Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 75
88ei Mön. .S SrnOAŒJTMMTí .SIGAJaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 FOLX ■ ÁRNI Njálsson, fyrrum leik- maður Vals og íslenska landsliðsins í knattspymu gerðist á dögunum þjálfari Hvatbera. Ámi hefur þjálf- að víða undanfarin ár. ■ VINÁ TTULANDSLEIK milli Noregs og írlands sem fram fór í Osló í gærkvöldi lauk með markalausu jafntefli. Norska lands- liðið lék einn sinn besta leik í lang- an tíma og átti mörg góð marktæki- færi. írsku leikmennimir fóm sér hægt og vildu greinilega forðast að lenda í meiðslum fyrir Evrópu- keppnina. ■ DANSKA landsliðið lék í gærkvöldi vináttulandsleik við Tékka. Leikurinn var liður í undir- búningi Dana fyrir Evrópukeppn- ina. Danir máttu þola enn einn ósigurinn og töpuðu í þetta skipti 1:0 á heimavélli. Það var Lubos Kubik sem skoraði sigurmark Tékka. Mikil meiðsli hafa hijáð lykilmenn danska landsliðsins að undanfömu, en þeir leika sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á móti Spáni eftir 9 daga. ■ IAN Rush tryggði Wales- búum sigur gegn Möltu í vináttu- landsleik í gær. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Wales. Mörk Wales skor- uðu Barry Horae, Mark Hughes auk Ian Rush sem skoraði sigur- markið. Fyrir Möltu skoraði Bus- utti tvö mörk. ■ SOVÉTRÍKIN sigmðu Pólland 2:1 í vináttulandsleik í knattspymu í gær. Það var Dzek- anowski sem kom Póllandi yfir en Litovchenko og Protasov svör- uðu fyrir sovéska liðið. ■ I gærkvöldi léku Hollending- ar og Rúmenar vináttulandsleik í knattspymu. Holland sigraði 2:0 og mörkin skomðu John Bosman og Wim Kieft. I EMILIO Butragueno skoraði fyrir Spánveija í vináttulandsleik gegn Svium í Salamanca á Spáni í gærkvöldi, en síðan tóku gestimir völdin og unnu 3:1. Joakim Nils- son, Dennis Schiller og Mats Magnusson settu mörk Svía. ■ FIFA tilkynnti í gær að 8. júní yrði dregið í riðla fyrir olympíu- leikana í Seoul. í tilkynningunni kom einnig fram að fulltrúar hinna 16 liða sem keppa munu í knatt- spymu í Seoul verða ekki viðstadd- ir dráttinn. ■ VOLKER Wetzel, leikmaður Fortschritt Bischofswerda, f Austur-þýskalandi, yfirgaf félaga sína fyrir æfingaleik gegn Darm- stadt í Vestur-þýskalandi í gær- kvöldi og sótti um hæli í Vestur- Þýskalandi. ■ OPNA Selfoss golfmótið verður haldið á Svarfhólsvelli laugardaginn 4. júní. Spilaðar verða 18 holur. Rástímar verða gefnir upp 2. og 3. júnf í síma 99-2417 milli kl. 17 og 22. ■ SKRÁNING þátttakenda á íþrótta- og leikjanámskeið æsku- lýðsráðs Hafnaifyarðar stendur nú yfir við Víðistaðaskóla, á Hörðu- völlum og við Öldutúnsskóla. I OPW golfmót Kays verður haldið sunnudaginn 5. júní á Hval- eyrarvelli. Skráning fer fram í sfma 53360. H DAGANA 4. og 5. júní fara fram hér á landi tvö Norðurlanda- mót fatlaðra. í íþróttahúsinu Di- granesi fer fram mót í boccia. Keppendur em um 50 talsins frá öllum Norðurlöndum. Keppt verð- ur bæði í einstaklings- og sveita- keppni. Norrænir leikar þroska- heftra verða haldnir á Selfossi. Keppendur á leikunum verða 170 talsins. Keppt verður í fijálsum íþróttum, sundi, boccia og innan- hússhokky. ■ KNA TTSPYRNVSKÓLI Breiðbliks hefst 6. júnf. Kennarar verða Sigurður Víðissonog Eirík- ur Þorvarðarson. Þjálfari meist- araflokks, Gregor Bielatowicz verður þeim innan handar. Nánari upplýsingar gefur Sverrir f síma 641499. GETRAUNIR Getraunaseðlar í lottókassana „Mikilvægt skref fyrir íþróttahreyfinguna," segir