Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 28
28 •MORGÚNÉLXflÍS, PrMtó'fÚDAÖ&k W f(M(í&8 Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands Erum í Garðastræti 17, 3. hæð. Verðum til aðstoðar um kjörskráratriði og aðrar upplýsingar varðandi forsetakosningarnar. Opið frá kl. 10 til 19“alla daga. Símar: 17765 - 17823 - 17985 - 18829 - 18874-11651 Ef þið verðið að heiman á kjördag, 25. júní, þá munið að greiða atkvæði utankjörfundar. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Stórholt Meðalholt Skipholt 40-50 o.fl. Háteigsvegur Laufásvegur 58-79 KÓPAVOGUR Grenigrund UTHVERFI Laugarásvegur21-37 GRAFARVOGUR Dverghamrar Alþjóðleg sýninga- og íþróttamiðstöð í Fífuhvammi eftirSigiirð Grétar Guðmundsson Glæsileg frammistaða íslenskra handknattleiksmanna mun vart hafa farið framhjá nokkrum lands- manni. HSÍ hefur stigið það djarfa skref að sækja um að halda Heimsmeist- arakeppnina í handknattleik 1993 (eða 1994?) á íslandi. Ekkert boðlegt keppnishús fyrir helstu leiki keppninnar er til hér á landi. Boðað er að byggð verði veg- leg íþróttahöll í Laugardal í Reykjavík sem rúmi allt að 8.000 áhorfendur. Til að nýta húsið betur er það ætlað til fleiri hluta en íþrótta og eru þá hverskyns vörusýningar og kaupstefnur efstar á blaði. Þó slegið sé föstu að höllin skuli rísa f Laugardal er það ekki Reykjavíkurborg sem fjármagnar og byggir höllina. Það er ríkið með sjálfan samgönguráðherrann og 1. þingmann _ Reykjaneskjördæmis, Matthías Á. Mathiesen, í broddi fylkingar. Síst skal það lastað. Þetta er átak allrar þjóðarinnar og vel treysti ég Matthíasi til að drífa málið áfram. En er ekki rasað um ráð fram? Eru þetta ekki hin dæmigerðu íslensku vinnubrögð í fjárfestingar- og framkvæmdamálum? Eru þetta ekki Kröfluvinnubrögð? „Karnival“ fyrir börnin Núverandi íþróttahöll í Laugar- dal hefur á undanförnum árum ver- ið notuð fyrir sýningar og kaup- stefnur öðrum þræði. Æ meiri þreytumerki hafa þó sést á þeim samkomum en samt hafa þær sópað til sín ótrúlegum flölda gesta. Ýmsum brögðum hefur þó verið beitt; tívolí sett á laggimar, trúðar fluttir inn, fólki skotið úr fallbyssum o.s.frv. Þessi herlegheit hafa gestir ekki fengið að sjá nema þeir kaupi aðgang að sýningunum og jafnvel kíki á það sem þar er á boðstólum. Til þess er jú leikurinn gerður. og þeir sem ráða ferðinni eru að sjálf- sögðu bömin sem draga þá eldri með sér. íslenskar vörusýningar em meir og meir að breytast í „kamival" fyrir böm. Böm á öllum aldri. Enda er rými Laugardalshallarinnar svo takmarkað að um það má komast á innan við klukkustund. Alþjóðlegar sýningar í sjávarútegi En jafnvel í hinni „litlu“ Laugar- dalshöll hafa verið haldnar vöm- og kaupstefnur sem standa undir MAÐURINN í íslenskri mynd- list er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 5. júní kl. 14.00, á vegum Lista- hátfðar. Eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefni sýn- ingarinnar maðurinn f verkum fslenskra myndlistarmanna, sl. tvo áratugi. í fréttatilkynningu frá Kjarvals- stöðum segir að ákveðið hafi verið að miða við að verkin væm frá ámnum 1965 — 85, en við undir- búning hafí komið í ljós að ógjöm- ingur væri að halda sig innan þeirra tímamarka. Hafi því verið tekin með nokkur eldri verk, til Sigurður Grétar Guðmundsson „Þessa höll og allar þær byggingar sem rísa munu hjá „Islandskaup- stefnunni hfá að fjár- magna af einkafram- takinu. Hér er um að ræða fyrirtæki sem á að skila arði. “ nafni og gefa sterka vísbendingu um þá möguleika sem ísland á sem staður fyrir alþjóðlegar vömsýning- ar og kaupstefnur. Hvarvetna, austanhafs og vest- an, em haldnar alþjóðlegar sýning- ar í ýmsum greinum viðskipta og iðnaðar. Það em einmitt þær alþjóðlegu sýningar í sjávarútvegi, sem hér hafa verið haldnar, sem sýna að ísland getur haslað sér völl á þess- um vettvangi. Ef aðstaða er fyrir hendi, samgöngur til landsins tíðar og vel skipulagðar, gistiaðstaða næg og frambærileg, verðlag