Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 32
Fundað um f isk- verð í dag NÝTT fiskverð átti að taka gildi í gær, 1. júní. Fundur í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins var haldinn í gær og annar fund- ur hefur verið boðaður í dag klukkan 11. Sjómenn krefjast um 10% fís- kverðshækkunar, sem er mesta hækkun sem leyfð er innan ramma bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar, en fulltrúar kaupenda vilja óbreytt fiskverð í ljósi slæmrar rekstrar- stöðu frystingarinnar. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað þann 5. mars síðastliðinn að verð skyldi vera óbreytt til maíloka. Nýr formað- ur Hins ís- lenska þjóð- vinafélags AÐALFUNDUR Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í Al- þingishúsinu 9. maí siðastliðinn. Jóhannes Halldórsson cand. mag. var kjörinn forseti félagsins en Bjarni Vilhjálmsson fyrrverandi þjóðskjalavörður sem kosinn var til þess embættis fyrir tveimur árum andaðist í mars 1987. Aðrir stjómarmenn eru dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Áma- stofnunar sem er varaforseti, dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari og Ólafur Ásgeirsson þjóð- skjalavörður. Endurskoðendur voru kjömir Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra og Ólafur Ólafsson deildarstjóri. Einar Laxness fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs og dr. Guðrún P. Helgadóttir fyrrver- andi skólastjóri báðust undan end- urkjöri. Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur tók til máls á fundinum og hvatti til að Alþingi sinnti félaginu meir en verið hefði. Þorvaldur Garð- ar tók undir þau orð og gat þess að forsetar þingsins hefðu í hyggju að taka málið til meðferðar. Trillursetja aflann um borðí hjólaskip Litla-Hvammi. Vestmannaeyjatrillur hafa undanfarið landað fiski tíl vinnslu í Vik i Mýrdal til að spara sér siglingu heim til Eyja. Aflan- um hefur verið skipað um borð i hjólaskip Mýrdælinga og hann síðan verkaður í gamla stórbýl- inu i Suðurvík. Talsvert hefur verið farið á sjó á hjólaskipunum og var afli sæmileg- ur fram eftir maí, en hefur tregast upp á síðkastið. Austan- og norðaustanátt hefur verið ríkjandi hér undanfarið og fremur lítil væta. Gróðri hefur samt farið vel fram og er hann alveg í meðallagi eftir árstíma. Sauðburði er víðast að ljúka og sums staðar lokið. Hefur hann gengið fremur vel en margir tala þó um minna af tvílembdu en oftast. Sigþór Hafnarfjarðarkaupstaður 80 ára Morgunblaðið/Ámi Sœberg Frá hátíðardagskránni i Hafnarborg. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri, ávarpar gesti, en meðal viðstaddra var forseti ís- lands, Vigís Finnbogadótir. Hátíðaliöld í Hafnarfirði um helgina Gestir fylgjast með athöfninni í Hellisgerði. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri, og Inga Dóra Karlsdóttir, eiginkona hans, eru fyrir miðri mynd. Til hægri er m.a. Kjartan Jóhannsson, alþingismaður. H AFNFIRÐINGAR minnast þess nú að áttatíu ár eru liðin frá því að Hafnarfjörður öðlaðist kaup- staðarréttindi, hinn 1. júní 1908. í tilefni þessara tímamóta er margt um dýrðir í Firðinum þessa dagana. í Hellisgerði, lystigarði Hafnar- íjarðar, afhenti málfundafélagið Magni bænum garðinn til eignar. Á sínum tíma gaf bæjarfélagið málfundafélaginu svæðið þar sem garðurinn er nú gegn því að félags- menn ræktuðu garðinn og hann stæði almenningi til nota. Það gerðu þeir og nú, 65 árum seinna, afhenda þeir bæjarbúum Hellis- gerði, bæjarpiýði Hafnarfjarðar, til eignar. Ellert Borgar Þorvaldsson, formaður Málfundafélagsins Magna, afhenti Hafnfírðingum Hellisgerði og veitti Jóna Ósk Guð- jónsdóttir, forseti bæjarstjómar, honum móttöku. Um kvöldið var síðan hátíðar- dagskrá í nýrri, stórglæsilegri menningarmiðstöð Hafnfirðinga, Hafharborgum. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðurs- gestur hátíðarinnar, flutti Hafn- fírðingum ámaðaróskir og Guð- mundur Ámi Stefánsson bæjar- stjóri ávarpaði samkomuna. Hann sagði að margt hefði breyst á 80 árum, svo mikið að næstum væri hægt að tala um byltingu. En eitt breyttist ekki, sagði bæjarstjórinn, og það er tryggð þeirra sem búið hafa um lengri eða skemmri tíma í Hafnarfirði til bæjar síns. Þá flutti Magnús Jon Bergsson, form- aður bæjarráðs, erindi um aðdrag- andann að því að Hafnarfjörður öðlaðist kaupstaðarréttindi. Fyrst á hátíðardagskránni var sýning brúðuleikhússins Sögu- svuntunnar á bókasafninu og skemmtu yngri bæjarbúar sér hið besta. Þá bauð bæjarstjóm öllum bæjarstarfsmönnum til kaffí- drykkju síðdegis á veitingahúsinu A. Hansen. Bæjarstjórn bauð starfsmönnum bæjarins til kaffisamsætis síðdegis í gær. Ungir Hafnfirðingar taka til hendinni í Hellisgerði á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.