Jón Ármann Héðinsson, stjórnarformaður Islenskra Getrauna Á STJÓRN ARFUNDI íslenskr- ar Getspár í gœr var sam- þykkt að ganga til samninga um samstarf við íslenskar Getraunir varðandi sölu á getraunaseðlumog uppgjör i lottókössunum. íslenskar Getraunir óskuðu fyrst eftir samstarfi í ársbyrjun 1987, en þeirri ósk hefur verið hafn- aðþartil nú. Að sögn Jóns Ármanns Héð- inssonar, stjómarformanns íslenskra Getrauna, hefur dýr- mætur tfmi farið forgörðum, þar sem undirbúningsvinna er mikil og því gerir hann ekki ráð fyrir að Getraunir byiji aftur fyrr en um miðjan september í haust. „Þetta er tímamótaákvörðun hjá Islenskri Getspá og mikilvægt skref fyrir iþróttahreyfinguna. Með því að fara inn í lottókassana sitja allir landsmenn við sama borð hvað knattspymugetraunim- ar varðar og geta fyllt út seðla til klukkan tvÖ á laugardögum hvar sem er á landinu," sagði Jón Armann við Morgunblaðiðí gær. Fyrstu beinlínutongdu get- raunimar f heimlnum Knattspymugetraunir eru hvergi beinlfnutengdar og verður þessi framkvæmd því sú fyrsta sinnar tegundar. „Þetta fyrirkomulag er nauðsynlegt vegna hinnu miklu samkeppni við alls konar smámiða happdrætti. Menn geta fyllt út seðla fram á síðustu stundu og vinningshafar vita strax að Ieikj- um loknum hvað þeir hafa borið úr býtum. Reyndar á eftir að ganga frá ýmsu varðandi rekstr- arþættina, en ég er sannfærður um að iþróttahreyfingin á eftir að njóta góðs af þessari breytingu og áhugi á getraunum verður meiri," sagði Jón Ármann. Á síðasta starfsári Getrauna var veltan um 85 milljónir, en með breyttu fyrirkomulagi er gert ráð fyrir að hún aukist til muna. HANDBOLTI Sovétmenn sigruðu Sovétmenn unnu Júgóslava 26:23 í sfðasta leik Júgóslavfu- mótsins í handknattleik og sigruðu þar með örugglega í keppninni — töpuðu ekki stigi. Júgóslavinn Ves- elin Vujovic átti stórleik og setti 12 mörk gegn Sovétmönnum. Svíar léku mjög vel á mótinu og höfnuðu í 2. sæti þrátt fyrir 27:20 tap gegn Sovétmönnum og 24:23 tap gegn Júgóslövum. Pólveijar fengu bronsverðlaunin, en Júgó- slavar, sem léku án fjögurra lykil- manna, urðu að láta sér nægja ijórða sætið. Þeir töpuðu 22:21 fyr- ir Pólveijum og gerðu 20:20 jafn- tefli við Japani, sem urðu í 5. sæti, en unglingalið Júgóslavíu tapaði öllum sínum leikjum og rak lestina. Morgunblaðið/ Knstján G. Amgrimsson SigurAur HallvarAsson gerði þrjú mörk fyrir Þrótt gegn Hvatberum í 1. umferð Mjólkurbikarkeppninnar í gærkvöldi. Þróttur sigraði með fimm mörkum gegn engu. Sigurður sést hér skora fjórða mark Þróttar í leiknum. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN BIKARKEPPNIN Tólf leikir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpinu Sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir knattspyrnuáhugamenn Sjónvarpið mun sýna 15 leiki frá lokakeppni Evrópumóts- ins í knattspyrnu og þar af 12 leiki íbeinni útsendinu dagana 10. til 25. júní. Þaö verður þvf sannkölluð knatt- spyrnuveisla í sjónvarpinu fyri knattspyrnuáhugamenn. Fyrsti leikur Evrópukeppninn- ar í Þýskalandi verður milli heimamanna og ítala og verður hann 10. júní. Útsending hefst þá kl. 18:15 með opnumarhátíð og síðan verður leikurinn í beinni heflast kl. 18:00 að íslenskum tfma og um helgar verða þær kl. 13:00 og 15:00. Eftirtaldir leikir verða á skjánum: 10. júnt V-Þýsknland-ltalia (kl. 18:15) 11. júni Danmörk-Spánn (kl. 13:00) 12. júní England-írland (kl. 13:00) Holland-Sovétríkin (kl. 