Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 2
tvntx (* <mntrr'TTMVUf w* Tfwrn<mM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Á fimmta tug laxa úr Norð- urá og Þverá LAXVEIÐI á stöng hófst í þremur fyrstu laxveiðiánum í gær, Norðurá, Þverá í Borgar- firði og Laxá í Ásum. Óhætt er að segja að byrjunin hafi verið góð, lax var genginn í allar ámar í nokkrum mæli og veiði var góð. Fyrsti stangarveiddi lax sum- arsins kom úr Hólmataglinu í Þverá. Þorgeir Jónsson veiddi hann klukkan 7.15 á flugu sem heitir Ofsaboom. Þetta var 9 punda hrygna. Alls veiddust 11 laxar í Þverá fyrir hádegið og undir kvðldið voru þeir orðnir að minnsta kosti 20 talsins, allir mjög vænir, en meðalþunginn reyndist 10,5 pund, stærstu laxamir 12 pund. Að sögn Jóns Óiafssonar, sem var að veiðum í Þverá, var talsvert af laxi á þeim stöðum sem reikna má með honum á þessum tíma sumars, þó áin væri nokkuð skoluð. Veitt er á sjö stangir í Þverá. Stjóm Stangveiðifélags Reykjavíkur opnaði Norðurá að vanda og veiddust 15 laxar fyrir hádegi, 8 til 12 punda fískar, en þó nokkrir með slæmum netaför- um. Síðast er fréttist vom að minnsta kosti 20 laxar komnir á land og er mál manna að áin væri með líflegasta móti. Laxam- ir veiddust bæði á flugu og maðk og flestir vom teknir á Eyrinni, í Brotinu og Stokkhylsbroti. í Norðurá er veitt á 10 stangir. í Laxá í Ásum sáu menn tals- vert líf, sérstaklega í Dulsum og Klapparfljóti, og nokkrir fískar veiddust, m.a. einn 16 punda, sem Haukur Garðarsson veiddi á Black Sheep nr. 6 í neðsta Dulsanum. Ekki hafði Morgunblaðið spumir af stærri laxi í gær. Guðmundur Guðjónsson Feðgamir Garðar H. Svavarsson (t.h) og Haukur Garðarsson, sem veiddi fyrsta laxinn í Laxá í Ásum á þessu sumri, 16 punda hrygnu. Landbúnaður: Samdráttur í fjárfestingum FJARFESTING og vöruinnflutn- ingur í hefðbundnum landbúnaði hefur dregist verulega saman á siðustu árum, að þvi er fram kemur i nýútkominni skýrslu Framkvæmdanefndar búvöru- samninga. Fjárfestingar vegna ræktunar og girðinga, Qárhúsa og flósa numu um 1 milljarði króna á ári að meðal- tali á árunum 1975-’80, rúmlega 700 milljónum árið 1984, og aðeins tæpum 300 milljónum árið 1987. Þetta var undir 10% af heildarfjár- festingu atvinnuveganna. Notkun á innlendum aðföngum til landbúnaðarins hefur aukist verulega, að því er segir í skýrsl- unni, en notkun á erlendum að- föngum minnkað að sama skapi. Arnarflug íhugar kaup á nýrri og stærri þotu ARNARFLUG skoðar nú þann möguleika að selja aðra Boeing 737 þotu félagsins og kaupa nýja og afkastameiri vél í staðinn. Áð öðrum kosti þyrfti að endurnýja innréttingu flugvélarinnar í haust að sögn Þorsteins Þor- steinssonar flugrekstrarstjóra. Þá gætu tillögur bandarísku flugmálastjórnarinnar að nýjum skoðunarreglum fyrir gamlar farþegaþotur gert viðhald þeirra viðameira og tímafrekara. Að sögn Þorsteins kemur til greina að kaupa þotu af gerðinni Boeing 737-300 eða Boeing 757 sérsniðnar fyrir vöru- og farþega- flutning?. Sú síðamefnda er stærri en 737 þotan og yki því umsvif félagsins til muna. Notuð Boeing 737-300 þota kost- ar á bilinu 800-960 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá ráð- gjafarfyrirtækinu Avmark-services í Miami. Verð notaðrar Boeing 757-200 þotu getur á hinn bóginn .legið á bilinu 1360-1440 milljónir króna. Afgreiðslutími nýrra flug- véla frá Boeing-verksmiðjunum er að jafnaði 2 ár en getur orðið mun lengri á 757-vélunum sem hafa selst í tugatali undanfamar vikur. Lengri Þota af gerðinni Boeing 757. afgreiðslufrestur gæti hækkað not- aðar vélar í verði. Amarflugsmenn telja að skjótir og ömggir vöruflutningar til lands- ins verði einn helsti vaxtarbroddur- inn í flugi á næstu árum. Nefna þeir sem dæmi hraðan vöxt flugfé- laga í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í hraðflugi með böggla. Boeing 737-300 hefur verið framleidd í fjögur ár en flugfélög hafa ekki óskað eftir þotum sniðn- um fyrir fragt og farþega af þess- ari gerð að sögn blaðafulltrúa Boeing. Enn sem komið er hefur aðeins ein Boeing 757 flugvél verið pöntuð með slíka flutninga í huga. „Það blæs byrlega fyrir Amar- flugi og eftirspumin hefur farið vaxandi. Sem kunnugt er hefur komið nýtt hlutafé inn í fyrirtækið. Erlendis er í boði hagstæð ijár- mögnun á flugvélum til langs tíma þannig að menn em famir að skoða þennan möguleika af fullri alvöm," ði Þorsteinn. kjölfar skyndiprófunar á eldri gerðum Boeing 737 véla sem fram fór í síðasta mánuði lögðu bandarísk flugmálayfírvöld til að breytt yrði um aðferð við skoðun eldri þota. Þær fælu í sér mjög viðamikla skoð- un á 4-5 ára fresti sem næði til beggja þota Amarflugs. Viðhald yrði flóknara