Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 7

Morgunblaðið - 02.07.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 7 Vaniamatsnefnd NATO í heimsókn hér á landi f VIKUNNI kom hingað til lands í stutta heimsókn Varnamats- nefnd Atlantshafsbandalagsins og kynnti sér starf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og aðrar varnir íslands. Formaður nefnd- arinnar er Michael Bell, einn aðstoðarframkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. Vamamatsnefndin (Defense Review Committee) kom hingað til lands síðastliðið mánudagskvöld frá Grænlandi. Hún hélt aftur af landi brott snemma á miðvikudagsmorg- un, eftir að hafa skoðað sig um og fundað með aðilum í íslensku utanríkisþjónustunni. Michael Bell, formaður Vama- matsnefndarinnar, er aðstoðar- framkvæmdastjóri Atlantshafs: bandalagsins á sviði vamarmála. í samtali við Morgunblaðið kvað hann starf nefndarinnar einkum felast í mati á vamarstöðu og ráð- gjöf til vamarmálaráðherra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt sér nefndin um áætlana- gerð á sviði vamarmála og sam- ræmingu á því sviði á milli aðild- arríkjanna. í nefndinni eiga sæti 32 menn frá öllum aðildarríkum bandalags- ins nema Frakklandi og íslandi þar sem enginn innlendur her er hér á landi. „Mest allt okkar starf er pappírs- vinna sem unnin er í höfuðstöðvum Atlantshafbandalagsins í Brassel. Við reynum þó að ferðast um öðra hvora og sjá með eigin augum það sem er að gerast á sviði vamar- mála í löndunum sjálfum," sagði Bell aðspurður um tilgang ferðar- innar. „I fyrra ferðuðumst við um Bandaríkin og Kanada, en þetta árið var okkur boðið til Spánar, Grænlands og íslands. Þetta er reyndar í annað sinn sem nefndin kemur hingað til lands, en hún heimsótti einnig ísland árið 1979. Heimsóknin hefur verið mjög ánægjuleg og það hefur verið fróð- legt að kynnast störfum vamarliðs- ins,“ sagði Bell. Um fund nefndarinnar með aðil- um íslensku utanríkisþjónustunnar kvað Michael Bell einkum hafa ver- ið rætt um stöðu íslands í vama- kerfi Atlantshafsbandalagsins og hemaðarlegt mikilvægi landsins. Bell kvað lslendinga hafa mjög já- Morgunblaðið/BAR Varnamatsnefnd Atlantshafsbandalagsins saman komin áður en haldið var i skoðunarferð tíl Þing- valla, Gullfoss og Geysis. Michael Bell, formaður nefndarinnar, stendur fyrir miðju. Morgunblaðið/BAR Michael Bell, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins og formaður Varnamats- nefndar þess. kvæða afstöðu til vamarmála og það væri nauðsynlegt að gefa þeim tækifæri til að fylgjast náið með því sem gerðist á því sviði hjá Atl- antshafbandalaginu, þó þeir tækju ekki beinan þátt í störfum Vama- matsnefndarinnar. Þó íslendingar hafí ekki her á að skipa og hafi ekki í hyggju að koma honum upp er þýðing landsins ótvíræð fyrir Atlantshafbandalagið og þá ekki síst við upplýsingaöflun, að sögn Bells. „Hemaðarlegt mikilvægi íslands er alltaf að aukast, sérstaklega á sviði radarmælinga," sagði Bell. „Það þarf ekki annað enn að líta á landakortið til þess að sjá á hve hemaðarlega mikilvægt svæði ís- land er, því þaðan er best hægt að fylgjast með helstu flotastöðvum Sovétmanna við Barentshaf með radarmælingum. “ Eins og áður sagði átti Vama- matsnefndin fund á þriðjudags- morgun með aðilum íslensku ut- anríkisþjónustunnar en að honum loknum var farið í skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Nefndarmenn gistu um nóttina á vamarliðssvæðinu á Keflavíkur- flugvelli áður en þeir héldu heim- leiðis á miðvikudagsmorgun. Undirstaðan að góðri veislu — er Ijúffengt lambakjöt! Leggir 419 oo ■pr.kg. Kótelettur 549.X Lærissneiðar CCA oo WW9>pr-kg. Framhryggur 00 ■ pr.kg. Ferðaþjónusta bænda: „Flakkari“ vinsæll Súpukjöt 380.°°«, Saltkjöt 00 ■ pr.kg. Kryddlegið Ijúfmeti - tilbúið á grillið! Lamba kótelettur Lamba lærissneiðar 679.s:«, Lamba framhryggur C7Q 00 W#9-pr.kg. Lamba leggir 4QQ 00 **WW-pr.kg. Lamba sirlon 579.“«,. FERÐAÞJÓNUSTA bænda hefur verið starfrækt frá 1981 og er viðleitni bænda til að taka upp fjölbreyttari atvinnuháttu. Ferða- þjónustunni hefur vaxið ásmegin á undanfömum misserum og nú hefur hún tekið upp nýtt sölu- kerfi á gistingu og veiðileyfum sem þeir kalla Flakkarann og hefur það mælst vei fyrir hjá ferðafólki, að sögn Þórdísar Eiríksdóttur, starfsmanns Ferða- þjónustu bænda. Um er að ræða tvenns konar flakk, annars vegar gistiflakk og hins vegar veiðiflakk. Sá sem fer á gistiflakk kaupir 7 miða, annað hvort í uppbúið rúm og kosta þeir 8.720 krónur, eða í svefnpokapláss og kosta sjö miðar þá 3.700. Miðun- um fylgir listi yfír þá ba^iwíðs vegar um landið sem hýsa flakkara. Um leið gefa miðamir afslátt af gistingu en bókun verður að fara fram með dagsfyrirvara. Að auki býður Ferðaþjónustan nú upp á svokallað veiðiflakk. Seldir era minnst tíu miðar í einu. Miðamir gilda sem greiðsla fyrir veiðileyfí á 13 veiðisvæði um allt land. Verðið fyrir eina stöng á dag getur verið frá tveimur miðum og allt að þrettán miðum. Með í kaupunum fylgir bæklingur með korti af öllum veiði- svæðunum og margvíslegar upplýs- ingar fyrir veiðimanninn. Verð á tíu miðum er 2.400 krónur. Hryggir í 1/1 Læri í 1/1 - 549.“«,. CJSQ oo vv9>pr.kg. Grill Lambagrillpinnar Nautagrillpinnar Svínakjötsgrillpinnar 890.”.». ÓDÝRT — 1. FLOKKS-f MIKLU ÚRVALI! KJOTMIÐSTÖÐIN Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.