Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 23 Gróðursetn- ingar í Úti- vistarferðum SÚ NÝJUNG var tekin upp í strandgöngu Útivistar um Hafnir sunnudaginn 29. mai sl. að hverj- um þátttakanda var boðið upp á að gróðursetja eina birkiplöntu. Gróðursett var á tveimur stöðum: Nálægt Helluvík, sögulegum stað við Ósa, og við svokölluð Vötn á Hafnaheiði sem eru örstutt frá þjóð- veginum og eru gamall áningar- staður. í fréttatilkynningu frá Útivist segir, að ráðgert sé að gróðursetja á sama hátt birkiplöntur í flestum ferðum Útivistar í sumar. Staðimir verða valdir í samráði við heima- menn, Skógrækt ríkisins o.fl. Vorhefti Mál- fregna komið út VORHEFTI Málfregna, tímarits íslenskrar málnefndar, er komið út. Meðal efnis má nefna greinamar „Hefð og hneigð í íslenskri orð- myndun" eftir Jón Hilmar Jónsson, „Málfar og stjómarfar“ eftir Sigurð Líndal og „Egiptaland og Kípur" eftir Baldur Jónsson. Aðrir höfund- ar efnis í þessu hefti em Páll Berg- þórsson og Sigurður Konráðsson. (Fréttatilkynning) Ný rækjuverk- smiðja á Siglufirði FEÐGARNIR Marteinn Haralds- son, Ólafur, Rúnar og Haraldur Marteinssynir á Siglufirði hafa fest kaup á rækjuverksmiðju og munu hefja vinnslu um miðja næstu viku. Þeir feðgar hafa rekið saltfiskverkun á Siglufirði um árabil. Rækjuverksmiðjan er keypt notuð og koma hlutar í hana víða að. Hún hefur hiotið heitið Hafnarfell. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfells, sagði verksmiðjuna fremur smáa í snið- um, ein vél er í rækjuvinnsluni og bjóst Ólafur að við hana myndu vinna um 10 manns. Hafnarfell gerir út einn bát en mun auk þess kaupa rælq'u til vinnslunnar af fleir- um að sögn Ólafs. Rækjuafli hefur verið sæmilegur það sem af er og rækjan stór og góð, að sögn Guðmundar Skarphéð- inssonar, framkvæmdastjóra Sigló hf. á Siglufírði. Sigló hf. er eirihig með rækjuvinnslu og gerir út 6 báta á rækju, en fjórir bátar munu bætast við í næstu viku. Verð á rækjunni taldi Guðmundur ekki nógu gott og sagði það svipað og verið hefði frá áramótum. Fjölbreytt úrval garðhúsgagna Einstaklega falleg og á frábæru \/erði SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI, S; 45670 - 44544 Fólk horfist í augu við ellina Tvær bækur eftir Þórir S. Guðbergsson ÞEGAR ég eldist og Lifsstíll og leiðir eru nöfn tveggja bóka eft- ir Þóri S. Guðbergsson, sem ný- lega komu út. Bækurnar fjalla um ýmis mál er snerta aldraða og eru, að sögn Þóris, liður í þvi að fá fólk til að horfast i augu við ellina. Þegar ég eldist kom áður út á ári aldraðra, 1982, en hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. í henni segist Þórir fjalla almennt um öldr- un, áhættusjúkdóma og forvamir gegn þeim, breytingar á lífí fólks við að hætta í vinnu, slysahættu, lyf o.fl.f Lífsstíll og leiðir er lögð áhersla á að hver og einn reyni að fínna sinn eigin lífsstíl, geri sér grein fyrir því að enginn getur sagt öðrum fyrir um það hvemig eigi að haga líflnu. Einnig er fjallað um húsnæðis- og vistunarmál aldraðra, tekin dæmi frá öldruðum og að- standendum um það hvemig þau mál eru leyst. Auk þess eru í bók- inni birt bréf sem Þóri bárust með- an hann sá um útvarpsþætti um málefni aldraðra, fyrir rúmum tveimur árum. Þórir sagði ýmsar hræringar í umræðum og áætlunum um hús- næðismál aldraðra, og væri verið að ræða það innan borgarkerfísins, að breyta fyrirkomulagi heimilis- þjónustu m.a. með því að flytja aðalstöðvar út í mismunandi hverfi borgarinnar. Þórir kvað það sína persónulegu skoðun að innan fárra ára færu aldraðir að gera meiri kröfur í húsnæðismálum, vildu fá að búa áfram í eigin húsnæði eða eiga kost á því að skipta um íbúð á almennum markaði. Fólk vildi ekki láta loka sig af á sérstökum svæðum þótt árin færðust yfír. Markmiðið hlyti því að vera að efla heimahjúkrun og heimilisþjón- ustu, og meðal þess sem kæmi fram í bréfum aldraðra i Lífstfll og leið- ir, væri ánægja fólks og þakklæti vegna þjónustu sem gerði því kleift að búa í eigin húsnæði. Ástandið í heimahjúkrun væri skaplegt og all- ar stöður mannaðar, en mikil mann- ekla væri í heimilisþjónustunni, sem gerði forráðamönnum erfítt fyrir að veita þá þjónustu sem þörf væri á. Þórir sagðist vilja gera allt, sem í sínu valdi stæði til að fólk fengi að vita um þá þjónustu sem í boði væri og horfði ekki til ellinnar með ótta. „Það er númer eitt að einstakl- ingurinn geri sér grein fyrir því hvað hann sjálfur er fær um að gera til að lifa góðu lífí og þá geta lang flestir aldraðir átt góðan tíma í vændum og æviskeið með sínum sjarma", sagði Þórir að lokum. aföllum stærðum Kanadísku útigrillin sem alltafslá í gegn. Wait-grillin hafa reynst einstak- lega vel vetur, sumar vor og haust. Þórir S. Guðbergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.