Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Birkigrein með karl- og kvenreklum. Vetrarblóm. Maíblómín Vorið er komið og grundiniar gróa segir í alþekktu kvæði og með vorkomunni grænkar landið og breytir um svip, blóm springa út og tré og runnar laufgast. Hinar ýmsu villtu plöntutegund- ir blómstra missnemma hér á landi eins og flestir hafa sjálfsagt tekið eftir. Sama tegundin blómstrar heldur ekki alltaf samtímis á öllum þeim stöðum sem hún vex, það getur verið mismunandi eftir landshlutum, eftir hæð vaxtarstað- ar yfir sjávarmáli og misjafnt frá ári til árs, allt eftir því hve snemma vorar. Þær villtu tegundir sem fyrst blómstra hér eru vetrarblóm, sem eru steinbijótstegund, krækilyng og vorperla en í flestum ánim blómstra þær um eða fyrir miðjan apríl á láglendi og stöku sinnum strax í mars. Því hærra sem kem- ur upp í hlíðar og fjöll því seinna eru þær á ferðinni, en vetrarblóm hefur hæst fundist hér í 1.630 m hæð og krækilyng í um 1.500 m hæð; vorperla vex hér aftur á móti eingöngu á láglendi og er algengari um landið norðanvert en á Suðurlandi. Hin rósrauðu blóm vetrarblóms- ins eru mjög áberandi á melum og rindum eða á klettasyllum þar sem það vex, oft í smábreiðum eða þúfum sem sumir rugla saman við lambagras. Blóm krækilyngsins eru aftur á móti ekki sérlega áber- andi, þau eru smá en dökkdumbra- uð á litinn og mjög falleg séu þau skoðuð með stækkunargleri. Þau sitja ofan til á greinum ljmgsins, niðri á milli blaðanna. Vorperlan vex á melum og þurrum börðum, hún er smávaxin og blómin eins og litlar hvítar perlur. Allmargar fleiri villtar plöntu- tegundir hér á landi, eða 25—30, blómgast í maí. Margar þeirra eru melaplöntur eins og vetrarblóm eða músareyra, melablóm, lamba- gras, geldingahnappur, þúfustein- bijótur og grávorblóm. Aðrar eru holta- og móategundir eins og holtasóley, sortulyng, blábeija- lyng, fjalldrapi og víðitegundimar. Enn aðrar vaxa einkum á deigu landi eða röku, eins og hrafna- klukka, hófsóley, mýrastör og mýrfjóla, eða í graslendi eins og ilmreyr sem blómstrar hér allra grastegunda fyrst. Loks blómstra ýmsar tegundir á túnum og við mannabústaði mjög snemma, t.d. brennisóley, túnfíflar, haugarfí og hóffífíll. Loks er rétt að benda á að birkið blómstrar oftast í maí, en reklar þess opnast og springa út áður en það laufgast, og á hveiju tré eru bæði karl- og kven- reklar, en ekki sitt á hvoru tré eins og hjá víðitegundunum og ösp. Þó ekki sé hægt að segja að klóelfting blómstri þá má telja hana með vorplöntum því gró- stönglar hennar vaxa strax í maí. Hér fer á eftir listi yfir þær villt- ar plöntutegundir sem blómstra oftast í maí eða fyrr á láglendi: Ilmreyr, Mýrastör, Slíðrastör, Grávíðir, Gulvíðir, Loðvíðir, Birki, Túnsúra, Ólafssúra, Haugarfí, Músareyra, Lambagras, Brennisól- ey, Hófsóley, Grávorblóm, Hrafna- klukka, Vorperla, Melablóm, Flagahnoðri, Vetrarblóm, Þúfu- steinbijótur, Holtasóley, Mýrfjóla, Sortulyng, Blábeijalyng, Kræki- lyng, Geldingahnappur, Hóffífíll, Túnfífíll. Gróstönglar klóelftingar spretta einnig í maí. (Frá Náttúrufræðistofnun IsUnds) Hrafnaklukka. H fœrö ehhi dœmd á þig mörg shref ef þú hringir á hvöldin og um helgur að er mun ódýrara að hringja eftir kl. 18 virka daga og um helgar. Á þeim tíma getur þú talað í allt að 12 mín. áður en nœsta skref er talið. Dagtaxti innanbœjar er frá kl. 08 til 18 mánudaga tilföstudaga og kvöld- og helgartaxti frá kl. 18 til 08 virka daga ogfrá kl. 18 áföstu- degi til 08 nœsta mánudag. Kvöldið er tilvalið til að hringja í œttingja og vini og sþjalla um daginn og veginn. Síminn eródýr, skemmtilegur og þœgilegur samskiþtamáti. Því ekki að nofann meira! PÓSTUR OG SÍMI Dæmi um verð á símtölum innanbæjar eftir því hvenœr sólarhringsins hringt er: Lengd símtals 6 mín. 30 mín. Dagtaxti kr. 4,76 kr. 14,28 Kvöld- og helgartaxti kr. 3,57 kr. 8,33 Þorgils Óttar Mathiesen er fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og hefur lcikið yfir 170 landslciki. Hann er jafnframt fyrirliði FH. § §

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.