Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 24
24 QQot tum. c PTT-'tffprruvT^ íTO}Aít0VU£}3OXI MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNI 1988 Er þeim allt leyfilegt? eftirJón Magnússon Sjónvarpsstöðin Stöð 2 auglýsir nú iðulega heilsíðuauglýsingar í dagblöðum, þar sem látið er í veðri vaka að tilteknir starfsmenn Stöðv- ar 2, aðallega þeir sem vinna á fréttastofu Stöðvarinnar séu vanir menn og viðhafi vönduð vinnu- brögð. Eg er áskrifandi að Stöð 2 og fínnst hún sem sjónvarpsstöð um margt góð og hafa á ýmsum sviðum tekið upp nýjungar, sem ríkissjónvarpið hefði fyrir löngu átt að vera búið að taka upp. Eg er líka eindregið fylgjandi sem mestu frelsi í ijölmiðlun. Stöð 2 setti sér metnaðarfullt viðfangsefiii í upphafí enda ekki við öðru að búast af manni eins og Jóni Óttari Ragnarssyni, sem ég þekki að því að vera mikill eldhugi og hamhleypa til verka ef honum býður svo við að horfa. Kynni mín af Páli Magnússyni fréttastjóra Stöðvar 2 eru líka þess eðlis, að ég hef ekki verið í vafa um að þar færi hæfur maður. Þegar ítrekuð mistök eiga sér síðan stað á frétta- stofu Stöðvar 2 fínnst manni það þeim mun verra sem væntingar stóðu til alls annars. Mér fannst því nokkuð óvarlega farið af Páli Magnússyni í svari við ábendingum Víkveija í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, en þar voru settar fram ábendingar um mistök í frétta- mennsku. Af þessum sökum fínnst mér eðlilegt, ekki síst þar sem ég hef orðið fyrir barðinu á mistökum í fréttamennsku Stöðvar 2, að Qalla iítillega um þessi mál. Afbrotamaðurinn Jóhannes Nordal í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir nokkru var frá því skýrt, að Lands- virkjun hefði tekið út mikinn gjald- eyri skömmu fyrir lokun gjaldeyris- deilda bankanna. Frá því var skýrt í sömu frétt, að æðsti yfírmaður gjaldeyrismála Jóhannes Nordal væri stjómarformaður Landsvirkj- unar. Eftir að hafa heyrt fréttina og talið að eitthvert sannleiksgildi hljrti að vera í henni, þar sem vand- virkir menn að eigin sögn stóðu að henni, velti ég því fyrir mér hvort þetta þýddi ekki að Jóhannes Nor- dal yriði látinn hætta. Allir hljóta að sjá að það er gjörsamlega frá- leitt, að æðsti yfírmaður gjaldeyris- mála þjóðarinnar yfirfæri gjaldeyri fyrirtæki til hagsbóta sem hann hefur með að gera, daginn áður en hann fer fram á það við ríkisstjóm- ina að gjaldeyrisdeildum verði lokað vegna útstrejmiis gjaldeyris. Ég átti hinsvegar bágt með að trúa þessu um Jóhannes, en fréttin sagði það nú samt. Daginn eftir skýrði fram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar frá því, að frétt Stöðvar 2 væri upp- spuni frá rótum. Stöð 2 baðst afsök- unar. Vitlaus frétt. Og hvað svo? Það geta allir gert mistök. En mis- tök em einfaldlega misalvarleg. í þessu tilviki var ekkert vandamál að staðreyna hvort sögusögnin um gjaldeyriskaup Landsvirkjunar ætti við rök að styðjast. Það þurfti að lyfta síma. Símanum var ekki lyft og þess vegna fór sem fór og ákveð- inn hópur manna hafður fyrir rangri sök. Ég reikna með, að vegna frétt- ar Stöðvar 2 hafí ýmsir látið miður falleg orð falla um Jóhannes Nor- dal og Landsvirkjun. Þama hafa ýmsir fundið eina af rótum spilling- arinnar í landinu. Það er nú einu sinni svo, að afsökunarbeiðni dugar ekki til að bæta tjón sem hlýst af rangri frétt og það þurfa fjölmiðla- menn alltaf að hafa hugfast. Mistök þeirra em því ætíð alvarleg og gera verður mjög strangar kröfur til vinnubragða og sjálfsgagnrýni þeirra sem við fréttamiðlun vinna Sláturfélagið selur Nýjabæ í fréttum StÖðvar 2 þetta sama kvöld var frá því skýrt, að ákveðn- ir aðilar hefðu keypt rekstur Slátur- félags Suðurlands I Nýjabæ á Sel- tjamamesi og hygðust leigja Hag- kaup. Þessi frétt reyndist líka röng að því leyti, að Sláturfélagið leigði Hagkaup umrædda aðstöðu. Það var enginn þriðji aðili í spilinu. Þetta var annað dæmið um gmndvall- armistök í fréttamennsku, sama kvöldið. Hlaupið var eftir sögusögn- um. Ég gæti nefnt fleiri dæmi um mistök í fréttamennsku Stöðvar 2, en fínnst eðlilegt að minnast á það dæmi sem snýr að mér sjálfum. Nokkmm dögum fyrir jól á sunnu- dagskvöldi birtist sem aðalfrétt á Stöð 2, að Jón Magnússon vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins Jón Magnússon „Það er nú einu sinni svo, að afsökunarbeiðni dugar ekki til að bæta tjón sem hlýst af rangri frétt og það þurfa fjöl- miðlamenn alltaf að hafa hugfast. Mistök þeirra eru því ætíð al- varleg og gera verður mjög strangar kröfur til vinnubragða og sjálfsgagnrýni þeirra sem við fréttamiðlun vinna.