stöð- ugt og sambærilegt við nágranna- lönd, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Evrópumenn, jafnt austurs sem vesturs, Ameríku- menn; Japanir og Kínveijar leggi leið sína hingað ef áhugaverðar al- þjóðlegar vöm- og kaupstefnur em hérlendis. Má ekki ætla að ísland sé kjörið að sýna samhengið í “fígúratífri" myndlist á íslandi. Um 130 verk eftir 47 listamenn era á sýningunni og sagðist Eirík- ur Þorláksson, listfræðingur, sem sá um uppsetningu hennar, telja að hér væri á ferðinni stærsta samsýning íslenskra listamanna á þessu ári. Einnig mætti vekja at- hygli á því að mörg verkanna væm í einkaeign og hefðu ekki sést á sýningum síðan þau vom seld. Meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni má nefna Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Scheving og Jóhann Briem. land fyrir alþjóðlegar sýningar og ráðstefnur í sjávarútvegi? Þetta er einmitt leiðin sem marg- ar stórborgir hafa farið; að sérhæfa sig í ákveðnum málaflokkum. Auk sjávarútvegs, sem innifelur úrvinnslu afla og hverskyns tækni til veiða og vinnslu, má nefna um- hverfisvemd sem mun verða vax- andi „iðnaður" í framtíðinni og orkutækni varðandi jarðhita og fall- vötn. Staðsetning og undirbún- ingur Lengi býr að fyrstu gerð. Undir- búning þarf að vanda. Staðarval fyrir sýninga- og íþróttamiðstöð er geysi mikilvæg. Augljóst er að hún verður staðsett á höfuðborgarsvæð- inu. Hér er þjónustan svo sem hótel- in, veitingastaðimir, flutningatæk- in, skemmtanaiðnaðurinn. Allt em þetta ómissandi hlekkir til að þjóna þeim fíölmörgu erlendu gestum sem hingað mundu leggja leið sína og skilja eftir marga skildinga sem verða að dijúgum sjóði. En að ijúka til og byggja veg- lega iþróttahöll í Laugardal sem fýrsta vísi að „íslandskaupstefn- unni hf.“ væri hrikalegt slys. Vegna þess að í Laugardal er hvorki landrými né samgöngu- legar forsendur til að slikt stór- fyrirtæki geti þróast og dafnað. Fifuhvammur í Kópavogi er kjörinn staður. Eini staðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur allt að bjóða; nægjanlegt land- rými, ákjósanlegar samgöngur, skammt í tvær bestu hafnir landsins, öll nauðsynleg þjónusta i næsta nágrenni. Þetta staðarval þyrfti á engan hátt að tefja fyrirætlanir hand- knattleiksmanna. Frekar hið gagn- stæða. Hveijir skulu byggja og borga Svo virðist af þeim fregnum sem borist hafa frá þeim forystumönn- um sem hmndið hafa áætlunum um byggingu íþróttahallarinnar af stað að byggingarkostnað verði að taka af skattborgumm. En er sjálfgert að svo verði að vera? Aldeilis ekki. Við höfum nóg við þau hundmð milljóna að gera sem rætt er um að íþróttahöllin muni kosta. Þessa höll og allar þær bygging- ar sem rísa munu hjá „íslandskaup- stefnunni hf.“ á að fjármagna af einkaframtakinu. Hér er um að ræða fyrirtæki sem á að skila arði. Ekki aðeins til eigenda sinna heldur til allra þeirra sem fyrr hafa verið nefndir og veita munu hinum fíöl- mörgu erlendu gestum þjónustu. Ríkið mun hafa af því dágóðar tekj- ur. Og að sjálfsögðu það sveitarfé- lag sem hýsir fyrirtækið. „íslandskaupstefnan hf.“ verður reist fyrir innlent og erlent fíár- magn. Mun þetta ekki verða hags- munamál sjávarútvegs og þeirra stórfyrirtækja sem annast útflutn- ing sjávarafúrða? Hvað um stórfyr- irtækin á flutningasviðinu, Flug- leiðir, Eimskip, Skipadeild SÍS, Amarflug? Að lokum Þetta fyrirtæki á að skila arði og skapa mörg störf. Fleiri þurfa og verða að komast út á vinnumark- aðinn. Veijum þeim 300 millj. sem ríkið ætlaði til að byggja íþrótta- höllina í Laugardal til að byggja dagheimili og leikskóla. Hvað segja bæjarstjómarmenn í mínu heimabæ, Kópavogi, um þess- ar hugmyndir. Em þær umhugsun- ar verðar? Höfundur er pípulagningameist- ari og fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins ÍKópavogi. Listahátíð: Maðurinn í ís- lenskri myndlist Sýning á Kjarvalsstöðum 5. júní --10. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.