og tímafrekara fyrir bragðið en Þorsteinn kvað ekki víst að það myndi auka kostnað við rekstur félagsins. Amarflug tók 19 ára gamla Boeing 737 þotu á leigu í vor en fyrir hafði félagið 17 ára gamla 737-vél á kaupleigusamningi. Fé- lagið á forkaupsrétt að henni þegar samningnum lýkur og gæti nýtt sér hann til að selja þotuna með hagn- aði. Meginkostimir erU tveir, að end- umýja innréttingu þotunnar sem farin er að láta á sjá og skoða vél- ina í haust eða selja hana í skiptum fyrir í nýja og afkastameiri flugvél. „Það er ljóst að við þurfum að bæta þjónustu við farþega. Tilgang- urinn með því að leigja aðra þotu í sumar er sá að kanna hvaða mark- aður er fyrir hendi. í samræmi við niðurstöðu þess munum við fá þá þotu til flutninga sem hentar best,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson. Fimmtíu fyrirlestrar á krabba- meinsþingi ÁRSÞING krabbameinsfélaga á Norðurlöndum hófst í gær á Hótel Holiday Inn í Reykjavík. Á opnum fundi fyrir hádegi í dag verður fjallað um hlutverk félaganna í baráttunni gegn krabbameini. Guðmundur Bjamason, heilbrigð- isráðherra, setur morgunfundinn og Jan Stjemswárd, yfírmaður krabbameinsdeildar Álþjóða heil- brigðisstofnunarinnar, flytur ávarp. Eftir hádegi í dag verða fluttir ellefu fyrirlestrar af þeim fímmtíu sem þátttakendur á þing- inu geta hlýtt á en að því Ioknu býður borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, til móttöku í Höfða. Þinginu lýkur á morgun, föstu- dag, en þá segja fulltrúar land- anna frá spám um fjölda krabba- meinstilfella á næstu áratugum. Helgi Sigvaldason fjallar um alda- mótaspá íslenska krabbameins- félagsins, sem sagt er frá á bak- síðu. Tveir Bandaríkjamenn í gæsluvarðhaldi Sakaðir um að hafa haft kynmök við lSárastúlku Norður- og austurmið: Ástand sjávar mikið verra en síðustu ár Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kom í gær úr ár- legum vorleiðangri sínum til rannsókna á ástandi sjávar, gróðri, hitastigi og átu. Athug- arnir voru gerðar á 105 stöðum á landgrunninu og utan þess. Samkvæmt niðurstöðum leið- angursins hefur ástand sjávar og lífríkis á norður- og austur- miðum breyst mjög til hins verra frá því sem verið hefur undanfarin fjögur ár og er sjáv- arhiti tvær til fjórar gráður undir meðallagi. Ágætt ástand er hins vegar f sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi. í tilkynningu Hafrannsókna- stofnunar um niðurstöður leiðang- ursins segir að mælingar á norð- ur- og austurmiðum sýni aðstæð- ur, sem séu sams konar og á „köld- um árum“ á borð við árin 1981- 1983, en jafnist þó ekki á við hafís- árin 1965-1971. Leiðangurinn var farinn tveimur vikum fyrr en venjulega, en hafrannsóknamenn segja að það breýti þó niðurstöð- unum að engu ráði. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði að al- mennt talað væru viss tengsl milli ástands sjávar og afla; slæmt ástand Iífrikisins drægi auðvitað úr vexti fískistofna. Þó væru dæmi þess að góðir árgangar kæmu í köldum árum og slæmir í hlýjum. Keflavík. TVEIR bandarískir hermenn í varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli voru úrskurðaðir f 7 daga gæsluvarðhald í sakadómi Keflavíkurflugvallar á sunnu- daginn. Þeim er gefið að sök að hafa haft kynmök við 13 ára stúlku úr Njarðvík aðfaranótt 24. maí sl. Samkvæmt kærunni átti at- burðurinn sér stað í heimahúsi í Keflavík og voru bandarísku her- mennimir þar gestkomandi. Húsr- áðandi var 19 ára stúlka og var stúlkan úr Njarðvík einnig gest- komandi, ásamt þriðju stúlkunni, sem er 15 ára. í yfírheyrslum hef- ur komið fram að vín var haft um hönd og að gleðskapurinn hafí staðið fram undir morgun. Menn- imir bera af sér allar sakir og hafa réttargæslumenn þeirra kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til hæstaréttar. Móðir stúlkunnar úr Njarðvík komst á snoðir um hinn meinta atburð og hafði samband við bamavemdamefnd og félagsmála- fulltrúa Njarðvíkur, sem kærðu atburðinn þegar í stað til rann- sóknarlögreglunnar í Keflavík, sem hefur málið til meðferðar. - BB Laxveiði: Maðkurinn á 17 krónur Laxamaðkurinn mun al- mennt kosta 17-18 krónur og silungsmaðkar, sem eru smærri, 10-15 krónur stykkið. Nú er fremur lítið um maðka í Reykjavík vegna þurra veð- ursins að undanfömu, en eft- irspumin er næg, að sögn þeirra maðkasala sem Morg- unblaðið ræddi við, en lax- veiðitími stangveiðimanna hófst f gær. „Verðið fer eftir framboðinu og framboðið eftir rigningunni," sagði Hallgrímur Marinósson hjá Veiðihúsinu. Hann sagðist hafa samband við maðkatínslumenn á Norðurlandi og Austurlandi til að fá maðka þaðan á meðan þurrt væri í höfuðborginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.