Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 73

Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 73
8861 IviCn .S HUOAaUTMMr? .ŒIOAJaWUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 79^ FRJALSAR IÞROTTIR / FLUGLEIÐAMOTIÐ Fyrrum heims- methafi keppir WOLFGANG Schmidt, fyrrum heimsmethafi íkringlukasti, hefur þegið boð Frjálsfþrótta- sambandsins (FRÍ) um að keppa á Flugleiðamótinu í frjálsum, sem haldið verður á Laugardalsvelli 21. júní nœst- komandi. Schmidt var pólitísk- ur fangi í heimalandi sínu, Austur-Þýzkalandi, á annað ár en fókk að flytjast úr landi í fyrra og keppir nú fyrir Vestur- Þýzkaland. Það er hvalreki fyrir íslenska íþróttaunnendur að fá að sjá Wolfgang Schmidt í keppni og við erum mjög ánægðir að hann skuli hafa þegið boð okkar. Schmidt er að komast í fremstu röð á nýjan leik og verður verðugur keppinaut- ur fyrir þá Véstein Hafsteinsson og Eggert Bogason," sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, í sam- tali við Morgunblaðið. Schmidt setti heimsmet í kringlu- kasti, 71,16 metra, árið 1978. Hann varð annar á Olympíuleikunum 1976 og Qórði í Moskvu 1980, einn- ig Evrópumeistari 1978, og ósi- grandi um árabil. Hann er aðeins 33 ára gamall og hefur kastað 65,84 metra í ár. Schmidt segir takmark sitt að kasta 68 metra i ár og hver veit nema honum takist TENNIS Reuter John McEnroo var ekki ánægður með tapið gegn Ivan Lendl. Lendl sló McEnroe út JOHN McEnroe er úr leik á opna franska meistaramótinu í tennis, sem nú stendur yfir í París. Hann tapaði fyrir Ivan Lendl f 16-manna úrslitum, 1:3. McEnroe vann fyrstu lotuna, en þá tók Lendl við, vann þrjár nœstu og tryggði sór sœti f undanúrslitum. John McEnroe byijaði mjög vel og vann fyrstu lotuna, 7:6. í næstu lotu var jafnt 6:6, en Ivan Lendl fékk síðasta stigið eftir að boltinn hafði skoppað af Knunni. McEnroe sagði að boltinn hefði greinilega verið fýrir utan línuna og neitaði að halda áfram. Það var ekki fyrr en tiu mínútum síðar að hann fékkst til að taka við spaðan- um að nýju. Þá var Lendl kominn í gang og hann vann tvær næstu, 6:4 og 6:4. Ivan Lendl mætir Svíanum Jonas Svensson í 8-manna úrslitum í dag. í hinum leikjum undanúrslitanna mætast Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi og Argentínumaðurinn Guillermo Perez-Roldan. Frakkinn Henri Leconte mætir Sovétmannin- um Andrei Chesnokov. Loks er það Svínn Mats Wilander sem mætir Emilo Sanchez frá Spáni. Steffi Graf mætir Grabrielu Sabat- ini frá Argentínu og í undanúrslit- um og Nicole Provis frá Ástralíu mætir Natalia Zvereva frá Sov- étríkjunum. það á Flugleiðamótinu. Schmidt var sæmdur „Föðurlands- orðunni", einu æðsta heiðursmerki Austur-Þýzkalands árið 1978 en fjórum árum síðar var hann orðinn pólitískur fangi. Var honum gefið að sök að hafa umgengist vestræna íþróttamenn af of mikilli vináttu og að hafa lofað lífskjör fólks á Vest- urlöndum. Auk Schmidt hefur Vestur-Þjóð- veijinn Alwin Wagner, sem náði fimmta bezta árangri heims í fyrra, kastaði kringlunni 67,80 metra, þegið boð um að keppa á Flugleiða- mótinu. Hann sagðist ætla að reyna að slá þýzka metið, 68,08, á Flug- leiðamótinu. Ennfremur vestur- þýzkur hástökkvari, Hans Burc- hard, sem á 2,27 metra og varð þriðji á vestur-þýzka innanhúss- meistaramótinu í vetur sem leið, en þá stökk hann 2,19, eða fjórum sentimetrum hærra en Gunnlaugur Grettisson, sem fær væntanlega góða keppni af Burchard. „Við höfum unnið að því að fá góða spjótkastara á flugleiðamótið en engin niðurstaða er fengin í það mál. Þá vitum við um áhuga fleiri afburða kringlukastara á að koma og skýrast þau mál væntanlega á næstu dögum. Ætlunin er allavega að gera Flugleiðamótið að góðu móti,“ sagði Agúst Ásgeirsson. Wolfgang Schmldt, fyrrum heimsmethafi i kringlukasti. Hann keppir á Flugleiðamótinu í Reykjavík 21. júní, ásamt fleiri erlendum afreksmönnum. