Morgunblaðið - 02.06.1988, Page 41
>1 ÍMÖl .S ÍIUOAGUTMMrí .GIQA I8MUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
41
Morgunblaðið/Matthias Jóhannason
Minnisvarði um drukknaða sjómenn
Á sjómannadaginn verður afhjúpaður á Siglufirði minnisvarði
um drukknaða sjómenn. Minnisvarðinn sem er eftir Ragnar Kjart-
ansson verður staðsettur á lóð Þormóðs Ramma. Minnisvarðinn
vegur um 2.500 kg.
Nýhöfn:
Ýmsar breytingar á dagskrá
Ríkisútvarpsins í sumar
Sumardagskrá Ríkisútvarps-
ins breyttist töluvert í gær.
Helstu breytingarnar eru þær að
hlutur landsbyggðarinnar í dag-
skrárgerð eykst, barnaefni verð-
ur meira og dagskrá rásar 1
styttist um eina klukkustund.
Það kom fram á fundi með for-
ráðamönnum ríkisútvarpsins að
dagskráin í sumar tekur mið af
breyttum þjóðfélagstakti með
hækkandi sól. Á dagskrá rásar 1
koma aftur fréttir á ensku og verða
þær fluttar að loknu fréttayfirliti
kl. 7.30. Hlutfall endurtekins efnis
mun einnig aukast með sumardag-
skránni og er það gert í þeim til-
gangi að góðir dagskrárliðir nái
eyrum fleiri hlustenda. Af nýjum
dagskrárliðum á rás 1 má nefna
fjölskylduþátt frá Akureyri sem
Sýmng Guðrúnar Krisljánsdóttur
Guðrún Kristjánsdóttir opnar
málverkasýningu í Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, laugardaginn
4. júní. Á sýningunni verða oliu-
málverk, unnin á siðustu tveimur
árum.
Guðrún er fædd í Reykjavík árið
1950. Hún stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík og Ecole
des Beaux-Arts í Aix-en-Provence
í Frakklandi. Þetta er fjórða einka-
sýning hennar, en auk þess hefur
hún tekið þátt i samsýningum.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10.00 —
18.00 og um helgar frá kl. 14.00
— 18.00. Henni lýkur 19. júní.
(Úr fréttatilkynningu)
nefnist „ég fer í fríið“ og þátt Ólafs
H. Torfasonar „Á slóðum Laxdælu"
sem kemur í staðinn fyr>r þáttinn
„Bókvit" sem verið hefur á sunnu-
dagsmorgnum. Barnatíminn verður
endurfluttur á sama tíma og fréttir
verða í Sjónvarpinu. Þetta er gert
að sögn forráðamanna ríkisútvarps-
ins til að halda æsku landsins frá
ógnum og hryllingi styijalda sem
sjónvarpsmyndir bera inn á hvert
heimili landsins.
Dagskrá rásar 2 verður með svip-
uðu sniði og verið hefur en þó
munu þættir dægurmáladeildar
styttast um eina klukkustund að
morgni og síðdegis. „Viðbit" Þrast-
ar Emilssonar frá Akureyri að
morgni og „Sumarsveifla" Gunnars
Salvarssonar síðdegis fylla upp þau
skörð sem dægurmáladeildin skilur
eftir. Margir nýir þættir verða á
helgardagskrá rásar 2 og má þar
meðal annars nefna þáttinn „Laug-
ardagsmorgunn með Erlu B. Skúla-
dóttur", „A réttri rás“ með Hall-
dóri Halldórssyni blaðamanni og
„Um loftin blá“, þátt Sigurlaugar
Jónasdóttur, sem verður á sunnu-
dögum að loknum hádegisfréttum
og stendur til kl. 15.00. Jafnframt
því að nýir þættir eru á sumardags-
skrá ríkisútvarpsins þá eru að koma
til starfa margir nýir dagskrárgerð-
armenn og má þ_ar nefna Pétur
Grétarsson, Evu Á. Albertsdóttur
og Valgeir Skagfjörð.
