Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, TTMMTUDAGUR 2.r JÚNl 1988 Aukaallsheijarþing SÞ um afvopnunarmál: Arangri leiðtogafund- arins í Moskvu fagnað Reuter Aðskilnaðarsinnar á Korsíku boða vopnahlé Skæruliðasamtök sem berjast fyrir sjálfstæði Korsíku boðuðu í fyrrinótt til óvenjulegs blaðamannafundar í ijóðri fyrir utan Ajaccio, höfuðborg Korsíku. Fulltrúar samtakanna, sem eru bönn- uð, sögðust ætla að hætta hermdarverkum í fjóra mánuði vegna sigurs vinstri manna í forsetakosningunum i Frakklandi á dögun- um og freista þess þarmeð að ná samkomulagi við stjórnvöld. Bandaríski herinn: New York. Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR frá fjór- um heimsálfum, sem nú sitja þriðja aukaallshetjarþing Sam- einuðu þjóðanna um afvopnunar- mál, hrósuðu í gær leiðtogum risaveldanna og þeim árangri sem náðst hefði á fundum þeirra í Moskvu. Hvöttu þjóðarleiðtog- arnir til áframhaldandi samn- ingaumleitana risaveldanna og að þau semdu meðal annars um bann við kjarnorkutilraunum. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, setti aukaallsheijarþingið um af- vopnunarmál í aðalstöðvum stofn- unarinnar í New York í gær. í ræðu sinni hvatti de Cuellar til þess að SÞ tæki að sér eftirlit með því að afvopnunarsamningar yrðu haldnir. Hann sagði að enda þótt menn hefðu hvað mestar áhyggjur af kjamorkuvopnunum væri nauð- synlegt að semja um önnur gjöreyð- New York. Reuter. BANDARÍSKA vamarmálaráðu- neytið hyggst láta smíða eldflaug til að flytja fjarskipta- og njósna- hnetti á braut um jörðu án þess að Sovétmenn geti fylgst með geimskotinu, að sögn bandaríska blaðsins New York Times. Blaðið sagði að flauginni yrði skotið frá B-52 sprengjuþotum í 33 þúsunda feta hæð. Yrði hún þannig úr garði gerð að ákveða mætti geimskot fyrirvaralítið. Hugmyndin er að flaugin geti borið allt að 275 kílóa hnetti. Er flaugin sögð ódýr valkostur miðað við geimskot frá jörðu en verulega minni hætta á að flauginni og hnött- unum verði grandað af vamarkerf- um staðsettum á jörðu niðri. Mætti skjóta flauginni frá afskekktum stöðum utan vamar- og eftirlit- skerfís Sovétmanna. Samkvæmt sérstökum samningi verða ríki heims að láta Sameinuðu þjóðimar vita um allan búnað, sem þau hyggjast koma á braut um jörðu. Að sögn New York Times bendir ekkert til þess að bandaríski herinn hyggist nota hina fyrir- huguðu flaug til að sniðganga samninginn. „Hemarðarsérfræð- ingar og yfirmenn í leyniþjón- ustunni hafa þó sagt í einkavið- tölum að það gæti verið gagnlegt að hafa þann valkost að geta sent hnetti fyrirvaralaust og með leynd á braut á stríðstíma," sagði blaðið. ingarvopn, þ.á m. efnavopn. Meðal þjóðarleiðtoga sem flytja ræður á aukaallsheijarþinginu á næstu dögum em Najibullah, for- seti Afganistans, Daniel Ortega, forseti Nicaragua, Rajiv Gandhi, Indlandsforseti, og Raul Alfonson, Argentínuforseti. Georg Shultz og Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherrar risaveldanna, verða aðal- fulltrúar þjóða sinna á þinginu. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, flytur ræðu á aukaallsheijar- þinginu í dag. Smíðuð eldflaug’ sem skotið verður frá sprengjuþotum 'A - >r • -- ‘ ' - ., ■ ,■« %: ■ V i ■ Amsterdam, Reuter Lestarslys íHollandi Tveir dóu og tuttugu særðust þar af tveir alvarlega í gær þegar hollensk farþegalest rann aftan á vöruflutningalest. Slysið átti sér stað milli tveggja þorpa, Rilland - Bath og Krabbendijke, i Zeelandhéraði.