Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 25 Tilgangur j afnr éttisáætlana eftírAsdísi J. Rafnar Nú þegar ríkisstjómin hefur sam- þykkt þá ósk Jafnréttisráðs, að hvert ráðuneyti og stofnun hins opinbera vinni framkvæmdaáætlun um hvemig stuðla megi að jafnrétti karla og kvenna í ráðuneytum og stofnunum er þörf á að kynna í stuttu máli þær hugmyndir sem Jafnréttisráð hefur um efni slíkra áætlana. Stefnumótun um hvemig vinna megi með skipulegum hætti að jafnrétti karla og kvenna á vinnu- stöðum hins opinbera er mjög brýn, en allt frá setningu fyrstu jafnrétti- slaganna hefur slík stefnumótun ekki verið unnin, þannig að lögin hafa ekki náð tilgangi sínum sem skyldi. Með setningu jafnréttislag- anna tóku stjómvöld að sér að vinna að tilgangi laganna, en staðreyndin er sú í dag, að störf hjá hinu opin- bera em ekki síður kyngreind en störf á almennum vinnumarkaði, fáar konur skipa stjómunarstöður hjá hinu opinbera og opinberar nefndir, stjómir og ráð em að mestu skipaðar körlum, þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaganna um að þar skuli leitast við að jafna hlut kynjanna. Sérstakar aðgerðir og opinbert frumkvæði er nauðsynlegt eigi laga- setningin að hafa tilgang. Hefur lögunum verið fylgt? Þá skyldu má leiða af jafnréttis- lögunum, að sæki kona og karl um starf í starfsgrein, þar sem annað kynið er allsráðandi og bæði tvö hafa sömu menntun og hæfileika til að bera, þá skuli veita þeim aðila starfið, sem er af því kynferði sem er í minnihluta í viðkomandi starfs- grein. Hafa yfírmenn ráðuneyta og stofnana unnið samkvæmt þessari meginreglu við ráðningar. í stöður og störf á sínum vettvangi? Hafa þeir hvatt konur í sama mæli og karla til að sækja um stöður? Leita þeir að hæfum konum sem körlum f störf á sínum vettvangi? Leitast þeir við að þjálfa konur sem karla til að gera þau hæfari til að gegna ábyrgðarmeiri störfum? Er leitast við að jafna hlut karla og kvenna f opinberum nefndum, stjómum og ráðum? Er markvisst unnið að þvl, að jafna stöðu kynjanna innan fyrir- tækja og stofnana hins opinbera og stuðlað að því, að störf séu ekki flokkuð sem sérstök kvenna- og karlastörf, eins og 9. grein jafnrétti- slaganna kveður á um að sé gert? Má að fullu skýra mikinn mun á hlunnindagreiðslum karla og kvenna hjá ríkinu með eðli þeirra starfa sem kynin gegna? Hvers vegna fer náms- og starfsfræðsla og jafnréttisfrasðsla ekki fram með skipulegum hætti f skólum landsins þótt lögin kveði á um að slík fræðsla fari þar fram? Með jafnréttisáætlunum má ná tilgangi laganna. Rökin að baki því, að hvert ráðu- neyti og stofnun móti sér sjálfstæða áætlun em þau m.a., að hver yfír- maður þekkir til innviða sinnar stofnunar og metur fyrst stöðu kynj- anna eins og hún er í dag og mótar áætlunina í samræmi við hreyfíngar í störfum og milli starfa á vinnu- staðnum. Þá eru störf mismunandi kyngreind hjá hinu opinbera og þörf stofnana mismunandi á sérmennt- uðum starfsmönnum. Samstarf þarf að vera náið við samtök launþega hjá ríkinu eigi árangur að nást af slíkum aðgerðum og þá hlýtur það að reynast árangursríkast að sú samvinna miðist við hvem vinnu- stað. Starfsauglýsingum má haga þannig, að konur séu hvattar til að sækja um þau störf, sem karlar gegna að meirihluta hjá ríkinu og öfugt. Norðurlandaráð hefur aug- lýst störf með þessum hætti sl. tvö ár. Síðastliðinn vetur auglýsti Norð- urlandaráð stöðu ritara menningar- málanefndar ráðsins þannig; „Meiri- hluti nefndarritara við skrifstofuna em karlmenn, en leitast er við að fjöldi karla og kvenna í stöðum þess- um verði sem jafnastur." Ábyrgð kvenna sjálfra á þróun jafnréttis hjá hinu opinbera er mikil ekki síður en stjómvalda. Hlutverk launþegasamtakanna getur því ver- ið veigamikið m.t.t. námskeiðahalds og aðgerða til að hvetja konur til að axla þá ábyrgð, sem fylgir áætl- unum stjómvalda. Ríka nauðsyn ber til að skapa jákvætt viðhorf til jafn- réttismála í þjóðfélaginu eigi lögin um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að hafa tilgang. Sveitarfélögin og hinn almenni vinnumarkaður Félagsmálaráðuneytið og Jafn- réttisráð munu halda fund með full- trúum sveitarfélaga og jafnréttis- nefnda sveitarfélaga i júni, þar sem Ásdis J. Rafnar óskað verður eftir því að sveitarfé- lögin móti sér jafnréttisáætlanir að dæmi hins opinbera. Samkvæmt jafnréttislögunum skal Jafnréttisráð vera stefnumótandi aðili í jafnréttis- málum og vera ráðgefandi gagnvart stjómvöldum, stofnunum og félög- um í málefnum sem varða jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Því hyggst Jafnréttisráð leita eftir viðræðum við aðila vinnu- markaðarins, atvinnurekendur og launþega um að þessir aðilar móti sér stefnu um það, að unnið skuli með skipulegum hætti að kynjajafn- rétti á almennum vinnustöðum. Samtök atvinnurekenda og laun- þega á Norðurlöndunum hafa mótað slíka stefnu. Á ráðstefnu Jafnréttis- ráðs I mars sl. kynnti forstjóri IBM „Ríka nauðsyn ber til að skapa jákvætt við- horf til jafnréttismála í þjóðfélaginu eigi lögin um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að hafa tilgang.“ á fslandi yfírlýsingu IBM um jafn- rétti kynjanna, en ýmis stórfyrir- tæki erlendis hafa í starfsmanna- stefnu sinni lagt áherslu á fjölgun kvenna í ábyrgðar- og stjómunar- störfum. Ástæða þess er sú, að kon- ur hafa eins og karlar hæfíleika, sem atvinnulífíð þarf á að halda. Höfundur er formaður Jafnréttia- ráða. ÆÆMw wSSbS Mitsubishi L300 4.W.D. Bfflinn sem sló strax í gegn — í öllum hlutverkum — tll allra verka. — Til fólksflutninga eöa vöruflutninga. I Æmmk Mitsubishi Lancer 4.w.d. — Meö sítengt aldrif. — Ferðabíll sem fer á kostum. VERD FRÁ KR. 698.000. Mitsubishi Pajero Langur eða stuttur — Fjölhæfasta farartækiö á landi. — A vegi eöa vegleysu. VERD FRÁ KR. 1.065.000. ÞRJAR STJORNUR FRA MITSU BISHl □ Allir meö aldrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju sæti. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tregöulæsingu á afturdrifi. □ Allir meö dagljósabúnaö. (samkvæmt nýju umferðarlögunum). TIL AFGREIÐSLU 5TRAX Á GAMLA VERÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.