Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 19 til þess. Hvemig ættu múhameðs- trúarmenn í Azerbajdzhan, sem skera armenskar konur á háls, að geta starfað með kaþólikkum í Lit- háen? Blm: Önnur rök vestrænna fréttaskýrenda vega þyngra. Flokksvélin í Sovétríkjunum vinnur enn í anda Stalíns, skrifstofubáknið er þungt í vöfum og þjóðin er að- gerðarlaus. Hún er orðin vön úthlut- unum og fyrirskipunum. Nýjungar vekja hjá henni vantrú í stað for- vitni. Mlynar: Það er rétt. Flokkshópar eins og flokksstjómir eru yfírleitt íhaldssamir og þungir í vöfúm. En ég er þó ekki eins svartsýnn og aðrir. Eg tel að skilyrðin séu góð fyrir umbótastefnu Gorbatsjovs. Ég held að það sé lítfl hætta á að hann verði settur af stóli og flæmdur í burtu eins og Khrústsjov. Blm: Af hverju? Mlynar: Af því að margt hefur breyst í sovéska þjóðfélaginu síðan Khrústsjov missti völdin 1964. Það hafa ekki aðeins orðið kynslóða- skipti meðal stjómendanna heldur í þjóðfélaginu almennt. Hlutfall kvenna og karla með háskóla- menntun hefur aukist verulega. Að minnsta kosti tveir þrifjuhlutar íbúa landsins búa í borgum — á tímum Khrústsjovs gerðu það ekki nema fímmtán prósent. Auk þess er meiri- hluti þjóðarinnar fæddur eftir hörmungamar á þriðja og fjórða áratugnum. Stalín heyrir fortíðinni til fyrir þetta fólk, hann er bara sögupersóna... Blm: .. . sem vekur ekki lengur ótta... Mlynar: ... sem mætti jafnvel reisa minnismerki um. Að þessu leyti ér hin nýja sovéska kynslóð eins og óskrifað blað. Hún hefur svo til enga reynslu af lýðræði og enga af ofstjóm alræðissinna. Hún þekkir ekki heldur óttann sem hijáði mæður hennar og feður. Hún ólst upp á Brezhnev-tímabilinu, á tímum kyrrstöðu, í einræði sem var laust við ógn og sýndardómstóla. Hún er þess vegna ekki hrædd við að gagmýna og krefjast ákveðins frelsis. Blm: Hvaða frelsis getur þjóð sem hefur aldrei upplifað frelsi krafíst? Mlynar: Kína er ágætt dæmi. Þar ríkti jafnvel minna frelsi en í Rússlandi. Kínveijar hafa sfðan gagniýnt ógnarstjómina í menning- arbyltingunni. Auðvitað skiptir það alla miklu máli hvort þeir lifa við frelsi eða kúgun. Það skiptir mennt- að fólk sem er vant lifnaðarháttum og neytendaþörfum iðnaðarríkj- anna sérstaklega miklu máli. Þar er litið á visst frelsi sem helstu þarfír fólks. Blm: Segjum sem svo að bjart- sýni yðar eigi rétt á sér og Gor- batsjov komi með pálmann í hönd- unum af flokksráðstefnunni í lok júní. Hvenær mun umbótastefna hans fara að bera árangur? Mlynar: Það er erfítt að segja. Hér er um mjög langa þróun að ræða sem er rétt að hefjast. Blm: Tíu ár? Tuttugu? Mlynar: Já, að minnsta kosti það. Gorbatsjov talaði sjálfur í upp- hafí um verkefni fyrir margar kyn- slóðir. Blm: Búa Sovétmenn virkilega yfír svo mikilli þolinmæði? Júgó- slavneskur frammámaður fullyrti nýlega að umbótasinnar í Austur- Evrópu hefðu nauman tíma. Hann sagði að kommúnistaflokkamir væru ekki lengur nógu öflugir til að gera byltingu ofan frá. Það skipti meginmáli að byltingameist- inn bærist hratt frá flokksforyst- unni út í þjóðfélagið svo þrýstingur- inn kæmi líka neðan frá. Emð þér sammála þessari kenningu? Mlynar: Já, eiginlega. Það er alltaf auðveldara að koma á umbót- um ef hægt er að benda á jákvæð- ar afleiðingar. Tóm hugmynda- fræðileg loforð hafa ekki lengur nein áhrif. Fólkið hefur fengið nóg af þeim. Eldmóður þess hefur of oft verið misnotaður. Blm: Þar komum við að kjama málsins. Umbótastefna Gorbatsjovs er orðin þriggja ára. Samt hefur sovéska þjóðin það ekkert betra en áður. Mlynar: Það er rétt. Það er vem- legt vandamál. Auðvitað væri betra fyir umbótasinna að geta sýnt ár- angur strax frá upphafí og uppfylla neysluþarfír fólksins með leiftur- hraða. En þjóðin, og það er ég sann- færður um, veit að það er ekki hægt. Hún skilur að efnahagslífíð, sem átti við gífurlega erfíðleika að