Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 41
>1 ÍMÖl .S ÍIUOAGUTMMrí .GIQA I8MUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 41 Morgunblaðið/Matthias Jóhannason Minnisvarði um drukknaða sjómenn Á sjómannadaginn verður afhjúpaður á Siglufirði minnisvarði um drukknaða sjómenn. Minnisvarðinn sem er eftir Ragnar Kjart- ansson verður staðsettur á lóð Þormóðs Ramma. Minnisvarðinn vegur um 2.500 kg. Nýhöfn: Ýmsar breytingar á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar Sumardagskrá Ríkisútvarps- ins breyttist töluvert í gær. Helstu breytingarnar eru þær að hlutur landsbyggðarinnar í dag- skrárgerð eykst, barnaefni verð- ur meira og dagskrá rásar 1 styttist um eina klukkustund. Það kom fram á fundi með for- ráðamönnum ríkisútvarpsins að dagskráin í sumar tekur mið af breyttum þjóðfélagstakti með hækkandi sól. Á dagskrá rásar 1 koma aftur fréttir á ensku og verða þær fluttar að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Hlutfall endurtekins efnis mun einnig aukast með sumardag- skránni og er það gert í þeim til- gangi að góðir dagskrárliðir nái eyrum fleiri hlustenda. Af nýjum dagskrárliðum á rás 1 má nefna fjölskylduþátt frá Akureyri sem Sýmng Guðrúnar Krisljánsdóttur Guðrún Kristjánsdóttir opnar málverkasýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 4. júní. Á sýningunni verða oliu- málverk, unnin á siðustu tveimur árum. Guðrún er fædd í Reykjavík árið 1950. Hún stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík og Ecole des Beaux-Arts í Aix-en-Provence í Frakklandi. Þetta er fjórða einka- sýning hennar, en auk þess hefur hún tekið þátt i samsýningum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00 — 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 — 18.00. Henni lýkur 19. júní. (Úr fréttatilkynningu) nefnist „ég fer í fríið“ og þátt Ólafs H. Torfasonar „Á slóðum Laxdælu" sem kemur í staðinn fyr>r þáttinn „Bókvit" sem verið hefur á sunnu- dagsmorgnum. Barnatíminn verður endurfluttur á sama tíma og fréttir verða í Sjónvarpinu. Þetta er gert að sögn forráðamanna ríkisútvarps- ins til að halda æsku landsins frá ógnum og hryllingi styijalda sem sjónvarpsmyndir bera inn á hvert heimili landsins. Dagskrá rásar 2 verður með svip- uðu sniði og verið hefur en þó munu þættir dægurmáladeildar styttast um eina klukkustund að morgni og síðdegis. „Viðbit" Þrast- ar Emilssonar frá Akureyri að morgni og „Sumarsveifla" Gunnars Salvarssonar síðdegis fylla upp þau skörð sem dægurmáladeildin skilur eftir. Margir nýir þættir verða á helgardagskrá rásar 2 og má þar meðal annars nefna þáttinn „Laug- ardagsmorgunn með Erlu B. Skúla- dóttur", „A réttri rás“ með Hall- dóri Halldórssyni blaðamanni og „Um loftin blá“, þátt Sigurlaugar Jónasdóttur, sem verður á sunnu- dögum að loknum hádegisfréttum og stendur til kl. 15.00. Jafnframt því að nýir þættir eru á sumardags- skrá ríkisútvarpsins þá eru að koma til starfa margir nýir dagskrárgerð- armenn og má þ_ar nefna Pétur Grétarsson, Evu Á. Albertsdóttur og Valgeir Skagfjörð. Ósar Ölfusár: Brúin í notk- un í áffúst Eyrarbakka. 1 7 BYGGINGU brúar yfir ósa Ölfusár er að ljúka. Aðeins er eftir að steypa eitt brúarhaf og lítinn bút til tengingar við landstöpul. Brúar- hafið verður steypt í næstu viku. Vegagerð vestan ár á samkvæmt útboði að ljúka 1. ágúst, svo þess má vænta að fólk geti notað verslun- armannahelgina til að renna yfír brúna sína fyrstu ferð. Gatnagerðarframkvæmdir eru miklar á Eyrarbakka, því nú á að ljúka lagningu slitlags á allar götur þorps- ins. Eyrarbakkahreppur sér um undir- búningsvinnu og jarðvegsskipti í Eyr- argötu og Búðarstíg, en Byggingafé- lagið hf. í Kópavogi sér um fram- kvæmdir í Túngötu og hliðargötum. Verður hér bót ráðin á miklu vanda- máli, enda útilokað að búa við malar- götu eftir að brúin kemst í gagnið og umferð eykst, eins og búist er við. - Óskar í BÁTIIMIM - BÚSTAÐIIMIM - GARÐIIMN ÞJONUSTA VIÐ SUMAR- BÚSTAÐAEIGENDUR. OLÍULAMPAR, OLÍULUKTIR, GASLUKTIR, GAS- OG OLÍU- PRÍMUSAR, HREINSUÐ STEINOL- ÍA, OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTI- GRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAF- HLÖÐUR, VASAUÓS. SLÖKKVITÆKI OG REYK- SKYNJARAR, VATNSBRÚSAR OG FÖTUR. FATADEILDIN HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS- VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU- LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA. GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL STÖRF: SKÓFLUR, RISTUSPAÐAR, KANTSKERAR, GARÐHRÍFUR, HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGU- KLEMMUR, TENGI O.M.FL. HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐ- UR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYS- UR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULL- ARNÆRFÖTIN, SOKKAR MEÐ TVÖ- FÖLDUM BOTNI, VINNUHANSKAR, GARÐHANSKAR. HITAMÆLAR, LOFTVOGIR, AR. KLUKKUR, SJÓNAUK- FÁNAR, FLAGGSTANGA- HÚNAR, FLAGGSTENGUR 6-8 METRAR. SILUNGANET, NÆLON- LÍNUR, SIGURNAGLAR, ÖNGLAR, SÖKKUR. SJÓSTENGUR - HAND- FÆRAVINDUR. VATNS- OG OUUDÆLUR. KEÐJUR, MARGAR GERÐ- IR, VÍRAR, GRANNIR OG SVERIR, GIRNI ALLS- KONAR. FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN- ING - ÚTI-, INNI- - MÁLNINGAR- ÁHÖLD - POLYFILLA FYLUNGAR- EFNI. HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG BURSTAR. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. I BATINN EÐA SKÚTUNA: BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRA- KEFAR, DREKAR, KEÐJUR, AKK- ERI, VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOG- DÆLUR. ALLUR ÖRYGGISBÚN- AÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.