Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Yfirburðasigur heims- meistarans í Amsterdam Margeir Pétursson Gary Kasparov sigraði með gifurlegum yfirburðum á fjögurra manna mótinu í Amsterdam í Hollandi, sem lauk á laugardaginn. Ka- sparov náði 75% vinningshlut- falli, hlaut 9 vinninga af tólf mögulegum. Tveir og hálfur vinningur skildi hann og Ana- toly Karpov, sem varð næstur með sex og hálfan vinning. Jan Timman varð þriðji með fimm og hálfan vinning og Van der Wiel rak lestina með þijá. Kasparov var óstöðvandi eftir heppnissigur sinn yfir Karpov í fimmtu umferð. Hann hlaut fimm vinninga úr sex síðustu skákunum, en Karpov fór úr jafnvægi við áfallið og hlaut aðeins þijá vinninga I seinni hluta mótsins. Þetta er mikill sigur fyrir heimsmeistarann eftir að aðeins munaði hársbreidd í Sevilla að hann missti titilinn til Karpovs. Nú eins og þá missti Karpov af gullnu tækifæri til að klekkja á heimsmeistaranum. Þess er skammt að bíða að þeir heyi sína næstu rimmu. Það verður á heimsbikarmóti, því öðru í röð- inni, sem hefst í Belfort í Frakk- landi 14. júní. Úrslit í viðureignum einstakra keppenda á flögurra manna mót- inu urðu þessi: Kasparov-Karpov 3-1 Kasparov-Timman 2V2-IV2 Kasparov-Van der Wiel 3V2-V2 Karpov-Timman 2-2 Karpov-Van der Wiel 3V2-V2 Timman-Van der Wiel 2-2 Mótið var einnig hugsað sem nokkurs konar landskeppni Sovét- manna og Hollendinga, en vegna þess hve Van der Wiel var í slöku formi var hún hrein einstefna, IIV2-4V2. Einnig voru veitt stig fyrir bar- áttu eða dirfsku og vann Kasp- arov þar yfirburðasigur, hlaut 34 stig. Þeir Karpov og Van der Wiel komu næstir með 29 stig, en Timman þótti blauðastur og hlaut aðeins 26 stig. Eftir glæsilegan sigur sinn í Linares í febrúar var Timman reiknaður með yfir 2.700 skák- stig, en á tveimur mótum eftir það, Euwe-mótinu í Amsterdam og heimsbikarmótinu í Brussel, mátti hann þola mikið mótlæti. Hann má því vel við þessi úrslit una, hann náði t.d. jafntefli í öllum skákunum við Karpov, en lék klaufalega af sér manni í einu vinningsskák Van der Wiel. Það var fyrirtæki sem ber nafn- ið Evrópski kaupréttarmarkaður- inn (European Options Exchange) sem hélt mótið. Fyrirtæki þetta á 10 ára afinæli í ár og hélt mótið til að halda upp á það og til að kynna starfsemi sína. Til greina kemur að það haldi annað mót að tveimur árum liðnum og samdi það við þá Kasparov og Timman að fá forgangsrétt að þeim í febrú- ar 1990. Nýti fyrirtækið ekki rétt- inn getur það væntanlega selt hann einhveijum öðrum móts- haldara með hagnaði, en slíkt er einmitt það sem kaupréttarmiðlun þrífst á. Stigahækkun Kasparovs á mót- inu er mikil, á bilinu 15-20 stig. Á næsta lista verður hann því annaðhvort með 2.765 eða 2.770 stig. Þar sem hann er aðeins 