Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988 7 Vaniamatsnefnd NATO í heimsókn hér á landi f VIKUNNI kom hingað til lands í stutta heimsókn Varnamats- nefnd Atlantshafsbandalagsins og kynnti sér starf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og aðrar varnir íslands. Formaður nefnd- arinnar er Michael Bell, einn aðstoðarframkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. Vamamatsnefndin (Defense Review Committee) kom hingað til lands síðastliðið mánudagskvöld frá Grænlandi. Hún hélt aftur af landi brott snemma á miðvikudagsmorg- un, eftir að hafa skoðað sig um og fundað með aðilum í íslensku utanríkisþjónustunni. Michael Bell, formaður Vama- matsnefndarinnar, er aðstoðar- framkvæmdastjóri Atlantshafs: bandalagsins á sviði vamarmála. í samtali við Morgunblaðið kvað hann starf nefndarinnar einkum felast í mati á vamarstöðu og ráð- gjöf til vamarmálaráðherra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt sér nefndin um áætlana- gerð á sviði vamarmála og sam- ræmingu á því sviði á milli aðild- arríkjanna. í nefndinni eiga sæti 32 menn frá öllum aðildarríkum bandalags- ins nema Frakklandi og íslandi þar sem enginn innlendur her er hér á landi. „Mest allt okkar starf er pappírs- vinna sem unnin er í höfuðstöðvum Atlantshafbandalagsins í Brassel. Við reynum þó að ferðast um öðra hvora og sjá með eigin augum það sem er að gerast á sviði vamar- mála í löndunum sjálfum," sagði Bell aðspurður um tilgang ferðar- innar. „I fyrra ferðuðumst við um Bandaríkin og Kanada, en þetta árið var okkur boðið til Spánar, Grænlands og íslands. Þetta er reyndar í annað sinn sem nefndin kemur hingað til lands, en hún heimsótti einnig ísland árið 1979. Heimsóknin hefur verið mjög ánægjuleg og það hefur verið fróð- legt að kynnast störfum vamarliðs- ins,“ sagði Bell. Um fund nefndarinnar með aðil- um íslensku utanríkisþjónustunnar kvað Michael Bell einkum hafa ver- ið rætt um stöðu íslands í vama- kerfi Atlantshafsbandalagsins og hemaðarlegt mikilvægi landsins. Bell kvað lslendinga hafa mjög já- Morgunblaðið/BAR Varnamatsnefnd Atlantshafsbandalagsins saman komin áður en haldið var i skoðunarferð tíl Þing- valla, Gullfoss og Geysis. Michael Bell, formaður nefndarinnar, stendur fyrir miðju. Morgunblaðið/BAR Michael Bell, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins og formaður Varnamats- nefndar þess. kvæða afstöðu til vamarmála og það væri nauðsynlegt að gefa þeim tækifæri til að fylgjast náið með því sem gerðist á því sviði hjá Atl- antshafbandalaginu, þó þeir tækju ekki beinan þátt í störfum Vama- matsnefndarinnar. Þó íslendingar hafí ekki her á að skipa og hafi ekki í hyggju að koma honum upp er þýðing landsins ótvíræð fyrir Atlantshafbandalagið og þá ekki síst við upplýsingaöflun, að sögn Bells. „Hemaðarlegt mikilvægi íslands er alltaf að aukast, sérstaklega á sviði radarmælinga," sagði Bell. „Það þarf ekki annað enn að líta á landakortið til þess að sjá á hve hemaðarlega mikilvægt svæði ís- land er, því þaðan er best hægt að fylgjast með helstu flotastöðvum Sovétmanna við Barentshaf með radarmælingum. “ Eins og áður sagði átti Vama- matsnefndin fund á þriðjudags- morgun með aðilum íslensku ut- anríkisþjónustunnar en að honum loknum var farið í skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Nefndarmenn gistu um nóttina á vamarliðssvæðinu á Keflavíkur- flugvelli áður en þeir héldu heim- leiðis á miðvikudagsmorgun. Undirstaðan að góðri veislu — er Ijúffengt lambakjöt! Leggir 419 oo ■pr.kg. Kótelettur 549.X Lærissneiðar CCA oo WW9>pr-kg. Framhryggur 00 ■ pr.kg. Ferðaþjónusta bænda: „Flakkari“ vinsæll Súpukjöt 380.°°«, Saltkjöt 00 ■ pr.kg. Kryddlegið Ijúfmeti - tilbúið á grillið! Lamba kótelettur Lamba lærissneiðar 679.s:«, Lamba framhryggur C7Q 00 W#9-pr.kg. Lamba leggir 4QQ 00 **WW-pr.kg. Lamba sirlon 579.“«,. FERÐAÞJÓNUSTA bænda hefur verið starfrækt frá 1981 og er viðleitni bænda til að taka upp fjölbreyttari atvinnuháttu. Ferða- þjónustunni hefur vaxið ásmegin á undanfömum misserum og nú hefur hún tekið upp nýtt sölu- kerfi á gistingu og veiðileyfum sem þeir kalla Flakkarann og hefur það mælst vei fyrir hjá ferðafólki, að sögn Þórdísar Eiríksdóttur, starfsmanns Ferða- þjónustu bænda. Um er að ræða tvenns konar flakk, annars vegar gistiflakk og hins vegar veiðiflakk. Sá sem fer á gistiflakk kaupir 7 miða, annað hvort í uppbúið rúm og kosta þeir 8.720 krónur, eða í svefnpokapláss og kosta sjö miðar þá 3.700. Miðun- um fylgir listi yfír þá ba^iwíðs vegar um landið sem hýsa flakkara. Um leið gefa miðamir afslátt af gistingu en bókun verður að fara fram með dagsfyrirvara. Að auki býður Ferðaþjónustan nú upp á svokallað veiðiflakk. Seldir era minnst tíu miðar í einu. Miðamir gilda sem greiðsla fyrir veiðileyfí á 13 veiðisvæði um allt land. Verðið fyrir eina stöng á dag getur verið frá tveimur miðum og allt að þrettán miðum. Með í kaupunum fylgir bæklingur með korti af öllum veiði- svæðunum og margvíslegar upplýs- ingar fyrir veiðimanninn. Verð á tíu miðum er 2.400 krónur. Hryggir í 1/1 Læri í 1/1 - 549.“«,. CJSQ oo vv9>pr.kg. Grill Lambagrillpinnar Nautagrillpinnar Svínakjötsgrillpinnar 890.”.». ÓDÝRT — 1. FLOKKS-f MIKLU ÚRVALI! KJOTMIÐSTÖÐIN Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.