Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Birkigrein með karl- og kvenreklum. Vetrarblóm. Maíblómín Vorið er komið og grundiniar gróa segir í alþekktu kvæði og með vorkomunni grænkar landið og breytir um svip, blóm springa út og tré og runnar laufgast. Hinar ýmsu villtu plöntutegund- ir blómstra missnemma hér á landi eins og flestir hafa sjálfsagt tekið eftir. Sama tegundin blómstrar heldur ekki alltaf samtímis á öllum þeim stöðum sem hún vex, það getur verið mismunandi eftir landshlutum, eftir hæð vaxtarstað- ar yfir sjávarmáli og misjafnt frá ári til árs, allt eftir því hve snemma vorar. Þær villtu tegundir sem fyrst blómstra hér eru vetrarblóm, sem eru steinbijótstegund, krækilyng og vorperla en í flestum ánim blómstra þær um eða fyrir miðjan apríl á láglendi og stöku sinnum strax í mars. Því hærra sem kem- ur upp í hlíðar og fjöll því seinna eru þær á ferðinni, en vetrarblóm hefur hæst fundist hér í 1.630 m hæð og krækilyng í um 1.500 m hæð; vorperla vex hér aftur á móti eingöngu á láglendi og er algengari um landið norðanvert en á Suðurlandi. Hin rósrauðu blóm vetrarblóms- ins eru mjög áberandi á melum og rindum eða á klettasyllum þar sem það vex, oft í smábreiðum eða þúfum sem sumir rugla saman við lambagras. Blóm krækilyngsins eru aftur á móti ekki sérlega áber- andi, þau eru smá en dökkdumbra- uð á litinn og mjög falleg séu þau skoðuð með stækkunargleri. Þau sitja ofan til á greinum ljmgsins, niðri á milli blaðanna. Vorperlan vex á melum og þurrum börðum, hún er smávaxin og blómin eins og litlar hvítar perlur. Allmargar fleiri villtar plöntu- tegundir hér á landi, eða 25—30, blómgast í maí. Margar þeirra eru melaplöntur eins og vetrarblóm eða músareyra, melablóm, lamba- gras, geldingahnappur, þúfustein- bijótur og grávorblóm. Aðrar eru holta- og móategundir eins og holtasóley, sortulyng, blábeija- lyng, fjalldrapi og víðitegundimar. Enn aðrar vaxa einkum á deigu landi eða röku, eins og hrafna- klukka, hófsóley, mýrastör og mýrfjóla, eða í graslendi eins og ilmreyr sem blómstrar hér allra grastegunda fyrst. Loks blómstra ýmsar tegundir á túnum og við mannabústaði mjög snemma, t.d. brennisóley, túnfíflar, haugarfí og hóffífíll. Loks er rétt að benda á að birkið blómstrar oftast í maí, en reklar þess opnast og springa út áður en það laufgast, og á hveiju tré eru bæði karl- og kven- reklar, en ekki sitt á hvoru tré eins og hjá víðitegundunum og ösp. Þó ekki sé hægt að segja að klóelfting blómstri þá má telja hana með vorplöntum því gró- stönglar hennar vaxa strax í maí. Hér fer á eftir listi yfir þær villt- ar plöntutegundir sem blómstra oftast í maí eða fyrr á láglendi: Ilmreyr, Mýrastör, Slíðrastör, Grávíðir, Gulvíðir, Loðvíðir, Birki, Túnsúra, Ólafssúra, Haugarfí, Músareyra, Lambagras, Brennisól- ey, Hófsóley, Grávorblóm, Hrafna- klukka, Vorperla, Melablóm, Flagahnoðri, Vetrarblóm, Þúfu- steinbijótur, Holtasóley, Mýrfjóla, Sortulyng, Blábeijalyng, Kræki- lyng, Geldingahnappur, Hóffífíll, Túnfífíll. Gróstönglar klóelftingar spretta einnig í maí. (Frá Náttúrufræðistofnun IsUnds) Hrafnaklukka. H fœrö ehhi dœmd á þig mörg shref ef þú hringir á hvöldin og um helgur að er mun ódýrara að hringja eftir kl. 18 virka daga og um helgar. Á þeim tíma getur þú talað í allt að 12 mín. áður en nœsta skref er talið. Dagtaxti innanbœjar er frá kl. 08 til 18 mánudaga tilföstudaga og kvöld- og helgartaxti frá kl. 18 til 08 virka daga ogfrá kl. 18 áföstu- degi til 08 nœsta mánudag. Kvöldið er tilvalið til að hringja í œttingja og vini og sþjalla um daginn og veginn. Síminn eródýr, skemmtilegur og þœgilegur samskiþtamáti. Því ekki að nofann meira! PÓSTUR OG SÍMI Dæmi um verð á símtölum innanbæjar eftir því hvenœr sólarhringsins hringt er: Lengd símtals 6 mín. 30 mín. Dagtaxti kr. 4,76 kr. 14,28 Kvöld- og helgartaxti kr. 3,57 kr. 8,33 Þorgils Óttar Mathiesen er fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og hefur lcikið yfir 170 landslciki. Hann er jafnframt fyrirliði FH. § §
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.