25 ára gamall eru yfirgnæfandi líkur á því að hann nái að slá stigamet Bobby Fischers, sem er 2785. Það var mikill heppnisbragur á fyrri sigri Kasparovs yfir Karpov, en hins vegar var seinni vinning- urinn fyllilega verðskuldaður og skákin var sérlega stílhrein og glæsileg af hálfu heimsmeistar- ans. Kasparov tefldi nú rólega gegn Caro-Kann-vöm andstæð- ings síns, en það virtist sem Karpov væri of bráður með að skipta upp á liði. Eftir 21 leik var staða Karpovs orðin mjög óþægi- leg og ekki sýnt hvemig hann gæti jafnað taflið. Þá tók hann þá ákvörðun að veikja peðastöðu sína, en það gerði illt verra. í framhaldinu átti hann ekkert mótspil, Kasparov þjarmaði stöð- ugt að honum og uppskar að Iok- um sigur. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann-vörn 1. e4 - c6 2. d4 — d5 3. Rd2 — dxe4 4. Rxe4 — Rd7 5. Rg5 Þetta er tízkuleikurinn, en fyrr á mótinu lék Kasparov hér 5. Rf3 — Rgf6 6. Rg3 gegn Karpov og vann heppnissigur. 5. - Rgf6 6. Bd3 - e6 7. Rlf3 - Bd6 8. 0-0 - h6 9. Re4 - Rxe4 10. Bxe4 — 0-0 11. c3 — e5 Mér þykir líklegt að í næstu Caro-Kann-skák sinni leiki Karpov 11. — Rf6 12. Bc2 c5. 12. Bc2! - He8 13. Hel - exd4 Þvingað, því hvítur hótaði að vinna a.m.k. peð með 14. Dd3. 14. Hxe8+ — Dxe8 15. Dxd4 Línumar hafa skýrst eftir upp- skiptin. Þótt peðastöðumar séu næstum samloka stendur hvítur betur þar sem hann er á undan í liðsskipan. Það er svarti heldur ekki til hagsbóta að hafa „loftað út“ með h6, því það gerir honum ókleift að leika g7-g6 til að stinga upp í biskupinn á c2. 15. - De7 16. Bf4! - Bxf4 17. Dxf4 - Rf8 18. Hel - Be6 19. Rd4 - Hd8 20. h4! - Dc5 21. He3 - Dd6 22. Rxe6! - fxe6?! Karpov var lentur í óþægilegri aðstöðu og þessi ákvörðun jafn- gildir viðurkenningu hans á því. Skýringin á þvi að hann veikir peðastöðu sína er líklega sú að hann hefur haft áhyggjur af völd- un f7-peðsins eftir 22. — Rxe6 23. De4 Rf8. Hvítur getur t.d. leikið 24. Hd3 - Dc7 25. Hf3! og h4-h5 og Bc2-b3 eru á leiðinni. 23. Dg4 - Dd2 24. Bb3 - Kh8 25. He2 - Dd6 26. g3 - a6 Karpov vill gjaman létta á stöðu sinni með því að láta peðið á e6 af hendi, en heimsmeistarinn sleppir honum auðvitað ekki svo ódýrt úr prísundinni. 27. Kg2 - He8 28. He3 - He7 29. Hf3 - Hd7 30. Dh5 - De7 31. De5 - Hd8 32. a4 - b5 33. De4 - Dc7 34. Hf4 - c5 35. Df3 - Dd6 36. axb5 - axb5 37. Hf7 - Hb8 38. Ha7 - b4 39. Bc2— bxc3 40. bxc3 — De5 41. Hf7 - Rh7 42. Dg4 - Kg8 43. He7 - Rf8 44. Df3 - c4 Það er auðvelt að gagnrýna Karpov fyrir að setja peð sín á hvíta reiti nú og með 51. — h5. Vegna þess hversu óvirk staða hans er, þá er vafasamt að það hefði breytt nokkru um úrslitin þótt hann hefði látið þetta eiga sig. 45. Be4 - Kh8 46. Bc6 - Rh7 47. Df7 - Rf8 48. He8! - Hxe8 49. Bxe8 49. - Rh7 50. Bd7 - Rf6 51. Bxe6 — h5 52. Bxc4 — De4+ Eftir 52. — Dxc3 vinnur hvítur með því að leika 53. Df8n— Kh7 54. Dc5! og svartur á engan góð- an drottningar- eða kóngsleik. Karpov reynir þvf að tefla taflið tveimur peðum undir. 