“ hefði verið kærður fyrir að ganga hart fram í starfí sínu. Ég horfði á þessa frétt og var satt að segja undrandi. Ég hafði ekki heyrt af þessari kæm áður. Ekkert samband var haft við mig og þó var ég að- gengilegur í sfma fyrir fréttamann allan þann dag sem fréttin var í vinnslu. Hann gerði hinsvegar enga tilraun til að ná í mig. í þessu til- viki hefði því verið hægt að afstýra mistökum með því að lyfta upp síma en það var ekki gert. Daginn eftir var viðtal við mig á Stöð 2, en það var klippt til af fréttamanninum með þeim hætti að gagnrýni á fréttamennskuna var klippt burt og ýmis atriði sem vom til þess fallin að skýra málið. Með fréttinni vom sýndar myndir af mér að ganga inn og út úr Sakadómi Reykjavíkur. Sjónvarpsáhorfandi hlaut því að álykta að þama væri verið að rétta I hinu merka kæmmáli, en svo var ekki. Þessar myndir sýndu mig að störfum við að veija skjólstæðing. Ekki kom fram að myndimar væm úr myndasafni. Ég nefni þetta dæmi án alls biturleika þó að mér hafí blöskrað vinnubrögðin og gæti látið stór orð falla vegna þeirra. Hver og einn sem þetta les getur velt því fyrir sér hvemig honum fyndust svona vinnubrögð ef þau beindust að honum. Mergurinn málsins í þessu tilviki er nú samt sá, að þetta var engin frétt. Hefði ég verið kærður hefði það verið frétt, en þetta var engin frétt og það sjá allir sem hafa kom- ið nálægt fréttamennsku, enda birti enginn fyölmiðill eitt eða neitt um málið, annar en Stöð 2. Nomaveiðar Þó að ég hafi orðið fyrir von- brigðum með fréttamennsku Stöðv- ar 2 í nokkmm tilvikum eins og að framan er lýst, þá ofbauð mér sviðsetning og fréttamennska Stöðvar 2 vegna fundar stjómar Granda hf. fyrir nokkm. Mér og mörgum fleirum ofbauð að sjá með hvaða hætti sjónvarpsmenn Stöðvar 2 eltu Ragnar Júlíusson eins og þeim væri ekkert heilagt, engar mannlegar tilfínningar, enginn snefíll af kurteisi. Helgi Pétursson hreinlega lagði umræddan einstakl- ing í einelti fyrir framan sjónvarps- myndavélamar í framhaldi af ómerkilegri upptöku og óviður- kvæmilegri sviðsetningu á skepnu- skap áður en Ragnar birtist á skján- um. Þessi framkoma er það ljótasta og ómanneskjulegasta sem ég hef séð í íslenskri fréttamennsku og þeim til skammar sem að stóð. Hversu vel eða illa sem fréttamanni er við einhveija persónu eða mál- stað, þá getur hann aldrei leyft sér að sýna viðkomandi ókurteisi, lltils- virðingu og ruddaskap. Hvaða kröfur gerum við? Ég sagði I upphafí þessarar greinar að ég þekkti það til forráða- manna Stöðvar 2, að ég vissi að þeir væru metnaðarfullir og kapps- fullir. Þeir vita það vel að kapp er best með forsjá og I fréttamennsku er það aðalsmerki að hafa það sem sannara reynist. Þrátt fyrir það að hægt sé að nefna dæmi um alvarleg grundvallarmistök I fréttamennsku Stöðvar 2, þá treysti ég mönnum á þeim bæ til að taka sér tak og gera nauðsynlegar lagfæringar. Mér dettur I hug og vil koma þeirri ábendingu á framfæri, að Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri stjómi I lok hvers mánaðar umræðuþætti, þar sem Ijallað yrði um frétta- mennsku helstu flölmiðla, rakin þau mistök sem gerð hefðu verið og því hrósað sem vel hefði verið gert. Jafnframt kæmi til greina að veita mánaðarlega viðurkenningu þeim ljósvakamiðli, sem þætti standa sig best sem vandaður fréttamiðill I mánuði hveijum. Það er oft talað um að ákveðna aðila, aðallega stjómmálamenn, skorti aðhald. Slíkar staðhæfíngar eiga oft rétt á sér, en það þurfa allir aðhald, ekk- ert síður fjölmiðlamenn en aðrir. Af þeim sökum skora ég á þá Jón Óttar og Pál Magnússon að bregð- ast við þessari gagnrýni með því að strengja þess heit að standa sig betur I framtíðinni og veita sjálfum sér aðhald t.d. með þeim hætti sem ég nefndi hér að framan, Höfuadur er lögmaður. Skóverksmiðjan Iðunn: LOKAÚTSALA í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Stórfelld verðlækkun. Opið virka daga frá kl. 12 til 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.