etja, er aðeins unnt að bæta smátt og smátt. Fleira skiptir verkamenn máli en hvort þeir geta keypt meira fyrir launin sín eftir tvö eða þijú ár. Blm: Eins og hvað? Mlynar: Hvort félagslegri stefnu stjómarinnar er treystandi. Hvort hún er fær um að endurbæta að- stæðumar í landinu hægt og sígandi. Blm: Teljið þér að Gorbatsjov hafí þetta traust þjóðarinnar? Mlynar: Nei, ekki enn. En ég held að traustið fari vaxandi. Fólk- ið sér að honum er alvara með glasnost. Að hann er á móti skrif- stofubákninu. Blm: Ef litið er á hlutina af raun- sæi þá er glasnost — hreinskilni, gagnrýni, umburðarlyndi, — vafa- laust jákvætt fyrir blaðamenn, rit- höfunda og menningarvita. En fyrir almúgann skiptir perestrojka miklu meira máli. Og hún er enn illa á sig komin. Mlynar: Perestrojka er óná- kvæmt hugtak. Það nær til endur- skipulags á öllu kerfinu, hinu efna- hagslega og pólitíska. Og á þessu sviði gerist ömgglega of lítið. Það vantar enn aðferð til að hraða þró- uninni á sviði tækni, félagsmála og menningu. Það verður viðfangsefni næsta áratugar. Þeir sem nú eru tuttugu og fímm tii fjörutíu ára munu fást við það. Þeir hugsa allt öðru vísi en þeir sem eru fæddir 1931 eins og Gorbatsjov. Blm: Eru þá miklar deilur fyrir- sjáanlegar? Mlynar: Líklega. Þeir sem hafa hæst á tíunda áratugnum munu ekki fara leynt með skoðanir sinar. Þeir munu gagnrýna takmarkaðan árangur perestrojku heiftarlega. En þeir munu geraþað á lýðræðislegan hátt, vona ég. Ymsir uppbyggilegir möguleikar verða reyndir í stað þess að hverfa aftur til kyrrstöð- utímabilsins fyrir Gorbatsjov. Það verður tekið tillit til skoðanna full- trúa minnihlutahópa. Þeir sem bera ábyrgð á mistökum verða hvorki lokaðir inni né settir af stóli. Blm: Með öðrum orðum, þér álít- ið að glasnost beri svo mikinn ár- angur á næstu fimm árum að op- inská umræða um erfiðleika per- estrojku fari fram og komi í veg fyrir að umbótastefnan sigli í strand. Mlynar: Já, ég vona það. Blm: Mun aukið traust fólksins á Gorbatsjov nægja honum í valda- stóli ef efnahagsástandið batnar ekki og stefna hans veldur því von- brigðum? Mlynar: Ekki það eitt. Þróunin í utanríkismálum kemur honum einnig til góða. Blm: Hafa utanríkismál svo veigamikil áhrif á ástandið í landinu? Mlynar: Já, svo sannarlega. Rússar eru mjög stoltir af því að Sovétríkin eru heimsveldi. Þeir munu sætta sig við fómir og von- brigði svo framarlega sem Gor- batsjov tryggir virðingu Sovétríkj- anna á alþjóðavettvangi. Mikill fjöldi Sovétmanna trúir því enn að lífsafkoma þeirra sé svona slæm af því að Sovétríkin verði að rétta heimsbyggðinni hjálparhönd, þró- unarríkjunum og litlu alþýðulýð- veldunum í Evrópu. Þessi misskiln- ingur gefur slæmri lífsafkomu þeirra gildi. Hann staðfestir að þeir skipta máli í heiminum. Blm: Og leiðtogafundurinn í Moskvu? Mlynar: Rússnesk alþýða er upp- veðruð yfír því að leiðtogafundur stórveldanna sé haldinn þar. Heim- sókn Bandaríkjaforseta skiptir þá miklu máli. Hún ýtir undir þá já- kvæðu skoðun þeirra að Sovétríkin stefni stöðugt hærra og hærra und- ir stjóm Gorbatsjovs. með okkur um helgina ? Amór, IngóogJói IM >AI WM Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! fllatgiittiftlttftift ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Unglingar - KEILUIMÁMSKEIÐ Keilunámskeið verðaísumará iaugardögum frá kl. 11-13. Öll ungmenni á aldrinum 10-16 ára eru velkomin til þátttöku. Nám- skeiðið kostar aðeins kr. 330,- hvert sinn (með skóm). Frekari upplýs- ingar veittar í sima 621599, Keilusalnum, Öskjuhlíð. í framhaldi af námskeiðinu verður Flugleiðamótið haldið síðsumars. Þeir, sem standa sig vel á þvi móti, fá ferðaverðlaun til Englands í keilukeppni o.fl. verðlaun. LEIÐBEINENDUR VERÐA: Kelluunglingar efftir slgurför tll Englands Guðmundur G. GuðmundurH. Guðný Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.