Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Pakistan: • / Stj órnarandstaðan hyggst ekki taka þátt í kosningnnum Flugmaðuriim, Andreas Sommer, kominn i heila höfn í Svíþjóð. Reuter Rauf sovésku lofthelgina: Hélt lífinu vegna leiðtogafimdarins Ósló. Reuter. MAÐUR nokkur, austurrískur borgari, flaug um helgina lftilli flugvél inn í sovéska lofthelgi til að minnast þess, að nú er ár liðið siðan Vestur-Þjóðverjinn Mathias Rust lenti á Rauða torg- inu. Maðurinn, sem er 48 ára gam- all og heitir Andreas Sommer, lenti Cessna-flugvélinni sinni í fínnska bænum Ivalo eftir að hafa rofíð sovésku lofthelgina en var leyft að fara frá Finnlandi eftir yfír- heyrslu. Eftir heimildum innan norsku stjómarinnar er haft, að flugmaðurinn geti þakkað það leiðtogafundinum, að hann var ekki skotinn niður. Sovétmenn hafí augljóslega ekki viljað hætta á neitt, sem spillt gæti fyrir hon- um. Lasse Seim, talsmaður norska utanríkisráðúneytisins, sagði, að Norðmenn hefðu orðið varir við ferðir Sommers og látið Sovét- menn vita en þeir hafí þá þegar verið viðbúnir komu hans. Leitin að morðingja Palme: Holmer snýr aftur Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. LEITIN að morðingja Olofs Palme komst á ný í sviðsljósið í gær þegar dagblaðið Expressen upplýsti að tveir kunnir menn ynnu að rannsókn morðsins óháð lögreglryfirvöldum en með sam- þykki ríkisstjómar jafnaðar- manna. Þeir sem leitað hefur verið til, allt frá dómsmálaráðherranum Önnu-Gretu Leijon til lögreglustjór- ans Nils-Eriks Áhmanns, reyna að gera sem minnst úr mikilvægi þessa rannsóknarhóps. Mennimir tveir eru góðir og gegnir jafnaðarmenn, Ebbe Carlsson sem áður var blaða- fulltrúi Lennarts Geijers fyrrver- andi dómsmálaráðherra og Hans Holmer lögreglustjóri sem lengi stjómaði rannsókninni á Palme- morðinu. Carlsson og Holmer hafa þekkst árum saman. Sagan hermir að þeir fylgi sömu kenningu við rannsókn- ina og Holmer áður fyrr, þ.e.a.s. að kúrdar hafí staðið á bak við morðið. Carlsson hitti forseta írans í París í apríl eftir að hann sagðist vita hver morðinginn væri. Nils- Erik Áhmann lögreglustjóri segir að þetta hafí verið eina verkefni Carlssons en dómsmálaráðherrann viðurkennir að félagamir hafí unnið fleiri verkefni, kostuð af almannafé, í þágu rannsóknarinnar. Málið verður tekið fyrir á þingi í næstu viku því að borgaraflokk- amir í stjómarandstöðu segja að tilvist slíks leynilegs rannsóknar- hóps ógni réttarörygginu. Islamabad, Karachi. Reuter. MOHAMMAD Zia-ul-Haq forseti Pakistans kom stjórnarandstæð- ingum í opna skjöldu þegar hann á sunnudag leysti upp þingið og rak forsætisráðherrann Mo- hammad Khan Junejo. Stjórnar- andstöðuflokkarnir hafa kallað saman neyðarfundi eftir tilkynn- ingu forsetans um að kosningar muni fara fram innan þriggja- mánaða. Þeir munu ekki taka þátt í kosningunum. Benazir Bhutto, formaður Pak- istanska þjóðarflokksins, sagði í fyrradag að flokkurinn tæki ekki þátt í kosningunum sem Zia-ul-Haq hefur boðaða til. Talsmenn annarra stjómarandstöðuflokka hafa tekið sömu afstöðu, þrátt fyrir að talið sé að flokkamir tapi fylgi hundsi þeir kosningamar. Bhutto er dóttir Ali Bhuttos fyrrum forsætisráð- herra Pakistans, sem Zia-ul-Haq steypti árið 1977 og lét síðar taka af lífí. Bhutto sagði að frjálsar og réttmætar kosningar væru óhugs- andi undir stjóm Zia-ul-Haq. Stjómmálaskýrendur í Pakistan sögðu í gær að ef stjómarandstöðu- flokkamir hefðu í hyggju að hundsa kosningamar núna eins og þeir hefðu gert árið 1985, þegar Zia-ul- Haq aflétti herlögum þá