Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 4
886X IWÚt, .2 HUOAaUTMMH .OIOAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 4~ Áfengi og tóbak: Meðaltalshækk- un er um 6,5% Opið var í áfengisverzlununum í Kringlunni og í Ólafsvík í gær, en lokað annars staðar. ÁFENGI OG TÓBAK hækkaði að meðaltali um 6,5% í gær og voru flestar áfengisútsölur lok- aðar vegna vörutalningar. Tvær útsöiur voru þó opnar, í Kringl- nnni og á Ólafsvik, og sagði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR að í þessum verslunum væri birgðarbókhald tölvuvætt og þvi hefði ekki þurft að loka þeim. Höskuldur sagði að hækkunin væri til að vega á móti áhrifum tveggja síðustu gengisfellinga sem hefðu aukið allan erlendan kostnað. Hækkunin væri nokkuð misjöfn og hefðu dýrari vínin hækkað meira en þau ódýrari. Brennivínsflaskan hækkaði um 4,5%, kostaði 940 krónur fyrir hækkun en kostar nú 1000 krónur. Ein flaska af Smim- off-vodka kostar nú 1430 krónur, en kostaði 1370 sem er 4,5% hækk- un. Dýrari tegundir, svo sem koníak, hækka meira og nú kostar ein flaska af Camus VSOP 2010 krónur, en hefði kostað 1820 krón- ur sem er 10,4% hækkun. Flaska af algengu rauðvíni, sem kostaði 560 krónur, kostar nú 610 krónur sem er 8,9 % hækkun og önnur tegund, sem kostar 740 krónur kostar nú 780 krónur. Flaska af algengu hvítvíni kostaði fyrir hækk- unina 550 krónur en kostar nú 580 krónur og dýrari tegund sem kost- aði 920 krónur kostar nú 1030 krónur sem er 12% hækkun. Pakki af Winston King Size, sem er algeng vindlingategund, 145 krónur en kostaði fyrir hækkunina 136 krónur og hefur hækkað um 6,6%. Pakki af algengum smávindl- um svo sem London Docs hækkar hinsvegar um 9,7%, fyrir hækkun kostaði pakkinn 210 krónur en kostar nú 230 krónur. Nú kostar ein dós af neftóbaki 108 krónur. kostaði 101 krónu og er það 6,9% hækkun. Síðasta hækkun hjá ÁTVR var 12. janúar og þá hækkaði áfengi og tóbak um 5,4% að meðaltali. Hafnarfjörður: * Afengis- útsala í húsiRafha ÁFENGIS- OG tóbaksverslun ríkisins hefur gert samkomulag um leigu á hluta af Lækjargötu 22 í Hafnarfirði af Raftækja- verksmiðjunni Rafha og er ætl- nnin að opna þar áfengisútsölu. Höskuldur Jónsson fram- kvæmdastjóri ÁTVR sagði að nú væri unnið að undirbúningi að inn- rétta húsið og stefnt væri að því að opna útsöluna í ágúst. Ingvi I. Ingvason framkvæmda- stjóri Rafha sagði að starfsemi fyrirtækisins raskaðist ekki á neinn hátt þrátt fyrir tilkomu áfengisútsölunnar. Húsnæði Rafha við Lækjargötu væri um 750 fermetrar og af því fengi ÁTVR rúma 100 fermetra sem hefðu lítið verið notaðir. I VEÐURHORFUR í DAG, 2. JÚNÍ 1988 YFIRUT I GÆR: Um 1000 km suðsuövestur í hafi er 996 mb víðáttumikil lægð sem þokast austnorðaustur, en 1026 mb hæð norður og norðvestur af landinu. Svalt verður éfram í þokunni norð- an- og austanlands, en víða 10-12 stig f öðrum landshlutum yfir | daginn. SPÁ: Austlæg eða norðaustlæg ótt, yfírleitt gola eða kaldi. Lftils- hóttar súld ó Austurlandi en öllu bjartara verður f öðrum lands- hlutum, einkum inn til landsins. Hiti vfða 9-13 stig, þó öllu svalara við norður- og austurströndina. I ! . I ------------—--------------------------------------- VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart veður víða um land. Svalt við norður- og austurströndina en sæmilega hlýtt í öðrum landshlutum að degin- um. