Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 123. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins V estur-Þýskaland: Óttast að 56 hafi lát- ið lífið 1 námaslysi Borken í Vestur-Þýskalandi. Reuter. SEXTÁN létu lífið og átta slösuð- ust þegar sprenging i námu lokaði meira en 50 námaverkamenn inni í göngum brúnkolanámu i Vestur- Þýskalandi i gœr. Embættismenn f bænum segja að tekist hafi að ná sambandi f gegnum talstöð við nokkra af mönnunum sem eru lokaðir inni. Óttast er um afdrif þeirra sem enn eru lokaðir niðri f námunni vegna hættu á kolsýrl- ingseitrun. Borgarstjórinn í Borken, Bernd Hessler, sagði blaðamönnum að alls Noregur: Þörungarnir refsing Guðs Ósló. Frá Rume Timberlid, fréttaritara MorgunblaðsinH. ÁSTÆÐA þörungaplágunnar sem valdið hefur f iskidauða við strend- ur Noregs að undanfömu er enn ekki kunn en norskur biskup telur að með plágunni vilji Guð refsa mönnum fyrir syndir þeirra. Eldis- fiskur, sem var f kvíum er dregnar voru inn á firði f sfðustu viku virð- ist hafa þolað flutningana. Talið er að tekist hafi að bjarga eldisfíski sem metinn er á 1,5 millj- arða norskra kr. (um 10 milljarða ísl. kr.) með því að draga kvíar inn á fírði. Eigendur fískeldisstöðva eru bjartsýnir vegna þessa en ekki er ljóst hver áhrif banvænu þörunganna verða þegar til lengri tíma er litið. Fuglafræðingar óttast að fiskadauði af völdum þörunganna eigi eftir að koma hart niður á fuglalífí. Erling Utnem fyrrum biskup sagði í samtali við kristilega tímaritið Várt Land, að plágan væri refsing Guðs. „Innrás þörunganna banvænu er upphaf að endalokum mannkyns," er haft eftir biskuprium. „Kynslóð okkar er syndug og spillt og ég lít á þessa plágu sem refsingu Guðs,“ sagði Utnem. hefðu 56 menn lokast inni í göngun- um eftir geysilega sprengingu sem varað hefði f 2 mínútur. Fimm mann- anna eru f talstöðvarsambandi við eigendur námunnar sem sprengingin varð f og eru þeir allir heilir á húfí. Talið er að sjálfsíkveikja f kolaryki hafí valdið sprengingunni. Átta menn, sem starfa við námuna og voru við vinnu ofanjarðar er sprengingin varð, slösuðust alvarlega að sögn lögreglu. Hessler sagði að aðalinngangur í námuna hefði eyði- lagst og ylli það miklum erfiðleikum við björgunarstarf. Björgunarsveitir komust niður í námagöngin, sem eru 25 kflómetra löng, gegnum loftræsti- búnað hennar. Fundust sextán menn látnir af kolsýrlingseitrun í fremstu göngunum sem eru á 100 metra dýpi. Ekki er vitað hvar hinir menn- imir eru í námunni, en óttast er um líf þeirra vegna kolsýrlingsmagnsins í námugöngunum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mfkhafl Gorbatsjov Sovétleið- togi takast f hendur að fundi loknum í gær. Bretland: Verð á áli hefur aldrei verið hærra Lundúnum, Reuter. VERÐ á áli hækkaði mikið i gær og fékkst hæsta verð fyrir ál á málmmarkaði i Lundúnum, sem fengist hefur til þessa. Verð á tonni af áli, sem hægt er að afgreiða innan þriggja mán- aða, fór í 95 sterlingspund (um það bil 7.600 ísl. kr.) í Lundúnum í gær. Framboð á áli er svo lítið um þessar mundir að ál sem hægt er að afgreiða samstundis var selt á 545 sterlingspund tonnið (um það bil 44.000 ísl. kr.). Verð á áli með afgreiðslufrest er alla jafna hærra vegna geymslukostnaðar. 545 pund er hæsta verð sem greitt hefur ver- ið fyrir ál í Lundúnum til þessa. Góð staða iðnfyrirtækja sem- veldur framleiðsluaukningu eykur eftirspurn eftir áli, sem veldur því að það hækkar í verði. Leiðtogafundi risaveldanna í Moskvu lokið: Bjartsýni á frekari árang- ur í afvopnunarviðræðum Hvorugur leiðtoganna útilokar annan fund á þessu ári Moskvu, frá Ásgeiri Sverrisayni, blaðamanni Morgunblaðaina. VIÐRÆÐUR leiðtoga risaveld- anna og samningamanna þeirra f Moskvu hafa skilað nokkrum árangri á sviði afvopnunarmála. Samkomulag hefur náðst um ákvæði um tæknileg atriði varð- andi eftirlitsákvæði hugsanlegs sáttmála um fækkun Iangdrægra kjarnorkuvopna. Viðræðum leið- toganna lauk f gær, en Reagan- hjónin halda heim á leið f dag. Míkhaíl Gorbatsjov sagði að árangurinn væri verulegur, en bætti við: „Við hefðum getað náð meiri árangri." Reagan Banda- ríkjaforseti sagði fundinn hafa verið árangursrfkan á öllum svið- um og tiltók að samskipti ríkjanna hefðu batnað til muna auk þess sem nokkuð hefði miðað í viðræðum um fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna. Hvor- ugur leiðtoganna vildi útiloka að þeir hittust að nýju á þessu ári. * I guðsþjónustu í Moskvu Moskvu, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. BLÁGRÆNIR kirkjuturnamir eru hrópleg andstæða við grá fjöl- býlishúsin og f kirkjugarðinum gefst kærkomið tækifæri til að hvfla sig frá iðandi