53. Kh2 - Kh7 54. De6 - Df3 55. Del - Rg4? 56. Kgl - Dc6 57. Bd3+ - g6 58. De7+ - Kh6 59. Be4 - Db6 60. Df8+ - Kh7 61. Df7+ - Kh6 62. c4 Hér fór skákin í bið, en Karpov beið með að gefa þessa vonlausu stöðu þangað til þeir voru setztir aftur að tafli: 62. — Da6 63. c5 og Karpov gafst upp. Það er merkilegt við þessa skák að endataflið var hálfgerð endur- tekning á Iokunum ( 24. skákinni í Sevilla. Við skulum líta á biðstöð- una þar eftir 41. leik svarts: Svart: Karpov Hvítt: Kasparov Ef við berum þessa stöðu sam- an við stöðumyndina eftir 49. leik hvíts sjáum við að það er ýmislegt líkt með þeim. Svarta peðastaðan á kóngsvæng er nákvæmlega eins og Karpov hefur jafnlélegan ridd- ara í báðum stöðunum. Munurinn er sá að í Sevilla hafði Kasparov peð yfír, en í hinni stöðunni er liðsmunur enginn, en hvítur á Gary Kasparov auðvelt með að sækja að svarta peðinu á c4. í báðum tilvikum vinnur hvítur með því að koma biskup sfnum inn í hvítu herbúð- imar. Við skulum rifja upp fram- haldið í biðskákinni í Sevilla: 42. Kg2 - g6 43. Da5 - Dg7 44. Dc5 - Df7 45. h4 - h5? 46. Dc6 — De7 47. Bd3 - Df7 48. Dd6 - Kg7 49. e4 - Kg8 50. Bc4 - Kg7 51. De5+ - Kg8 52. Dd6 — Kg7 53. Bb5 - Kg8 54. Bc6 - Da7 55. Db4 - Dc7 56. Db7 - Dd8 57. e5! - Da5 58. Be8 - Dc5 59. Df7+ - Kh8 60. Ba4 - Dd5+ 61. Kh2 - Dc5 62. Bb3 - Dc8 63. Bdl - Dc5 64. Kg2 og svartur gafst upp. Austurlandsmótið hefst á mánudaginn Opna Austurlandsmótið verður haldið í annað sinn í Hótel Vala- skjálf, Egilsstöðum, dagana 5.-15. júní. Fyrsta umferðin hefst mánu- daginn 6. júní kl. 19. Mótið er opið öllum og gefst skákmönnum í öllum styrkleikaflokkum tæki- færi á að sameina skákíþróttina og sumarfrí í fögru umhverfí Egilsstaða, eins og segir í drei- firiti um mótið. Teflt er I þremur styrkleikaflokkum og eru verð- laun mjög vegleg, eða alls u.þ.b. 830.000 kr. í 1. flokki tefla þeir sem hafa 2.200 stig og meira og em fyrstu verðlaun þar jafnvirði 220.000 kr. í 2. flokki tefla skákmenn sem hafa á bilinu 1.800-2.199 stig og eru fyrstu verðlaun þar jafnvirði 80.000 kr. í 3. flokki tefla þeir sem hafa engin stig eða minna en 1.800 stig og þar eru fyrstu verðlaunin jafnvirði 50.000 kr. Verðlaunaupphæðimar era háðar því að þátttakendur verði a.m.k. 25 í hverjum flokki. Meðal þeirra sem hafa boðað þátttöku sína era ungversku Polg- arsystumar þijár og enski stór- meistarinn James Plaskett. Þátttöku ber að tilkynna í síma 97-11500 í Hótel Valaskjálf þar sem veittar verða frekari upplýs- ingar. NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.