1974 um bann við eldflaugatilraunum og frá 1976 um kjamorkuvopnatilraunir. f yfírlýsingunni sögðust leiðtogamir hafa rætt um mikilvægi þess að ná fram banni við framleiðslu og notkun efnavopna. Mikilvægt væri að allar þjóðir, sem væra í aðstöðu til að framleiða vopn af þessu tagi ættu aðild að slíku samkomu- legi og að það væri þannig úr garði gert að sannreyna mætti hvort við það væri staðið. Hefðbundinn vígbúnaður Varðandi hefðbundin vopn sögðu leiðtogamir nauðsynlegt að auka stöðug- leika og öryggi allrar Evrópu og fögnuðu árangri sem náðst hefði í því að koma á nýjum viðræðum um hefðbundin herafla. Þeir sögðust vona að brátt lyki framhaldsfundinum í Vínarborg um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og að niðurstöður hans yrðu sanngjamar. Einnig sögðu þeir að með því að hrinda í framkvæmd ákvæðum ályktunar Stokkhólmsráðstefnunnar um öryggi og af- vopnun ( Evrópu væri stuðlað að hreinskilni og gagnkvæmu trausti. Mannréttindamál Leiðtogamir ræddu ítarlega um mannréttinda- og mannúðarmál og urðu sammála um að halda áfram vaxandi skoðanaskiptum um þau til þess að ná raunhæfum og varanlegum árangri. í þessum viðræðum skyldi vera haft að leiðarljósi að tryggja frelsi og reisn einstaklinganna sem bezt, að stuðla að auknum mannlegum samskiptum, meira gagnkvæmu trausti og virðingu milli risaveldanna tveggja. Til þess að ná þessu markmiði ræddu leiðtogamir um hugsanlega samkundu, sem kæmi reglulega saman og á sætu fulltrúar sem flestra þjóðfélagshópa. Þeir lögðu áherzlu á aukin samskipti bjóðþinga risaveld- anna, sameiginlega fundi lögmanna, lækna og fulltrúa annarra starfsstétta, sem fjölluðu um mannréttindi, og samskipti stofnana sem að nafninu til era ekki á vegum ríkisvaldsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.