Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Trausti Krabbameinsfélaginu færðar góðar gjafir Samband eyfirskra kvenna hef- ur afhent Krabbameinsfélagi Ak- ureyrar og nágrennis 200.000 króna gjöf. Gjöfin er afhent til styrktar kaupum á bijóstmynda- tökutæki, sem félagið er að festa kaup á. Jónas Franklín, læknir og for- maður Krabbameinsfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að vonir stæðu til að hægt væri að fara að nýta tækið síðla sumars. Verkstjóra- félag íslands hafði áður afhent Krabbameinsfélaginu hálfa milljón króna að gjöf, Lionsklúbburinn Hængur afhenti 200.000 krónur og Lionessuklúbburinn Ösp gaf 100.000 krónur. Jónas sagði að tækið kostaði 2,6 milljónir króna og hefði tekist að safna nú þegar um 2 millj. kr., sem teljast mætti mjög gott. Nemendur 8. bekkjar Dalvíkurskóla og Hald Ege í Viborg í Danmörku að leggja af stað í Mývatnsferð. Dalvíkurskóli; 8. bekkiiigar fengu danska jafnaldra sína í heimsókn Dalvík. NÚ í skólalok fengu nemendur 2. bekkjar Dalvikurskóla góða gesti í heimsókn. Voru þar á ferð 22 nemendur frá Hald Ege-skóla í Viborg í Danmörku sem voru hér á skólaferðalagi ásamt tveim- ur kennurum sínum. Dvöldu þeir á Dalvík í tiu daga við leik og störf með jafnöldrum sinum íslenskum. Nemendur 8. bekkjar á Dalvík undirbjuggu heimsóknina og var lögð áhersla á að Danirnir fengju að kynnast sem best atvinnulifi og lífskjörum íslendinga auk þess sem nemendur kynntu þeim heimabyggð sina og nágrenni. Viborg er vinabær Dalvíkur og í vetur komust á bréfaskipti milli nem- endanna. Danir lýstu áhuga sínum á gagnkvæmum heimsóknum og hófu fjáröflun fyrir Íslandsferð. Undir- bjuggu þeir ferð sína og hafa lært um land og þjóð og staðið fyrir ís- landskynningum í skóla sínum. Ferð- in varð að veruleika og fengu þau styrk frá „Dansk-islandsk fond" tii fararinnar. Danir vildu fá að kynnast athaftia- lífínu á Dalvik bæði til fróðleiks og til að drýgja ferðapeninga sína. Leit- að var til atvinnurekenda á Daivík og kannað hvort nemendurnir gætu fengið vinnu hjá þeim í nokkra daga. Var þeirri málaleitan tekið afar ljúf- mannlega og var öllum nemendunum komið fyrir í fískvinnslu á staðnum. Fimmtán ára unglingar í Danmörku hafa ekki sama tækifæri til þátttöku í atvinnulifinu heima fyrir og jafn- aldrar þeirra á íslandi og er þetta í fyrsta skipti sem þeim gefst kostur á að vinna fullan vinnudag, 8 tíma. Sfðari vikuna sem Danir dvöldu á Dalvfk gistu þeir heima hjá pennavin- Vöruflutn- ingabíll valt Vöruflutningabíll frá Akureyri valt við heimkeyrslu að Merkigili, Hrafnagilshreppi f Eyjafirði, um kl. 17.30 f fyrrakvöld. Ökumaður slapp að mestu ómeiddur, en var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið til rannsóknar. Bfllinn mun vera tölu- vert skemmdur. Flutningabíllinn mun hafa verið að flytja fóðurblöndu á milli bæja og var hann að fara upp brekku er hann missti ferð með þeim afleiðing- um að bíllinn fór aftur á bak, að sögn lögreglunnar. Þrír minniháttar árekstrar voru skráðir hjá lögreglunni í gær sem er heldur meira en venjulega síðan nýju umferðarlögin gengu í gildi. Samkvæmt þeim eiga ökumenn sjálf- ir að ganga frá minniháttar um- ferðaróhöppum og kemur þar af leið- andi minna til kasta lögreglu í þeim efnum. um sínum á Dalvík. Þá voru þeir við nám og leik í skólanum auk þess sem farið var í ferðir um nágrennið og var hápunkturinn að mati Dana ferð í Mývatnssveit. Góð kynni tókust með nemendum