mannhafinu á götunum og hávaðanum i umferðinni. Gjaldeyrismangari var á vappi f kringum kirkjuna og bauð þijár rúblur fyrir einn dollara, en þar eð slík viðskipti eru algjörlega ólögleg var tílboði hans snimmhendis hafnað. Presturinn, sem klæddur var í svartan kjól, aðskomum um mittið, líkt og tíðkast í rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni, var vinsamlegur en bað mig um að taka ekki myndir innan dyra. Inni voru á að giska tuttugu manns, flest 'allt gamlar konur. í ganginum mætti ég tveim- ur betlurum. Öðrum þeirra, ungum bækluðum manni, sem greinilega líður skort, gaf ég tíu rúblur (um 250 íslenskar krónur), sem er stórfé á hans mælikvarða, enda varð hann bæði undrandi og glað- ur. Aldrei áður hef ég látið fé af hendi jafn glaður í huga. Gömlu konumar stóðu fyrir framan helgimyndimar og fóm með bænir sínir. Sumar þeirra signdu sig stöðugt og beygðu, aðr- ar stóðu eins og f leiðslu og þuldu bænarorðin. Enn aðrar kysstu helgigripina sem héngu á veggjun- um. Hreint ótrúlega falleg tónlist var leikin, væntanlega af segul- bandi, og dimmar karlaraddir og kvenkór sköpuðu einskonar leiðslu- ástand því sama stefíð var sungið aftur og aftur. Kirkjan er lítil, á að giska 100 fermetrar, og loft- hasðin í sjálfu kirkjuskipinu um 9 metrar. Helgir gripir og myndir em hvarvetna og kerti loga í rökkrinu. Þótt presturinn væri vinsamleg- ur vildi hann ekki ræða um ástand trúmála í Sovétríkjunum. Fólkinu var greinilega ekkert um vem mína gefið og hjón á miðjum aldri gáfu mér ítrekað skýr merki um að hafa mig á brott. Mér þótt bæði sjálfsagt og eðli- legt að tmfla ekki trúariðkanir þessa fólks í landi guðleysisins frekar en ég hafði þegar gerst sek- ur um og hélt á braut. Þetta var bæði yfírþyrmandi og algjörlega ógleymanleg reynsla og raunar var það algjör hundaheppni að fínna opna kirkju hér í Moskvu því flest- um þeirra hefur verið breytt í söfn í anda guðleysisstefnu stjómvalda. Reagan forseti sagðist reiðubú- inn til slíks fundar ef tryggt væri að hann skilaði árangri. í sameiginlegri yfirlýsingu sem birt var í gær segir að utanríkisráð- herrar risaveldanna muni áfram halda fundi, eins og þurfa þykir, auk þess sem samningamönnum ríkjanna verði skipað að fjölga fund- um sínum. Á blaðamannafundinum í gær lögðu báðir leiðtogamir áherslu á að viðræður um fækkun langdrægra kjamorkuvopna væra gífurlega flóknar og því væri ekki unnt að bera slíkan samning saman við Washington-sáttmálann um upprætingu skamm- og meðal- drægra kjamorkuvopna, en leið- togamir skiptust á skjölum um staðfestingu hans í gær. Lokayfirlýsingin er sextán síðna plagg og virðist svo sem Banda- ríkjamenn hafí fallist á ákveðnar tilslakanir um hugsanleg eftirlits- ákvæði samnings um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna. Þannig hafa þeir fallist á ákvæði um tækni- leg atriði varðandi eftirlit með hreyfanlegum kjarnorkueldflaugum á landi, en hingað til hafa þeir tal- ið að banna beri slíkan vopnabúnað með öllu. Þá hefur náðst samkomu- lag um skilgreiningar í viðræðum um takmarkanir stýriflauga um borð í langdrægum sprengjuflug- vélum. Loks má nefna að samninga- mönnum í Genf hefur verið falið að gera drög að sérstökum sátt- mála um túlkun ABM-sáttmálans um takmarkanir gagneldflauga- kerfa, en túlkun hans hefur verið eitt helsta ágreiningsefnið í viðræð- um um geimvamir og fækkun kjamorkuvopna. Þessi atriði era öll mjög tæknileg en geta- samt talist mikilvæg. Greinilegt er þó að risa- veldin greinir á um hvort iíta beri á geimvamir sem árásar- eða vam- arvopn og engin árangur virðist hafa náðst í viðræðum um stýri- flaugar í skipum og kafbátum. Auk þess hafa verið gerðir nokkrir samningar um samvinnu ríkjanna á sviði vísinda- og menningarmála. Báðir leiðtogamir lögðu ríka áherslu á að fundurinn hefði verið gagnlegur og mikilvægt skref í samskiptum risaveldanna. í ávarpi sínu ítrekaði Reagan afstöðu Bandaríkjamanna til mannréttinda- mála og kvaðst fagna „greinilegum umbótum" í Sovétríkjunum. „Þjóðir heims vantreysta ekki hvorar öðr- um sakir vígbúnaðar, þær vígbúast vegna vantrausts," sagði forsetinn. Míkhaíl Gorbatsjov sagði Reykjavíkurfundinn árið 1986 hafa verið mjög sögulegan og kvað hann sýna hversu flóknar viðræður risa- veldanna væru og mikilvægar. Reagan-hjónin halda heimleiðis til Bandaríkjanna í dag með sólar- hringsviðkomu á Bretlandi. í gær fóru leiðtogamir og eiginkonur þeirra í Bolshoj-leikhúsið og horfðu þar á ballettsýningu auk þess sem þau komu saman í sveitasetri Gorb- atsjov-hjónanna þar sem snæddur var kvöldverður. Sjá frekari fréttir af Moskvu- fundinum á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.