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN „Náðum að keyra hraðann upp aftur - sagði „Magic" Johnson eftir að Los Angeles vann Dallas ,U LOS Angeles Lakers sigrafii Dallas Mavericks í fimmta leik lifianna f úrslitum Vesturdeild- ar, 119:102. Mefi þessum sigri hefur Los Angeles náð forystu 3:2 í keppni lifianna og getur komist í lokaúrslit mefi sigri f nœsta leik lifianna, sem fer f ram f Dallas. Það voru stórstjömur Lakers- liðsins, þeir James Worthy, Kareem Abdul-Jabbar og „Magic" Johnson, sem vöknuðu aíftur til Gunnar Valgeirsson skrifar lífsins eftir tvo ósigra liðsins í Dail- as um sl. helgi. Fyrsti leikhluti var jafn, en Los Angeles tók mikinn sprett í öðmm leikhluta og hafði forystu, 64:47, í hálfleik. Liðið hafði 11 stiga forystu eftir þijá leikhluta, 80:69, og sigraði síðan ömgglega sem fyrr segir 119:102. Meistaramir náðu að keyra upp hraðann í þessum leik, en Dallas hafði tekist að stöðva þau í leikjum liðanna um síðustu helgi. Það var James Worthy sem fylgdi oft vel eftir í hraðaupphlaupunum og tróð með miklum tilþrifum eins og hon- um er einum lagið. Hann var stiga- hæstur í liði Los Angeles með 28 stig, en Jabbar naut sín einnig vel og skoraði 25 stig. Magic Johnson átti enn einn stórleikinn og átti 20 stoðsendingar í leiknum. Johnson sagði við fréttamenn eftir leikinn: „Við náðum hraðanum upp aftur í þessum leik. Það vom fleiri sem komust inn í leikinn hjá okkur í kvöld og þegar við náum að keyra hraðann svona upp — þá er erfitt að stöðva okkur.“ Itf&UR FOLK I EINAR Ásbjörn Ólafsson sem lék í knattspymunni með Fram á síðasta keppnistímabili, mun leika með sínum gömlu félögum í ÍBK í sumar. Hann verður löglegur með . ÍBK næsta föstudag er liðið leikur við KA á útivelli. H ÞESSA dagana fer fram fjög- urra liða knattspymumót í Tokyo. í gær lék brasilíska liðið Flamengo við UEFA meistarana Bayer Le*— verkusen frá Vestur-Þýskalandi. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Það var Cha Bum-kun sem kom Bayer Leverkusen yfir, en Edinho jafn- aði fyrir Flamengo. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. ■ Á nýafstöðnu móti í Montevideo kepptu körfuknatt- leikslið Ameríkuríkja um rétt til þátttöku _ á Ólympíuleikunum í Seoul. í úrslitaleiknum sigraði Brasilía lið Puerto Rico 101:92. Staðan í leikhléi var 50:45. Lið Kanada náði þriðja sæti eftir 87:70 sigur á Uruguay. Þessi þijú lið verða því meðal keppenda í Seoul í haust. ___ ■ BEN Johnson heimsmethafi í 100 metra hlaupi er meiddur og mun verða frá keppni um tíma. Ekki er vitað hvenær Johnson verð- ur tilbúinn í slaginn en umboðsmað- ur hans Larry Heiðerbrecht segir að vonir standi til að það verði af einvígi hans og Carl Lewis sem áætlað er 27. júní í Paris. Einvígið ,er hið fyrsta í röðinni af þremur sem skipulögð hafa verið f sumar. Umboðsmaður Johnsons segir enn- fremur að ef hann verði ekki orðinn góður af meiðslunum fyrir 27. júnf þá verði einvíginu frestað, en því ekki aflýst. Þess má geta að þjálf- ari Carl Lewis hefur ásakað Jo- hnson um að aflýsa sífellt fyrir- huguðum keppnum þeirra á milli. Umboðsmenn Johnsons vísa öllum slíkum ásökunum aftur til föður- húsanna og segjast efast um að jafnvel Carl Lewis myndi keppa meiddur. ■ MARCEL Raducanu, fyrrum landsliðsmaður Rúmena f knatt- spyrnu, hefur gengið til liðs við svissneska 1. deildarliðið FC Zlirich. Hann lék á sfðasta keppn- istímabili með vestur-þýska liðinu Boruissia Dortmund. Raducanu er 33 ára miðvallarleikmaður