Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Meindýr; Húsamaur heijar á híbýli fólks í auknum mæli Rottugangur eykst að vorlagi ROTTUR og önnur meindýr eru meira áberandi að vorlagi en á öðrum árstímum. Þau skriða upp úr holræsunum og eiga til að leita inn i híbýli manna. Þar sem skolplagnir eru lélegar eða opnar vegna bilana kveður mest að ófögnuðinum og á það helst við um eldri og grónari hverfi borgarinnar. Hin siðari ár hefur húsamaur tekið sér varanlega bólsetu í Reykjavík og þeim til- fellum fjölgar þar sem nýklakt- ar húsamaursdrottningar heija á hibýli fólks. „Mannúðlegra" rottueitur Asmundur Reykdal, meindýra- eyðir borgarinnar, sagði að mein- dýr í híbýlum manna væru ekki stórvægilegt vandamál en bætti þvi við að auðvitað mætti setja spumingarmerki við hvað má telja eðlilegt ástand, fáar kvartanir eða engar. Eitrað er um alla borg að vorlagi svo halda megi meindýrun- um í skefjum, mest í holræsi og við útföll þeirra. Aður virkaði rottueitur á þann veg að iður dýranna brunnu, en Húsamaur, Hypoponera punctatissima, vængjuð drottning. Drottningamar em stærstar, 3,5—3,8 mm, þernuraar 2,5—3,2 mm og karldýnn 3,4—3,6 mm. Litur er breytilegur, frá rauðgul- um í dökkbrúnan lit. Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkomanánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða ffesti. Eindagi þeirra er 15 dögum eftir útgáfúdag. Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á eindaga reiknast á hann háir dráttar- vextir. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Láttu rafmagnsreikninginn haía Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og forgangl m RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 LystugTÍ dýr en rottur finnast ekki og þær fara víða í leit að æti. Þar em hibýli manna ekki undanskilin. nú eru notuð „mannúðlegri efni“, sem svæfa þau hægt og rólega og kvalalaust. Ásmundur telur rottumar ekki stórvægilegt vanda- mál, en þó verði að hafa allan vara á og fylgjast með ástandi skólplagna. Holræsaframkvæmd- imar á vegum Reykjavíkurborgar, sem nú er að mestu lokið, koma líka til með að fækka til muna vinjum rottanna. Húsamaurinn Undanfarin ár hefur borið meira en áður á svokölluðum húsamaur, sem getur verið illur viðureignar. Maursins hefur orðið vart í stöð- ugt ríkari mæli í híbýlum á Reykjavíkursvæðinu og víðar um land og sums staðar hefur hann orðið meiriháttar vandamál. í grein eftir þá Erling Ólafsson og Sigurð H. Richter, sem birtist í Náttúmffæðingnum árið 1985, segir að maurar þessir séu taldir meðal frumstæðustu mauranna. Þeir eru rándýr, sem lifa einkum á öðrum smádýrum. Þeir mynda bú, eins og aðrar búmaurategund- ir, með hundruðum eða jafnvel þúsundum einstaklinga. í búunum eru drottningar, þemur og karl- dýr. Frá árinu 1974 hefur húsa- maurinn fundist í nokkrum tugum húsa hér á landi. Það er sameigin- legt flestum þessara tilfella, að mauramir hafa komið upp í kjöll- umm eða jarðhæðum húsanna, einkum í baið- og þvottaherbergj- um og bú hafa fundist í kyndiklef- um og holrúmum inni í baðher- bergjum. Oftast hafa mauramir komið út um spmngur eða göt í gólfí eða veggjum, þar sem leið er greið upp úr húsgmnni. Upp- fylling undir gólfplötu sígur gjam- an með ámnum og myndast þá holrúm undir henni, þar sem dýrin g^eta haft bú sin. Oft hefur það sannast, að skólplagnir í þessum húsgmnnum hafa verið laskaðar eða lekar, en samskeyti losna gjaman í sundur þegar uppfylling sígur. Einnig hafa gamlar lagnir stundum náð að morkna í sundur. Fyrir þessa raka- og hitasæknu tegund em skilyrði því ákjósanleg við þessar aðstæður, nægur raki og æskilegur hiti, einkum þar sem frárennsli hitaveitu er leitt niður í skólplagnimar. Drottningar í þúsundatali í verstu tilfellum koma maur- amir fram í dagsljósið í hundmða- eða þúsundatali. Þeir maurar, sem fólk verður vart við, em undan- tekningarlítið vængjaðir. Er þar um að ræða nýklaktar drottning- ar, sem em að dreifa sér burt frá uppeldisstöðvunum. Dreifíng mauranna getur farið fram á margan hátt. í fyrsta lagi er ljóst, að húsamauramir koma helst upp í eldri húsum, þar sem skólplagnir em famar að gefa sig. Einnig hefur þeirra orðið vart í nýrri húsum, þar sem húsgmnnar hafa sigið. Nýju hverfín í austur- hluta borgarinnar virðast enn laus við ófögnuðinn, enda em lagnir þar eflaust enn í besta standi. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.