Þegar hefur verið hafist handa um að rannsaka tildrög slysins. Austur-Asíuþjóðir að missa þolinmæðína með „bátafólkinu“ Sing’apore. Intemational Herald Tribune ÞJÓÐIR í Austur-Asíu eru farnar að ókyrrast mjög vegna sívaxandi fjölda fólks, sem flýr frá Víetnam í smábátum og sækir um tímabundið hæli i nágrannalöndunum, einkum Thailandi, Malaysíu og Hong Kong. Hafa stjórnvöld í þessum löndum krafist þess, að bund- inn verði endir á flóttamanna- strauminn. Starfsmenn Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna sögðu sl. föstudag, að stöðugur straum- ur flóttamanna meira en þrettán árum eftir lok Víetnam-stríðsins væri farinn að reyna verulega á þolrifín f stjómvöldum í rílqum Austur-Asíu. „Menn spyija sig nú æ oftar að því, hversu lengi verði unnt að halda svona áfram," sagði Phan Wannamethee, háttsettur thailenskur embættismaður. Og hann bætti við: „Stjómvöldum finnst þau ekki geta haldið enda- laust áfram að hrúga saman flóttamönnum í löndum sínum." í Thailandi eru yfir 230.000 flótta- menn frá Víetnam, Kambódíu og Laos. Stjómvöld í viðtökulöndunum segjast munu grípa til róttækra ráðstafana til að hindra, að flótta- mennimir komi þangað, nema Vesturlönd samþykki að taka við auknum §ölda fólks frá Indókína. „Á Vesturlöndum em menn orðn- ir þreyttir á að vera samúðarfull- ir,“ sagði Abdullah Fadzil Che Wan, aðstoðamtanríkisráðherra Malaysíu. Thailensk stjómvöld hafa sent bátafólkið til baka frá því í janúar eða komið því fyrir í sérstökum bráðabirgðabúðum, ef því hefur tekist að ná landi. í aprílmánuði tilkynntu stjóm- völd í Malaysíu, að aðalflótta- mannabúðum landsins á Bidong- eyju yrði lokað fyrir víetnömsku bátafólki innan tólf mánaða og eftir það yrði Víetnömum vísað frá. Löggjafarþingið í Hong Kong ætlar að fara fram á það við Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, þegár hann kemur þangað um helgina í þriggja daga heim- sókn, að þak verði sett á fjölda víetnamskra flóttamanna, sem tekið verði á móti þar. Flóttamannamálið er orðið að brennandi pólitísku deilumáli í Hong Kong. Margir Kínveijanna, sem þar búa, em reiðir yfír því, að víetnömsku bátafólki skuli leyft að koma þangað á sama tíma og landar þeirra frá Kína, sem komið hafa til Hong Kong án skilríkja, em settir á bekk með ólöglegum innflytjendum og fang- elsaðir eða sendir heim. Samkvæmt tölum frá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur vítenömsku bátafólki fjölgað veralega frá því í árs- byijun 1987. Þrátt fyrir það hefur Víetnömum, sem veitt hefur verið hæli á Vesturlöndum, fækkað vemlega á sama tíma. Um 28.000 Víetnömum var veitt tímabundið hæli í löndum Austur-Asíu á árinu 1987, en aðeins 21.000 landar þeirra flutt- ust til Vesturlanda (flestir til Bandaríkjanna, Ástralíu, Frakk- lands og Kanada). Það, sem af er þessu ári, hafa yfír 4500 víetnamskir flóttamenn komið til Hong Kong, samanborið við 1079 fyrstu fímm mánuði árs- ins 1987. Yfír 14.000 Víetnamar Reuter Víetnamskt bátafólk kemur til Hong Kong eftir þriggja vikna sjóferð. em í yfírfullum flóttamannabúð- um í Hong Kong, og síðastliðinn mánudag var gripið til þess að koma fólkinu fyrir í fyrrverandi herstöð í því skyni að létta aðeins á andrúmsloftinu. Suwit Suthanakul, formaður þjóðaröryggisráðs Thailands, sagði, að það fólk, sem nú færi frá Víetnam, væri ekki að flýja landið, heldur lífskjörin þar. Þessu mótmæla starfsmenn Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna og sjálfboðaliðar, sem rætt hafa við víetnamska flóttafólkið. Þessir aðilar stað- hæfa, að bátafólkið falli undir flóttamannaskilgreininguna í sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1951. Þar er sá skilgreindur sem flóttamaður, sem yfírgefið hefur land sitt „vegna rökstudds ótta við að verða ofsóttur sökum trúar sinnar, pólitískra skoðana, kyn- þáttar eða þjóðemis". Aðildarþjóðir Suðaustur-Asíu- bandalagsins, ASEAN, hafa úti- lokað, að þær geti boðið Víetnöm- um, sem Vesturlönd hafa neitað að taka á móti, aðsetur til fram- búðar. Stjómvöld í þessum lönd- um segja, að slíkt gæti valdið pólitískri spennu og kynþátta- átökum. Embættismenn í þessum lönd- um sögðu, að nauðsynlegt væri, að Vesturlönd legðu meira af mörkum í þessu skyni, auk þess sem víetnömsk stjómvöld yrðu að reyna að koma í veg fyrir brottför bátafólksins og taka á móti þeim, sem yfírgefíð hefðu landið vegna efnahagsástandsins þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.