og hefur verið hjá Dortmund síðan 1981. DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Ánægjuleg sjón á Laugardalsvelli í LEIK íslands og ítalfu á sunnudaginn sáu vallargestir nokkuA óvœnta an ánœgju- lega sjón er dómarinn dœmdi skref á ítalska markvörAinn. Sá ítalski tók allt of mörg skref. Undanfarin ár hefur það sést í sjónvarpsleikjum bæði í ítölsku deildarkeppninni, og eins hjá Stalska landsiiðinu, að mark- verðimir hafa fengið sér göngutúr með boltann í fanginu án þess að nokkuð hafi verið dæmt. Það hef- ur mikið verið rætt um þetta at- riði meðal dómara hérlendis og erlendis, og hafa dómarar verið nyög undrandi á þvf að ekki skuli vera dæmd skref á ítölsku mark- verðina. ÞeBS vegna var ánægju- legt að sjá dóminn hjá velska dómaranum í leiknum á sunnu- daginn. En hve mörg skref mé markvörð- urinn taka? Hann má taka fjögur skref, og losa sig við boltann f þvf fimmta. Ekki skal byija að te\ja fyrr en markvörðurinn hefur náð fullkomnu jafnvægi — ef hann nær boltanum t.d. í loftinu, þá skulu skrefin sem hann tekur ekki talin, fyrr en hann hefur náð fullkomnu jafnvægi. Framkvmmd Innkasts Oft kemur það fyrir við fram- kvæmd á innkasti að mótheiji tekur sér stöðu fyrir framan þann er innkastið ætlar að taka. Ekk- ert er hægt að segja við því, en ef sá er innkastið ætlar að fram- kvæma, færir sig til hliðar, og mótheijinn eltir hann er það orðið refsivert þar sem leikmaðurinn er farinn að hindra framkvæmdina á innkastinu. Það er líka ólöglegt ef mótheiji hoppar fyrir framan innvarparann, til þess að trufla framkvæmd innkastsins. Ég ætla að nefna annað dæmi: þegar hom- spyma er tekin, sést oft að sókn- arleikmaður stillir sér fyrir fram- an markvörðinn. Það er ekkert sem bannar það, en um leið og sóknarleikmaðurinn eltir mark- vörðinn með það eitt f huga að trufla hann eða hindra, er hann orðinn brotlegur, því sóknarleik- maðurinn er þarna aðeins að hugsa um markvörðinn en ekki boltinn. Og það ber að refsa fyrir slíkt. Mertri HnuvarAa til dómara 3. Ég ætla að fara nokkrum orðum um Ifnuverði, eða réttara sagt merki lfnuvarða til dómara. Þegar línuvöiður gefur merki um rangstöðu, eða brot sem hann sér, er ekki alltaf þar með sagt, að dómarinn stöðvi leikinn. Þá á ég við að sá sem brotið er á getur hagnast á þvf að dómarinn stöðvi ekki leikinn. Því á domarinn að nota hagnaðarreglunu og Iáta leikinn halda áfram, en um leið á hann að gefa línuverði sínum áberandi merki um að hann ætli að nota hagnaðarregluna, og léta leikinn halda áfram. En þvf miöur er alltof algengt að leikmenn stoppi er þeir sjá merki lfnuvarð- ar. Það er flauta dómarans sem gildir og þess vegna verða leik- menn að halda leiknum áfram, þar til dómarinn stöðvar leikinn. Þegar þJAHarar Qarstýra leik- mönnum slnuml 4. Mig langar til þess að ræða svolltið um þjálfara, og þá sér- staklega þjálfara yngri flokkanna. Köll og stjómsemi þjálfara þegar í leik er komið vil ég kalla stórt vandamál. Það er grátlegt að horfa upp á all flesta þjálfara yngri flokkanna er þeir reyna að Qarstýra þessum ungu leikmönn- um, oft með miklum hávaða; það miklum að þessir ungu knatt- spymumenn vita oft ekki hvað þeir eiga að gera þegar þeir fá boltann. Leikmenn eiga að fá frið fyrir þjálfumnum til þess að leika. Þjálfarar eiga að sjálfsögðu að hvetja sfna menn, og láta þá vita þegar þeir gera góða hluti inni á leikvellinum. Hvatningin er af hinu góða, en að fjarstýra leik- mönnum í leik er leiðinlegur og slæmur ávani. Það er góður þjálf- ari sem leyfir sínum mönnum að leika án þess að fjarstýra þeim með þessum köllum frá hliðarlínu. Með dómarakveðju, Guðmundur Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.