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heióskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * V Skúrir Él Þoka -Qr Léttskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * 9 5 Þokumóða Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur # * * 4 Skafrenningur ÉlÉk Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 10 10 veöur skýjað akýjað Bergen 13 akýjað Helsinki 14 akýjað Jan Mayan -1 snjókoma Kaupmannah. 14 þrumuveður Narssarsauaq 9 akýjað Nuuk 4 þoka Osló 17 skýjað Stokkhólmur 7 rigning Þórshöfn 7 alakýjað Algarva vantar Amstardam 16 léttskýjað Aþena vantar Barcelona 22 Wttskýjað Chicago 16 mlstur Fenayjar 16 rlgning Frankfurt 17 skýjað Glasgow 14 skúr Hamborg 10 þrumuvsður Las Palmas vantar London 19 skýjað Los Angeles vantar Lúxamborg 14 lóttakýjað Madrfd 24 láMolrúioA iOTIBKyjQG Malaga 22 þokumóða Mallorca 23 lóttskýjað Montraal 11 lóttskýjað New York 22 léttskýjað Parfs 15 skýjsð Róm 23 skýjað San Diego 14 lóttskýað Wlnnlpeg 22 Mttskýjað Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins: Innstæðan 1100 millj- ónir í árslok 1987 NEFND sem sjávarútvegsráðherra skipaði í janúar síðastliðnum leggur til að Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins verði lagður niður. Skýrsla nefndarinnar var kynnt á ríkisstjómarfundi á þriðjudag. Innstæður Verðjöfnunarsjóðs við Seðlabankann vora tæpar 1100 milfjónir króna um siðustu áramót. Neftidin leggur tii að þeim inn- stæðum sem nú eru í sjóðnum verði ráðstafað til greiðslu verðbóta eftir hliðstæðum reglum og nú gilda og skuli útgreiðslum iokið innan 24 mánaða. Þá leggur nefndin til að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði heimilað að mynda sveiflujöfnunar- sjóði til aðjafna afkomu á milli ára. í áliti nefndarinnar segir að breytt- ar aðstæður hin sfðari ár hafi valdið því að starfsemi Verðjöfnunarsjóðs sé ekki lengur jafn sjálfsögð og við stofnun sjóðsins árið 1969, og svo sé nú komið að nær öll þau samtök sem eiga aðild að sjóðstjóm hafi lagt tii að sjóðurinn verði lagður niður eða að verulegar breytingar verði gerðar á starfsemi hans. Rfkisstjómin hefur ekki tekið af- stöðu til tillagna nefndarinnar, en Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu á framhaldsársþingi Félags íslenskra iðnrekenda á ftmmtudag í sfðustu viku að leggja Þórður Harðarson, nýkjörinn forseti Læknadeildar. ætti Verðjöfnunarsjóð niður og jafna ætti sveiflur í sjávarútvegi út með breyttum skattareglum. Laumufarþeginn: Enn í vörslu út- lendingaeftírlits MAROKKÓBUINN sem gerðist laumufarþegi með ms. Saltnesi er enn í vörslu útlendingaeftirlitsins. Beðið er eftir skilríkjum frá sendi- ráði Marokkó í Danmörku svo hægt verði að flytja manninn til slns heima. Samkvæmt upplýsingum frá út- lendingaeftirlitinu er von á skilríkj- unum í dag og þá verður maðurinn sendur úr landi með fyrstu heppi- legri ferð. Hann hefur verið lokaður inni í fangageymslu lögreglunnar á Hverflsgötu á nóttunni, en verið und- ir eftirliti á daginn. Ásmundur Brekkan, fráfarandi forseti. Þórður Harðarson kjör- inn forseti læknadeildar Á FUNDI Læknadeildar Háskóla íslands í gær urðu forsetaskipti í deildinni. Þórður Harðarson var einróma kjörinn forseti i stað Ás- mundar Brekkan, sem verið hefur deildarforseti undanfarin ár. Þórður tekur formlega við stöð- unni í haust. Á fundinum var Helgi Valdimars- son kosinn varadeildarforseti. Þá voru greidd atkvæði um tvær dós- entsstöður í deildinni. Guðmundur Vikar Einarsson og Þorsteinn Gísla- son sóttu um dósentsstöðu I þvag- færaskurðlækningum og var Guð- mundur Vikar kjörinn. Hannes Pét- ursson var kjörinn dósent í geðlækn- isfræði, en auk hans sótti um stöð- una Lárus Helgason. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.