18:00) 14. júní V-Þýskaland-Danmörk (15:00) Ítalia-Spánn (kl. 18:00) 15. júni England-Holland (kl. 15:00) 17. júní Danmörk-Ítalía (kl. 18:00) V-Þýskaland-SpÁnn 18. júni England-Sovétríkin (kl. 13:00) 21. júni Undanúrslit (kl. 18:00) 22. júni Undanúralit (ld. 18:00) 25. júni Úralit (kl. 13:00) útsendingu. Tímasteningar leikj- anna ættu að henta íslensku knattspymuáhugamönnum vel. Útsendingar á virkum dögum Þess má geta að leikir f íslandsmótinu i knattspymu stangast ekki á við Evrópuleik- ina. Mótanefnd KSÍ hefur greinilega tekið mið af Evrópukeppninni þegar niðurröðun leikja fór fram í vor. Bl sigraði Stjömuna Eftirtaidir leikir fóru fram í 1. umferð Mjólkurbikarkeppninn- ar í gærkvöldi: Árvakur- SR................2:1 Sigurður Indriðason, Magnús Jónsson - Stefán Stefánsson. BÍ - §tjaman.................2:0 Öm Torfason, Stefán Tryggvason. Njarðvík - Víkverji..........3:2 Helgi Amarsson, Haukur Jóhannesson, Elias Georgsson - Jón Guðbjartsson, Svavar Hilmarsson. Augnablik - Víkingur Ó1......2:0 Alexander Þórisson, Sigurður Halldórsson. Emir - ÍR....................0:6 Bragi Bjömsson (2), Knútur Bjamason (2), Hallur Eiriksson, Einár Ólafsson. Hvatberar - Þróttur R........0:5 Sigurður Hallvarðsson (3), Daði Harðarson, Páll Þórðarson. Valur Reyðarf. - Höttur......2:1 Valur Ingimundarson (2) - Ámi Jónasson. Þróttur N. - KSH.............2:0 Guðbjartur Magnason, Bjarni Freysteins- son. Léttir - Hafnir..............0:3 Halldór Halldórsson, Guðni Sveinsson, sjálfsmark. Ægir - Fyrirtak..............2:1 Jón Eiríksson, Sigmundur Traustason. Leiknir - FH.............frestað Fer fram mánudaginn 6. júní kl. 20.00 þT 7S« KNATTSPYRNA Dlno Zoff þjálfar Juventus næsta keppnistímabil. Dino Zoff ráðinn þjálfari - Juventus Dino Zoff, hinn gamalreyndi ítalski markvörður sem stjóm- að hefur ólympíuliði ítala, var í gær ráðinn þjálfari Juventus. Zoff lék .11 ár með Juventus og þekkir því vel til þar. Hann tekur við þjálfara- stöðunni af Rino Marchesi. Juventus, sem hefur verið stórveldi' * í evrópskri knattspymu á síðustu áram, olli nokkram vonbrigðum í á síðasta keppnistímabili með þvi að hafna aðeins í sjötta sæti ítölsku deildarinnar. Dino Zoff, sem er 45 ára, var um langt árabil fyrirliði ítalska lands- liðsins og lék með því 112 lands- leiki. Hann var meðal annars heims- meistari árið 1982. ÍÞR&mR FOLK ' H ERNI Maissen sem leikur með Young Boys í Sviss er ekki í sviss- neska landsliðshópnum fyrir leikinn við Spán sem fram fer á sunnudag. Daniel Jeandupeux þjálfari Sviss setti Maissen út úr hópnum vegna ummæla hans þess efiiis að hann hefði ekki áhuga á að vera vara- skeifa í landsliðinu. Maissen > :m er þrítugur að aldri var vali n í landsliðshópinn fyrir mánuði b.ðan eftir nær tveggja ára fjarvera. Á laugardag léku Svisslendingar við England og var Maissen á bekkn- r um allan leikinn. H AGANEFND UEFA hefur fengið til meðferðar kæramál vegna óláta áhorfenda á landsleik (Aþenu fyrir viku. Grikkland og Frakk- land léku þá f Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og neyddist dómarinn til að flauta hann af áður en leiktími var úti vegna óláta áhorfenda. íkvöld KR og Völsungur leika ( 1. deild Islandsmótsins í knatt- spymu á KR-vellinum í kvöld kl. 20.00. Þetta verður fyrsti leikurinn í 3. umferð. Leik ÍA ug Vals, sem fram I átti að fara í kvöld, hefur verið frestað fram á föstu- dagskvöld. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.