Ósar Ölfusár:
Brúin í notk-
un í áffúst
Eyrarbakka. 1 7
BYGGINGU brúar yfir ósa Ölfusár
er að ljúka. Aðeins er eftir að
steypa eitt brúarhaf og lítinn bút
til tengingar við landstöpul. Brúar-
hafið verður steypt í næstu viku.
Vegagerð vestan ár á samkvæmt
útboði að ljúka 1. ágúst, svo þess
má vænta að fólk geti notað verslun-
armannahelgina til að renna yfír
brúna sína fyrstu ferð.
Gatnagerðarframkvæmdir eru
miklar á Eyrarbakka, því nú á að ljúka
lagningu slitlags á allar götur þorps-
ins. Eyrarbakkahreppur sér um undir-
búningsvinnu og jarðvegsskipti í Eyr-
argötu og Búðarstíg, en Byggingafé-
lagið hf. í Kópavogi sér um fram-
kvæmdir í Túngötu og hliðargötum.
Verður hér bót ráðin á miklu vanda-
máli, enda útilokað að búa við malar-
götu eftir að brúin kemst í gagnið
og umferð eykst, eins og búist er við.
- Óskar
í BÁTIIMIM - BÚSTAÐIIMIM - GARÐIIMN
ÞJONUSTA VIÐ SUMAR-
BÚSTAÐAEIGENDUR.
OLÍULAMPAR, OLÍULUKTIR,
GASLUKTIR, GAS- OG OLÍU-
PRÍMUSAR, HREINSUÐ STEINOL-
ÍA, OLÍUOFNAR, ARINSETT, ÚTI-
GRILL, GRILLKOL OG VÖKVI, RAF-
HLÖÐUR, VASAUÓS.
SLÖKKVITÆKI OG REYK-
SKYNJARAR,
VATNSBRÚSAR OG FÖTUR.
FATADEILDIN
HANDVERKFÆRI, RAFMAGNS-
VERKFÆRI TIL ALLRA MÖGU-
LEGRA OG ÓMÖGULEGRA NOTA.
GARÐYRKJUVERKFÆRI í ÖLL
STÖRF: SKÓFLUR, RISTUSPAÐAR,
KANTSKERAR, GARÐHRÍFUR,
HJÓLBÖRUR, SLÖNGUR, SLÖNGU-
KLEMMUR, TENGI O.M.FL.
HLÍFÐARFATNAÐUR, REGNFATNAÐ-
UR, GÚMMÍSTÍGVÉL HÁ OG LÁG, PEYS-
UR, BUXUR, SKYRTUR, NORSKU ULL-
ARNÆRFÖTIN, SOKKAR MEÐ TVÖ-
FÖLDUM BOTNI, VINNUHANSKAR,
GARÐHANSKAR.
HITAMÆLAR,
LOFTVOGIR,
AR.
KLUKKUR,
SJÓNAUK-
FÁNAR, FLAGGSTANGA-
HÚNAR, FLAGGSTENGUR
6-8 METRAR.
SILUNGANET, NÆLON-
LÍNUR, SIGURNAGLAR,
ÖNGLAR, SÖKKUR.
SJÓSTENGUR - HAND-
FÆRAVINDUR.
VATNS- OG OUUDÆLUR.
KEÐJUR, MARGAR GERÐ-
IR, VÍRAR, GRANNIR OG
SVERIR, GIRNI ALLS-
KONAR.
FÚAVARNAREFNI, LÖKK, MÁLN-
ING - ÚTI-, INNI- - MÁLNINGAR-
ÁHÖLD - POLYFILLA FYLUNGAR-
EFNI.
HREINLÆTISVÖRUR, KÚSTAR OG
BURSTAR.
Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855.
I BATINN EÐA SKÚTUNA:
BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN
OG FULLORÐNA. ÁRAR, ÁRA-
KEFAR, DREKAR, KEÐJUR, AKK-
ERI, VIÐLEGUBAUJUR, KJÖLSOG-
DÆLUR. ALLUR ÖRYGGISBÚN-
AÐUR. ÖLL SMÁVARA FYRIR
SKÚTUNA, BLAKKIR O.M.FL.