og er víst að smám saman var öllum tungumálaerfíðleik- um rutt úr vegi. Heimsókninni lauk síðan með því að öllum nemendum 8. og 9. bekkjar Dalvíkurskóla ásamt 8. bekk frá Hald Ege var boðið til veislu í Víkurröst þar sem nemendur skemmtu sér saman um kvöldið. Fyrirhugað er síðan að nemendur 8. bekkjar á Dalvík heimsæki þessa pennavini sína á næsta ári og er fjár- ölfun fyrir þá ferð þegar hafín. Fréttaritari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Félagskonur úr Sambandi eyfirskra kvenna afhentu formanni Krabbameinsfélagsins, Jónasi Franklín, peningagjöfina. Kristnesspítali: 32 rúma endurhæfingadeild og uppbygging heilsuræktar í bígerð Miklar framkvæmdir standa nú j^fir við Kristnesspitala. Ver- ið er að byggja stiga- og lyftu- hús ásamt borðsölum og setu- stofum fyrir sjúklinga, og vatnsmeðferðarsal fyrir sjúkraþjálfunina. Þessar fram- kvæmdir eru hluti af bygg- ingaáætlun spítalans, sem mið- ar að þvi að koma upp endur- hæfingadeild með 32 rúmum ásamt því að endurnýja hús- næði legudeilda. Framkvæmdum verður dreift á nokkur ár og er ljóst að nokkur röskun verður á starfsemi spítal- ans um tíma meðan á þeim stend- ur. Bjami Arthursson fram- kvæmdastjóri Kristnesspítala sagði að spitalinn hefði verið frá upphafi skilgreindur sem hjúk- runar- og endurhæfíngaspítali. Hjúkrunarþættinum hefði verið mjög vel sinnt til þessa, en aftur á móti hefði endurhæfingaþættin- um ekkert verið sinnt. í ráði er 7 ára framkvæmdaá- ætlun við Kristnesspítala sem tek- ur til endurhæfíngar. Gert er ráð fyrir 32 rúmum fyrir endurhæf- inguna, sem að sögn Bjama er síst of mikið enda munu endur- hæfingastofnanir fyrir sunnan hýsa að meðaltali 28,6 endur- hæfíngasjúklinga úr Norðurlandi eystra. Ætlunin væri jafnframt að þjóna heimahjúkrun, en endur- hæfíng hjartasjúklinga færi þó ekki af stað í bráð þar sem slíkt krefðist mikils viðbúnaðar og tækjakosts. Bjami sagði að kostn- aður við uppbyggingu endurhæf- ingarinnar krefðist mikilla fjár- muna. Kristnesspítala var úthlut- Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Hluti viðbyggingar Kristnesspítala sem komin er vel á veg. Bjarni Arthursson útskýrir fyrir blaðamönnum teikningar af viðbyggingum við Kristnesspítala. að 11 millj. kr. í ár og í fyrra fékk spítalinn 4,5 millj. kr. Til þess að verkið megi takast þarf spítalinn 90 millj. kr. til viðbótar auk þess sem endumýja þarf hvom sjúkraganginn fyrir sig fyr- ir 19 millj. kr. „Það er ekki einungis upp- bygging spítalans sem er í bígerð, heldur ætlum við að nýta þetta fallega umhverfí sem hér er allt í kringum okkur og teljum útiveru og heilsurækt hvers kyns af hinu góða. Nýttur verður salur undir heilsuræktina innan dyra og einn- ig líta menn til hestamennsku, skíðaíþróttar og annars slíks hvað það varðar. Endurhæfingasjúkl- ingamir munu þá fá sem best tækifæri á að nýta sér umhverfið hér með tilheyrandi aðstöðu og er landslagsarkitekt nú að vinna að skipulagningu umhverfísins. Endurhæfing samanstendur af sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og tal- meinafræði. Aðeins sjúkraþjálfun- in kemur til með að hefja starf- semi sína í sumar og hefur til þess verið ráðinn sjúkraþjálfari auk aðstoðarmanns. Iðjuþjálfunin fer að öllum líkindum í gang við Kristnesspítala að rúmu ári liðnu, en eftir er að ljúka gerð lyftuhúss svo hægt verði að hefja iðjuþjálf- unina," sagði Bjami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.