Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 61
08 61 »«pr Tvrfn. s smnArnrrMMrq aiaAjaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Jón G. Oddsson — Minningarorð Jón G. Oddsson fæddist í Ráða- gerði á Seltjamarnesi þann 23. des- ember 1908. Foreldrar hans voru Guðríður Þórðardóttir og Oddur Jónsson, hafnsögumaður. Margir kannast við Jón vegna starfs hans fyrir Vélsmiðjuna Héðin hf., en því fyrirtæki helgaði hann starfskrafta sína í yfir hálfa öld. Ég kynntist Jóni fyrir tæpum tveim áratugum, þegar ég varð tengdadóttir hans, og er þakklát fyrir þann tíma, sem hans naut við. Það var gott að eiga hann að og engum manni hef ég kynnst, sem er jafn óeigingjam og hann var. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og þá var sama hvert verkefnið var, allt frá bama- gæslu til erfiðrar útivinnu, alltaf lagði hann sig allan fram við að leysa það verkefni, sem hann tók að sér. Jón var sérstaklega handlaginn og smíðaði bæði úr tré og málmi. Margir gripir, sem hann gerði eru hrein listaverk. Ljósmyndun var eitt af hans áhugamálum og var hann oft beðinn að taka myndir við ýmis tækifæri. Hann vann myndir sínar að öllu leyti sjálfur, framkallaði og stækkaði og var einnig farinn að mála ljósmyndir sér til gamans. Það var mikið áfall, þegar sjón hans tók að hraka fyrir nokkrum árum. Hann átti erfitt með að sætta sig við það, en tókst á við vandamál- ið af æðruleysi og reyndi að bjarga sér eins og kostur var. Þegar hann gat ekki ekið lengur, seldi hann bílinn og fór eftir það allra sinna ferða í strætisvögnum. Síðustu árin notaði hann hvíta stafinn, hjálpar- tæki blindra og sjónskertra, og veitti það honum öryggi í umferð- inni. Jón missti mikið, þegar hann hætti að geta lesið, því hann hafði ánægju af góðum bókum. Hann notfærði sér þó hljóðbókasafn Blindrafélagsins og var ánægður með þá þjónustu, sem það veitti. Ég vil þakka tengdaföður mínum samfylgdina. Það var mér mikil gæaf að eiga hann að. Ég mun minnast hans í hvert sinn, er ég heyri góðs manns getið. Björg Kofoed-Hansen rOSIUR FYRIR ÞIG gastbOM 9"" gAstbom ' fjHKol*0 lbsJS ,bS Royal0at<9" KartðtW'W0' 100 9' Kr. 157°' Kr. 1470. Kr.275/I50' Kr.73.50-' maabud Kr- 33.- daueb bjór 45 cl. KAUPFELÖGIN UM LAND ALLT! NÚ ER RÉTTI TÍMINN til að kaupa húsgögn í sumarbústaðinn eða garðhúsið. Landsins mesta úrval af massívum furuhúsgögnum á einum stað. húsgagna-höllin reykjavIk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.