mættu þeir búast við að falla f gleymsku. , Ef stjórarandstaðan á hinn bóginn hygðist taka þátt í kosningunum, sem þeir hafa sagt vera spilltar og óréttlátar, væm þeir að grafa undan málstað sínum. „Stjómarandstöðuflokkarnir töp- uðu fýlgi árið 1985 vegna þess að þeir tóku ekki þátt í kosningunum. Ef þeir ekki taka þátt í þeim nú munu þeir missa enn meira fylgi,“ er haft eftir vestrænum sendirrianni í Pakistan. Pakistanskur stjóm- málamaður sagði í samtali við dag- blaðið Star í fyrradag að staða stjómarandstæðinga væri erfíð. „Þeir missa fylgi ef þeir hundsa kosningamar og líka ef þeir taka þátt í þeim,“ sagði stjómmálamað- urinn. Á meðan stjórnarandstæðingar kljást við sín vandamál notar Zia- ul-Haq tímann til að hreinsa til í flokki sínum. Zia getur útnefnt 100 nýja ráðherra sem veitir honum mikið svigrúm til íhlutunar í flest innanríkismál. Hann hefur þegar sett tvo nýja ráðherra í embætti. Forsetinn rak forsætisráðherr- ann,' Mohammed Khan Junejo, á sunnudag fyrir spillingu og vegna mistaka hans við að koma á lýð- ræði í landinu, að sögn forsetans. Stjómmálaskýrendur og vestrænir sendimenn em á einu máli um að ástæða brottvikningar Junejo sé sú að hann hafí hrifsað til sín of mik- il völd að mati Zia. Junejo hefur eftir að Kann var skipaður í emb- ætti hemaðarráðherra auk forsæt- isráðherraembættisins farið að skipta sér af málum hersins, sem er undir stjóm Zia. Þykir næsta víst að forsetanum hafí þótt nóg um afskipti Junejos. Bandaríkin: Hagtölur hækkuðu í apríl Washington, Reuter. HELZTU hagtölur f Bandaríkjun- um hækkuðu sem nemur 0,2 pró- setnum í apríl, eða álíka mikið og spáð hafði verið. Tölumar em notaðar til að segja fyrir um þró- un bandarisks efnahagslffs. Frá því var skýrt á sínum tíma að hagtölur marz-mánaðar hefðu hækk- að um 0,8%, en í gær var tilkynnt að þeir útreikningar hefðu verið rang- ir og niðurstaðan væri 0,2% hækkun í marz. Bandarískar verksmiðjur fengu 1,2% meiri pantanir en í marz og í marz var aukningin frá febrúar 1,6%. Byggingaframkvæmdir jukust um 0,1% í apríl miðað við 1,3% aukningu í marz. Armenía: Daglegir mótmæla- fundir í Jerevan Moskvu. Reuter. ÞÚSUNDIR manna hafa að undanförnu safnast saman til daglegra mótmæla í Jerevan, höfuðborg Armeníu, og krafist þess, að Nagorno-Karabakh- hérað í Azerbajdzhan verði sameinað landinu. Var þetta haft eftir armenskum embættis- mönnum í fyrradag. Einn embættismannanna sagði, að fólk safhaðist daglega saman á einu torgi borgarinnar og hefðu verið þar um 15.000 manns á mánudag. Þá var haft eftir öðrum, að búist væri við nýju allsheijar- verkfalli í Stepanakert, höfuðborg Nagorno-Karabakhs, til að leggja áherslu á kröfuna um sameiningu við gamla landið. 7!ASS-fréttastofa skýrði frá því í fyrradag, að Boris Kavorkov, fyrrum fyrsti aðalritari flokks- deildarinnar í Nagomo-Karabakh, hefði verið rekinn úr flokknum. Var sagt, að hann hefði ekki veitt flokksdeildinni þá forystu, sem honum bar, en hún samþykkti að fara fram á endursameiningu við Armeníu. Tókýó, Reuter. Ferðamyndband með sjónvarpi Stúlkan á myndinni hér að ofan heldur stolt á sambyggðu ferðasjónvarpi og myndbandi sem nýlega kom á markaðinn í Japan. Hægt verður að fá ferðatækið, sem er á stærð við þykka bókarkilju og vegur að- eins rúmlega eitt kíló, á almennum markaði í Japan með haustinu og í Bandaríkjunum og Kanada um næstu áramót. Þess má geta að í Japan verður tækið selt á 128.000 yen en það em um 1.000 dollarar (40.000 íslenskar krónur).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.